Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 15
14 TÍMINN l'östudagur s. desember 1972 Köstudagur S. desember 1972 TÍMINN 15 ..1.. Sannar og glöggar mannlífsmyndir Byggðin i hrauninu nefnast út- varpserindi Stefáns Júliussonar um bernskustöðvar hans i útjaðri Hafnarfjarðarbæjar, sem þá var, en Setberg hefur nú gefið þessi erindi út i bók. Annars má vel vera.að þau séu að einhverju leyti aukin eða breytt, en svo mikið er vist, að eins og þau voru, eru þau stofn bókarinnar. Þeirj sem heyrðu þessi erindi, þegar Stefán flutti þau i útvarpið, vita að þau eru listilega samin Þar er geymd lýsing þessarar sérstöku byggðar á mörkum kaupstaðar og ósnortinnar nátt- úru. Tengsl við bernskustöðvar og áhrif frá þeim eru öllum sam- eiginleg, þó að umhverfið sé ólikt. En þessi bók er miklu meira en lýsing ákveðinnar byggðar, sem aðeins var til um takmarkaðan tima með þeim einkennum, sem frá er sagt, þó að það sé góður íróðleikur út af l'yrir sig. Og hún er lika annað og meira en berg- mál og endurómur tilfinninga horfinnar bernsku til umhverfis og uppruna, þó að það leggi töfra Slclán .lúliusson sina og unað i frásögn hennar og lýsingar. llöfundur segir i eftirmála, að léttara hali verið að segja i skáld- söguformi frá ýmsu þvi, sem þarna er fjallað um. „Minningin er viðsjárverð og stundum erfitt að rata milli staðreyndar og hug- arburðar.” Vel má vera, að þeir, sem þekkja til, liti þessa þætti að einhverju leyti öðrum augum en við, sem fjær stöndum. Benda vil ég á eina missögn i bókinni. Sagt er,að framboð Har- alds Guðmundssonar 1926 hafi verið fyrsta framboð hans. Hann var áður i framboði á tsafirði 1923 og er af þvi ærin saga. Ekki veit ég, hvort þessi bók tilheyrir þvi, sem Árni Bergmann kallar al- vörubókmenntir. Hitt veit ég, að hún bregður viða upp sönnum og glöggum mannlifsmyndum, og það er gert á þann hátt, að hún þokar áleiðis til þess, sem mestu varðar . Hún glæðir samúð okkar með l'ólki. Slikt tel ég góðar bæk- ur, góðar bókmenntir. Og þá er listin góð, þegar hún þroskar lifs- skilning okkar og leiðir kenndalif okkar til góðvildar. Það gerir þessi skemmtilega bók Stefáns Júliussonar. II. Kr. Endurútgáfa endur- minninga Friðriks Guðmundssonar Vikurútgáfan hefur sent frá sér fyrra bindi af endurminningum Friðriks Guðmundssonar. Þær voru lyrst prentaðar i Heims- kringlu 1930 og næstu ár á eftir, en siðan sérprentaðar. Gils Guð- mundsson hefur nú búið þær til prentunar, en hann flutti þær i út- varpið fyrir nokkrum árum, og eiga ýmsir góðar minningar um það. Friðrik Guðmundsson var Norður-Þingeyingur, fæddur 1861, en flutti árið 1905 til Ameriku. Bókin er öll minningar hans héðan að heiman. Það er fljótsagt, að þessi endur- minninga-bók er langt ofar með- allagi slíkra bóka. Höfundur er vel viti borinn, ágætlega ritfær og oft skemmtilega snjall. Skal hér nefna örfá dæmi sem sýnishorn. Þegar hann hefur sagt frá þvi, að ungur maður, sem Arni hét, bjargaðist úr lifsháska,segir hann-. „Arni þessi var faðir Friðriks Fljótsdal, eins af fulltrúum þeim, er Bandarikjaþjóðin sendi á Alþingishátiðina 1930. Og mátti Árni naumast missast frá óaf- greiddum þeim ættarheiðri”. Annars staöar segir hann: „Ég minnist hér ofurlitillar ferðasögu okkar Kristjáns, sem lýsir betur en nokkuð annað, hvernig eðlis- kostir þessa einkennilega manns gátu falizt nágrönnum og al- menningi, sökum afskiptasemi hans og hæðni i þeim hlutum, sem honum komu ekki við, en varð til að kæla menn og skyggja á kost- ina, sem á bak við lágu”. Þessar tilvitnanir bera höfund- inum vitni og sýna svipmót hans betur en allar umsagnir. 1 frásögn sinni af Kristjáni fjallaskáldi segir Friðrik: „Kristján varð ekki að öllu séður, nema menn litu upp fyrir sig”. 1 kaflanum um Kristján skáld er lika þetta: „Einn tima var hér i vestan- blöðunum haft eftir prófessor Sig- urði Nordal, að góðmæli Kristjáns gleymdust. Þó mér þyki vænt um prófessorinn, þá er ég þessu ekki samþykkur. Aldrei hætta tslendingar að kveða þessa visu: Yfir kaldan eyðisand, og aldrei hættir þjóðin að syngja Tárið eftir Kristján. Ég get skilið, að menn, sem hafa i æsku verið uppaldir og umvafðir af ást og nærgætni góðra foreldra, kostaðir mörg ár i skóla og sitja svo i vel Iaunuðum embættum og þurfa aldrei að leggja limi og lif i hættu i sjálfstæðisbaráttunni við grimmdaræði höfuðskepnanna — ég get skilið.að slikir menn skilji ekki margar lofsverðustu hugsjón ir Kristjáns Jónssonar. Það var islenzka náttúran, sem ól hann upp og vandaði um við hann. Hver mundi hafa getað búiö til kvæði eins og Heimkoman t.d. nema sá, sem hefur reynt aö verj- ast kali og köfnun úti i brunastór- hrið og lært að gleðjast og þakka guði fyrir hvert fet, sem unnizt hefur áleiðis að heimilinu. En þetta er ekki nema önnur hlið yrkisefnisins. Hin hliðin er heimilið, kærastan, móðirin, fað- irinn, er öll lifa undir sama farg- inu, óttanum fyrir þvi, hvernig baráttan endi, en kosta þó kapps um að láta ekki á sér sjá, til þess að auka ekki á byrði hinna og verja timanum til að undirbúa heimilið, svo að dauðir hlutirnir keppast um að fagna og bjóöa hlýleik sinn, ef á þarf að halda, og myndin af hugarfari vinanna, hlustin svo næm, augað svo djúpt, eftirvæntingin um hraðskipti hugans og hjartans, sem krýpur við hásæti máttarins á þeim augnablikum. Og sjálf heimkom- an: „Aldrei siklingur neinn hefur sinni i höll lifað sælli né feg- urri stund”. Þessa hliö og þetta ástand sveitalifsins efast ég um, aö nokkur máli betur. Með þessum tilvitnunum er brugðið upp mynd af Friörik Guö- mundssyni eins og hann birtist i þessum endurminningum sinum. Ég held,að það sé engin svikinn á þvi að kynnast honum. H.Kr. Þar er sú manngerða pest mengun enn óþekkt Þeir hlutar veraldar, sem eru langt til ósnortnir af soranum, sem hleðst i fótspor mannskepn- unnar siðan iðnvæðing viðskipta- þjóðfélagsins komst á hástig, eru að verða eins og vinjar. Þangar mun æ fleira fólk leita tíl stundar- dvalar, bókstaflega þeirra erinda að geta dregið andann léttar. Þó er þar sá hængur á, að verði að- streymið úr hófi fram, missa þessir staðir smám saman gildi sitt — um þá fer svipað go fiski- slóð, þar sem ofveiði er stunduð: Friður, frelsið og hreinleiki náttúrunnar drukknar i mann- mergðinni. Færeyjar eru meðal þeirra staða, sem sú manngerða pest, er heitir mengun, hefur ekki lagt undir sig. Auk þess eru Færeyjar strjálbýlar og náttúran afar mikilfengleg, svo að ekki þarf mikla spádómsgáfu til þess að gera sér i hugarlund, að þangað muni fleira og fleiri vilja bregða sér. Og þó að við Islendingar eig- um sjálfir þau auðæfi, sem nú gerast æ dýrmætari og fágætari, ósnortna náttúru, þá eru Fær- eyjar samt okkur forvitnilegar — þetta heimaland þeirrar þjóðar, sem næst okkur býr og sér sér farborða á harla likan hátt við. Hér verður brugðið upp fáein- um myndum úr Suðurey, þar sem náttúrufegurð er mjög mikil, eins og raunar svo til hvarvetna i Fær- eyjum, og kaupstaðir og byggðir sérlega aðlaðandi. Þangað eru greiðar ferðir með strandferða skipi frá Þórshöfn, og þar syðra eru viða góðir vegir, svo að greið- farið er á milli margra byggða, en sums staðar eru á döfinni miklar vegabætur, sem bæta úr þvi, er verið hefur áfátt. En eins og kunnugt er,eru hinir nýju vegir Færeyinga frábærlega góðir, þótt viða sér vegageröin örðug. Þarna á Suðurey hafa Færeyingar gert sér hægt um hönd og sprengt jarðgöng i gegn um núpa og hleina , þar sem viðhlitandi vegur varð ekki gerður með öðru móti. Fjölmennustu byggðarlögin á Suðurey eru Trángisvágur, sem myndarþristirni.ásamt Trövoyri og Fróðbæ, og Vágur, en þarna eru margar smærri byggðir, svo sem Sunnbær, Porkeri, Fámjin, Sandvik, Hvalbær, öravik og Hof. Viða á suðurhiuta Suöureyjar er sólarlag svo yndisfagurt á góð- viðriskvöldum, að það eitt er sem ævintýri að lifa slik kvöld, einkum þar sem mestu and- stæðurnar mætast — hrikalegt landslag og ládauður sjór, hvort tveggja hjúpað undursamlegri litadýrð. Það er lika mikilfeng- legt að vera á þessum slóðum, þegar hafið fer hamförum og ægi- legt brimið skellur á klettum og töngum. Það fer eftir skaplyndi manna, hvort þeim verður minnisstæðara. Þarna ber lika sums staðar það lyrir augu manna, er sýnir og sannar, að Færeyingar eru engir aukvisar. Milli Sandvikur og Hvalbæjap er drangur, sem kall- ast Rituskörð, við háa hamra. Gjáin milli landsins og drangans er svo djúp og þröng, að dimmt er að horfa niður i á. Nú er brú yfir þessa gjá, en til skamms tima létu menn sér nægja að leggja yfir hana planka og ganga á honum. Þeim, sem það gerðu, hefur ekki mátt vera svimahætt. Þesseru meira að segja dæmi, að maður hafi lesið sig þarna yfir hyldýpið á tveim samanbundnum háfsköftum. Þarna suður frá eru einnig hin svokölluðu Tyrkjaleiði, en það er sögn, að árið 1629 hafi tvö sjóræningjaskip rekið þar á land og þrjú hundruð likum skolað upp i fjöruna. Eru til sýnis i svo- nefndri Hundagjá granitsteinar, sem taldir eru hafa verið kjöl- festa i skipum sjóræningjanna, er trúlega hafa verið frá Algeirs- borg, eins og þeir, sem til Islands komu 1627. Undurfagurt stuðlaberg er i grennd við Fróðbæ, og þarna i Suðurey eru einnig gamlar kola- námur, sem nú eru ekki lengur nýttar að neinu marki, þótt Suðurey sé liklega sjálfbirg að þessu leyti. 1 byggðinni Fámjin er fyrsti færeyski fáninn, sem búinn var til og dreginn á stöng, varðveittur i kirkjunni. Það er lika vel til fundið að geyma hann þar, þvi að sá, sem hann gerði og notaði, var einmitt úr þessari byggð — maður að nafni Jens Oliver Lis- Sunnbær á Suðurey — þar er undirlcndi litið, og standa sum húsanna hátt uppi i liliö. berg. 1 Hofsdal, inn af byggð Hofi, eru gamlar tættur, sem grafnar hafa verið upp og sýna, að þar hafa menn haft búsetu að fornu. Á þessum slóðum er einnig haugur Hafgrims, en honum hefur verið spillt af mönnum, sem ekki kunnu til verka við uppgröft og rannsókn fornleifa. En sé skemmtilegast að svipast um á landi á Suðurey, þá er ekki siður ævintýralegt að fara meðfram ströndinni á báti. Þar má viða þræða þröng sund og bergglufur, þar sem mönnum dimmir fyrir augum. Það er sem sagt margra kosta völ, ef einhver þeirra, sem les þessar linur, kynni einhvern tima að bregða sér til Suðureyjar. Tvöroyri — myndi heita Þvereyri á íslcnzku — myndar annan meginkjarna byggðarinnar á Suðurey. .ÉOMÉ Vágur — fjölmennur bær. Ilandan ciðisins eru björg, og þar er brimið oft stórfenglegt. LOGFRÆÐINGUR GER- IST SAGNFRÆÐINGUR Ævisaga hans er komin út og heitir Yfir fold og flæði. Um sið- ustu veturnætur kom út ævisaga Sigfúsar M. Johnsen, fyrrverandi stjórnarráðsfulltrúa og siðar bæjarfógeta i Vestmannaeyjum. Um þessar mundir eru liðnir rúmir fjórir tugir ára siðan S.M.J. tók að birta i islenzkum timaritum fyrstu niðurstöður af hinum merku sögulegu rannsókn- um sinum frá háskólaárunum i Kaupmannahöfn og svo hér heima um aldarfjórðungsskeið. Siðan heldur hann áfram þeim visindalegu sögurannsóknum og ættfræðilegu könnunum af óvenjulegri elju og atorku. Jafn- framt gegnir þessi einstaklingur erilsömu og ábyrgðarmiklu emb- ætti i stjórnarráði tslands og við hæstarétt og siðan vandasömu bæjarfógetaembætti. Þó endist honum orka og gefst tóm til vis- indalegra rannsókna og ritstarfa, svo að af spretta merkar bækur sögulegs efnis. Þar hefi ég þó i huga alveg sérstaklega Sögu Vestmannaeyja i tveim bindum, sem tsafoldarprentsmiðja gaf út árið 1946. Aðrar bækur þessa höfundareru sannsögul. skáld- skapur, svo sem Herleidda stúlk- an og Uppi var Breki. Sigfús M. Johnsen hóf ritferil sinn með því að birta grein sina Þættir úr menningarsögu Vest- mannaeyja i timaritinu Andvara árið 1927. Þar dregur hann fram sérleg orð og orðatiltæki og skýrir. Sá orðaforði er tekinn úr einum þætti atvinnulifsins i Eyj- um, fuglaveiðunum. Ritstjóri Andvara þá, einn kunnasti fræði- maður þjóðarinnar, Páll Eggert Ólason, fyrrv. prófessor i sögu og fyrrv. rektor Háskólans, fór mjög lofsamlegum oröum um ritgerð þessa. Efni hennar var hinum gagnmerka sagnfræðingi kært. Fimm árum siðar birti S.M.J. grein i Andvara og fjallaði hún um hákarlaveiðar i Vestmanna- eyjum fyrrum, markverð grein um merkan þátt i atvinnusögu hinnar miklu útvegsstöðvar. Þá birtust i Eimreiðinni fræði- legar greinar eftir sama höfund, og fór ritstjóri timaritsins þá, Ágúst H. Bjarnason, fyrrv. pró- fessor, lofsamlegum orðum um efni þeirra. Einnig birtist i hinu merka sagnfræöiíiti Blöndu nokkrar fræðilegar greinar eftir S.M.J. 1 4. bindi ritgerðarsafnsins Göngur og réttir birti hann grein um sauðfjárhald og lögsöfn i Vestmannaeyjum. Gagnmerkasta rit þessa fræði- manns verður þó ávallt talin saga Vestm.eyja, sem Isafoldar- prentsmiðja gaf út i tveim bind- um árið 1946. Prófessorarnir Árni Pálsson, Þorkell Jóhannesson og Alexander Jóhannesson luku allir miklu lofsorði á fræðirit þetta, þegar það kom út, og lofuðu höfundinn fyrir fræðilega hæfi- leika og athyglisverðan hátt á framsetningu efnisins. Minna má þá á það, að háskólafræði S.M.J. voru fyrst og fremst á sviöi lög- fræði en ekki sagnfræði. Gagn- vart hinni siðari hefur „náttúr- an” leitt til námsins og af sprottiö hinn heillariki ávöxtur. Mér, sem þetta greinarkorn rit- ar er um það kunnugt að S.M.J. á mikinn fróðleik geymdan i fórum sinum i handritum, svo sem drjúga viðbót við örnefnaskrá Vestmannaeyja til fyllingar þeirri, sem dr. Þorkell Jóhannes- son tók saman og Þjóðvinafélagiö gaf út árið 1938. Þá má nefna ættir íslendinga i Danmörku, sem enn eru i hand- riti, og ættarskrár um Vestur- Islendinga. Einnig hefur sami höfundur skrifaö drjúgt um is- lenzka mormóna, bæði hér heima og vestanhafs, en upphaf þeirra hér á landi átti sér staö i Vest- mannaeyjum og nálægum byggð- um Suðurlandsins. Enn vil ég nefna óprentaða rit- gerð um skólahald á tslandi á vissu timaskeiði eftir aldamótin. Sú ritgerð er unnin úr opinberum skýrslum að töluveröu leyti. Siðasta bók Sigfúsar M. John- sen, fyrrv. bæjarfógeta, er ævi- saga hans og heitir Yfir fold og flæði. Vitaskuld gleymir hann ekki þar sinni gáfuðu og indælu eiginkonu eins og hendir suma, sem skráð hafa ævisögu sína. Hún var sá hlekkur i hamingju þeirra hjóna i hjónabandi, sem varði meira en hálfa öld, að á betra verður vart kosið i þessari jarð- nesku tilveru. Efni þessarar siðustu bókar höfundar gripur mjög inn i sögu fæðingarbyggðar hans, Vest- mannaeyja. Þar fæddist höfundur og ólst upp á stærsta og kunnasta heimili kauptúnsins og útvegs- stöðvarinnar, þar sem þrjár stoö- ir runnu undir afkomu manna, fiskveiðarnar, landbúnaðurinn og fuglatekjan. fbúðarhúsið i Frydendal, þar sem foreldrar höfundar bjuggu, var stórhýsi á þátlðarmæli- kvarða. Hið danska nafn fylgdi húslóðinni frá fyrri hluta 19. aldar. — Fjölskyldan með vinnu- fólki taldi um 20 manns um tugi ára. I húsi þessu voru sjúkra- stofur (sjúkraskýli), veitinga- stofur (veitingahús) og verzlun á neöri hæð. Og öllu þessu fyrirtæki stjórnaði móðir höfundar, frú Sigriöur Arnadóttir Johnsen, af miklum skörungsskap, svo aö hvergi skeikaði, eftir að hún missti mann sinn árið 1893. Þarna sagði austurskaftfellski upprun- inn til sin, en bændahjónin foreldrar frú Sigriðar fluttu frá Hofi i öræfum til Vestmannaeyja um 1860. Þau voru bæði af merk- um skaftfellskum ættum komin. Þau fluttu með sér skaftfellska menningu i hugsun, orði og æði.og dóttirin hafði hana i hávegum alla sina búskapartið. Sú menning, þau menningaráhrif eiga sinn rika þátt i rithöfundarstarfi sonarins Sigfúsar M. Johnsen. Ég óska að geta þess persónu- lega, að fyrri hluti bókarinnar Yfir fold og flæði fellur alveg sér- staklega vel að minum hug, enda þrunginn sögulegum staðreynd- um frá daglegri önn og atvinnullfi Eyjafólks fyrir og um siðustu aldamót. Eitt sinn var sagt við merkan tslending: Enginn frýr þér vits, en meira ertu grunaður um græsku. Ég hefi hug til að segja við höfund bókarinnar Yfir fold og flæði; Enginn frýr þér vits og enginn grunar þig um græsku, sem þekkir þig, þekkir samvizku- semi þina sannleiksást og rétt- lætiskennd, bæði i embættisstörf- um og við fræðiiðkanir. Ekki er það sizt þess vegna, sem það er hollt og heillavænlegt ungu fólki að kynnast bókum þessa höfund- ar, svosem Sögu Vestmannaeyja. Herleiddu stúlkunni og Uppi var Breki, og nú siöast ævisögunni Yfir fold og flæði. Þorsteinn Þ. Viglundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.