Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 13
Föstudagur S. desember 11172 TÍMINN 13 .. •,. I., I., I ■,.... ■ 11.. v........................ Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l»ór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns) W& Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrif-S: ::::::::::: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306.:::::::::: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — auglvs-::.:::::: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald: ý ;: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur cin-::::::::-: takið. Blaðaprent h.f. Iðnfræðslan Siðastliðinn þriðjudag svaraði menntamála- ráðherra fyrirspurn frá einum þingmanni Framsóknarflokksins um þær ráðstafanir, sem rikisstjórnin hefði fyrirhugað til að auka iðn- fræðsluna. I greinargerð fyrir fyrirspurninni var vakin athygli á þvi, að iðnaðarmálaráð- herra hefði nýlega skýrt frá bráðabirgðaiðn- þróunaráætlun, en með henni væri stefnt að þvi, að iðnaðarvörur yrðu um 60% af útflutn- ingi innan 10 ára. Ef ná ætti þessu markmiði, yrði nauðsynlegt að gera margháttaðar ráð- stafanir og væri sennilega ekkert mikilvægara en að auka verkkunnáttuna. Reynslan annars staðar frá benti ótvirætt til þess, að heilbrigður og vaxandi iðnaður byggðist framar öðru á þekkingu og verkkunnáttu. Þvi þyrfti að gera stórfelldar ráðstafanir á næsta áratug til verk- menntunar á sviði margvislegra iðngreina. Hér væri ekki aðeins um að ræða að efla þá iðn- fræðslu, sem fyrir er, heldur að gera hana miklu fjölþættari og láta hana ná til iðnverka- fólks og svonefndrar fullorðinsmenntunar. Vel mætti vera, að til þess að ná þessu marki þyrfti að gera róttækar breytingar á skólakerfinu. Það væri t.d. mjög mikilvægt, að iðnaðarnám- inu verði skipaður sizt óvirðulegri sess i skóla- kerfinu en menntaskólanáminu, eða t.d. að steypa menntaskólunum og iðnskólunum sam- an, eins og Norðmenn stefndu nú að með nýrri skólalöggjöf. Menntamálaráðherra upplýsti fyrst i svari sinu, að sérstök verk- og tækninefnd hefði fyrir nokkru skilað áliti, þar sem gert væri ráð fyrir endurskipulagningu iðnnámsins i heild. Námið yrði flutt alveg inn i iðnskólana. í framhaldi af þvi hefðu tvær nefndir verið skipaðar og ætti önnur að gera tillögur um iðnfræðsluna á þess- um grundvelli og væri Guðmundur Einarsson verkfræðingur formaður hennar. Hin ætti að skila tillögum um tækniskóla og væri Svein- björn Björnsson eðlisfræðingur formaður hennar. Þá lagði ráðherra áherzlu á það i svari sinu, að verknám yrði að njóta jafnmjkillar virðingar og bóklegt nám. Brýnasta vanda- málið i skólamálunum nú væri að lyfta verk- og tæknimenntuninni á hærra stig, svo að það nám væri i engu eftirbátur annars náms hvorki i aðstöðu né áliti manna. Með skipun umræddra nefnda hefur mennta- málaráðherra vissulega þokað þessum málum i rétta átt, og ber að vænta þess, að þær hraði svo störfum sinum, að álit þeirra geti verið tek- ið til meðferðar á næsta þingi. í opnu bréfi, sem kennarar við Tækniskóla íslands hafa nýlega sent forsætisráðherra, segir m.a. um iðnnámið: ,,Iðnnám er langt miðað við þann lærdóm og þá leikni, sem það veitir, svo að duglegum nemendum lizt það heldur ófýsileg námsbraut. Fyrir slika nemendur er nám i yfirfullum menntaskólum jafnvel aðgengilegra. Litt er að þvi hugað, hvort menntaþrá þessara ung- menna sé raunverulega fullnægt, og þvi siður igrundað, hvað þjóðarhag sé fyrir beztu. Óþarft er að vanmeta sivaxandi bóklega menntun þjóðarinnar, en enginn sér fyrir af- leiðingarnar, ef verkmenntun þjóðarinnar rek- ur á reiðanum og undirstöðuatvinnuvegum er haldið i úlfakreppu menntunarskorts og fáfræði.” Bernard Johnpoll, The Christian Science Monitor: 40 ára stjórn jafnaðar- manna í Svíþjóð Amerískur prófessor lýsir áliti sínu á henni NÚ i nóvember hafði rikis- stjórn sósialista setið að völd- um i Sviþjóð óslitið i fjörutiu ár. Þar i landi hefur farið fram hljóðlát og lýðræðisleg bylting, sem breytt hefir þjóð- félaginu úr bændaþjóðfélagi með lágtekjur i þaö iðnaðar- þjóðfélag álfunnar, sem við mestar nægtir býr. Lifskjör i Sviþjóð eru þau rýmstu hér i heimi. ibúar landsins eru 8 millj. og 129 þús. Nálega allir eru ánægðir með árangur sósial istabyltingarinnar. Skoðana- kannanir benda hins vegar til, að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki,að Jafnaðarmannaflokk- urinn fari áfram með völd. Sviar lita almennt svo á, að fylgi sósialista minnkaði veru- lega ef kosningar færu nú fram. ÁRIÐ 1932 tók Per Albin Hanson við völdum forsætis- ráðherra i fyrstu rikisstjórn Jafnaðarmanna i Sviþjóð. Þá var mikið atvinnuleysi, verð á landbúnaðarvörum lægra en það hafði áður orðið frá alda- mótum, og vopnuð uppreisn var viða höfð á orði. Nokkrum mánuðum áður en nýja stjórn- in tók við hafði komið til al- varlegra átaka, þar sem fjórir atvinnulausir verkamenn létu lif sitt. Horfur voru skugga- legar bæði i efnahags- og félagsmálum. Á næstu mánuðum hófu Jafnaðarmenn framkvæmd áætlunar um fulla atvinnu og velferðarlöggjafar, sem batt endi á vandræðaástandið og lagði grunninn að núverandi velferðarrfki i Sviþjóð. SÖSIALISKA BYLTINGIN i Sviþjóð var ekki framkvæmd samkvæmt kenningum marx- ista. Þar var farið eftir hent- ungleikum samkvæmt kenn- ingum Ernst Wigforss, en þær voru um margt likar kenning- unum, sem hagfræðingurinn John Maynard Keynes setti fram siðar. Wigforss tók sæti fjármálaráðherra i stjórn Per Albins Hansons. Hann lagði til, að rikið miðaði fjármála- stefnu sina við það markmið að auka neyzluna, þar sem hann taldi of litla neyzlu frum- orsök þeirra efnahagsörðug- leika, sem Sviar áttu við að búa. Rikisstjórnin hóf miklar opinberar framkvæmdir til þess að vinna bug á atvinnu- leysinu. Komið var á fót elli- launakerfi og atvinnuleysis- tryggingum til að sjá svo um, aðþeir, sem ekki gátu stund- að vinnu vegna aldurs, veik- inda eða efnahagslegra áfalla, héldu áfram að vera virkir á neyzluvörumarkaðinum. Hin rúmu lifskjör Svia eru árangurinn al' stefnu Jafnað- armanna, — ásamt þeirri gæfu, að hafa sloppið við þátt- töku i heimsstyrjöldinni. Stefna þessi hefir þó einnig valdiö háu verðlagi, háum sköttum og borgamyndun, — en það er allt óvinsælt. UMSJÁR velferðarrikisins gætir frá vöggu til grafar i bókstaflegum skilningi. Sjúkratryggingar annast kostnaðinn við barnsburð. Við fæðingu barns eru aðstandend um greiddar um 18 þús. krón- ur (isl.) til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem Olav l’aline barninu fylgir i upphafi. Þegarbarniðer farið að ganga, á það kost á dvöl i leikskóla, sem rikið styrkir. Nemendur i barnaskóla fá styrki, hollan hádegismat ókeypis, og það er kennslan einnig. Háskólanám er einnig fritt og auðvelt að fá lán til viðurværis. Verkamenn fá fjögurra vikna leyfi á fullum launum. Hver sá, sem missir starla sinn vegna tæknibreylinga, fær laun meðan á endurhæf- ingu stendur. Verkamaður nýtur einnig sjúkratrygginga, sem eru honum nálega að kostnaðarlausu, og fær enn- fremur tryggðar tekjur meðan á veikindum stendur. Lág- launafólk fær loks riflegan húsaleigustyrk. Þegar verka- maður verður að hætta vinnu sakir elli,fær hann eftirlaun, — sem eru hærri en annars stað- ar i Evrópu — og þurfi hann á umönnun að halda.á hann kost á dvöl á elliheimili, en þau eru mörg og vel rekin. ALLTkostar þetta þó ærið fé. og skattar eru þvi háir i Sviþjóð. Tekjuskattur rennur til rikis, sveitarlélaga og alþýðutrygginga. Skattstiginn er brattur,frá 15 og upp i 85 af hundraði. Þá er og á lagður verðaukaskattur 15-17,5 af hundraði (meðaltalið er 16,67%). Skattarnir eru svip- aðir að hæð og i Bandarikjun- um, en valda verulegri óánægju i Sviþjóð vegna þess, að þar leggjast þeir einna þyngst á fólk með miðlungs tekjur. Hinn hái verðauka- skattur er þó sérstaklega óvinsæll. Atvinnuleysi er einnig farið að valda nokkrum vanda. Tage Erlander var forsætis- ráöherra Svia frá þvi árið 1946 og þar til hann dró sig i hlé árið 1969. Hann hvatti giftar konur til starfa þegar skortur var á vinnuafli. Á árunum 1950-1960 og 1960-1970 flykktust erlendir verkamenn til Sviþjóðar vegna hinna háu launa þar. Einkum voru það Finnar og Júgóslavar. ÓVÆNTUR samdráttur varð i framleiðslu iðnvarnings og þá tók að gæta nokkurs at- vinnuleysis, einkum meðal kvenna og ungra manna. At- vinnuleysið nemur um tveim- ur al' hundraði og er þvi til muna minna en viðast hvar i Evrópu og Norður-Ameriku, en Sviar una þvi ekki. Þar i landi segja svo margir sem svo að Jafnaðarmenn hafi heitið l'ullri atvinnu, en ekki staðið við það heit. Friður á vinnumarkaði er ha'ttur að vera óbrigðull i Sviþjóð. Ólöglegt verkfall varð til þess fyrir tveimur ár- um, að hinni þjóðnýttu járn- námu við Kiruna var lokað. Þessu verklalli var bæði beint gegn liinum rikisreknu nám- um og hinni skipulegu verka- lýðsforustu. Námumenn eru þó meðal hæst-launuðu verka- manna i Sviþjóð. SIÐAN þetta gerðist hala ýmsar vinnutruflanir orðið i Sviþjóð. Þær hafa meðal ann- arra náð til opinberra starfs- manna, sérhæfðra manna, yfirmanna á járnbrautum, slarlsmanna alþýðutrygging- anna, starfsfólks lægri skóla og háskóla og þeirra liðs- loringja, sem eru i bandalagi rikisslarfsmanna. Enn má b;eta hafnarverkamönnum við skrána. Verðlag hefir hækkað mjög eða meira en tvöfaldazt á tuttugu árum. Mótmælaganga húsmæðra i fyrra lagði áherzlu á þetta atriði, en gangan var alar vel kynnt opinberlega, en þátttaka var ekki mikil i henni. Tekjur hafa þó hækkað sýnu örar en verð- lagið, eða úr kr. 2650 (isl) á viku að meðaltali árið 1951 i 11.500 kr. (isl) á viku 1971. Verðhækkanirnar hafa, eins og skattarnir, komið harðast niður á miðstéttarfólki og hin- um launahærri verkamönn- um, en meðal þessa fólks hefir l'ylgi Jafnaðarmanna- flokksins verið hvaö mest. JAFNAÐARMÖNNUM hefir verið kennt um atvinnu- leysið, skattana, erjur á vinnumarkaði og verðbólgu, en nú er einnig farið að kenna þeim um borgamyndunina og fylgifisk hennar, mengunina. Bændur og landbúnaðar- verkamenn námu 36,2 af hundraði þjóðarinnar jjegar Jafnaðarmenn settust að völd- um, en eru nú innanviö sjö af hundraði. Rúmlega 70% Svía búa í íjölbýlishúsum. Jafnað- armenn hafa heitið skattiviln- un eigenda einbýlishúsa til þess að vinna gegn þessard þróun (og ásökunum, sem hún veldur). Forstjórar hins gifur- lega stóra sambands bygg- ingarsamvinnufélaga hafa dregið úr byggingu fjölbýlis- húsa og aukið framleiðslu ein- býlishúsahluta i verksmiðjum sambandsins. (Forstjórarnir eru á bandi Jafnaðarmanna.) Sósialistar í Sviþjóð hafa framkvæmt byltingu i landinu á fjörutiu árum. Hið nýja kerfi þeirra er þó ekki sósialismi og litið af iðnaði hefir verið þjóð- nýtt. Kerfið á hins vegar ekk- ertskylt við rikisafskiptaleysi auðvaldsþjóöfélagsins. Sú spurning veldur nú áhyggjum meðal sósialista, hvort þjóðin vilji halda byltingunni áfram eða hverfa frá henni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.