Tíminn - 29.11.1972, Page 9

Tíminn - 29.11.1972, Page 9
Miflvikudagur 29. nóvember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: í'ramsóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.),-Jón Helgason, Tómas Karlsson, 'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmáns): Auglýsingastjóri: Steingrlmur. Glslaswu Ritstjórnarskrif- stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306* Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald( £25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein- takið. Blaðaprent h.f. ERLENT YFIRLIT Verða margir danskir þing- menn gerðir þingrækir? Normanns-málið getur haft víðtækar afieiðingar Árásir Mbl. á Björn og Eðvarð Frá þvi Alþýðusambandsþingi lauk hefur Mbl. haldið uppi sifelldum árásum á þá Björn Jónsson, forseta ASI og Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Ástæðan er sú, að þessir leiðtogar verkalýðs- hreyfingarinnar leyfðu sér að gera Alþýðu- sambandsþingi grein fyrir þeim efnahags- vanda, sem nú er við að striða, og rikisstjórnin verður að mæta með nýjum ráðstöfunum i efnahagsmálum. Kjarninn i málflutningi þeirra Björns Jóns- sonar og Eðvarðs Sigurðssonar var hinn sami og var i þeim tillögum i kjara- og atvinnumál- um, sem miðstjórn Alþýðusambandsins lagði fyrir ASI-þingið> Um þessar tillögur náðist al- ger samstaða á þinginu. Með þvi að ráðast á þá Björn og Eðvarð er Mbl. þvi að ráðast á alla þingfulltrúa á Alþýðusambandsþingi, sem stóðu að þvi að gera tillögur miðstjórnar ASI að ályktun Alþýðusambandsþings um kjara- og atvinnumál. I þessari ályktun er gerð grein fyrir efna- hagsvandanum. Þar segir, að i bráð sé kjarni vandans sá, að skapa útfl.atvinnu vegunum viðunandi rekstrarskilyrði, en til lengri tima að skapa á ný jafnvægi i utanrikis- viðskiptum og sem jafnasta aukningu þjóðar- tekna með skipulegri uppbyggingu atvinnu- veganna. Meginverkefni verkalýðssamtak- anna væri nú að vernda þann árangur, sem náðst hefði i kjaramálum, og til þess að hagur launþega gæti batnað i framtiðinni, yrði að nást jafnvægi i efnahagsmálum. Um þetta og þar með málflutning þeirra Björns og Eðvarðs varð samstaða á ASI-þingi. Árásum Mbl. á þá Björn og Eðvarð er hins vegar bezt svarað með þvi að vitna i viðtal, sem Mbl. átti við Guðmund H. Garðarsson, for- mann Verzlunarmannafélags Reykjavikur en hann er einn af framámönnum Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik. I viðtalinu segir Guð- mundur m.a.: ,,Það, sem mér finnst athyglisverðast frá þinginu, er sú eindregna afstaða, sem þingið tók til tillagna miðstjórnarinnar i kjara- og launamálum. Þessi ályktun er i mörgu gerólik fyrri ályktunum um þessi mál og það helzt, að hún er efnislega samin með tilliti til þess, að menn geri sér grein fyrir þvi, að starfssemi og kjarabarátta verkalýðshreyfingarinnar verður að eiga sér stað innan ákveðins og skynsam- legs efnahagsramma”. I leiðara i gær segir Mbl., að ,,þeir Björn Jónsson og Eðvarð Sigurðsson hafi dyggilega gengið erinda rikisstjórnarinnar á ASI-þingi”. Verst telur þó Mbl. að þeir skyldu leyfa sér að þakka þær margvislegu ráðstafanir, sem rikis- stjórnin hefur beitt sér fyrir til hagsbóta fyrir launafólkið i landinu. Ef það eiga að vera hnjóðsyrði um þessa leiðtoga verkalýðs- hreyfingarinnar, þá mega þeir sannarlega vel við una. A. C. Normami og Janne dóttir hans UM LANGT skeið hefur ekki rikt meiri spenna i sölum danska þjóðþingsins en á fimmtudaginn var. Orsökin var sú, að þar stóð fyrir dyr- um atkvæðagreiðsla um, hvort svipta ætti þingmann, sem notið hefur mikils álits, rétt til þingsetu. Sérstök þing- nefnd hafði fjallað um málið og meirihluti hennar hafði lagt til, að hann yrði sviptur þing- setu. — Minnihlutinn hafði hins vegar mælt gegn þvi. Þingmaður sá, sem hér átti hlut að máli, A.C. Normann, hafði átt sæti á þingum i 20 ár og verið einn af helztu forustu- mönnum radikala flokksins. Hann var um skeið sjávarút- vegsmálaráðherra. Hann hef- ur notið mikils álits meðal þingmanna fyrir glöggskyggni og réttsýni, sem hann hefur þótt sýna i meðferð mála. Hann er orðinn 68 ára og hafði lýst yfir þvi, að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur til framboðs. ASTÆÐAN til þess að fjall- að var um rétt hans til þing- setu, var sú, að hann hafði fyrirnokkrum misserum lenti bilslysi, sem talið var stafa af gálausum akstri hans. Hann hafði bæði ekið of hart og ekki fylgzt nægilega með umferð- inni og átti þvi þátt i árekstri, sem varð tveimur mönnum að bana og orsakaði örkuml tveggja annarra. Sjálfur meiddist hann einnig allmikið og varð að liggja á spitala talsverða hrið. Bæði undir- réttur og yfirréttur höfðu dæmt hann sekann. Yfirrétt- urinn hafði dæmt hann i 30 daga fangelsi skilorðsbundið og svipt hann ökuréttindum um tveggja ára skeið. Hæsti- réttur átti hins vegar eftir að fjalla um mál hans. bað er venja, þegar þingmenn hljóta slika dóma i Danmörku, að þingnefnd fjalli um rétt þeirra til áframhaldandi þingsetu. 1 stjórnarskránni segir, að maður hafi ekki kjörgengi eða rétt til þingsetu, ef hann hafi hlotið dóm, sem gefi hann óverðugan að almenningsáliti til að eiga sæti á þinginu. Jafn- framt segir, að þingið sjálft skuli fara með úrskurðarvald i þessum málum. Þingið hefur aðeins svipt tvo menn þing- réttindum af þessum ástæð- um, en þingnefnd fjallað um mál margra. Annar þessara manna var færeyski banka- stjórinn Thorstein Petersen, sem var sviptur þingréttindum 1957, eftir að hafa verið dæmd- ur i mánaðarfangelsi vegna brota á bankalögum, hluta- félagslögum og hegningarlög gjöfinni. I ÞINGNEFNDINNI, sem fjallaði um mál Normanns, áttu 17 þingmenn sæti. Nefnd- in klofnaði þannig um málið, að 13 þingmenn lögðu til, að hann yrði sviptur rétti til þingsetu, en fjórir vildu leyfa honum þingsetu áfram. Meirihlutinn byggði dóm sinn á þvi, að Normann hefði með akstri sinum gert sig sek- an um svo mikið gáleysi og ólöglegt framferði, að hann hefði gert sig óverðugan til þingsetu. Minnihlutinn hélt þvi hins vegar fram, að hann hlyti samkvæmt úrskurði dómstóla sömu hegningu og aðrir, er gerðu sig seka um brot á um- ferðarreglum, og ekki ætti að leggja á hann aukarefsingu vegna þess að hann væri þing- maður. Almenningur væri lika raunverulega búinn að dæma um mál hans, þar sem hann var endurkosinn þingmaður nokkru eftir að slysið varð. Þá taldi minnihlutinn vera farið inn. á hála braut, ef svipta ætti þingmenn rétti til þingsetu vegna umferðarbrota. Það gæti skapað mjög varhuga- vert fordæmi. AÐUR en atkvæðagreiðsla fór fram i þinginu, fór fram umræða, sem stóð i 35 minút- ur. Tveir af forustumönnum thaldsflokksins vörðu Nor- mann mjög einbeittlega og einnig hinn þekkti borgar- stjóri úr flokki jafnaðar- manna, Erhard Jacobsen, sem varaði þingmenn við að fara eftir blaðaskrifum um málið. Axel Nielsen dóms- málaráðherra mælti hins veg- ar með þvi að Normann yrði sviptur þingréttindum og varpaði m.a. fram þeirri spurningu, hvort hægt væri að láta dómara halda áfram að dæma um umferðarmál, ef hann hlyti dóm fyrir brot á umferðarreglum. Einna mesta athygli vakti ræða Fær- eyingsins Jóhanns Nielsens, sem las dæmisögu úr bibli- unni, sem lýkur með þessum orðum : Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. Hann greiddi atkvæði gegn þvi að Normann yrði sviptur þing- réttindum, en hinn fær- eysti þingmaðurinn og þing- menn Grænlendinga tóku ekki þátt i atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan fór á þá leið, að 88 greiddu atkvæði með þvi að svipta Normann þingréttindum, en 70 á móti. Hann varð þannig gerður þingrækur. Eftir að úrslitin voru kunn, áttu sumir þing- menn, sem höfðu greitt at- kvæði gegn Normann, erfitt að verjast gráti og flokkssystir hans Else-Merete Ross, há- grét. Sjálfur var Normann hinn rólegasti, er hann byrjaði að tina saman skjöl sln. Allir flokkar klofnuðu um málið. Meirihluti þingmanna úr flokki sósialdemókrata, radikala flokksins og vinstri flokksins greiddu atkvæði með brottrekstri Normanns, en meirihluti þingmanna úr thaldsflokknum og Sósialista þjóðarflokknum greiddu hins vegar atkvæði gegn brott- rekstrinum. Rikisstjórnin, sem er skipuð sósialdemó- krötum, klofnaði alveg i tvennt. Anker Jörgensen for- sætisráðherra greiddi atkvæöi gegn brottrekstrinum, ásamt Per Hækkerup efnahagsmála- ráðherra, Henny Grúnbaum fjármálaráðherra og Niels Matthiasen menntamálaráð- herra. Með brottrekstrinum greiddu atkvæði Axel Nielsen dómsmálaráðherra, Jens Kampmann samgöngumála- ráðherra og Knud Heinesen kennslumálaráðherra. Karl Skytte, forseti þingsins og flokksbróðir Normanns, greiddu atkvæði með brott- rekstrinum og sama gerði formaður radikala flokksins Hilmar Baunsgaard. EFTIR atkvæðagreiðsluna hélt Normann blaðamanna- fund, ásamt Janne dóttur sinni, sem er blaðamaður, en hún mun bjóða sig fram til þings i þvi kjördæmi, þar sem faðir hennar hefur verið kos- inn. Normann var hinn róleg- asti og upplýsti m.a. að hann hefði fengið svima, er slysið varð, og við læknisskoðun á eftir hafi komið i ljós, að hann hafði alltof háan blóðþrýsting. Þetta þýddi hins vegar ekki að færa fram við dómstólana, þvi að ekki var hægt að sanna, að hann hefði haft of háan blóðþrýsting fyrir slysið. Nor- mann sagðist ekki bera kala til þeirra þingmanna, sem hefðu greitt atkvæði gegn hon- um. Brottrekstur Normanns getur átt eftir að hafa alvar- legar afleiðingar fyrir marga þingmenn, ef reglum um brottvisun verður fylgt jafn- strangt og i þessu tilfelli. Þrir þingmenn hafa nýlega verið dæmdir fyrir lagabrot og fjall- ar nú kjörgengisnefndin um mál þeirra. Þessir þingmenn eru Mogens Camre (sósial- demókrat), sem hefur verið dæmdur fyrir óleyfilegan inn- flutning á byssu, Hans Jörgen Lembourn (ihaldsmaður) og Lena Bro (sósialdemókrati), sem hefur verið dæmd fyrir óleyfilegan akstur. Þá er kom: in krafa um að tekið verði upp ýms eldri mál, sem nefndin hefur áður fjallað um. T.d. hefur Chr. Thomsen sjávarút- vegsmálaráðherra verið dæmdur fyrir meiriháttar um- ferðarbrot, sem leiddi til örkumlunar, Knud öster- gaard fyrrv. herráðherra (ihaldsmaður) hefur verið dæmdur fyrir umferðarbrot og Per Gudme (radikal) hefur verið dæmdur fyrir ölvun við akstur. Einn af leiðtogum ihaldsflokksins Erik Ninn — Hansen, hefur krafizt þess, aö þessi gömlu mál verði tekin upp aftur. —TK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.