Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 10
Eftir tæplega 200 kílómetra ferðalag á sjö mánuðum, var Mars Pathfinder fyrsta banda- ríska geimskutlan sem lenti á Mars í rúma tvo áratugi. Path- finder notaði fallhlífar til að draga úr hraða sínum þegar hún lenti á Mars og tókst hönnuðum NASA þannig að spara stórar fjárhæðir. Þegar farið var alveg við það að lenda, blés það út loft- púða til að tryggja mýkri lend- ingu. Þegar Pathfinder lenti loks á Ares Vallis sléttunni, á rúmlega 60 kílómetra hraða á klukku- stund, skoppaði hún aftur hátt upp í loft, sextán sinnum, áður en geimskutlan stöðvaðist loksins. Degi síðar var lendingarstöð Pathfinder endurnefnt minning- arstöð Sagan, til heiðurs Carl Sagan stjörnufræðings sem fall- inn er frá. Næsta dag rúllaði Sojourner af stað, fyrsta farar- tækið sem er fjarstýrt milli plánetna. Sojourner ferðaðist alls um 52 metra á 30 daga ferð sinni og tókst að senda mikið af upp- lýsingum um efnasamsetningu grjóts og jarðvegs á svæðinu. Auk þess voru teknar nærri tíu þúsund myndir af landslags- myndum frá Mars. För Mars Pathfinder, sem kostaði um tæpa ellefu milljarða króna, var talin rós í hnappagat NASA og milljónir internetnot- enda heimsóttu opinbera síðu Pathfinder til að skoða myndir af rauðu plánetunni. ■ „Á sunnudaginn mun ég taka upp myndband. Platan mín kemur svo út á mánudaginn, svakalegt líf og fjör, jarðarber, konur og kampa- vín. Svo tekur við að reyna að selja plötukvikindið. Eftir það mun ég smala saman dúkkunum mínum, leggjast í heitan pott og liggja fram á fimmtudag eða föstudag,“ segir tónlistarmaðurinn Love Guru sem segir að það sé erfitt að vera stórstjarna á Íslandi og því ætli hann að slaka vel á eftir erfiða helgi þar sem hann mun m.a. halda útgáfutónleika. Hann segist þó ekki vita hvaða stúlkur munu eyða vikunni með honum í heita vatninu en bætir við að sama hverjar þær verði muni þær ekki sitja auðum höndum. Að lokum segir Guru: „Í vikulokin fer ég að undirbúa mig fyrir ballið sem ég verð með í Sjallanum á Akureyri næsta laug- ardag. Því má bæta við að ég mun ekki taka símann á sunnudeginum eftir tónleikana því þá mun ég vera að sinna öllum kvenkyns að- dáendum mínum á Akureyri.“ ■ Ætlar í langt bað LOVE GURU Svarar ekki í símann á sunnudaginn. 10 4. júlí 2004 SUNNUDAGUR ■ AFMÆLI GINA LOLLOBRIGIDA Leikkonan sem frægust var fyrir kvikmynda- leik sinn á 6. og 7. áratugnum og sumir þekkja sem ljósmyndara er 76 ár í dag. 4. JÚLÍ Tímaritið Mannlíf á afmæli því í sumar hefur blaðið komið út sleitulaust í 20 ár. Forsíðuandlit- in eru fjölmörg, svo ekki sé talað um opinskáu viðtölin og athyglis- verðu greinarnar. Gerður Kristný Guðjónsdóttir hefur ver- ið ritstjóri blaðsins undanfarin 6 ár og segir hún blaðið hafa tekið talsverðum breytingum í gegn- um tíðina. „Útlitsbreytingarnar hafa auðvitað verið nokkrar en efnis- tökin hafa í stórum dráttum ekki breyst mikið. Blaðið fangar tíð- arandann hverju sinni og gerir þeim því góð skil sem eru hvað mest áberandi á hverjum tíma. Þegar litið er á árganginn 1989 blasir t.d. Ívar Hauksson vaxta- ræktarkappi við lesendum smurður olíu og ári síðar birtist oddaflugspæjan Dóra Einars á forsíðunni,“ segir Gerður. Blöðin endurspegla líðandi stund og segir Gerður því sífellt skemmtilegra að blaða í þeim eftir því sem lengra er liðið frá útkomu þeirra. „Mér hefur fund- ist mjög spennandi að vinna við Mannlíf, enda gefur það tilefni til hugmyndaauðgi og húmors innan um alvarlegri umfjallanir um stjórnmál, viðskipti og glæpi.“ Nýjasta tölublað Mannlífs, sem kemur í búðir á mánudag- inn, er tileinkað tvítugsafmæl- inu. „Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri blaðsins, er í for- síðuviðtalinu en hún er óneitan- lega mikill frumkvöðull í ís- lenskri fjölmiðlun. Síðan fengum við þrjá unga leikara til að bregða sér í hlutverk nokkurra þeirra fjölmörgu sem verið hafa á forsíðu blaðsins.“ Mannlíf vekur oft athygli vegna efnistaka og áhugaverðra viðtala og nefnir Gerður Kristný því til stuðnings að árið 2002 hafi fimm af þeim tíu tölublöðum sem þá voru gefin út komist í fréttir. Nú kemur blaðið hins vegar út alls 12 sinnum á ári. Í gegnum árin hefur Mannlíf náð að skapa sér traustan og breiðan lesenda- hóp. „Blaðið vakti strax athygli undir stjórn Herdísar en fyrsta forsíðuviðtalið tók hún við Val- gerði Bjarnadóttur, ekkju Vil- mundar Gylfasonar. Ekki leið á löngu þar til farið var að tala um „Mannlífsviðtöl“ sem þykja bæði opinská og spennandi.“ Gerður segir Mannlíf ganga vel og hafa staðið af sér hverja samkeppnina á fætur annarri í þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því að fyrsta tölublaðið leit dags- ins ljós. „Það er því engin ástæða til annars en að spá því miklu langlífi, enda er lífið líka bara rétt að byrja um tvítugt,“ segir Gerður Kristný að lokum. ■ AFMÆLISRIT TÍMARITIÐ MANNLÍF ER 20 ÁRA ■ Nýjasta tölublað Mannlífs kemur í búðir á morgun en það verður tileinkað tvítugsafmælinu. 4. JÚLÍ 1997 GEIMSKUTLAN PATHFINDER ■ lendir á Mars. VIKAN SEM VERÐUR LOVE GURU ■ Gefur út plötu og leggst svo í heitan pott. SOJOURNER Á MARS Margar sögur eru til um hugsanlegt líf á Mars. Þrátt fyrir að litlar grænar geimverur hafi aldrei fundist, né aðrar lífverur, hefur fundist frosið vatn og telja vísindamenn það bera merki um að einhvern tímann gæti hafa verið eitthvert líf á rauðu plánetunni. ■ ANDLÁT Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar Minningarathöfn um elskulegan eiginmann minn, föður okkar, son og bróður RAFN RAGNAR JÓNSSON, tónlistarmann Norðurbraut 41, Hafnarfirði Friðgerður Guðmundsdóttir Helga Rakel Rafnsdóttir Egill Örn Rafnsson Ragnar Sólberg Rafnsson Rafn Ingi Rafnsson Ragna Sólberg Óskar Líndal Gísli Þór Guðmundsson Sóley Guðmundsdóttir Ágúst Jónsson Heiða Björg Jónsdóttir verður haldin þann 5. júlí kl. 15 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 15. Þeim sem vilja minnast Rabba er bent á minningarkortasjóð MND félagsins í síma 565 5727 eða 896 0317. Sævar Þór Sigurgeirsson, Unnur Magnúsdóttir Hafdís Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Stefánsson Barnabörn og barnabarnabörn. Sem lést að morgni miðvikudagsins 30.júní á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7.júlí kl. 15.00. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma LÁRA INGA LÁRUSDÓTTIR Bergstaðastræti 28, Reykjavík Spáir Mannlífi langlífi Lok ferðalagsins var bara byrjunin HILMIR SNÆR Leikarinn prýddi forsíðu Mannlífs fyrir ein- um 9 árum. Á þeim tíma fór hann með hlutverk í Hárinu. RÓSA INGÓLFSDÓTTIR Forsíðumyndin af þulunni þáverandi í rósabaði vakti mikla athygli árið 1989. Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, er 65 ára. Hulda Hákon myndlistar- kona er 48 ára. Bergþóra Guðjónsdóttir lést miðvikudaginn 30. júní. Árni Eiríkur Árnason, Svíþjóð, lést laugar- daginn 3. júlí. Sigurður H. Ingvarsson símaverkstjóri, áður til heimilis á Strandgötu 81, Hafnarfirði, lést föstudaginn 2. júlí. Helga Ingibjörg Ágústdóttir, frá Urðarbaki, V-Hún., lést sunnudaginn 20. júní. Gertrud Jóhanna Einarsson, Kleppsvegi 120, Reykjavík, lést mánudaginn 14. júní. Guðmundur Kjartansson, Álftamýri 23, Reykjavík, lést fimmtudaginn 1. júlí. 10-11 Tímamót 3.7.2004 19:45 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.