Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 8
8 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR FÉLAGSMÁL Tekin voru fyrir átta mál fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær þar sem Félagsbú- staðir fóru fram á útburð leigj- enda sinna. Að sögn Sigurðar Kr. Friðrikssonar, framkvæmda- stjóra Félagsbústaða, er í hópn- um ekki nema eitt mál sem til er komið vegna brota á húsreglum, hin munu vera vanskilamál. Hann segir mál sem upp koma vera fá miðað við umfang fé- lagsbústaða sem eigi um 1.700 íbúðir. „Mál vegna húsreglnabrota eru svona um 10 á ári. Vanskila- málin eru heldur fleiri. Því miður eru alltaf einhverjir sem ekki geta borgað. Fólki sem sannar- lega getur ekki staðið undir þess- ari lágu leigu Félagsbústaða, sem niðurgreidd er af borginni, er vísað á Félagsþjónustuna, en henni ber skylda til að aðstoða fólk sem þannig er ástatt um,“ segir Sigurður og bætir við að þó svo að dómur falli um útburð vegna vanskila sé málum oftast bjargað við með samningum áður en til útburðarins kemur. Sigurður segir að brotum á húsreglum hafi fækkað mjög síð- ustu ár. „Ég held að núna komi upp jafn mörg húsreglnabrot á ári og þegar við áttum helmingi færri íbúðir, þannig að fólk er að læra að ganga þarf um með eðli- legum hætti og taka tillit til íbúa sem búa í næsta nágrenni. Eins er það með leiguna að skil á henni hafa tekið mjög miklum framför- um,“ segir hann. ■ SH kaupir breskt félag fyrir fimm milljarða Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna keypti breskt matvælafyrirtæki sem sér- hæfir sig í kældum fiskafurðum. Gengi bréfa í SH tók kipp upp við tíðindin. Forstjórinn segir kaupin í samræmi við stefnumótun félagsins. VIÐSKIPTI Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrir- tækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslun- arkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverk- smiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer’s-verslunar- keðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gær- morgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síð- ustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðs- rannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavars- sonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækis- ins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og for- ráðamanna félagsins þótt við- skipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkað- ir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að sam- vinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hrá- efni. „Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pönt- uð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað pró- sent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða,“ segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. „Við erum ekki, eins og við vor- um í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðend- ur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR „Það verður ekkert fundað vegna þessa máls fyrr en stjórnarmenn eru komnir til baka úr sumarfríum sínum,“ segir Hörður Harðarson, stjórnarfor- maður Mjólkurfélags Reykjavík- ur, en margir félagsmenn krefjast rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns, Kristins Gylfa Jónssonar. Athugasemdir eru gerðar varðandi hátt peningalán frá MR til svínabús Kristins og önnur lánsviðskipti við fyrirtæki Krist- ins eru einnig talin grunsamleg og verðskulda frekari rannsókn. Um tugi ef ekki hundruð milljóna er að ræða í þessu sambandi og segir í skýrslu sem tekin var saman vegna málsins að ljóst megi vera að Kristinn og fyrr- verandi framkvæmdastjóri MR. Sigurður Eyjólfsson, hafi brotið gegn félaginu. Hörður vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið en stjórn fé- lagsins kemur næst saman um miðjan ágúst. Þá verður tekin ákvörðun um framhaldið og er ekki loku fyrir það skotið að mál- ið verði sent lögreglu til rann- sóknar. ■ Meint brot fyrrum stjórnarformanns Mjólkurfélags Reykjavíkur: Stjórnin fundar um miðjan ágúst SVONA ERUM VIÐ ÞORSKAFLI Í JÚNÍ EFTIR LANDSVÆÐUM Höfuðborgarsvæði 370 tonn Suðurnes 1.630 tonn Vesturland 2.005 tonn Vestfirðir 3.475 tonn Norðurland vestra 1.389 tonn Norðurland eystra 1.687 tonn Austurland 2.528 tonn Suðurland 782 tonn Lögsækir son sinn út af Svarta dauða Sonur minn rændi mig ævistarfinu – hefur þú séð DV í dag? REYKJAVÍK Félagsbústaðir Reykjavíkur eiga og reka um 1.700 íbúðir í borginni. Að jafnaði koma um 10 mál vegna brota á húsreglum til kasta dómstóla á ári hverju, eða í tæplega 0,6 prósentum tilvika. Félagsbústaðir Reykjavíkur: Húsreglnabrotum fækkar HÖRÐUR HARÐARSON Meint lögbrot fyrrverandi stjórnarformanns verða ekki tekin fyrir fyrr en að afloknum sumarfríum um miðjan ágúst. GUNNAR SVAVARSSON Forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna segir kaupin á Seachill vera í samræmi við stefnu félagsins frá því árið 1999. 08-09 20.7.2004 20:47 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.