Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 10
10 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR ÞÝSKRA ANDSPYRNUMANNA MINNST Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, tók þátt í minningarathöfn um Claus Graf Schenk von Stauffenberg og aðra Þjóð- verja sem stóðu að tilræði við Adolf Hitler fyrir sextíu árum síðan. Hann hvatti landa sína til að muna eftir fórnum þeirra sem hefðu boðið nasistum birginn. Þjónustumiðstöð við Kárahnjúka: Fólk kemst í hús og á salerni KÁRAHNJÚKAR Eftir eina til tvær vikur opnar Landsvirkjun nýja þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk við Kárahnjúkastíflustæðið. Fram til þessa hefur ekki verið aðstaða fyrir hendi á svæðinu þar sem fólk getur matast og komist á salerni. „Þetta er aðallega gert vegna þess hversu margar rútur koma þarna. Fólk kemst þá í hús og á salerni,“ segir Sigurður Arnalds, kynningarfull- trúi Kárahnjúkavirkjunar. Hann segir umsýslu og rekstur þjónustu- miðstöðvarinnar verða á höndum veitingamannsins sem rekur mötu- neyti Landsvirkjunar á staðnum. „Þarna verður því boðið upp á kaffisölu og einhverjar veitingar. Þetta er hugsað sem þjónustumið- stöð við almenna ferðamenn þannig að þeir þurfi ekki að fara inn á sjálft vinnubúðasvæðið.“ Sigurður segir ekki fyrirhugað að vera þarna með bensínsölu, en þau mál kunni þó að verða endurskoðuð þegar fram í sækir. Landsvirkjun hyggur þó ekki á frekari þjónustu við ferðafólk við stíflustæðin þegar fram í sækir. „En þarna eru sóknarfæri fyrir heimafólk. Þarna er hægt að sam- eina svo margt, bæði bjóða fólki að skoða þessi merkilegu mannvirki og svo hluti í náttúrunni, svo sem fossa, ferðir á Snæfell og fleira,“ segir Sigurður. ■ Synjunin stendur eftir Þriggja mánaða sleitulausum umræðum um fjölmiðlamálið á Alþingi og í samfélaginu er lokið. Eftir stendur hin umdeilda tímamótaákvörðun forseta Íslands um að synja lögunum staðfestingar. Ljóst er að ráðist verður í endurskoðun stjórnarskrárinnar í kjölfarið. Fjölmiðlamálið svokallaða hefur nú tekið enda eftir þriggja mánaða sleitulausar umræður og deilur jafnt á Alþingi sem í samfélaginu. Umræður um málið á Alþingi voru hinar næstlengstu frá upphafi, en alls töluðu þingmenn í þrjá og hálfan sólarhring. Töluvert reyndi á stjórnarsam- starfið í meðferð málsins því ekki var einhugur meðal þingmanna Framsóknarflokksins um afgreiðslu þess. Greiddi einn þingmaður Framsóknarflokksins atkvæði gegn frumvarpinu og annar sat hjá við atkvæðagreiðslu um lögin. Sú skýr- ing var gefin að ekki væri tryggt að lögin stæðust stjórnarskrá. Ljóst er að málið hefur markað tímamót í sögu lýðveldisins því í fyrsta sinn í sögunni beitti forseti Íslands umdeildum málskotsrétti og synjaði lögum staðfestingar. Í kjöl- farið spunnust miklar umræður um málskotsrétt forseta sem og önnur ákvæði stjórnarskrárinnar. Nauðsynlegt var að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, ætti hún að geta farið fram. Stjórnarflokkarnir náðu þó ekki að komast að niður- stöðu um hvort og hvaða skilyrði mætti setja um þátttöku í lögin. Uppi voru vangaveltur um hversu tryggt stjórnarsamstarfið væri þótt formenn stjórnarflokkanna tækju fyrir það. Þegar ljóst var að ekki næðist sátt um skilyrði um þjóðar- atkvæðagreiðslu tilkynnti ríkis- stjórnin um „óvenju snjalla lausn“. Fyrra frumvarpið yrði dregið til baka og þjóðaratkvæðagreiðslu því afstýrt. Fram yrði lagt nýtt, breytt frumvarp sem afgreiða ætti á sum- arþingi í stað laga um þjóðar- atkvæðagreiðslu. Upp hófust enn á ný miklar og háværar umræður um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Í þetta sinn sner- ust þær um það hvort ákvörðunin stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Fjölmargir lögspekingar létu í ljós skoðun sína og var deilt opinberlega um málið. Þegar ljóst var að lagaprófessor- ar og fleiri lögfróðir menn töldu það víst að það stæðist ekki stjórnars- krána að draga til baka lög sem for- seti hefur synjað staðfestingar um leið og leggja fram nýtt frumvarp lítið breytt tók að myndast gjá milli stjórnarflokkanna. Framsóknar- menn urðu æ ósáttari við málið og fór svo að lokum að sátt náðist milli ríkisstjórnarflokkanna um að eina lausnin í málinu væri að afturkalla lögin og hætta algjörlega við að setja lög um fjölmiðla. Að sinni. ■ Félag húsbílaeigenda: Í stóru ferðinni FERÐALÖG Rúmlega 70 húsbílar eru nú í ferð Félags húsbílaeigenda um Strandir og Dalina. Ferðin hófst á föstudag og lýkur næsta laugardagskvöld með lokahófi í félagsheimilinu í Búðardal. Erna Margrét Kristjánsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda, segir að húsbílarnir keyri í hala- rófu sem sé tilkomumikil sjón. „Það er enginn vandi að mæta okkur eða halda áfram för því við fylgjumst grannt með að það sé hleypt fram úr og vikið fyrir bílum.“ Erna segir að til þess séu notaðar VHF-stöð og CB-rás auk þess sem ferðanefndin og stjórn hafi litlar talstöðvar svo bílarnir séu í sambandi sín á milli. ■ 30 ára fangelsi: Kona myrti son sinn ÍTALÍA, AP Ítölsk kona hefur verið dæmd til 30 ára fangelsisvistar fyrir að myrða son sinn. Samuele Lorenzi var þriggja ára þegar hann var myrtur í janúar 2002. Hann lést eftir að hafa vera barinn ítrekað í hausinn með þungu áhaldi. Móðir hans neitaði sök en dómara þótti sök hennar sönnuð og dæmdi hana til þyngstu refsingar. Réttarhöldin tóku ekki nema einn dag. Dómari varð við ósk verjenda um flýtimeðferð við rétt- arhöldin. Við slíka meðferð taka réttarhöld einn til tvo daga í stað margra mánaða eða ára. ■ FÉLAG HÚSBÍLAEIGENDA Tók bensín á Hólmavík á sunnudag á leið sinni í Norðurfjörð. Nokkur hundruð metra biðröð lá út úr bænum. Hópurinn er í sinni árlegu stóru ferð. Rúmlega 70 bílar eru í ferðinni og er yngsti farþeginn 19 mánaða en sá elsti 87 ára. STÍFLUSTÆÐI HÆSTU STÍFLUNNAR ER VIÐ FREMRI-KÁRAHNJÚK Fjöldi fólks leggur leið sína upp að Kárahnjúkum til að skoða framkvæmdir eða landið sem fer undir lón. Að stæðinu liggur nú malbikaður vegur og ekki nema skottúr frá Egilsstöðum. FERILL MÁLSINS 19. desember 2003 Fjölmiðlanefndin skipuð. 2. apríl 2004 Fjölmiðlanefndin lýkur við skýrslu. 20. apríl Skýrslan kynnt á ríkisstjórnar- fundi 21. apríl Umræður um skýrsluna hefjast á Alþingi 22. apríl Skýrslan lekur í fjölmiðla 24. apríl Drög að frumvarpi lagt fram á ríkisstjórnarfundi. 25. apríl Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp. 26. apríl Fjölmiðlafrumvarp samþykkt á þingflokksfundum ríkisstjórnar- flokkanna. 3. maí Forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpinu og fyrsta umræða hefst á Alþingi. 4. maí Frumvarpið afgreitt til allsherjar- nefndar. 10. maí Breytt fjölmiðlafrumvarp kynnt. 11.–15. maí Önnur umræða um frumvarpið á Alþingi. Umræða hefst í þjóð- félaginu um málskotsrétt forseta. 14. maí Forseti tilkynnir að hann ætli ekki í brúðkaup Friðriks Dana- krónprins. 18. maí Meirihluti allsherjarnefndar samþykkir breytingartillögur við frumvarpið. 19. maí Breytt frumvarp lagt fyrir þriðju umræðu á Alþingi. 24. maí Þriðja umræða og atkvæða- greiðsla um frumvarpið á Alþingi. Frumvarpið er samþykkt með 32 atkvæðum gegn 30. 1. júní Forseta Íslands er afhent lögin til staðfestingar eða synjunar. 2. júní Forseti synjar lögunum staðfest- ingar í fyrsta sinn í sögu lýð- veldisins. 2. júní Halldór Ásgrímsson segir að upp sé komið fullkomið óvissuástand en segir öruggt að þjóðaatkvæða- greiðsla fari fram um málið. 3. júní Davíð Oddsson segir að ekki verði hjá því komist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. 4. júní Umræða hefst um þátttöku- takmarkanir í þjóðaratkvæða- greiðslu. 8. júní Samráðsfundur formanna stjórn- arflokkanna. 8. júní Forsætisráðherra tilkynnir að Alþingi verði kallað saman 5. júlí þar sem ákveðið verði um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Starfshópur ríkisstjórnarinnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. 28. júní Starfshópurinn skilar skýrslu um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu. Sett er fram sú hugmynd að atkvæði 25–44% atkvæðisbærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum svo þau falli úr gildi. 1. júlí Skýrsla tveggja hæstaréttarlög- manna um þjóðaratkvæða- greiðslu sem unnin var að beiðni stjórnarandstöðunnar birt. Niður- stöður hennar segja það brot á stjórnarskrá að setja nokkrar takmarkanir í lögin. 2. júlí Ráðherrar Framsóknarflokksins ganga af ríkisstjórnarfundi eftir stundarfjórðung án þess að niðurstaða hafi náðst. Forsætis- ráðherra staðfestir að ágreining- ur sé milli stjórnarflokkanna um þátttökulágmark. 4. júlí Davíð og Halldór tilkynna um „óvenju snjalla lausn“ í kjölfar ríkisstjórnarfundar. Lausnin felst í því að afturkalla fjölmiðlalögin er forseti synjaði staðfestingar og afstýra þannig þjóðaratkvæða- greiðslu. Nýtt fjölmiðlafrumvarp lagt fram. 5. júlí Alþingi kemur saman og deilt er um hvort frumvarpið sé þinglegt. 7. júlí Umræður hefjast á Alþingi og málið afgreitt til allsherjar- nefndar. 8.–20. júlí Allsherjarnefnd kallar til sín fjölda sérfræðinga til að fjalla um stjórnskipuleg álitamál varðandi ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin. 20. júlí Allsherjarnefnd leggur til þær breytingartillögur á frumvarpinu að fjölmiðlalögin sem forseti synjaði staðfestingar verði felld úr gildi og öll ákvæði er varða fjölmiðla verði felld úr gildi. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FERILL FJÖLMIÐLAMÁLSINS FRAMSÓKNARMENN YFIRGEFA STJÓRNARRÁÐIÐ Í GÆR Þriggja mánaða sleitulaus umræða um fjölmiðlamálið svokallaða hefur nú tekið enda. Engin lög verða sett um fjölmiðla en tímamótaákvörðun forsetans stendur eftir. 10-11 20.7.2004 21:35 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.