Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 27. júní 2004 Hjá okkur færðu lán til að ...kaupa íbúðina ...setja glerskála á svalirnar ...gera við húsnæðið ...eignast sumarhúsið ...fá nýja draumabílinn ...ferðast um heillandi lönd ...kaupa nýju uppþvottavélina ...skipta um sófasettið og til að gera svo ótal margt fleira Ráðgjöf og einstaklingsbundin þjónusta fylgir þér alla leið. Má bjóða þér lán? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - SP V 2 50 02 06 /2 00 4 SPV - Borgartúni 18 • Hraunbæ 119 • Sí›umúla 1 fijónustuver, sími 5754100 Þú ert stærri hjá okkur Taktu lán þar sem tekið er vel á móti þér. verið að gera það gott í útlöndum. „Blaðaútgáfa er ekki mikil gróðavél, ekki síst ef maður hefur ekki mikinn áhuga á því sem er að gerast. Þá er þetta ekki þess virði,“ segir Ísar Logi. „Það er svolítil einstefna í gangi nú, til dæmis Nylon, fyrsta íslenska stelpubandið, sem er að sprengja alla skala. Það vantar nýtt pönk- tímabil – svona do it yourself.“ Ísar Logi útilokar ekki frekari útgáfu á Undirtónum. „Það getur vel verið að það komi einhvern tímann út aftur en það verður ekki á næstunni.“ Sánd afsprengi Prodigy Tónlistartímaritið Sánd var af- sprengi Ingibergs Þórs Þorsteins- sonar. Þegar Ingiberg var þrettán ára gaf hann, í samvinnu við bróður sinn og félaga, út Prodigy-blaðið sem tileinkað var samnefndri hljómsveit. Þrátt fyrir ungan aldur var Ingiberg stórhuga og vildi breikka svið blaðsins. Í maí árið 1999 gaf hann út tímarit- ið Sánd, sem fjallaði almennt um tónlist og var dreift í 2.500 eintökum. Síðasta tölublað Sánd kom út á síð- asta ári og þá var því dreift í 22 þús- und eintökum. Ingi- berg segir að Sándmenn séu ekki dauðir úr öllum æðum þótt blaðið hafi ekki komið út í dágóðan tíma. Hann er þó ekki viss um að það komi aftur út. „Ef blaðið kemur aftur út gerist það ekki fyrr en í haust,“ segir Ingiberg. Ekki bara fyrir stelpur Fyrir tæpum tveimur árum kom kvennablaðið Orðlaus fyrst út og er markhópurinn sem fyrr segir konur á aldrinum 15-30 ára. „Við höfðum áhuga á að gefa út blað fyrir ungar konur og sáum bil á markaðnum,“ segir Steinunn Helga Jakobsdóttir, ritstjóri Orð- laus, um tildrög blaðsins en hún er auk þess einn þriggja eigenda. „Þetta byrjaði sem áhugamál og við vildum athuga hvort þetta gengi ekki upp. Nú er Orðlaus orð- ið stórfyrirtæki og reksturinn hefur gengið framar vonum.“ Orðlaus hefur stækkað mikið á þeim stutta tíma sem það hefur komið út. Fjórtánda tölublað er væntanlegt og er blaðinu dreift með pósti um allt land. Steinunn segist alltaf finna fyrir einhverri samkeppni en það sé ekki síst ef fríblöðin eru mörg. Efnistök Orðlaus eru eins og í öðrum blöðum fyrir ungt fólk; menning, tónlist, tíska og stjórn- mál auk þess sem allmargir pistlahöfundar skrifa í blaðið. Steinunn vill ekki meina að efnis- tökin séu þau sömu og í öðrum blöðum þótt efnið skarist stund- um. „Það er ekkert blað eins og okkar,“ segir Steinunn og bætir við að þótt markhóp- urinn sé stelpur hafi síðasta Gallup-könnun sýnt að strákar lesi einnig Orðlaus. Líka fyrir Íslendinga Tímaritið Grapevine hóf göngu sína á síðasta ári. Jón Trausti Sig- urðsson ritstjórnarfull- trúi og Hilmar Steinn Grétarsson útgefandi fengu hugmyndina að blaðinu þegar þeir voru staddir á dimmum bar í Prag og áttu í erfiðleik- um með að rata um borg- ina. Þegar heim var kom- ið ákváðu piltarnir að gefa út blað um íslenska menn- ingu á ensku, ferðamönnum til leiðbeiningar um stórborgina Reykjavík. „Grapevine er ekki bara bund- ið við túrista þótt það sé gefið út á ensku því Íslendingar lesa það einnig,“ segir Valur Gunnarsson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá upphafi. Valur sá ritstjórastöðuna auglýsta á Nonnabitum í Hafnar- stræti, sótti um og var ráðinn. „Það komu sex blöð út í fyrra en í sumar verða þau átta,“ segir Valur, sem útilokar ekki að blaðið eigi eftir að koma út á öðrum árs- tíma. Ristjórinn segir að rekstur blaðsins hafi gengið sæmilega. Í fyrstu reyndist erfitt að fá aug- lýsendur eins og oft vill verða með nýja miðla en þeim fjölgaði eftir því sem blaðið kom oftar út. „Blaðið er nú búið að festa sig bet- ur í sessi og við náum að borga okkur lágmarkslaun,“ segir Valur, sem nú sér fram á stækkun blaðs- ins. „Við viljum ekki auka hlutfall auglýsinga og ætlum því að stækka það.“ Sex manns starfa nú við Grapevine, þar á meðal Englend- ingurinn Robert Jackson sem gekk til liðs við blaðið á árinu. Jackson vann áður á BBC en býr nú hér á landi og vinnur einnig að gerð barnabókar í samvinnu við Bubba Morthens. Endurspegla heim unga fólksins Nýjasta blaðið á markaðnum er Vamm, sem kom út í síðustu viku. Tímaritið fjallar mikið um tísku og tónlist en þar má einnig finna fréttir af erlendum og innlendum atburðum sem og af samskiptum kynjanna. Baldur Baldursson er framkvæmdastjóri Vamm en hann starfaði á sínum tíma á Und- irtónum og þekkir því ágætlega til reksturs slíkra blaða. „Það hefur ekkert blað sem á að höfða til unga fólksins staðið sig eins vel og Undirtónar gerðu. Blaðið var gefið út í sjö ár og það leið yfirleitt ekki meira en mánuð- ur á milli útgáfudaga,“ segir Bald- ur. „Það höfðu ekki margir trú á blaðinu í upphafi en saga Undir- tóna sýnir að það er hægt að standa í slíkri útgáfu.“ Baldur viðurkennir fúslega að þau blöð sem hafa komið út á síð- ustu árum séu keimlík. Hann seg- ir þau endurspegla þann menning- arheim sem ungt fólk lifir í. „Við reynum alltaf að koma einhverju nýju og fersku að. En það yrði ákaflega sérhæft blað ef það ætti til dæmis að sleppa tónlist og tísku úr blöðunum. Þá myndi blað- ið höfða til of þröngs hóps og það gengur ekki upp í jafn litlu samfé- lagi og við búum í. Aldurshópur- inn 18-30 ára er sérhæfður hópur en það er erfitt að þrengja þann hring meira. Það gengur því mið- ur bara ekki upp og þess vegna reyna blöðin að reyna tína til sem víðtækasta efnið.“ Komin til að vera Baldur segir að eðlilega sé rekstur slíkra blaða oft erfiður enda sé hann háður auglýsingum. „Stundum er góðæri á markaðn- um og stundum ekki. Vissulega getur reksturinn verið erfiður, sérstaklega þegar um reglulega útgáfu er að ræða. Það er auðveld- ara fyrir blöð sem koma óreglu- lega út því þá er beðið eftir að auglýsingamagnið sé orðið nægi- lega mikið í blaðinu,“ segir Bald- ur. Vamm hyggur á reglulega út- gáfu og mun blaðið koma út annan hvern miðvikudag. Baldur segir að þótt Vamm svipi til þeirra blaða sem hafi komið út ætli að- standendur þess að ganga skref- inu lengra. „Það er kominn tími til að þessi blöð slíti barnskónum og láti taka sig alvarlega. Við stefn- um á að gera það með markvissri dreifingu og föstum útgáfudög- um. Ég held að það þýði lítið í dag að gefa út blað í tíu þúsund eintök- um og dreifa því á kaffihúsum,“ segir Baldur sem er sannfærður um að slík slík blöð eigi eftir að festa sig í sessi. „Ég held að þessi tegund blaða sé komin til að vera.“ kristjan@frettabladid.is BALDUR BALDURSSON Framkvæmdastjóri Vamm segir að blöð unga fólksins séu komin til að vera og að góð dreifing skipti miklu máli. Það þýði ekki leng- ur að dreifa þeim eingöngu á götunni. Íslensk götublöð gömul og ný: Undirtónar Sánd Vamm Grapevine Orðlaus 12-13 viðskipti 3.7.2004 18:41 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.