Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 18. febr. 1973 TÍMINN 11 1:1!;!: legt, sem við þurfum á að halda i daglegu starfi. t svo umfangs- miklu starfi, sem hér er rekið, skortir þar ekki verkefni, og það er mikils um vert, að geta brugðizt fljótt við, þegar skyndi- lagfæringa þarf við, og þurfa þá ekki að leita lengra en til sjálfs sin. Þá eigum við og brauðgerð, stóra og vel búna, og ýmsir fleiri nauðsynlegir þættir kom inn i okkar rekstur og styrkja hann, hver á sinn hátt. Hver þeirra er jafnnauðsynlegur i daglegu starfi og allir hjálpast þeir að við að byggja upp sterkt fyrirtæki, sem staðið getur traustum og öruggum fótum. 4.5% aukning — Svo að við vikjum nú aðeins að rekstrinum þá langar mig til að spyrja um mjólkurmagnið, vinnsluna og fjármálahliðina. — Ef við tökum yfirlit yfir inn- vegna mjólk á svæðinu siðastliðið ár, þá var hún 56 milljónir litra eða rúmlega það. A árinu jókst þetta magn um 2,4 milljónir litra, eða 4,5.% — Nú er þetta fyrirtæki stórt i sniðum, hefur marga starfsmenn og mikla sölu. Geturðu frætt mig um hve mikil árleg velta ykkar er? — Þvi miður liggja ekki fyrir ennþá allir reikningar siðast liðins árs, svo að veltan er mér ekki kunn eins og er. Hún er þó einhvers staðar á öðrum milljarði, og það ber vel að athuga, að það er aðeins velta Mjólkursamsölunnar og þeirra fyrirtækja, sem hún rekur. Þarna koma þvi hin stóru tengdu fyrirtæki, eins og Mjólkurbú Fló- amanna og Mjólkursamlagið i Borgarnesi, ekki inn i dæmið, en væru þau tekin með, hækkaði út- koman úr þessu annars stóra dæmi verulega. Til að gefa hugmynd um upp- hæðina get ég hér gefið upp veltu ársins á undan, eða 1971, en hún var rúmlega 1.085.000.000.00 króna, og á siðasta ári hefur hún orðið nokkru meiri. Flókin rannsókna- starfsemi er stunduð stuðningslitið — Nú er öll ykkar framleiðsla á sviði matvöru og hlýtur þvi að vera háð ströngu gæðamati. Hvernig getið þið haldið fram- leiðslunni i hæsta gæðaflokki, þegar mörg utan að komandi vandamál steðja að, eins og t.d. . heilsa nautgripanna? — Við rekum mjög fullkomna rannsóknarstofu, sem Guð- brandur Hliðar dýralæknir veitir forstöðu. Þar er innihald hrá- efnisins af ýmsum aðskota- gerlum og efnum rannsakað áður en það fer i vinnslu. Einkum A skrifstofu i söludeild, en sú deild stjórnar öllum innkaupum og dreifingu framleiOsluvaranna. framleiðsluvara ykkar rennur beint til bænda og hve mikið fer i vinnslu og dreifungu? — Það er einn mikilvægasti þátturinn i öllum rekstrinum, að með skipulagningu svo stórs fyrirtækis á svo stóru svæði, gefst kostur á, að mun stærri hluti vöruverðsins renni til fram- leiöenda, en ella mundi, og það eru ein sterkustu rökin fyrir þvi, að þetta fyrirkomulag sé til hagsbóta og gagns. Þetta hlutfall, sem bændurnir fá af söluandvirði allra vara, þegar búið er að greiða allan kostnað, þar með talinn flutningskostnað, annan en þannfrá býlinu til mjólkurbúsins, sem bændur greiða sjálfir með frádrætti á útborgunarverði mjólkurstöðvarinnar. Siðast liðið ár nam þetta hlut- fall, sem framleiðandinn fékk af andvirði seldra framleiðsluvara 72.18 af hundraði, sem er miklu hærra en viðast hvar, ef ekki alls staðar erlendis. Þetta hlutfall hefur siðustu árin, að minnsta kosti verið svipað, eða þetta rúmlega 70%. getur of mikið penicillininnihald hennar spillt gæðum hennar mjög, en ofmikið innihald slikra efna getur haft það i för með sér, að ekki sé hægt að framleiða góða vöru úr nýmjólkinni, eins og t.d. skyr og hvers konar sýrðar vörur, osta og fleira. Þess vegna er fylgzt mjög náið með magni þessara efna. Þvi miður hefur dýralækna- skortur rikt hér, og þvi hafa þessi efni verið meira i höndum bænda sjálfra, en æskilegt gæti talizt. Þó að flestir séu þeir grandvarir menn, sem vita, hvað þeir eru að gera, eru þó alltaf til þeir, sem nota lyfin óvarlega, eða einfald- lega finna ekki júgurbólguna nógu fljótt, sem hefur sizt betri afleiðingar fyrir framleiðsluna. Við höfum stuðningslitið gert hér ýmsa hluti upp á okkar ein- dæmi og hafið framkvæmdir, sem annars staðar eru i höndum opin- berra aðila. Af þvi má nefna rannsóknir á júgurbólgu og út- rýmingu hennar, en þegar hefur nokkuð áunnizt i þeim sökum, en þar eins og viðar segir dýra- læknaskorturinn til sin. Annars ætti nú að láta forstöðumann rannsóknastofunnar fræða menn um þess hluti fremur en mig. 72.18% af andvirði seldrar vöru til bænda — Hversu mikið af söluvirði Vikulegar spár um væntanlega sölu Þá snúum við okkur til sölu- stjóra Mjólkursamsölunnar, scin cr Oddur Helgason, en hann mun l'ræða okkur um skipulagningu aðdrátta og sölu á liinu viðáttu- mikla svæði, sem fyrirtækið tckur yfir, cn islcnzkt drcifbýli og verðurfar á það til að valda márgháltuðum erfiðlcikum i allri þcirri starfscini, cins og fram kcmur hjá Oddi, scm hcfur orðið: — A sölusvæði Mjólkursam- sölunnar er mikill munur á inn- vigtunarframleiðslu mjólkur- innar i sveitunum. Sá munur er um eða yfir 100% frá lágmarki til hámarks. Lágmarkið er i nóvember og fram i janúarlok, en hámarkið siðan i mai og fram i júli. Þessi framleiðslusveifla er öfug við nýmjólkursöluna, þannig að mjólkursalan er mest hér að vetrinum, en minnst yfir há- sumarið. Þess vegna þarf mikið og gott skipulag á vöruframleiðsluna i fyrsta lagi, og svo á aðdrætti til þess að mæta þessum stóru sveiflum. Við tökum tiltölulega litið magn Oddur Helgason, sölustjóri. Hérna verður maltbrauðið frá brauðgérð Mjólkursamsölunnar til, en hún erstærstallra brauðgerða á landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.