Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 18. febr. 1973
TÍMINN
15
ELD-
HÚSIÐ
HVAÐ ER gott eldhús?
Hvernig á að útbúa það?
Hvernig er bezta eldhúsborðið?
Hve hátt náum við?
Hvað er hagræðing i eldhúsi?
MIKILL timi fer til ónýtis dag
hvern i flestum eldhúsum, vegna
þess, að hlutir og verkfæri eru
ekki á réttum eða hagkvæmum
stað. Það er að segja, sem næst
þeim stað, sem þeir oftast eru
notaðir á. Með svo einfalda stað-
reynd i huga, er það hverjum
auðskilið, að mikinn tima og
mörg skref má spara með góðu
fyrirkomulagi og rétti niðurröðun
i eldhúsinu.
Stattu úti á miðju eldhúsgólfinu
og virtu niðurröðunina i eldhúsinu
fyrir þér af athygli, með ákveþn-
ar spurningar i huga. Til dæmis:
Eru stóru og litlu verkfærin rétt
staðsett?
Væri það lausn, að færa til inni-
hald i nokkrum skúffum? Væri ef
til vill bót i þvi, að flytja einstak-
an hnif i aðra skúffu? Er það
öruggt að fiskispaðinn sé við hlið-
ina á eldavélinni?
Af nógu er að taka, þvi það er
satt, að eldhús eru stærsta
vinnusvæði hvers lands, en jafn-
framt það, sem ofterlögð minnst
rækt við. Um nokkuð langt skeið
hefur verið tilhneiging til að ætla
eldhúsum sem minnst rúm i ibúð-
um og þessa gætir oft enn. Þó ætla
margir nægjanlegt rúm til
eldhússins, og hafa þá i huga
margþætt hlutverk þess sem
vinnusvæði og matstaðar. Að
gera ráð fyrir rúmgóðum mat-
stað i eldhúsinu frá upphafi getur
komið sér vel, jafnvel burtséð frá
máltiðunum. Þvi oft og tiðum
kemur hann að fullum notum,
sem vinnusvæði þar sem má
sauma, teikna og lima. Börnin
geta ennfremur leikið þar og lært.
En hvort sem við höfum litið
eða stór, gamalt eða nýtt eldhús,
eru alltaf tækifæri til að betrum-
bæta sitt hvað, þó sumir sjái þá
lausn eina að henda öllu gamla
draslinu, til þess eins að setja inn
nýtt, sem eitt nægir engan veg-
inn til að gera gott eldhús.
Einkenni góðs eldhúss eru
meðal annars þessi: Það er rúm-
gott, rétt vinnusvæða skipan og
búið fullnægjandi vélakosti. Leyfi
fjárhagur ekki nema allra nauð-
synlegasta útbúnað við upphaf-
lega gerð eldhússins, er rétt að
gera þá þegar ráð fyrir auknum
tækjakosti.
Rétt er að gera ráð fyrir að
hægt sé að koma fyrir og tengja
kæliskáp, frystikistu, hrærivél og
fl. Nokkrar auka-innstungur i
gömlu eldhúsi geta gjörbreytt
vinnuaðstöðu i þvi og kostnaður
við slika breytingu^er hverfandi.
En áður en hafizt er handa um
minnstu breytingu i eldhúsi, er
rétt að spyrja:
Hvað gerist i eldhúsi?
í eldhúsi eru unnin margvisleg
og all ólik störf, sem eðlilega
skipta þvi i mismunandi vinnu-
svæði. Litum á hvað gerist þegar
matreitt er. Við skulum lita á
aðalmáltið dagsins, sem er tima-
frekust.
1. Hráefni tekið fram úr kæliskáp,
frystikistu og búri. (Geymslu,
skápum.)
2. Hráefnið er hreinsað og skorið.
3. Hráefnið er útbúið og unnið
endanlega til suðu.
4. Maturinn er soðinn eða steiktur
á plötu eða i ofni.
5. Maturinn er látinn i skálar og
föt.
6. Maturinn er borinn fram.
7. óhreint leirtau fjarlægt.
8. Þvegið upp.
9. Hlutir settir á sinn stað, frá-
gangur.
Eldhús, sem innréttað væri
þannig, að vinnan hæfist i einu
horni þess og flyttist siðan með
veggjum hringinn, þannig að end-
að væri i öfugu horni væri kenni-
lega rétt. En i reynd er lausnin
ekki góð, þvi nauðsynlegt yrði að
krossganga eldhúsið við vinnuna.
Það er einmitt, það sem gerist,
þegar unnið er i eldhúsi. Það er
stöðugt gengið milli vinnusvæða.
Margir hafa rannsakað hvar um-
ferðin eða hreyfingin er mest.
Hægt er að hugsa sér, að inn á
uppdrátt af eldhúsinu væru
dregnar göngulinur, hvert sinn
sem gengið væri frá stað til
staðar. Mundu þá koma fram
dökkar breiðar linur á umferða-
mestu stöðunum, grennri og ljós-
ari annars staðar.
Af þessu er auðvitað ljóst, að
það væri kostur, ef vinnusvæði,
sem tengd eru breiðu, dökku
strikunum, lægju sem næst hvert
öðru. Linurnar milli matargerðar
vinnuborðs og eldavélar, milli
matargerðar vinnuborðs og vasks
og eldavélar og vasks verða á
slikum uppdrætti skýrast dregn-
ar. Það er þess vegna mikilvægt,
að matargerðar vinnuborð, elda-
Innrétting i eldhúsi
sem fjallað er um i greininni.
vél og vaskur séu staðsett náiægt
hvert öðru.
Hve hátt getum
við náð
Það er mikilvægt að vita hversu
hátt við getum náð með góðu
móti, til þess að raða skynsam-
lega þeim hlutum, sem dags dag-
lega eru mest notaðir. Þar með er
engan veginn sagt, að efri skápar
megi ekki ná alveg til lofts. En
efstu hillur ætti þá að nota til
geymslu á hlutum, sem sjaldan
eru notaðir.
Meðalhá kona nær með hægu
móti þetta 190-200 cm. En flestar
sjá ekki hvað hillurnar hafa að
geyma fyrr en i 160 cm hæð. Yfir-
skápar upp i 160 cm hæð eru þess
vegna beztu geymslustaðirnir,
vegna þess að ekki er þörf á að
skipta eða breyta vinnustöðu til
að nálgast hluti, sem eru varð-
veittir á þessu svæði.
Hver hlutur
á sinum stað
Hvort heldur sem er, að
bertumbæta gamalt eldhús með
einföldum og ódýrum aðgerðum,
eða fjarlægja það gamla algjör-
lega vegna nýsmiði, er mikil
hjálp i þvi að gera sér grein fyrir
hinum ýmsu vinnusvæðum i eld-
húsinu. Það getur verið gott til
hliðsjónar við hagkvæma niður-
röðun tækja og aðra staðsetningu
i eldhúsinu, þannig að tryggt sé
að hlutirnir séu á þeim stað, sem
þeir oftast eru notaðir.
Eldhúsinu má skipta i 3-5 eða
fleiri vinnusvæði. Algengust eru
þrjú: uppþvottasvæði, matar-
gerðarsvæði og eldunarsvæði.
Fleiri geta þau orðið, ef er sér-
stakt bökunarsvæði, þvottasvæði
og matstað i eldhúsi verður að
reikna sem sérstakt vinnusvæði.
Vandinn er nú, hvernig á að inn-
rétta hvert einstakt vinnusvæði
og tengja þau saman. Nú kemur
það fyrir, að sömu verkfæri og
hráefni eru notuð við vinnu, sem
fram fer á ýmsum stöðum i eld-
húsinu. Til þess nú að koma reglu
á skulum við taka til athugunar
hin ýmsu vinnusvæði. (þýtt og
endursagt)
frh.
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
SCNDIBIL ASTOÐIN Hf
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR
JER
Jón E. Ragnarsson
LÖGMAÐUR
Laugavegi 3 • Sími 17200
P. O. Box 579
___________________/S
,100 hugmyndir” —
.Vinnusvæði þvotta
SINNUM
LENGRI LÝSING
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartima)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Simi 16995