Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 26.07.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR LEIKIÐ Í ÁRBÆNUM Einn leikur fer fram í 12. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. Fylkismenn taka á móti Grindvíkingum í Árbænum og hefst viður- eign liðanna klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LÉTTIR SMÁM SAMAN Leifar af úrkomusvæði við austurströndina sem þornar upp síðdegis. Hiti 12-20 stig, hlýjast norðaustan til. Sjá síðu 6. 26. júlí 2004 – 202. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Finnst gamli steinninn mjög fallegur Bragi Þór Jósefsson: ● skoðar vestfirðina Ritstýrir Icelandic Geographic Þórdís Hadda Ingvadóttir: ▲ SÍÐA 18 ● frumsýndur á íslandi Bjargvætturinn Erla B. Skúladóttir: ▲ SÍÐA 30 ● sigraði ásamt ólöfu maríu á akranesi Birgir Leifur vann aftur Íslandsmótið í golfi: ▲ SÍÐA 20 ENGIN LEIT UM HELGINA Engin skipu- leg leit fór fram að Sri Rahmawati um helgina. Konunnar hefur verið saknað í réttar þrjár vikur. Fyrrverandi sambýlismaður hennar verður yfirheyrður í dag. Hann kærir ekki úrskurð um framleng- ingu á gæsluvarðhaldi. Sjá síðu 2 ÁFENGISAUGLÝSINGAR KÆRÐAR Lýðheilsustöð hefur sent inn fimm kærur frá áramótum vegna meintra brota á banni við áfengisauglýsingum. Flestar auglýsingar á gráu svæði. Ákæruvaldið vill skýrari lagaá- kvæði um auglýsingabannið. Sjá síðu 10 DEMÓKRATAR FYLKJA LIÐI Demókratar hefja flokksþing sitt í dag. Mik- ið er í húfi fyrir demókrata því þrátt fyrir að John Kerry hafi meiri stuðning í skoðana- könnunum er staða Bush sterkari þegar hvert fylki er skoðað fyrir sig. Sjá síðu 12 TEKIÐ Á MANSALI Fórnarlömb mansals trúa ekki sögum um örlögin sem bíða þeirra, segir sýslumaður- inn á Keflavíkurflugvelli. Hann telur árangur hafa náðst bæði í baráttunni gegn smygli á fólki og fíkniefnum. Sjá síðu 14 36%50% ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 ÍSRAEL, AP Um sjötíu þúsund Ísra- ela tókust í hendur og mynduðu keðju fólks allt frá Gaza til Jerúsalem í gær. Með þessu var fólkið að mót- mæla áformum Ariels Sharon forsætisráðherra um að eyði- leggja nokkrar landtökubyggðir gyðinga og draga herliðið frá Gaza-svæðinu. Náði óslitin röð mótmælend- anna níutíu kílómetra milli land- nemabyggðarinnar Gush Katif á Gaza til gamla borgarhlutans í Jerúsalem. Málið er mikið hitamál og sýnir sú mikla þátttaka í mót- mælunum hversu djúpur ágrein- ingurinn er en leiðtogi landnem- anna segir að fólk mótmæli því að gyðingar séu reknir burt frá landi sínu. Forseti þingsins var meðal þrjátíu ísraelskra þingmanna, þar af fimmtán úr Likudflokki Sharons sem tóku þátt í mót- mælunum. Um átta þúsund landnemar á Gaza búa þar í rúmlega tuttugu víggirtum byggðum og ráða yfir vatnslindum og helmingi alls lands. Á hinum helmingnum búa þrettán hundruð þúsund Palestínu- menn við kröpp kjör. Meirihluti Ísraelsmanna styður áætlun Ariels Sharon forsætisráð- herra um að landtökumenn skuli fara á brott frá Gaza og að innlima í Ísrael stórar landtökubyggðir á Vesturbakka Jórdanar. ■ REYKJAVÍKURBORG „Það eru ekki miklar líkur á því að niðurrif Aust- urbæjar verði heimilað,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og forseti borg- arstjórnar, er Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum hans vegna niður- staðna úr skoðanakönnun um hugs- anlegt niðurrif Austurbæjar. Þar kom fram að ríflega sjö af hverjum tíu Reykvíkingum vilja að Austur- bæjarbíó fái að standa. Gallup framkvæmdi könnunina að beiðni Hollvinasamtaka Austurbæjarbíós. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, talsmaður samtakanna, segir niðurstöðurnar afdráttarlausar. „Ég vænti þess og vonast til þess að borgaryfirvöld hlusti á afgerandi rödd borgarbúa sem þau starfa í umboði fyrir og finni húsinu verð- ugt hlutverk,“ sagði Steinunn. Á.H.Á. byggingar, núverandi eigandi Austurbæjar, hefur stefnt að því að láta rífa húsið og byggja þess í stað íbúðar- og verslunar- húsnæði. Árni Þór sagði að málið væri í vinnslu hjá skipulags- og byggingarnefnd en það fékk nei- kvæð viðbrögð í grenndarkynn- ingu. „Það eru skiptar skoðanir um málið í borgarráði og í nefndinni þó svo að það sé ekkert óeðlilegt við það að málið sé ekki komið í formlegt kynningarferli,“ sagði Árni Þór. Hann segir að von sé á því að skipulagsnefnd afgreiði málið frá sér í ágúst. Hann segir að endanleg ákvörðun um hvort rífa eigi húsið eða ekki verði ekki tekin með til- liti til fyrirætlana eigenda húss- ins. „Eigandinn keypti húsið og tók þar áhættu með það hvort leyfi fengist fyrir niðurrifi eða ekki,“ segir Árni Þór. Aðspurður hvort borgin myndi hugsanlega koma að þeim rekstri sem hugsanlega gæti farið fram í húsinu, segir hann það algjörlega útilokað. sda@frettabladid.is Austurbæjarbíó verður ekki rifið Forseti borgarstjórnar segir ekki miklar líkur á að niðurrif Austurbæjar- bíós verði heimilað. Skoðanakönnun Gallup sýnir að sjö af hverjum tíu Reykvíkingum eru á móti niðurrifi. MÓTMÆLA ÁFORMUM UM BROTTFLUTNING Tugir þúsunda Ísraela mynduðu keðju með því að takast í hendur allt frá Gaza til Jerúsalem. Með þessu er fólkið að mótmæla áformum Ariels Sharon um að eyðileggja landtökubyggðir gyðinga og draga herliðið frá Gaza-svæðinu. M YN D A P Ísraelsmenn mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi frá Gaza: Mynduðu mótmælakeðju frá Gaza til Jerúsalem Týndi lyklunum: Fundust í fótlegg ÍRAN Íranskur maður sem týndi lyklunum sínum fyrir sextán árum komst að því sér til mikill- ar furðu að þeir voru ígræddir í fótlegg hans allan tímann. Maðurinn fór á sjúkrahús eft- ir að hafa fundið mikinn verk í fótlegg. Röntgenmyndir leiddu það hins vegar í ljós að í fót- leggnum voru lyklar. Maðurinn skaut slysaskoti af riffli sextán árum áður og slas- aði sig á fótlegg. Hann hafði farið á sjúkrahús og riffilskotið var fjarlægt. Ekki er vitað hvernig lyklarnir festust í fót- legg mannsins. ■ NÝSTÁRLEGAR SUMARBÚÐIR Unglingar þjálfaðir í glæpaverkum. Sumarbúðir fyrir fingralanga: Þjálfun í glæpum RÚSSLAND Lögreglan í Rússlandi réðst til inngöngu í sumarbúðir sem reknar voru sem þjálfunar- búðir fyrir glæpamenn. Ungling- ar hlutu þar meðal annars þjálfun í því hvernig skipuleggja ætti og framkvæma þjófnaði og hvernig bregðast ætti við yrðu þeir hand- teknir. Auk þess voru fyrirlestrar um það hvernig stjórnskipun er háttað meðal glæpamanna í und- irheimum. Alls voru um þrjátíu unglingar í búðunum og tveir „þjálfarar“. Enginn var handtekinn en lög- reglan rannsakar nú hvort hugs- anlega séu reknar fleiri slíkar sumarbúðir á svæðinu. ■ 01 25.7.2004 23:32 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.