Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 38
Harlem Sophisticated er heiti á sýningu sem sett verður upp í Loftkastalanum í haust. „Þetta er söng- og danssýning sem byggir á lögum Duke Ellington en banda- ríski leikstjórinn Seth Sharp hef- ur veg og vanda að verkinu,“ seg- ir Hallur Helgason, leikhússtjóri Loftkastalans. „Hingað koma til landsins fjórir Bandaríkjamenn, tvær konur og tveir karlar, sem syngja, dansa og leika í sýning- unni en við höfum ráðið Sigurð Flosason sem tónlistarstjóra. Sig- urður er virkilega spenntur og bestu djassleikarar Íslands koma til með að taka þátt í verkefninu.“ Sýningin kemur til með að segja sögu Harlem-hverfisins. „Þetta verður ekta Broadway show sem inniheldur grúví djass. Fyrst þegar Harlem var að byggj- ast upp var mikil reisn yfir hverf- inu og margir blökkumenn efnuð- ust vel og náðu góðum árangri í samfélaginu. Harlem Sophist- icated segir söguna af blómatíma hverfisins og hvernig því var rú- stað.“ Hallur segir að tveir íslenskir leikarar komi til með að bætast í hópinn. „Björgvin Franz Gíslason verður með okkur en við erum að leita að ungri íslenskri leikkonu á móti honum. Það þarf að vera ein- hver sem getur bæði dansað, sungið og leikið.“ Hallur biður þær leikkonur sem vilja mæta í prufur að senda upplýsingar um aldur og fyrri störf ásamt símanúmeri á net- fangið cmstheater@aol.com. Stór hópur leikkvenna verður svo kallaður síðari hluta næstu viku. En Harlem Sophisticated verður sett upp í ágúst.“ ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 199 sólskinsstundir Arnór Sighvatsson Dóttir Moammars Gaddafí Líbíuleiðtoga 30 4. júlí 2004 SUNNUDAGUR ... fær Arndís Björg Sigurgeirsdótt- ir fyrir að lífga heldur betur upp á Miðbæinn með því að opna bóka- verslun og menningarmiðstöð í Top Shop húsinu við Lækjargötu. HRÓSIÐ ■ TÓNLIST Útsala á töskum og gjafavöru Gríptu tækifærið - gerðu góð kaup Drangey-Smáralind sími 528880 www.drangey.is 533 1225 Rósavendir 500 kr. (í ábyrgð) SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 SUMAR Í SKARTHÚSINU Skór 2 stk. kr. 2000.- Einnig barnastærðir FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Klyppstaðakirkja Loðmundarfirði Í ráði er að stofna félag um verndun kirkjunnar. Allir þeir sem áhuga hafa eru beðnir um að hafa samband við Smára eða Siggu Stínu í síma 853 7704. Stofnfundur félagsins er áætlaður í Stakkahlíð í Loðmundarfirði síðsumars. Hlökkum til að heyra frá ykkur. Smári og Sigga Stína. Ég var boðinn í partí í Frímúrara- húsinu til þess að fagna kaupum Baugs á tískuverslunarkeðjunni Karen Miller. Þetta var pabbahelgi þannig að ég neyddist til þess að taka fimm ára gamlan son minn með mér. Hann er blindur og með goffíntennur en ágætis náungi, miklu klárari en ég að mörgu leyti. Þegar ég kemst í ókeypis vín breytist ég í svamp. Og það var fullt af því þarna. Jón Ásgeir í rosastuði, reytti af sér brandara og söng kara- oke, Jóhannes gamli var líka hress, hann er búinn að vera að lyfta, allur mjög massaður, reif sig úr bolnum og spilaði á harmoníku eins og moð- erfokker. Ég varð drukkinn nánast strax. Þeim var nær að bjóða manni áfen- gi. Ég greip míkrófóninn og hélt ræðu yfir syni mínum sem ég kall- aði Karenu. Elsku Karen, þetta allt átt þú, þú mátt aldrei selja, því þetta er fyrirtækið þitt, labbakúturinn minn blindi með goffíntennurnar. Ég var dreginn niður af sviðinu en feðgarnir leyfðu mér að drekka í hálftíma í viðbót áður en mér var hent út. Fasistar, fasistar, hrópaði ég úti á götu, strákurinn skildi ekki baun. Ég á Karen Miller og allt þetta drasl, ég er búinn að halda ykkur uppi í gegnum árin með viðbjóðs- lega dýrum kjúklingum og hrís- grjónum á okurverði. Á leiðinni heim spurði sonur minn: ertu öfundsjúkur út í Jón Ás- geir pabbi. Ég horfði út um glugg- ann og reyndi að láta renna af mér. Ég sagði ekki neitt en ég skammað- ist mín. Ég spila ekki einu sinni á munnhörpu, ég er ömurlegur munn- hörpuleikari. Líklega vegna þess að ég er líka með goffíntennur. ■ SONUR MINN KAREN ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR „Á leiðinni heim spurði sonur minn: ertu öfundsjúkur út í Jón Ásgeir pabbi.“ ■ „Við erum að klára að semja lög á nýja plötu og höldum vonandi í hljóðver um leið og við komum frá New York,“ segir söngvarinn Kristinn Júníusson en rokkbandið Vínyll, sem sett hefur sterkan svip á íslenskt tónlistarlíf að und- anförnu, kemur fram á nokkrum tónleikum í New York í lok júlí. „Við spilum meðal annars í Central Park ásamt Maus og Jagú- ar á Iceland Naturally, sem er hluti af tónlistarhátíðinni Sum- merStage.“ Iceland Naturally var einnig hluti af sumarhátíð Central Park í fyrra. „Þá spilaði hljómsveitin Trabant þarna ásamt fleiri Íslend- ingum og þetta verður ábyggilega svona harðfisks- og sviða- kjammastemning,“ segir Krist- inn, sem ætlar jafnvel sjálfur að taka með sér þjóðlega vöru til Bandaríkjanna. „Það er ein gella sem er að vinna fyrir okkur úti sem kom í heimsókn til landsins í fyrra. Hún er með æði fyrir kind- um svo við erum að spá í að færa henni einn sviðahaus að gjöf sem tákn fyrir íslenskan kúltúr.“ Kristinn Júníusson er þaul- vanur spilamennsku í Banda- ríkjunum, „Ég spilaði mikið þar með Móu fyrir nokkrum árum,“ segir Kristinn en systir hans Móeiður Júníusdóttir var þá með hljómsveit sem túraði með- al annars með tónlistarmannin- um heimsfræga Moby um gervöll Bandaríkin. „Moby var að fylgja eftir plötunni Play og við spiluðum víðsvegar um aust- urströnd Bandaríkjanna með honum. Það er samt svo langt síðan þetta var að ég man varla eftir þessu,“ segir Kristinn en Gulli bróðir hans og Halli hljóm- borðsleikari Vínyls voru á þess- um tíma einnig í hljómsveit með Móu. Eftir það samstarf lá leiðin í Vínyl og sú hljómsveit hefur verið starfrækt í núverandi mynd síðastliðin tvö ár. Á þeim tíma hafa rokkararnir meðal annars sent frá sér smellina Nobody’s Fool, Miss Iceland og Who Gets the Blame. „Fyrsta platan verður vonandi tilbúin í haust en bandið hefur þróast mikið á þessum tveimur árum. Við erum orðin samstilltari, færari í spilamennskunni og höfum betri tilfinningu fyrir því sem við erum að gera. Það er að mínu mati skemmtilegasti part- urinn af því að vera í hljómsveit þegar maður finnur að hljóm- sveitin þróast og tekur músíkleg stökk.“ ■ TÓNLIST KRISTINN JÚNÍUSSON ■ Hefur spilað víða í Bandaríkjunum með tónlistarmanninum Moby en heldur nú með hljómsveit sinni Vínyl til New York. KRISTINN JÚNÍUSSON Söngvari hljómsveitarinnar Vínyls segir plötu væntanlega og vonast til að komast í stúdíóið að lokinni ferð til Bandaríkjanna. Á leið til USA Prufur fyrir ekta Broadway show FRÉTTAB LAÐ IÐ /EIN AR Ó L. HARLEM SOPHISTICATED Verður sett upp í Loftkastalanum í haust en leitað er að ungri konu sem getur dansað, sungið og leikið með Björgvini Franz og hópi bandarískra leikara. 38-39 (30-31) Fólk 3.7.2004 18:19 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.