Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 2
2 4. júlí 2004 SUNNUDAGUR MOSKVA Yukos rambar á barmi gjaldþrots. Samkvæmt BBC fylg- ir aðgerðin gegn olíufélaginu í kjölfar kröfu þess um að stjórn- völd leyfðu fyrirtækinu að fá að- gang að frystum bankareikning- um sínum til að borga 3,4 millj- arða dollara skuld við ríkið vegna meintra skattsvika árið 2000. Kröfunni var neitað og fyrirtæk- inu gefinn frestur fram á mánu- dag til að borga skuldina. Yukos á yfir höfði sér að þurfa að borga svipaða upphæð fyrir árið 2001. Aðalhluthafi Yukos, Mikhail Khodorkovskí, hefur verið ákærð- ur fyrir skattsvik og standa rétt- arhöld yfir honum nú yfir. Því er haldið fram aðgerðir ríkisvalds- ins gegn Yukos séu persónuleg hefnd gegn Khodorkovskí sem fyrir handtöku sína á síðasta ári veitti fé til stjórnmálaflokka sem eru andsnúnir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Pútín segist hins vegar ekki hafa neinn áhuga á því að Yukos, sem er stærsti ol- íuframleiðandi Rússlands, verði gjaldþrota. Margir telja hins veg- ar að rússnesk stjórnvöld vilji þröngva ráðamönnum fyrirtækis- ins út í horn til að ríkisvaldið eigi auðveldara með að seilast til áhri- fa innan þess. ■ Framsókn ætlar ekki að gefa eftir Það skýrist í kvöld hvort stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um frum- varp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Svo virðist sem mikið beri í milli. Framsóknarmenn vilja alls ekki fara yfir 30 prósenta mörkin. ÞJÓÐARATKVÆÐI Flestir þingmanna Framsóknarflokksins vilja að engin skilyrði um lágmarksþátttöku verði sett í frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir segj- ast hins vegar geta sæst á skilyrði um að ákveðið lágmarkshlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögum svo þau falli úr gildi, þá helst í kringum 25 prósent en ekki meira en 30 pró- sent. Sjálfstæðismenn hafa hins veg- ar lýst því yfir að þeir vilji miða það skilyrði við 44 prósent. Það virðist því mikið bera í milli hvað þetta varðar. Málið er nú alfarið í höndum Davíðs Oddssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, og Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins. Þeir fund- uðu um málið í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi náð sáttum enda veittu þeir fjölmiðlum ekki viðtöl. Einn af þingmönnum Framsókn- arflokksins sem Fréttablaðið ræddi við sagði að sterk rök væru fyrir því að hafa engin skilyrði. Ákveðin efnisleg rök væru þó líka fyrir því að setja skilyrði um eitthvað lág- mark. Meirihluti þingsins væri bú- inn að samþykkja fjölmiðlalögin og því væri fráleitt ef tíu til fimmtán prósent þjóðarinnar gætu breytt því. Þingmaðurinn sagðist hins vegar hafa trú á því að mikil kosn- ingaþátttaka yrði í þjóðaratkvæða- greiðslunni sem framundan væri. Lágmarksþátttökuskilyrði gætu samt verið ákveðinn öryggisventill í framtíðinni en að hafa það meira en 30 prósent kæmi ekki til greina. Þá myndi það hafa öfug áhrif. Nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins sem blaðið ræddi við í gær sögðust vera orðnir ansi lang- þreyttir á þessu máli öllu saman. Þetta væri stríð Davíðs við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og þeir einfaldlega hefðu ekki áhuga á að taka þátt í því opinber- lega með því að tjá sig um málið. Einn ráðherra framsóknarmanna sagðist ekki getað sagt hver líkleg niðurstaða yrði í málinu á ríkis- stjórnarfundinum í dag. Það yrði einfaldlega að koma í ljós hvað Halldór kæmi með af fundinum með Davíð. trausti@frettabladid.is Forkaupsréttur Jóns Ólafssonar runninn út: Skífan seld VIÐSKIPTI Gengið var frá kaupum á Skífunni í gær þegar félag í eigu Ró- berts Melax keypti fyrirtækið af Norðurljósum. Kaupin voru gerð eft- ir að forkaupsréttur Jóns Ólafssonar, fyrrum eiganda fyrirtækisins, rann út í fyrrakvöld. Róbert Melax er stofnandi Lyfju og seldi fyrirtæk- ið fyrir um tveim- ur mánuðum. Að sögn Róberts gerði hann sam- komulag fyrir um mánuði síðan við stjórn Norður- ljósa um kaup á Skífunni. Kaup- verðið fæst ekki uppgefið. Samkeppnisstofnun setti við kaupin ákveðin skilyrði um að skilið yrði milli heildsölu og smásölu í fyr- irtækinu. Fallist var á þau skilyrði. Að sögn Róberts er ekki að vænta mikilla breytinga á rekstri fyrirtæk- isins, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Rekstur Skífunnar er nokkuð umfangsmikill að sögn Ró- berts en undir Skífuna heyra þrjú kvikmyndahús, verslanir BT, Skíf- unnar og Office One auk Sony-set- ursins og Hljóðfærahússins. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Jú, þetta er hringavitleysa, það er alveg rétt. En við erum að reyna að leiðrétta það með mislægum hringtorgsgatnamótum sem er önnur af þeim tillögum sem við berjumst fyrir. Örn Sigurðsson er talsmaður átakshóps Samtaka um betri byggð og Höfuðborgarsamtakanna. Hóp- urinn vill að borgarstjórn endurskoði þær breyt- ingar sem fyrirhugaðar eru á Hringbraut. Gatan sé betur komin í opnum stokki eða með hringtorgs- gatnamótum sem liggi ekki um miðja lóð Land- spítalans. Þannig skerðist framtíðarbyggingasvæði miðborgarinnar minnst. SPURNING DAGSINS Örn, er þetta ekki orðin ein hringavit- leysa? Kynferðisofbeldi: Röng sök DÓMSMÁL Börn færeyskra hjóna sem komu hingað til lands árið 2000 og voru tekin af foreldrum sínum viðurkenna að hafa borið móður sína og stjúpföður rangri sök. Þau sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem í raun var líkamlegt ofbeldi. Hjónin sem eiga eitt barn sam- an og hvor sín þrjú misstu forræði yfir börnunum hér á landi. Fyrr- verandi makar þeirra hjóna höfðu tekið saman og umgengust þau því börnin. Að áeggjan fósturmóð- ur barnanna báru þau fósturföður sinn rangri sök. Hjónin hlutu tveggja ára dóm hér á landi. Ekki er ólíklegt að börnin fái dóm fyrir sakirnar í Danmörku sem og stjúpmóðirin. Þau eru öll búsett hérlendis. Öll börnin eru í fóstri nema það elsta, samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins. ■ Skemmtilegir g jafapakkar á frábæru verði! Góða skemmtun! © D IS N EY Verðgildi 2 .190 kr.r il i . r. Verðgildi 2.490 kr. Leitað að bát: Fannst á siglingu LANDSBJÖRG Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út á þriðja tímanum í gær vegna báts sem dottið hafði út úr sjálfvirku tilkynningarskyldunni. Þegar báturinn datt út var hann staddur skammt norðvestur af Snæfellsnesi og ekki náðist við hann samband. Báturinn fannst upp úr klukkan fjögur og var þá á siglingu skammt frá þeim stað sem síðast hafði spurst til hans. Ekkert virtist ama að. Ekki er vitað hvers vegna bát- urinn datt út úr tilkynningar- skyldunni en talið er að bilanir hafi orðið um borð. ■ Gengið var frá kaupum félags í eigu Róberts Melax á Skífunni í gær. HÁÞRÝSTIÞVOTTUR TALINN REYK- UR Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út að húsi í Safa- mýri í gærmorgun eftir að til- kynning barst frá vegfaranda um reyk í húsinu. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom hins vegar í ljós að enginn eldur var í húsinu sem verið var að háþrýstiþvo. RÉTTINDALAUS OG UNDIR ÁHRIF- UM Ökumaður slapp með skrámur eftir að hann lenti utan vegar í Hrútafirði snemma í gærmorgun með þeim afleiðingum að bifreið hans valt. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis auk þess sem hann hafði ekki ökuréttindi. RÍKIÐ FER GEGN YUKOS Rússneskir löggæslumenn standa vörð um höfuðstöðvar rússneska olíufélagsins í Moskvu í gær. Löggæslumenn réðust inn í höfuðstöðvar Yukos: Pólitísk hefnd DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Ríkisstjórnarfundi var slitið eftir stundarfjórðung á föstudaginn er ráðherrar hittust til að ræða lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin ætlaði að hittast í gær en því var frestað og hefur fundur verið boðaður klukkan 18 í dag. LÖGREGLUMÁL Maður féll í sjóinn af Miðbakka í Reykjavíkurhöfn um fimmleytið í gær. Lögregla kom fljótt á staðinn og stuttu síðar köfun- arsveit og tækjabíll slökkviliðsins ásamt sjúkrabíl. Aðalvarðstjóri Lögreglunnar í Reykjavík segir að henni hafi borist tilkynning um að maður hafi fallið milli skemmtiferðaskips í höfninni og bryggju. Vegfarandi varð fyrstur mannsins var og hélt í hönd hans þegar lögregluna bar að. Bát þurfti til að ná honum úr sjónum. Rúnar Örn Marinósson fylgdist með björgunaraðgerðum lögregl- unnar. „Það gekk mjög erfiðlega að ná manninum uppúr,“ segir Rúnar. „Þegar ég kom var lögreglan nýkom- in.“ Rúnar segir manninn hafa mar- að í hálfu kafi og verið í vandræðum. „Hann var mjög þrekaður.“ Maðurinn var fluttur til skoðunar á slysadeild og segir aðalvarðstjóri hann á batavegi. ■ Fluttur hrakinn á slysadeild en er á batavegi: Maður féll í Reykjavíkurhöfn LÖGREGLAN Þessir lögregluþjónar voru fyrstir á vettvang. Sjónarvottur segir að þeir hafi sett manninn í björgunarhring og haldið í höndina á honum þar til þeim barst liðsauki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SLUPPU VEL Tveir sluppu með minniháttar meiðsl eftir að bif- reið þeirra valt á Fjarðarhálsi nærri Hólmavík í gær. Bifreiðin skemmdist mikið. 02-03 3.7.2004 22:11 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.