Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 38
Fundaði með Þórólfi Frægir hjólabretta- kappar í heimsókn 30 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Götumúsíkantinn Jójó, eða James Clifton eins og hann í raun heitir, þekkir mannlífið á götum borgar- innar betur en flestir. Eftir tuttugu ára spilamennsku um allan heim, segist hann handviss um að mið- bærinn væri betri staður ef bílun- um fækkaði. „Í öllum stórum borgum hafa göngugötur mikilvægt sálrænt gildi fyrir íbúana og skapa ákeðna samstöðu. Ef við lokuðum fyrir um- ferð í Austurstræti myndi Lækjar- torgið nýtast betur sem samastaður unga fólksins og þar gæti fólk selt bækur og listamenn komið sér fyr- ir. Umhverfið yrði vistvænna fyrir vikið,“ segir Jójó, sem að undan- förnu hefur beitt sér í málinu og farið á fund með Þórólfi Árnasyni borgarstjóra til að bera undir hann hugmyndir sínar. Síðast þegar Austurstræti var lokað fyrir um- ferð kvörtuðu verslunarmenn við götuna undan minnkandi viðskipt- um og fallist var á að opna götuna á ný. Að mati Jójó eru tímarnir breyttir. „Nú eru langflestar þess- ara verslana horfnar, apótekið er orðið að veitingastað og andrúms- loftið er gjörbreytt. Unga fólkið í dag er líka allt annað og alveg til fyrirmyndar eftir að bjórinn var leyfður og er ekki ælandi af vodka og víni lengur. Á torginu er nýopnað skemmtilegt kaffihús og hér væri hægt að koma fyrir fallegum bekkjum, blómum og gosbrunni, jafnvel þrífa helsta remúlaðið af klukkunni. Þórólfur var mjög jákvæður og datt í hug hvort mögulega væri hægt að loka umferðinni á ákveðn- um tímum eins og á sumrin þegar mannlífið er sem mest í bænum. Mér þætti það skárra en ekki neitt og við vorum nú bara að ræða víð- sýnina í þessu. Fjöldi fólks hefur leitað til mín og beðið mig um að gera eitthvað í þessum málum því það veit hvað ég er flippaður. Ég tók því til minna ráða og hef verið að safna undirskriftum til að sýna borgar- stjóra fram á áhuga almennings. Margir hafa skrifað undir og ég vona að Austurstrætið geti orðið friðsælli og rólegri gata. Lista- mönnum reynist erfitt að koma sér þar fyrir í öllum hávaðanum frá bílunum.“ ■ Þrír af bestu hjólabrettamönnum heimsins eru staddir hér á landi til að kynna íþróttina. Um er að ræða Frakkann Bastien Salabanzi, sem hefur orðið heims- og Evrópumeistari, Mark Appleyard frá Kanada og Svíann Ali Boulala. Þeir eru allir atvinnumenn hjá stærsta hjólabrettafyrirtæki heims, Flip. Að sögn Sigurðar Jósepssonar, verslunarstjóra Smash sem bauð köppunum hingað til lands, er mikill fengur að fá þá í heimsókn. Voru þeir mjög áhugasamir um að koma og hafa þegar farið í útsýn- isferð til að skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Í gærkvöldi sýndu þeir listir sínar á svokallaðari „demó“ sýningu í brettagarðinum við Miðberg í Breiðholti. Í kvöld munu þeir síðan dæma keppni sem verður haldin í brettagarðin- um við áhaldahúsið í Mosfellsbæ og jafnframt sýna mögnuð tilþrif. Verði veður óhagstætt mun keppnin færast í brettagarðinn í Loftkastalanum. ■ MÓTMÆLI LOKUN AUSTURSTRÆTIS ■ Alþýðulistamaðurinn Jójó safnar undirskriftum og berst fyrir um ferðarlausu Austurstræti. HJÓLABRETTI ÞRÍR FRÆGIR KAPPAR ■ eru í heimsókn hér á landi til að sýna listir sínar. Strákarnir í 70 mínútum hafa vak- ið athygli með grínútgáfu sinni af sjónvarpsþætti stúlknasveitarinn- ar Nælon sem sýndur er á Skjá ein- um. Þeir kalla sig Væl-on. „Þetta er ekkert persónulegt. Okkur finnst bara gaman að gera grín. Það er engin pæling á bak við þetta,“ segir Pétur í 70 mínútum. „Við gerðum grín að kókauglýsing- unni sem Eiður Smári var í og hann tók þátt í gríninu með okkur, Sveppi og Auddi gerðu svo eftir- minnilega grín að Hjartsláttarþátt- unum á Skjá einum. Þetta er bara það sama. Við klæðum okkur í kvennmannsföt og gerum asnalega hluti eins og stelpurnar í Nælon, veifum í myndavélarnar, förum í útvarpsviðtöl og tölum um hvað það sé erfitt að vera svona frægur,“ segir Pétur. Einn þeirra félaga, Auddi, talar um hvað það sé auðvelt að gera grín að þáttunum þar sem stelp- urnar liggi vel við höggi. Þeir félagarnir eru allsendis ófeimnir við að gera grín að mönnum og málefnum sem þeir segja að sé bráðnausynlegt. Við skulum vona að í framtíðinni haldi þeir félag- arnir áfram að vera eins skemmti- legir og ófyrirleitnir og þeir hafa verið hingað til. ■ VÆL-ON Kútarnir í 70 mínútum í hlutverki stúlknasveitarinnar Nælon SJÓNVARP 70 MÍNÚTUR ■ klæða sig í kvennmannsföt. JÓJÓ Segir göngugötur hafa mikilvægt sálrænt gildi fyrir íbúa stórborga. í dag Geiri á Maxíms Opnar klám- búllu í mið- bænum í dag Smábarn drakk Trópí og veiktist hastarlega Hákon Eydal Ískaldur í klefanum sínum á Litla-Hrauni Á HJÓLABRETTI Að sögn Sigurðar Jósepssonar hefur hjóla- brettaíþróttinni vaxið fiskur um hrygg undanfarið og nýtur nú mikilla vinsælda. Vælt um frægðina 38-39 (30-31) Fólk 20.7.2004 20:45 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.