Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 8. desember 1!)72 ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson Stjórnarfrumvarp um fjölbrautaskóla: Tilraunaskóli rísi í Reykjavík og jafnvel víðar um llikisst jórnin lagði i gær fyrir alþingi frumvarp til laga um heimild til að stofna fjölbrautaskóla. Er gert ráð fyrir, að hér verði um tilraunaskóla i Iteykjavik að ræða, en jafníramt heimilt að stofna fjölhrautaskóla i samvinnu við önnur sveitarfélög. Frumvarp svipaðs efnis var lagt fyrir siðasta alþingi, en varð þá ekki útrætt. Þö eru þær breyt- ingar gerðar, að heimilt er að stofna slika skóla einnig utan höfuðborgarinnar. Jafnframt er tekið upp nai'nið fjölbrautaskóli i stað „sameinaður framhalds- skóli” sem áður var notað. Sameinaður skóli á Iramhaldsstigi Með frumvarpi þessu, ef að lög- um verður, er stofnað til nýs skóla i tilraunaskyni, sem ætlað er að annast menntun allra nem- Itikissljórnin lagði i gær fram á nlþingi l'ruinvarp, sem felur i sdr, að umlioö verðlagsnefndar verði framlengt. en umboð liennar fell- ur niður :n. desember næstkom- andi samkvæmt núgildandi lög- uin. enda ák.eðins skólahverfis á til- teknu aldursstigi, án tillits til fyr- irhugaðrar námsbrautar hvers og eins, og sameinar skólinn þannig i eina heild hinar ýmsu tegundir skóla á framhaldsstigi. Þar sem hér er um aö ræða lrávik frá þvi skipulagi, sem nú er lögboðið, er nauðsynlegt að afla tilraun þessari lagaheimild- ar. Markmið þeirrar tilraunar, sem felst i stofnun slíks skóla, er sumpart hagkvæmara ytra skipulag, en þó umfram allt breytingar á hinu innra skóla- starfi, er miða að þvi að auka Umboð nefndarinnar hefur undanfarin ár verið framlengt um eitt ár i senn með sérstakri lagasetningu. t frumvarpinu er gert ráð fyrir, að framlenging umboðsins verði ekki bundin við tiltekinn tima. jafnrétti nemenda með ólika hæfileika og ólik áhugaefni og að draga úr þvi vanmati og van- rækslu á tilteknum námbrautum, sem skiptingu námsbrauta á að- skildar og ólikar skólagerðir hættir til að hafa i för með sér. E y k u r t æ k i f æ r i nemenda Jafnframt stefnir tilraunin að þvi að gefa nemendum tækifæri til að velja sér námsbraut i sem fyllstu samræmi við þann áhuga og getu, sem vaxandi þroski þeirra á framhaldsskólaaldrinum kann að leiða i ljós, og að hverfa frá þeirri hefð, að nemendum sé við ákveðinn aldur skipað i skóla, þar sem þeireru i eitt skipti fyrir öll útilokaðir frá tilteknum náms- brautum. Sameining sem flestra námsbrauta i einni skólastofnun auðveldar mjög flutning milli námsbrauta og eykur þannig tækifæri nemenda til að velja sér endanlegan námsferil og starfs- feril við sitt hæfi. Megineinkenni fjölbrautaskóla er þvi, að nemendur hans geta valið um fjölbreytt nám og mis- munandi námsbrautir, hvort heldur til undirbúnings undir störf i hinum ýmsu greinum at- vinnulifsins eða undir áframhald- andi nám i sérskólum og háskóla land eða öðrum menntastofnunum á háskólastigi. Sem dæmi um námsbrautir má nefna menntaskólanám, verzlunarnám, hússtjórnarnám og iðn-, iðju- og tækninám. Þótt svo sé til ætlazt, aö skólinn bjóði kennslu allt að stúdentsprófi, er jafnframt gert ráð fyrir skemmri námsferli, allt eftir eðli þess náms, er nemendur stunda og kröfum þeirra starfa eða sérnáms, sem þeir stefna að. Ilikiö greiöi 60% kostnaðar Tilraunaskóli sá, sem hér um ræðir, spannar fleiri en eitt skóla- stig, þ.á.m. gagnfræðastigið, þar sem skólar eru reknir sameigin- lega af riki og sveitarfélögum, og menntaskólastigið, sem er al- gjörlega á vegum rikisins. Miðað er við að ríkissjóður greiði 60% af stofnkostnaði skól- ans, laun skólastjóra og kennara i samræmi við samþykkta starfsáætlun og helming annars kostnaðar. Er hér miðað við að þátttaka rikissjóðs verði sem næst þvi er yrði, ef byggðir yrðu og starfræktir skólar samkvæmt núverandi skólafyrirkomulagi fyrir þann nemendafjölda, er fjöl- brautaskóla er ætlað að hýsa, segir i athugasemdurn, sem fylgja frumvarpinu. Fundur var I sameinuðu Alþingi i gær og fjögur mál tekin fyri.r. Sverrir Ilerm annsson (S), mælti fyrir þingsályktunartillögu um stjórnarráðshús, sem fjórir þingmenn flytja og frá er skýrt á öðrum stað hér á siðunni. Ingólfur Jónsson (Si.mælti fyr- ir þingsályktunartillögu, er hann flytur ásamt fjórum öðrum þing- mönnum Suðurlandskjördæmis um, að þyrla verði fyrir hendi til að flytja farþega milli lands og Eyja, þegar áætlunarferðir bregðast. Oddur ólafsson (Si.mælti fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt tveimur öörum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um, að könnuð verði réttarstaða sveitarfélaga, einstaklinga og fyrirtækja, sem eru i nágrenni flugvalla, gagnvart eigendum flugvéla, er slysum og tjóni valda, og láti rikisstjórnin lög- festa úrbætur, sé þess þörf. Loks mælti Páimi Jónsson (S), fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt tveim öörum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þess efnis, að rikisframlag sam- kvæmt II. kafla jarðræktarlaga verði greidd út á framkvæmda- ári, og verði þessu marki náð i áföngum svo fljótt sem verða má, en þó eigi minna á næsta ári en sem svarar 20% af þeirri fjárhæð, sem ella kæmi til útborgunar árið 1974. Siðdegis i gær voru þingmenn siðan boðnir til forseta islands að Bessastöðum. Ákvörðun um staðarval VERÐLAGSNEFND STARFI ÁFRAM IAUSAII Lögregluþjónsstöður Ein eða tvær lögregluþjónsstöður i Vest- mannaeyjum eru lausar til umsóknar. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til bæjarfógelans i Vestmannaeyjum fyrir 5. janúar 1973. Auk þess eru laus lögregluþjónsstörf við löggæzlu á vetr- arvertiðinni i Vestmannaeyjum 1973. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn i Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum, 5. des. 1972. liæjarlógeti. BASAR Verkakveniiafélagsins Framsóknar er á morgun laugar- daginn 9. desember kl. 14 i Alþýðuhúsinu, gengið inn frá Hverfisgötu. Mikið af alls konar varningi. Komið og gerið góð kaup. Stjórn og basarnefnd. Hefi til sölu 18 gerðir transistorviðtækja þ.á m. 8- og 11 bylgju tækin frá KOYO. Stereosamstæður af mörgum gerðum á hag- stæðu verði. Viðtæki og stereotæki i bila, loftnet, hátalarar ofl. Kasettusegulbandstæki m.a. með innbyggðu útvarpi. Aspilaðar stereokasettur 2 og 8 rása i úrvali. Ódýrir gitar- ar, melodikur, gitarstrengir, heyrnartæki, upptökusnúr- ur, loftnetskapall o.m.fl. Póstsendum. F. Björnsson, Bergþórugötu 2,simi 2388!) opið eftir hádegi, laugardaga cinnig fyrir hádegi. fyrir stjórnarráðshús komi til endurskoðunar Þessi tillaga er flutt i beinu framhaldi af þeim umræðum, sem urðu um þetta mál hér á Aiþingi fyrir skömmu, og felur i sér áskorun til rikisstjórnarinnar um að láta cndurskoða þá ákvörðun, að reist skuli ný stjórnarráðsbygging á lóð rikis- sjóðs við Bankastræti, Skóla- stræli og Amtmannsstig i Keykjavik. Vona ég að þingmenn leggist ekki gegn slikri endur- skoðun. hver svo sem skoðun þeirra á friðun þcirra húsa, scm á þessari lóð eru, kann að vera, — sagði Sverrir llermannsson (S) er liann mælti fyrir þings- ályktunartillögu um inálið i sam- einuðu þingi i gær. Sverrir flytur þessa tillögu ásamt Ellert B. Schram (S>, Eðvarð Sigurðssyni (AB) og Gils Guðmundssyni (AB),oger Ellert 1. flutningsmaður, en var fjarver- andi vegna opinberra erinda. í ræðu sinni rakti Sverrir orsakir þess, að nú væri farið fram á endurskoðun 18 ára gamallar ákvörðunar um smiði stjórnarráðshúss á umræddum stað en þær væru i fyrsta lagi, að rifa þyrfti eða fjarlægja hús þau, sem nú eru á umræddri lóð, þ.e. Bernhöftstorfuna, og i öðru lagi. að skipulag og aðstæður leyfu ekki svo stóra byggingu, að hún gæti hýst allt stjórnarráð ts- lands. Siðan rakti ræðumaður rök fyr- ir friðun þessara húsa og vitnaði þar i bréf Húsfriðunarnefndar. Arkitektafélagsins og fleiri aðila. Sverrir minnti á nýframlagt frumvarp Ingvars Gislasonar (F). um Húsfriðunarsjóð, og lýsti íullum stuðningi við það. Makalifeyrir barnakennara Lagt var fram i gær stjórnar- frumvarp, sem felur i sér breytingu á lögum um Lifeyris- sjóð barnakennara hvað lifeyri til eftirlifandi maka sjóðfélaga varðar. Frumvarpið gerir ráð fyrir breytingu til samræmis við þá breytingu sem gerð var á lög- um um Lifeyrissjóð starfsmanna rikisins á siðasta alþingi. Samkvæmt frumvarpinu skal upphæð makalifeyris vera hundraðshluti af launum þeim, sem á hverjum tima fylgja starfi þvi, er hinn látni gengdi siðast. Fyrirspurnir Oddur ólafsson (S),hefur beint eftirfarandi tveimur spurningum til menntamálaráðherra: ,,Hvað hefur verið gert til þess að framkvæma þingsályktun frá 16. mai 1972 um menntun fjöl- fatlaðra? ,,Má vænta þess, að Háskóli is- lands hefji kennslu i sjúkraþjálf- un haustið 1973? NORRÆNN SAMNINGUR UM AÐSTOÐ íSKATTAMÁLUM í gær var lagt fram á alþingi frumvarp til laga um hcimild fyrir rikisstjórnina til þess að fullgilda fyrir íslands hönd samning milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóðar um aðstoð i skatta- málum. t athugasemdum kemur fram, að „Norðurlönd hafa um langt skeið haft með sér samvinnu á mörgurri sviðum og hefur sú sam- vinna verið mjög vaxandi. Þann- ig hefur island gert samninga við hvert hinna Norðurlandanna til að koma i veg fyrir tvisköttun. Norðurlönd, önnur en island, hafa sin á milli gert samninga um að- stoð i skattamálum. Fyrirnokkrum árum kom fram sú hugmýnd, að öll Norðurlöndin þessu ári. Samkomulagið var undirritað i Stokkhólmi 9. nóvem- ber 1972 og er þess vænzt, að gerðu með sér fjölhliða gagn- kvæman samning um aðstoð i skattamálum. Hafa sérfræðinga- nefndir unnið að máli þessu og náðist samkomulag milli þeirra á samningurinn verði fullgiltur af aðildarrikjunum á þessu ári, þannig að hann geti tekið gildi um næstu áramót. Aðstoðin, sem gert er ráð fyrir, er aöallega tvennskonar: Gagnkvæm aðstoð við rannsókn skattamála og skipti á upplýsing- um, og aðstoð við innheimtu skatta. Auk þessa er gert ráð fyr- ir að aðstoðað verði við birtingu ýmissa skjala og skipzt á eyðu- blöðum i sambandi við skatta- mál. Samningurinn tekur til tekjuskatta og eignarskatta, bæði til rikissjóðs og sveitarsjóða, öku- tækjaskatta, virðisauka- og sölu- skatts, almannatryggingagjalda, og annarra opinberra gjalda, sem ákvörðuð eru af ‘skattstjórnar- völdum. Samingur þessi mun auðvelda ýmislegt i framkvæmd skatta- mála og skattaeftirliti”. Auglýsið í Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.