Fréttablaðið - 26.07.2004, Qupperneq 8
8 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR
ÞJÓNUSTA Boðið verður upp á
ókeypis úttekt á fellihýsum, hjól-
hýsum, tjaldvögnum og hesta-
kerrum að Hesthálsi í Reykjavík
fram að verslunarmannahelgi.
Það eru Vátryggingafélag Ís-
lands og Frumherji sem bjóða upp
á þessa ókeypis úttekt til að fólk
geti gengið úr skugga um að allur
búnaður sé löglegur og í lagi áður
en lagt er upp í ferðalag um versl-
unarmannahelgina.
Skoðunarstöð Frumherja að
Hesthálsi í Reykjavík annast út-
tekt eftirvagnanna frá og með
mánudegi 26. júlí til föstudags 30.
júlí klukkan 8.00-20.00.
Öllum stendur þessi þjónusta
til boða ókeypis fram að verslun-
armannahelgi. ■
Blair ver umbreytingu
Verkamannaflokksins
Tony Blair sætir vaxandi gagnrýni frá vinstriarmi Verkamannaflokksins. Hann varði umbreyt-
ingu flokksins í ræðu um helgina og hét flokksmönnum sigri í þriðju þingkosningunum í röð.
ENGLAND, AP Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands og leiðtogi
breska Verkamannaflokksins,
varði um helgina þá umbreyt-
ingu sem orðið hefur á Verka-
mannaflokknum frá valdatöku
hans í flokknum. Blair sagði
flokkinn hafa alla burði til að
vinna þingmeirihluta þriðja
kjörtímabilið í röð en það hefur
aldrei gerst áður í breskri
stjórnmálasögu.
„Þetta hefur verið fjarlægur
draumur margra kynslóða flokks-
manna en nú er möguleikinn inn-
an seilingar,“ sagði Blair á stefnu-
mótunarþingi Verkamannaflokks-
ins í Coventry um helgina. Þing-
kosningar fara fram í Bretlandi á
næsta ári en Verkamannaflokkur-
inn komst til valda undir stjórn
Blairs árið 1997 og vann síðan
sögulegan stórsigur í þingkosn-
ingunum árið 2001.
Blair tók við forystuhlutverki
í Verkamannaflokknum af Neil
Kinnock árið 1994 og umbreytti
flokknum á skömmum tíma.
Undir forystu Blairs fékk
Verkamannaflokkurinn heitið
„New Labour“ og snéri um leið
baki við sósíalískri hugmynda-
fræði sinni að verulegu leyti.
Flokkurinn reyndi með góðum
árangri að höfða til bresku mið-
stéttarinnar og atvinnulífsins.
Árangurinn lét ekki á sér standa
og vann Blair stórsigur í sínum
fyrstu þingkosningum í forystu
Verkamannaflokksins árið 1997.
Að undanförnu hefur þó gætt
mikillar óánægju innan flokks-
ins, einkum þeirra sem tilheyra
vinstriarmi flokksins, með
stefnu stjórnar Blairs í veiga-
miklum málum. Gagnrýnendur
Blairs segja hann hafa gleymt
uppruna flokksins og þeim hefð-
um sem flokkurinn byggir á.
Í ræðu sinni viðurkenndi
Blair að órói væri innan flokks-
ins en hann svaraði gagnrýninni
fullum hálsi: „Ef hugmynda-
fræðileg gildi eiga sér ekki sam-
svörun í veruleikanum, þá eru
þau andvana fædd,“ sagði Blair
og bætti við: „Þegar við breyt-
um stefnunni til að koma til
móts við væntingar fólks í nú-
tímanum, erum við ekki að
hverfa frá gömlu gildunum,
heldur að láta þau móta nýju
stefnuna,“ sagði Blair. ■
Dauðadæmdur fangi:
Úrskurðaður
þroskaheftur
TEXAS, AP Tæpum þremur áratug-
um eftir að Walter Bell var fyrst
lokaður inni á dauðadeild í fang-
elsi í Texas hefur hann verið úr-
skurðaður þroskaheftur. Þar með
aukast líkur á því að hann verði
ekki tekinn af lífi.
Hinn fimmtugi Walter Bell er
sá maður sem hefur dvalið lengst
á dauðadeild í Texas, alls 29 ár eða
rúma hálfa ævina. Þangað var
hann sendur eftir að hann var
fundinn sekur um að myrða tvær
manneskjur. Síðan þá hafa verj-
endur hans barist fyrir því að
dauðadómur yfir honum verði
mildaður. ■
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
SVONA ERUM VIÐ
SKATTSKYLDAR HEILDARAT-
VINNUTEKJUR ÍSLENDINGA
ÁRIN 2002 OG 2003
Veldu náttúruliti
frá Íslandsmálningu
Allar Teknos vörur framleiddar
skv. ISO 9001 gæðastaðli.
ÍSLANDS MÁLNING
akrýlHágæða
málning
Íslandsmálning
Sætúni 4
Sími 517 1500
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Veggfóður og borðar
Skandinavísk hönnun
HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er ekki full-
nægjandi þjónusta fyrir fólk með
alvarlega áverka eða veikindi,“
sagði Jóhannes M. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri lækninga á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi
um þær upplýsingar Ólafs R. Ingi-
marssonar, læknis á bráða- og
slysadeild LSH, að þar geti fólk
þurft að bíða í allt að fjórar
klukkustundir eftir að fá læknis-
hjálp.
Fram kom í Fréttablaðinu um
helgina að vitað væri um tvö til-
vik þar sem börn sem bæði voru
beinbrotin þurftu að bíða í um
þrjár klukkustundir á biðstofu
deildarinnar áður en þau fengu
læknisaðstoð.
Jóhannes kvaðst ekki vita til
þess að neitt sérstakt væri að ger-
ast í starfsemi bráða- og slysa-
deildar, annað en það að slíkir
álagspunktar gætu komið upp
hvenær sem væri.
„Það er alltaf meiri hætta á því
á sumrin vegna þess að þá er ein-
faldlega meira um slys,“ sagði
hann. „Það er full mönnun á
bráða- og slysadeild og þar hefur
ekkert verið dregið úr. Sú þjón-
usta á því að vera því sem næst
eða alveg eins og hún er venju-
lega. Bráðaþjónustan hefur alltaf
verið látin ganga fyrir og það er
óbreytt.“ ■
Flóttamenn skotnir:
Ráðamenn
fyrir dómi
ÞÝSKALAND, AP Síðustu réttarhöldin
yfir fyrrverandi ráðamönnum
Austur-Þýskalands vegna dauða
fólks sem var skotið á flótta til
Vestur-Þýskalands eru hafin.
Hans Joachim Böhme og Sieg-
fried Lorenz sem áttu sæti í for-
sætisnefnd austur-þýska komm-
únistaflokksins voru dregnir fyrir
dómstól ákærðir fyrir að hafa ráð-
ið ákvarðanatöku sem varð til
þess að þrír einstaklingar voru
skotnir til bana við flótta til
Vesturlanda. Kommúnistastjórnin
í Austur-Þýskalandi hafði fyrir-
skipað að allir sem reyndu flótta
yrðu skotnir til bana.
Fastlega er búist við að réttar-
höldin yfir Böhme og Lorenz
verði þau síðustu sinnar tegundar
í Þýskalandi. ■
Langur biðtími á bráða- og slysadeild LSH:
Ekki fullnægjandi þjónusta
JÓHANNES M. GUNNARSSON
Framkvæmdastjóri lækninga á LSH segir
bráða- og slysadeild fullmannaða.
TONY BLAIR
Sætir vaxandi gagnrýni fyrir að hverfa frá hinni gömlu hugmyndafræði Verkamannaflokksins. Hann lætur þó engan bilbug á sér finna.
EFTIRVAGNAR
Boðið verður upp á ókeypis skoðun á eftirvögnum af öllum tegundum fram að
verslunarmannahelgi.
BÍLVELTA Á DETTIFOSSVEGI Er-
lenda ferðamenn sakaði ekki þeg-
ar bifreið þeirra hafnaði utan
vegar með þeim afleiðingum að
hún valt á Dettifossvegi. Fjar-
lægja þurfti bifreiðina með krana
að sögn lögreglunnar á Húsavík.
STAL TVEIMUR BÍLUM Tilkynnt
var um stuld á tveimur bílum til
lögreglunnar á Akureyri um
helgina. Báðir bílarnir fundust
skömmu síðar annars staðar á
Akureyri. Talið er að sami aðili
standi á bak við báða stuldina en
lögregla hafði ekki náð að hafa
hendur í hári hans.
2003 422,3 milljarðar
2002 405,4 milljarðar
Heimild: Hagstofan
Allir eftirvagnar:
Ókeypis
skoðun
08-09 25.7.2004 21:03 Page 2