Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 16
Fyrir næstsíðustu kosningar lofuðu formenn stjórnarflokkanna sátt um stjórn fiskveiða. Á liðnu kjörtíma- bili settu þeir svo upp langan leik- þátt og þóttust vilja hlusta á önnur sjónarmið m.a. í nefnd sem sumir kölluðu sáttanefnd. Það örlaði á vilja til sátta í þeirri nefnd um tíma en þegar möguleg lausn var að taka á sig mynd kipptu stjórnarherrarn- ir í taumana og meirihluti nefndar- innar skilaði niðurstöðu sem þeir einir höfðu samið um.Um þessa leið hefur ekki verið og verður aldrei sátt við aðra enda var hún einungis sátt milli foringja stjórnarflokk- anna. Nú er búið að reikna út í fyrsta sinn þetta veiðigjald og í ljós kem- ur að útgerðin þarf að greiða u.þ.b. tvær krónur af hverju þorskígildi til ríkissjóðs. Þetta er reyndar í heild nákvæmlega sú sama upphæð og felld var um leið niður í öðrum gjöldum útgerðarinnar til ríkis- sjóðs. Gera má ráð fyrir, ef miðað er við svipaðar aðstæður og nú ríkja, að þá muni gjaldið hækka í þrepum upp í rúmar þrjár krónur til ársins 2009. Viðbótarálögurnar verða því ein til tvær krónur á þorskígildi. Í tilefni af því að þessi útreikningur var birtur hafa verið viðtöl í fjölmiðlum við forsvars- menn útgerðar í landinu sem kveina undan þessum álögum. Und- ir þennan söng tók Einar Oddur Kristjánsson í viðtali við Ríkisút- varpið. Þar kom sú skoðun hans fram að þetta veiðigjald kæmi fyrst og fremst niður á sjávar- byggðunum úti á landi og ekki var hægt að skilja hans orð öðruvísi en að þessar viðbótarálögur ógni bók- staflega framtíð þessara byggða. Ég er sammála Einari Oddi um að veiðigjald ógnar víða framtíð sjávarbyggðanna í landinu en það eru ekki þessar tvær eða þrjár krónur sem nú var verið að reikna út heldur hið raunverulega veiði- gjald sem þeir útgerðarmenn sem fá úthlutað kvótanum innheimta af hinum sem vilja hefja útgerð eða auka við sína útgerð með viðbótar- aflaheimildum. Þegar útgerðar- mönnum var fengið ígildi eignar- réttar á fiskinum í sjónum með hinu frjálsa framsali aflaheimilda sem komið var á settu útgerðar- menn strax upp markað með leigu og sölu aflaheimilda. Þar gilda þær einu reglur að þar fær sá sem hæst býður. Veiðigjaldið á þeim markaði er ekki tvær krónur eða þrjár. Í dag er varanleg veiðiheimild í þorski boðin á 1085 kr. á kg. og leigan inn- an ársins 115 kr. á kg. Þetta er hið raunverulega veiðigjald og það hef- ur svo sannarlega komið mörgum sjávarbyggðum á vonarvöl. Afleiðing þess eignarhalds á veiðirétti sem komið hefur verið á er sú að nýliðun í útgerð er engin. Ástæðan er sú að samkeppnisað- staða þeirra sem vilja hefja útgerð gagnvart þeim sem fyrir eru er gersamlega vonlaus og skyldi eng- an undra. Með því að gefa þeim sem fyrir eru í útgerð eignarhald á veiðirétt- inum var þeim í raun fengið forskot á hina sem vilja inn í útgerðina sem svarar verðmæti aflaheimildanna. Í dag er þetta forskot sennilega 350 til 400 milljarða virði og varla hægt að deila um það að þessi verðmæti virka sem forskot í formi eiginfjár þeirra sem fyrir eru í útgerð gagn- vart þeim sem vilja hefja rekstur í greininni. Ekki fer milli mála hverjar afleiðingarnar eru í sjávar- byggðunum. Síðustu tölur um fækkun starfa í sjávarútvegi á Vestfjörðum um fjögur til fimm hundruð á næstliðnum fimm árum eru t.d. dæmi um þetta. Þar ríkir al- menn vantrú á framtíðina vegna þess að engin nýliðun getur átt sér stað. Þetta veiðigjald er að rústa framtíð margra byggðarlaga. Það virkar eins og fáránlegur brandari hjá Einari Oddi Kristjánssyni að reyta hár sitt út af túkalli á kílóið og halda því fram að það gjald leggi sjávarbyggðir í eyði. Gjald sem út- gerðarmenn hafa hvort sem er greitt í ríkissjóð en bara í öðru formi. Hinn raunverulegi ágrein- ingur um málið hefur alltaf snúist um eignarhaldið og það er þetta eignarhald sem hefur raskað öllum tilverugrundvelli í sjávarbyggðun- um. En Einar Oddur og aðrir þing- menn sem hafa stutt þá ríkisstjórn sem mest hefur bisað við að festa óréttlæti kerfisins í sessi hafa alla tíð reynt að láta umræðuna snúast um aðra hluti. Ummæli þingmanns- ins eru hins vegar ágætt dæmi um hversu víðsfjarri kjarna málsins hann og margir aðrir hafa alla tíð haldið sig í umræðunni um stjórn fiskveiða. ■ Trúverðugleiki Ekki er ósennilegt að einhverjum finnist trúverðugleiki Ríkisendurskoðunar og forstöðumanns stofnunarinnar, Sigurðar Þórðarsonar, hafa beðið hnekki eftir að upplýst var í fréttum Stöðvar tvö í fyrra- kvöld að Ríkisend- urskoðun hefði á síðasta ári farið rúmlega fjörutíu milljónir króna fram úr fjárlög- um. Á sama tíma gagnrýndi stofnunin önnur opinber embætti fyrir agaleysi í fjár- málum. Athygl- isvert er að ein skýringin á þessu hátt- erni Ríkisendurskoðunar eru breytingar á húsnæði embættisins. Þær „kostuðu meira en áætlað var“ eins og það er orðað. Hljómar ansi kunnuglega – en Ríkisendurskoðun hefur verið í farar- broddi að gagnrýna þær stofnanir ríkis- ins sem ekki hafa haldið sig innan áætl- ana og sérstaklega beint spjótunum að umframeyðslu við endurbætur og ný- byggingar. Í endurnýjun lífdaga Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar, var í sviðsljósinu á mánudaginn þegar andstæðingar Kárahnjúkavirkjun- ar minntust þess að tvö ár eru liðin frá því að undirrituð var viljayfirlýsing um byggingu álvers í Reyðarfirði. Hvað sem mönnum finnst um virkjanir og álver er það útbreidd skoðun að Friðrik hafi staðið sig vel í forstjórastarfinu hjá Landsvirkjun, verið röskur, framtaks- samur og nútímalegur í vinnubrögðum. Hann sé dæmi um að líf geti verið eftir pólitíkina, en Friðrik á að baki langan feril sem alþingismaður og ráðherra og var um árabil varafor- maður Sjálfstæðis- flokksins. Kannski tekur hann nú flokks- formanninn í kennslu- stund í því hvernig ganga eigi í endur- nýjun lífdaga. Þ að eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjöl-miðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hef-ur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélag- inu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úr- lausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðla- löggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og mál- um er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóð- arinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri at- kvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerð- um og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki tak- markalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað for- ingja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur eða ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað: Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn. Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar, því vorið kemur sunnan yfir sæinn. Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar. Og daprar sálir söngvar vorsins yngja. Og svo er mikill ljóssins undrakraftur, að jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og verða grænir aftur. 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Þungu fargi er létt af þjóðinni með afturköllun fjölmiðlalaganna. Aftur hlýtt og bjart um bæinn Einar Oddur og túkallinn ORÐRÉTT Þykir það ekki gott? Við rannsóknir kom í ljós að ég er með aðeins of stórt hjarta. Þetta háir mér ekkert mikið. Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir í stúlknahljómsveitinni Nylon. DV 20. júlí. Nýr vettvangur Hver verður afstaða formanns Blaðamannafélagsins til vanda starfsfélaga hans í Evrópu? Tek- ur hann afstöðu með þeim eða tekur hann afstöðu með vopna- sölunum, sem eru að leggja und- ir sig fjölmiðla í Frakklandi? Staksteinar. Ósigur á Íslandi en stríð blaðsins heldur áfram utan landstein- anna. Morgunblaðið 20. júlí. Stétt hverfur Gamaldags bensínkallar ... eru að deyja út og nú er meðal- bensínafgreiðslumaður ekki fær um að skipta um parkljósaperu í Toyotu en hann getur sett ís í brauðform og reitt fram pylsu með öllu. Framfarir öllum til hagsbóta? Þórarinn Þórarinsson blaðamaður. Fréttablaðið 20. júlí. Sigmund Moggans og forsetinn Ég endurtek því þá frómu ósk mína, að teiknarinn hætti þessu fasta forsetaníði, sem er löngu gengið sér til húðar, og fari aftur að teikna eitthvað skemmtilegt og virkilegt krydd í daglegt líf landsmanna. Rúnar Kristjánsson í lesendabréfi. Morgunblaðið 20. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS JÓHANN ÁRSÆLSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN VEIÐGJALD Umræðurnar [um fjölmiðlamálið] hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélags- umræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á ann- an hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ég er sammála Einari Oddi um að veiðigjald ógnar víða fram- tíð sjávarbyggðanna í land- inu en það eru ekki þessar tvær eða þrjár krónur sem nú var verið að reikna út heldur hið raunverulega veiðigjald sem þeir útgerð- armenn sem fá úthlutað kvótanum innheimta af hin- um sem vilja hefja útgerð eða auka við sína útgerð með viðbótaraflaheimildum. ,, 16-25 (16-17) Leiðari 20.7.2004 19:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.