Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.12.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Köstudagur S. desember 1!)72 „Finndu stað, þar sem við komumst niður! Komdu hingað aftur og láttu mig vita, þegar þú ert búinn að finna hann”. „Það er tilgangslaust”. „Nadia getur farið með þér. Flýtið ykkur!”. „En þau eru öll dáin. „Drengurinn hristi höfuðið og brosti ómótstæði- lega. „Það er tilgangslaust”. „Reynið að koma ykkur af staðog flýtið ykkur svo til baka, þegar þið eruð búin”. „Já, herra Paterson”. Drengurinn lagði af stað i hægöum sinum. Paterson fór að bilnum. 1 aftursætinu sátu Connie og ungfrú Alison. Honum fannst Connie hafa braggast heiimikið á svo skömmum tima. Og ungfrú Alison, sem alveg siöan hún birtist i manngrúanum fyrir framan sjúkrahúsið hafði virzt svo niðurbrotin og brjóstumkennanleg, var allt i einu orðin eins og allt önnur manneskja,en kannske höfðu þær bara hresst sig upp báðar tvær. „Hvernig gengur?” spurði Paterson. „Hún hefur fengið taugaáfall, það er vist allt og sumt,” svaraði hjúkrunarkonan. „Hún er hitalaus, en verður bara að reyna að sofa”. „Hvað er langt til þorpsins, sem þú varst að tala um, Connie?” „Nálægt tveggja tima gangur held ég”. „Eg verð liklega að aka þér þangað fyrst”. „Fyrst?” Connie spratt úpp. „Ég ætla niður að litast um”. Ilann bandaði höfðinu i áttina. „Ilvers vegna? Er nokkur ástæða til þess?” „Það er hugsanlegl, að þau séu ekki öll dáin”. Connie starði fram fyrir sig. Paterson datt i hug, að hann hefði vist ekki farið nófývarfærnum orðum um slysið og afleiðingar þess. Hún leit allt i einu út fyrir að vera úrvinda af þreytu. „Maður getur aldrei vitað vissu sina, fyrr en maður hefur séð það meðeiginaugum”, sagði Paterson. En það hljómaði svo klaufalega, að hann óskaði þess,að hann hel'ði látið það ósagt. Hún virtist falla alveg saman við orð hans. Með álappalegum til- burðum tók hún höndunum fyrir andlitið og fór að hágráta. „Reynið ekki að halda aftur af yður, grátið bara”, sagði ungfrú Alison. „Það er bezt að geta grátið út”. Paterson var leiður yfir þeim áhrilum, sem orð hans höfðu haft. Ilann varð undarlega þurr i munninum. Siðan settist hann i framsætið og sneri kveikjulyklinum. „Það er bezt að við förum strax”, sagði hann, og reyndi að gera rödd sina kærulausa til að leyna tilfinningum sinum. Vélin fór i gang, og bill- inn rann hægt af staö. „Til að hún geti sofið i ró og næði”. Þetta virtist ekkert skárra, en hann fann ekkert betra til að segja á stundinni. „Svona nú, hallið yður aftur á bak”, sagði ungfrú Alison roandi. „Grátið bara, það er gott að gráta. Eg ætla að sitja hjá yður og strjúka yður um hárið”. „Eg vil ekki láta stinik a mér um hárið”, kjökraði Connie. „Ég er alveg frisk! Ég vil ekki bliðuhót yðar!” Hún sveiflaði handleggjunum eins og ætti að lara að binda hana. „Flýtið yður að komast héöan burt, ég þoli'ekki að vera hér! ” Hún sló ergilega i brúnan grannan handlegg hjúkrunarkonunnar, sem hafði ætlað að taka utan um hana. „Ég þoli það ekki! Látið mig i friði!” Paterson hélt áfram eins og ekkert hefði i skorizt. Skyndilega losaði Connie sig úr róandi tökum ungfrú Alison og fór að lemja á axlir Patersons og bak. „Til hvers ællið þér að fara þangað aftur? Það er engin ástæða til þess!” Paterson var neyddur til að halda allri athygli sinni við veginn fram- undan, og hann gat ekkert svar fundið viðs-purningu hennar. „Úr þvi að þau eru dáin, þá eru þau dáin”, sagði Connie. „Þvi þá að vera að eyða tima i að fara þangað aftur? ” „Það er svo heitt”, sagði ungfrú Alison. „Þér verðið alveg úrvinda, ef þér haldið svona áfram. Reynið nú að vera — ” „Ég vil ekki reyna að vera eitt eða.neitt! Hvers vegna þurfið þér að vera að gramsa i þvi.sem gerzt hefur?” Hún hélt áfram að berja hann meðan hún talaði. „Hvers vegna? Hvers vegna?” „Maður neyðist til þess i svona tilvikum,” svaraði hann, en um leið og hann sleppti orðinu fannst honum, að einmitt þannig hefði Portman svarað. Það var ekki þetta, sem hann átti við og hann vildi,að hann hefði ekki sagt það. „Já, en þegar ég nú segi, að þau séu dáin! Ég sá þó, hvernig þetta gerðist. Hvernig gætu þau verið á lifi, þegar billinn er brunninn? ” „Er billinn brunninn?’ Paterson spurði óþægilega hvassri röddu. Þetta var i fyrsta skipti, sem hann heyrði, að kviknað hefði i eftir fallið. „Já, það logaði allan seinni hluta dagsins! Það var ég búin að segja yður!” Nei, hugsaði hann, það hefur þú ekki nefnt áður. „Ég sá þetta allt, svo að ég veit, hvernig það gerðist!” hrópaði Gonnie æst. „Róleg, róleg,” sagði ungfrú Alison. „Já vitanlega,” sagði hann, „ég var búinn að gleyma, að þú hefðir sat það”. „En ekki gæti ég gleymt þvi”, sagði hún. „Gæti það ekki. Þú mátt ekki draga mig þangaö aftur! Ég má ekki til þess hugsa”. „Þaö skal ég vist láta ogert,” svaraði Paterson. „Ég má ekki til þess hugsa — ekki til þess hugsa! ” Nú gaf Connie sig fullkomlega grátnum á vald, án allrar móðursýki. Hún var hætt að berja hann. „Þoli það ekki”! Svitinn hafði sprottið fram á andliti hennar og blandaðist tárunum. Ilann leit i spegilinn og sá vott og útgrátið andlit hennar, og augu þeirra mættust i speglinum. Hún sat stjörf i aftursætinu og hélt handleggjun- um þétt að sér eins og hún vildi fyrir hvern mun komast hjá þvi að snerta ungfrú Alison. Augun höfðu breytzt, þau voru stjörf og flöktandi eins og litlausu augun hennar frú Betteson. „Ó, hve ég hata Burma!” Ilún hallaði sér allt i einu aftur á bak i sætið og lagði höfuðið á öxl hjúkrunarkonunnar. „En hve ég hata Burma! Min eina ósk er að komast burtu héðan eins fljótt og kostur er! ” „Já, já,” sagði Paterson. „Aldrei i lifi minu skal ég fara hingað aftur! ” Það get ég vel skilið,” sagði hann. Tuesday kom hlaupandi upp á veginn, Paterson hemlaði og sté úr bilnum. Um leið skotraði hann augun-um i áttina til Conniear i aftur- sætinu. Hún lá með stifbeinar axlir, svo að kjóllinn var strengdur á henni. Brjóstin komu greinilega i ljós undir kólnum, og geirvörturnar voru eins og tveir litlir kringlóttir steinar. i augnaráðinu, sem hún sendi honum, var kynle'gt sambland af forvitni og kviða-, allt i einu var sem hún sigi saman fyrir framan augun á honum. Hún varð máttlaus Lárétt 1) Mundir,- 5) Hvilir.- 7) Nákvæm 9) Dýr. 11) Titill. 12) Þófi. 13) Þrir eins. 15) Land- námsmaður. 16) Eldiviður. 18) Blóðug. Lóðrétt 1) Dýr,- 2) Lærdómur,- 3) 501.- 4) Urr.- 6) Aukning.- 8) Ileiður,- 10) Stök - 14) Taut,- 15) Grjóthlið. 17) Vein. Ráðning á gátu nr. 1278 Lárétt 1) Grunda.- 5) Sár,- 7) Lúa.- 9) Öma,- 11) DI,- 12) An,- 13) Urt,- 15) Tia,- 16) óró,- 18) Smækka,- Lóðrétt 1) Galdur,- 2) USA,- 3) Ná,- 4) Dró.- 6) Kanada.- 8) Úir.- 10)- Mai,- 14) Tóm,- 15) Tók,- 17) Ræ,- D R E K I ’regla hér til ika vondu^w j Bi. ekki hér. og svegna kjósa ræningjarnir stað.-- |Fyrir fjórum öTdum var D'reka reglan stofnuð til að vinna bug á sióræningjum./^, ogóréttlæti. Timarnir "''/m breytast.en Dreki '' heldur áfram baráttunni. Föstudagur 8. desember 7.00 .Vlorgunútvarp . Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr . dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstundbarnanna kl. 8.45: Einar Logi Einarsson endar lestur sögu sinnar „Ævintýri á hafsbotni” (3) Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir ki. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tiiumhugsunar kl. 10.25: Þáttur um áfengismál. Morgunpopp kl. 10.40: Faces leika og syngja Fréttir kl. 11.00 Tónlistar- sagan: Endurtekinn þáttur Atla Heimis Sveinssonar. Kornel Zempleny og Ungverska rikishljóm- sveitin leika Tilbrigði um barnalag op. 25 eftir Dohnány; György Zehel stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15 Við sjóinnJHalldór Gisla- son efnaverkfræðingur stjórnar umræðum um framtiðarhoríur i fiskiðnaði (endurt.) 14.30 Siðdegissagan: „Gömul kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur. Jþnas R. Jónsson á Melum les (12). 15.00 Miðdegistónleikar.Liane Jespers syngur lög eftir Debussy. Nicolai Gedda syngur lög eftir Veracini, Respighi, Pratella, Casella og Carnevali. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Ti 1 - kynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Lestur úr nýjum barna- bókum. 17.40 Tónlistartimi barnanna . Þuriður Pálsdóttir ser um timann. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frcttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þáttinn 20.00 Sinfóniskir tónieikar. Frá tónlistarhátið i Helsinki i september s.l. Flytjendur: Claudio Arrau pianóleikari og Sinfóniuhljómsveit finnska útvarspsins; Okko Kamu stj. a. Sinfónia eftir Aulis Sallinen b. Pianó- konsert nr. 5 i Es-dúr op. 73 eftir Beethoven.c. Sinfónia nr. 5 i Es-dúr op. 82 eftir Sibelius. 21.30 Launsagnir miðalda. Einar Pálsson flytur annað erindi sitt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Útvarps- sagan: „Strandið” eftir llannes Sigfússon.Erlingur E. Halldórsson les (4) 22.45 Létt tónlist frá norska útvarpinu . 23.40 Fréttir i stuttu máli. IBiWBiB Föstudagur 8. desember 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Langreyður.Norsk kvik- mynd, gerð af Thor Heyer- dal yngri, um hvalveiðar við Grænland, ofveiði á hvala- stofninum, hvalarannsóknir og mengun i úthöfnum. Þýð- andi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21.00 Fóstbræður. Brezkur sakamála- og grinmynda- flokkur. Þýðandi Vilborg Sigurðardóttir. 21.50 Sjónaukinn.Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.