Fréttablaðið - 26.07.2004, Page 23

Fréttablaðið - 26.07.2004, Page 23
MÁNUDAGUR 26. júlí 2004 23 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Chelsea bar sigurorð af Celtic, 4-2,í fyrsta leik Champions World- mótsins, sem fram fer í Bandaríkjun- um, á laugardagskvöldið. Serbneski framherjinn Mateja Kezman skoraði tví- vegis fyrir Chelsea þrátt fyrir að spila að- eins síðari hálfleikinn, Rússinn Alexei Smertin skoraði eitt mark og Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt og lagði upp fyrra markið fyrir Kezman. Craig Beattie skoraði bæði mörk Celtic. Úrúgvæ tryggði sér þriðja sætið íSuður-Ameríkubikarnum í fót- bolta á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af Kólumbíu, 2-1. Vicente Sanchez var hetja Úrúgvæ í leiknum en hann skoraði sigurmark liðsins þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Það má segja að hann hafi fengið uppreisn æru því varin vítaspyrna frá honum í undanúrslita- leiknum gegn Brasilíu kom í veg fyrir að Úrúgvæ kæmist í úrslitaleikinn. Fabio Estoyanoff kom Úrúgvæ yfir stax á 3. mínútu en Sergio Herrera jafnaði metin fyrir Kólumbíu úr vítaspyrnu áður en Sanchez kom til skjalanna. Jose Antonio Camacho, þjálfariReal Madrid, hefur varað David Beckham við því að hann geti ekki gengið að því vísu að eiga fast sæti í byrjun- arliði Real Madrid á komandi tímabili. „Það á enginn fast sæti í liðinu og aðeins þeir sem eru í formi spila. Bestu leikmenn heims eru þeir sem eru í formi til að spila en ekki þeir sem eru frægir,“ sagði Camacho. Ítalski ökuþórinn Jarno Trulli segistekki ætla að aka fyrir Renault-liðið á næsta tímabili í Formúlu 1 kappakstrinum. Samingur Trullis rennur út eftir þetta tímabil og hefur hann verið orðaður við Toyota-liðið sem tryg- gði sér nýlega þjón- ustu Þjóðverjans Ralfs Scumachers á kom- andi tímabili. „Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun sem ég hef tekið og hlakka mikið til næsta tímabils,“ sagði Trulli og vildi ekki gefa upp fyrir hverja hann æki. Vince Carter, helsta stjarnaToronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta, hefur lítinn áhuga á því að spila áfram með liðinu. Hann hef- ur að því fregnir herma frá Bandaríkj- unum farið fram á að vera skipt og eru for- ráðamenn Toronto nú að reyna að finna út hvernig þeir geta skipt honum án þess að veikja liðið. Carter vill helst af öllu spila með New York Knicks og vitað er að menn þar á bæ eru meira en tilbún- ir til að fá þennan snjalla leikmann í sínar raðir. Claudio Ranieri, fyrrum knatt-spyrnustjóri Chelsea og núver- andi þjálfari Valencia, hefur tröllatrú á því að maðurinn sem hann tók við af hjá Valencia, Rafael Benitez, eigi eftir að ná góðum árangri með Liver- pool en Benitez tók við Liverpool í sumar af Gerard Houllier. „Lið hans eru eins og ítölsk lið, þau pressa út um allan völl og reyna að vinna boltann til að geta sótt hratt. Hann gerði þetta mjög vel með Valencia og þrátt fyrir að hann sé með nýja leikmenn þá breytir hann ekki um stíl. Hann er ekki of varnar- sinnaður og á eftir að gera Liverpool að skemmtilegu liði,“ sagði Ranieri. Seinni dagur Meistaramótsins í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalnum í gær: FH-ingar hrósuðu sigri í liðakeppni FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Engin stórtíðindi litu dagsins ljós á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugar- dalsvelli. Engum keppenda tókst að tryggja sér þátttökurétt á ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast um miðjan næsta mánuð. Síðasta tækifærið til að fjölga í ólympíuhóp okkar Íslendinga, verður í Bikarkeppninni sem fram fer um þarnæstu helgi. FH-ingar hrósuðu öruggum sigri í stigakeppninni eins og við mátti búast. Vonast var eftir að Þórey Edda Elísdóttir, FH, myndi gera ein- hverjar rósir en hún lét sér nægja að fara yfir 4,20 að þessu sinni. Magnús Aron Hallgrímsson bar sigur úr býtum í kringlukast- inu, eins og við mátti búast, með kasti upp á 59,13 metra, sem er hans besti árangur til þessa, en það dugir ekki inn á ólympíuleik- ana. Sunna Gestdóttir var maður Meistaramótsins að þessu sinni en hún sigraði í öllum þremur grein- unum sem hún tók þátt í og í gær voru það 200 metrarnir eftir harða baráttu við Silju Úlfarsdótt- ur úr FH, sem einnig fagnaði sigri í þremur greinum. Fréttablaðið hitti Sunnu Gests- dóttur að máli eftir mót. „Ég get ekki verið annað en ánægð með árangurinn um helgina. Fyrri dag- urinn var virkilega góður og mjög ánægjulegt að ná að setja Íslands- met í 100 metrunum. Ég hef náð að bæta mig mikið að undanförnu í 100 metrunum en auðvitað mun- aði mikið um að á laugardaginn voru auðvitað algjörar kjörað- stæður. Nú hef ég sett aukna pressu á sjálfa mig í langstökkinu og tel mig geta gert betur þar og ætlunin er að fara út um næstu helgi og reyna að fylgja þessum árangri eftir – maður verður að nýta meðbyrinn og mér finnst ég vera á mjög góðu róli núna,“ sagði Sunna Gestsdóttir. ■ BJARNI OG SILJA Fagna hér sigri FH- inga í stigakeppni Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Laugardal um helgina. 46-47 (22-23) Sport 25.7.2004 22:42 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.