Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 28

Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 28
Allt í lagi um borð í Apollo 17: Menn og mýs á leið til tungls NTB—Washington. Apollo 17. var skotið frá Kennedyhöföa kl. 5.33 aö isl. tima i fyrrinótt. Skotinu seinkaöi um tæpar þrjár klukkustundir vegna smávægilegra erfiöleika. Sjónin var að sögn ákaflega tilkomumik- il, þvi aö þetta var i fyrsta sinn, sem tunglskot fer fram i myrkri, cn gott skyggni var og sást bloss- inn aftur úr eldflauginni i S00 km. radius. Fyrsti dagur feröarinnar var þremenningunum rólegur, en hraöinn er nokkru meiri en áætlað var, þvi vinna varð upp timann, sem tapaðist i byrjun. Hraðinn i gær var um 38 þús. km/klst. Með i förinni eru l'imm litlar mýs úr eyðimörkum Kaliforniu og voru elektrónur settar inn i hausana á þeim, sem eiga að sýna visindamönnum á jörðinni við- brögð músanna við geimgeislum. Siðdegis i gær voru þremenn- ingarnir vaktir til að kveikja á eldllaugum þeim, sem beindu Apollo al' jarðarbraut i átt til tunglsins. Hað tókst svo vel, að ekki reyndisl nauðsynlegt, að gera stef'nuleiðréttingu. TILRÆÐI VIÐ FRÚ MARCOS NTB- Manila. Itáðizt var á l'orsetafrúna á Kilippseyjum, Imeldu Marcos i gær og hún stungin mörgum sinn- um með frumskógarsveðju i handleggi og hendur. Arásar- maðurinn var þegar skotinn til bana af öryggisvörðum. Hess má geta, að eiginmaðurinn, Marcos forseti, hel'ur fjórum sinnum sloppið lifandi Irá tilræðismönn- um. Frú Marcos var að afhenda verðlaun i fegurðarsamkeppni hún var sjálf eitt sinn fegurðar- drottning þegar árásin var gerð. Maðurinn með sveðjuna ruddisl gegn um manngrúann og kastaði sér á frúna, sem bar fyrir sig hendurnar. Hað tók lækna hálla fjórðu klukkustund að sauma saman sár hennar. Hún er 42 ára og þriggja barna móðir. Nú á að spara í Kína: Borðið einni munnfylli minna NTB- Feking. 1 blaðinu ,,Rauði fáninn” i Peking, var þvi beint lil lands- manna i gær, að þeir borðuðu einni munnfylli minna á dag af korni l'ramvegis. Er þetta gert til að mæta að einhverju leyti upp- skerubrestinum, en uppskeran i árer um 4% minni en i l'yrra. I blaðinu sagði, að nauðsynlegt va-ri fyrir þjóðina, að byggja upp kornvarasjóð, sem hægt yrði að gripa til, ef til styrjaldar kæmi. Sovétrikin voru gagnrýnd fyrir kornkaup sin i Bandarikjunum, en ckki var minnzt einu orði á það korn, sem Kina sjálft kaupir frá Bandarikjunum og fjórum öðrum liindum. Almenningur i landinu veitenn ekkert um þessa verzlun, scm mun i ár nema um sex milljónum lesta. Ekki gengur enn saman í París NTB—Faris. t mörgum frönskum blööunt mátti i gærmorgun lesa þá frétt, aö friöarsáttmálinn um Vietnam yröi sennilega undirritaöur þá samdægurs. Sú von varð þó að cngu er liöa tók á daginn og á hlaöamannafundi siödegis var sagt, aö óvæntir erfiðleikar hcföu orðið i viöræöunum. Frú Nguyen Thi Binh, leiðtogi samninga nefndar þjóðfrelsis- fylkingarinnar, tilkynnti, að blaðafregnir um undirritun væru uppspuni og Isham, varaleiðtogi bandarisku nefndarinnar hélt blaðamannafund eftir hinn viku- lega l'und samninganefndanna og gaf hann i skyn, að viðræður væru að stranda. Frá Saigon berast þær fréttir, að Thieu forseti hafi i gær átt hálfrar annarrar klukkustundar fund með Bunker, ambassador Bandarikjanna i S-Vietnam, en ekkerter látið uppi um,hvað þeim fór á milli. Kissinger og Le Duc Tho sátu fundi siðdegis i gær, en þeir áttu hálfrar sjöttu klst. fund saman i fyrradag. Skozkur leiðtogi í hungurverkfall Blaðinu hefur borizt fréttatil- kynning frá William McDougall, sem er félagi i flokki skozkra þjóðernissinna, Scottish Patriots, en McDougall er búsettur hér á landi. Segir i fréttinni að á St. Andrews hátiðinni sem þjóðernis- sinnar héldu i Edinborg 25. nóvember s.l. hafi verið sam- þykkt eindregin stuðningsyfirlýs- ing við tslendinga vegna land- helgisdeilunnar. Þá gerðist það einnig á þessari hátið, að leiðtogi flokksins, kona að nafni Wendy Wood lýsti þvi yf- ir, að 7. des. myndu hún hefja hungurverkfall, ef Heath for- sætisráðherra hefði þá ekki efnt kosningaloforð sitt um þjóðkjörið fulltrúaþing fyrir Skotland. Kvaðst hún reiðubúin til að svelta sig til bana, ef þörf krefði. Það fylgdi fréttinnLað þessi ákvörðun væri öðrum þræði tekin i þeim til- gangi að hvetja skozku þjóðina til dáða. —------------------------\ Föstudagur 8. desember l!)72 Minjasafnskirkjan meðan hún stóð enn á Svalbarði. Nú er reyk- háfurinn, sem stendur upp úr þakinu, á bak og burt, enda var 'hann aöskotahlutur. Minjasafnskirkjan vígð á sunnudaginn — Minjasafnskirkjan okkar iiérnai Fjörunni verður vigð á sunnudaginn kemur, sagöi Þórö- ur Friðbjörnsson, safnvörður á Akureyri, þegar Timinn átti tal viö hann núna i vikunni. Hún var áöur á Svalbarði á Svalbarðs- strönd, en var flutt hingað og endurbyggð, og i framtiðinni veröur hún hluti af minjasafninu hcr. Sóknarpresturinn á Akureyri, séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup, mun vigja kirkjuna, og hamli hvorki færð né veður, verð- ur margt presta úr næstu byggðarlögum við athöfnina. Er búizt við, að allir prestar i Eyja- fjarðarsýslu komi til vigslunnar, og auk þess tveir prestar úr Þing- eyjarsýslu og prestarnir i ólafs- firði og Siglufirði. Að lokinni vigslu geta kirkju- legar athafnir farið fram i minja- safnskirkjunni, og er til dæmis ekki óliklegt, að til hennar verði gripið af og til, þegar hjón verða gefin saman. Það var Æskulýðsfélag Hóla- stift/is sem gaf minjasafninu kirkjuna, en upphaflega hafði það fengið ráð á henni i þvi skyni að flytja hana að sumarbúðum þjóð- kirkjunnar við Vestmannsvatn. —JH. Happdrætti Framsóknarflokksins Munið, að dregið er á laugardaginn! $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.