Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 8
Sár ráðherra Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur lengi litið á sig sem einn helsta talsmann íslenska hestsins. Honum sárnaði því mikið þegar forsvarsmenn Landsmóts hestamanna, sem lauk á Hellu í gær, ákváðu að bjóða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra að setja mót- ið. Svo mikið sárnaði Guðna að hann íhug- aði að mæta ekki á mótið. Reiðin rann þó af ráðherran- um, sem auk þess að vera mikill unn- andi íslenska hests- ins er heiðursfélagi í Hrútavinafélaginu, og mætti á svæðið. Guðni hefur varla viljað missa af úrvals- sýningu kynbótahrossa, enda hefur hann sagt að íslenski hesturinn sé einn hestur guðanna. Mislíkaði orð formannsins Það er álit margra að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins, sé einráður í Valhöll. Enginn í þingflokknum þori að standa á móti honum heldur kokgleypi allt sem hann segir, jafnvel þó að það stangist á við hugsjónir viðkomandi. Það kom því nokkuð á óvart þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lýsti því yfir í DV í gær að henni hefði mislík- að aðför Davíðs að Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, í frægu sjónvarps- viðtali. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Davíð að Ólafur Ragnar væri vanhæfur í fjölmiðla- málinu vegna tengsla sinna við Baug. Dóttir forset- ans ynni meira að segja hjá fyrirtæk- inu. „Mér mislíkaði þegar ættingjar [dóttir Ólafs Ragn- ars] voru dregnir inn í umræðuna,“ sagði Þorgerður Katrín í DV. B aráttan gegn veruleikan-um varð hlutskipti mitt,“segir Þórbergur Þórðar- son á einum stað í Bréfi til Láru. Þórbergur er fallinn frá en sú hugsun er áleitin um þessar mundir að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi, ráðherrarnir sérstak- lega, hafi tekið upp merki rit- höfundarins. Það er eins og þessir mætu menn hvorki geti né vilji sjá og viðurkenna veru- leikann sem við blasir í íslensk- um stjórnmálum. Það er kanns- ki broslegt í aðra röndina þegar talað er um forseta Íslands sem „einstakling utan þings“, eins og okkar ágæti dómsmálaráðherra gerði í grein í miðopnu Morgun- blaðsins í gær, laugardag. At- hyglisvert er að blaðið dró um- mælin sérstaklega fram með feitu letri. En þegar slíkt tal fer saman við hugmyndir um að setja skilyrði fyrir því að taka mark á þjóðaratkvæðagreiðsl- unni fyrirhuguðu, sem forsetinn knúði fram með skírskotun til stjórnarskrárbundins réttar síns til lagasynjunar, er fram- setningin orðið hæpnari. Dóms- málaráðherra á öðrum mönnum fremur á að sýna lögum og stjórnskipan landsins virðingu. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr segir berum orð- um í stjórnarskránni að forseti Íslands og Alþingi fari saman með löggjafarvaldið. Og forset- inn er þjóðkjörinn með lögmæt- um hætti. Hann er ekki bara „einstaklingur utan þings“ frek- ar en til dæmis úrskurður um- boðsmanns Alþingis er eins og „hvert og annað lögfræðiálit úti í bæ“ eins og sumir virðast telja. Það er hægt að færa ágæt málefnaleg rök fyrir því að stjórnskipan okkar eigi að vera öðruvísi, forsetinn eigi ekki að vera þjóðkjörinn og ekki hafa synjunarvald eða málskotsrétt. En það dregur umræðuna um þau efni niður og spillir fyrir henni þegar menn tala eins og þeir búi á öðrum hnöttum en við hin. Hvorki dómsmálaráðherra né lögfræðinganefnd ríkis- stjórnarinnar hafa fært fyrir því haldbær rök að lagasetning um lágmarksþátttöku í þjóðar- atkvæðagreiðslunni standist stjórnarskrána. Vel má vera rétt að ákvæðið í stjórnarskránni um synjunarvald forsetans og kosningar í kjölfar þess að heimildinni sé beitt hafi ekki verið nægilega ígrundað í upp- hafi. Þingmenn hafi ekki hugsað atburðarásina til enda. En það eru að sjálfsögðu ekki rök fyrir því að sniðganga stjórnarskrána eða leggja út af henni eftir hent- ugleikum. Hún veitir enga heimild til þess að setja skilyrði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Það þarf ekki löglærða menn til að sjá það. Menn þurfa einfaldlega að vera læsir. Er þá rangt að setja slík skil- yrði? Er ekki reglan sú í Dan- mörku, sem við miðum okkur oft við, að 30% atkvæðisbærra kjósenda þurfi að segja nei til að lög frá þinginu falli úr gildi? Jú, en sá grundvallarmunur er á að í Danmörku eru skilyrðin að finna í stjórnarskránni sjálfri og hafa verið borin undir kjós- endur í kosningum. Það má vel ræða það að taka þessa þrjátíu prósenta reglu eða aðra áþekka upp í stjórnarskrá okkar, þótt nauðsynin á því liggi ekki alveg í augum uppi. En meðan hana er þar ekki að finna hlýtur einfald- ur meirihluti kjósenda, óháð kosningaþátttöku, að ráða niður- stöðu fyrirhugaðrar þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hvorki viðmið- anir við 30% eða 44% ganga upp. Svo einfalt er það nú. Þau eru annars orðin allt of mörg málefnin sem fallið hafa í skuggann af fjölmiðlamálinu en verðskulda athygli og umræður. Því miður fær maður á tilfinn- inguna að sumir ráðherrar og stjórnarþingmenn hafi bara ekki áhuga á öðru en að standa í orðaskaki og reiptogi við forset- ann, fjölmiðlana og ákveðna kaupsýslumenn. En er ekki tími til kominn að þeir láti merki Þórbergs falla? Leyfi „barátt- unni gegn veruleikanum“ að fara fram á síðum Bréfs til Láru og snúi sér að aðkallandi úr- lausnarefnum á vettvangi dags- ins? Næg eru verkefnin. ■ M iðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksinshafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er meðólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úr- skurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi. Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öll- um þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raun- verulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt upp- eldi og götustrákastæla. Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðis- flokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosn- ingum. Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði for- setaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund. Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálf- an sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu. Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri? Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa ís- lenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz? Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjöl- miðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá. ■ 4. júlí 2004 SUNNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Forystumenn Sjálfstæðisflokksins virðast hafa misst sjónar af grundvallarleikreglum samfélagsins. Þjóðin er þinginu æðri Baráttan gegn veruleikanum FRÁ DEGI TIL DAGS Því miður fær maður á tilfinninguna að sumir ráðherrar og stjórnar- þingmenn hafi bara ekki áhuga á öðru en að standa í orðaskaki og reiptogi við forsetann, fjölmiðlana og ákveðna kaupsýslumenn. En er ekki tími til kominn að þeir láti merki Þórbergs falla? Leyfi „baráttunni gegn veruleikanum“ að fara fram á síðum Bréfs til Láru og snúi sér að aðkallandi úr- lausnarefnum á vettvangi dagsins? ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SUNNUDAGSBRÉF GUÐMUNDUR MAGNÚSSON RÍKISSTJÓRNIN Á FUNDI Brýnt er að ráðherrarnir fari að snúa sér að aðkallandi úrlausnarefnum á vettvangi dagsins. degitildags@frettabladid.is 08-09 Leiðari 3.7.2004 19:33 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.