Tíminn - 18.02.1973, Side 26

Tíminn - 18.02.1973, Side 26
26 TIMINN Sunnudagur 18. febr. 1973 Umsjón: fllfreð Þorsteinssoni „Stöðvið hann, hvaö sem það kostar..." Orðrómur um að Ron DaviS/ hinn frábæri mið- framherji Southampton, kosti yfir 200 þús. pund, leiðir hugann að því að bezti miðframherji Eng- lands síðustu 45 árin var keyptur á 2.500 þús. pund. En það er upphæð sú, sem Everton borgaði Tramer Rover fyrir William Ralph Dean, en hann var þekktur undir nafninu Dixie Dean. Dean gekk i Tramer Rovers 15 ára og var keyptur til Everton á gjafverði. Knattspyrnuferill hans virtist þó ætla að enda áður en hann byrjaði. Skömmu eftir að hann kom til Everton lenti hann i umferðarslysi. Hann var á mótorhjóli, með farþega fyrir aft- an sig, þegar hann tók beygju inn i hliðargötu, og stefndi framan á bil, sem kom á fullri ferð á móti. Dean tókst að kasta farþeganum, sem var fyrir aftan hann, i drullu- poll og bjarga honum. En sjálfur lenti hann framan á bifreiðinni, þarsem hann höfuðkúpubrotnaði. Everton afskrifaði hann, en stál vilji Deans kom honum á leik- vang Everton, Goodison Park, eftirsex mánuði. Meðan hann átti við meiðslin að striða, þá æfði hann sig daglega, með mjúkan Timmy Lawton tók við stöðu Dean hjá Everton, eftir að Dean hafði kennt honum a 111 sem hann kunni. bolta og er taliö aö hann hafi þá fengið hina frábæru skallatækni sina. Menn muna eftir Dean, sem stórskotalegum skallara, en það er mikið óréttlæti, þvi að hann var stórkostlegur spilari — bolt- inn virtist limdur við tærnar á honum og þannig með hjálp mjaðmasveiflna þræddi hann sér leið gegnum frægustu varnir Englands. Dean lék 349 leiki fyrir Everton og skoraði 379 mörk i þeim. Hann yfirgaf Goodison Park 1938, þegar hann fór til Notts County og siðan til Irlands. En nú skulum við lita á frægasta keppnistimabil hans. Keppnistimabilið 1927-28 verð- ur lengi minnisstætt i Englandi, þá byrjaði Dean sitt frægasta leiktimabil, eftir átta fyrstu leik- ina með Everton i deildinni var hann búinn að senda knöttinn tólf sinnum i netið. Og svo rann upp stóri dagurinn hjá Dean, þegar hann lék sinn niunda leik i deild- inni gegn Manchester United. Hann var hreint óstöðvandi og skoraði fimm mörk, hvert örðu glæsilegra, þegar Everton vann 5:2. 1 næstu umferð deildarinnar missti hann af einum leik, þvi að hann þurfti að leika með landslið- inu. En hann var ekki lengi að vinna það upp, hann skoraði ,,hat trick” i næstu tveimur leikjum sinum, gegn Portsmouth og Leicester. 1 byrjun janúar 1928 sló hann út markamet Everton og var orðinn langmarkhæstur i deildinni. En svo fór að ganga illa fyrir Dean og félögum, þeir voru slegnir út af Arsenal i ensku bikarkeppninni og stuttu siðar sigraði annað Lundúnaiið, Tottenham, Everton i deildinni. En þessi töp féllu algjörlega i skuggann, þegar Everton tókst að ná jafntefli gegn erkifjendunum Liverpool, en bæði liðin eru frá hafnarborginni frægu. Dean gerði þrjú mörk i leiknum. Næstu fjór- ar umferðirnar voru martröð fyr- ir Everton, þá tókst leikmönnum liðsins ekki að skora mark og með þvi skuzt Huddersfield einu stigi upp fyrir Everton. Leikmenn Everton gugnuðu ekki, þeir fóru af stað aftur og i næstu niu leikjum unnu þeir sjö og gerðu tvö jafntefli og loka- baráttan var að hefjast. Aðeins þrir leikir voru þá eftir á keppnistimabilinu. Dixie Dean var þá heldur betur i sviðsljósinu, þvi að spurningin var, hvort hon- Hér á myndinni sést Dixie Dean skalla knöttinn i netið hjá Arsenal. Þetta var hans 60. mark á keppnistimahilinu 1927-28 i deildinni og þar með sló hann út markainet Camsell og Everton varð Eng- landsmeistari. Hann skoraði 60 mörk í 39 deildarleikjum um tækist að slá ársgamalt met George Camsells út, en hann gerði 59 mörk á keppnistimabil- inu á undan. Þegar þrir leikir voru eftir var Dean búinn að skora 51 mark og þurfti þvi að skora niu mörk til að slá marka- metið. Dean gafst ekki upp, þegar Everton mætti Aston Villa, skor- aði hann tvö mörk i leik sem Everton vann 3:2. t næstsiðasta leiknum i deildinni, skoraði hann fjögur mörk, en það var leikur gegn Brunley, sem Everton vann 5:3. Nú þurfti hann að.skora þrjú mörk i siðasta leiknum á keppnistimabiiinu, til að slá út markametið. Everton átti að mæta Arsenal á Goodison Park og leikvangurinn var þétt setinn áhorfendum löngu fyrir leikinn. Arsenal fékk óskastart, liðið komst fljótlega yfir 1:0. En Dixie Dean var ekki af baki dottinn, hann var hvattur áfram af áhorf- endum og allt ætlaði um koll að keyra þegar hann jafnaði 1:1 með skalla og nokkrum minútum siðar skoraði hann úr vitasprynu. Timinn var að renna út og áhorf- endur hvöttu Dean óspart. En leikmenn Arsenal léku af fullum krafti og gáfu ekkert eftir, þeim tókst að jafna 2:2. Dean virtist vera ánægður með að hafa jafnað markamet Camsell. En þegar aðeins tvær min. voru til leiksloka, fékk vinstri kant- maðurinn, Alec Troup, knöttinn. Hann brauzt i gegnum vörn Arsenal og sendi knöttinn fyrir markið. Varnarmenn Arsenal reyndu að skalla knöttinn frá markinu, en þeim tókst það ekki — knötturinn barst til Dean, sem stökk fram og tókst að skalla knöttinn að marki. — Áhorfendur voru farnir að fagna, löngu áður en knötturinn small i netinu og þegar leiknum lauk, brutust út geysileg fagnaðarlæti og áhorf- endur ruddust inn á völlinn og tóku Dean og báru hann i gullstól. METIÐ VAR HANS OG EVER- TON SIGRAÐI DEILDAR- KEPPNINA. Þótt að það hafi munað aðeins einu marki á meti Dean og Camsell, er markamet DeaiiTmik- ið erfiðara, þar sem hann lék i 1. deild þegar hann setti það, en Camsell lék i 2. deild þegar hann setti metið árið áður. Dean skor- aði samtals 82 mörk á keppnistimabilinu 1927-28, 60 i deildinni 3 i bikarkeppninni og 19 i öðrum leikjum. Menn segja að Dean myndi ekki vera svona hættulegur ef hann spilaði i dag, þvi að nú séu dagar varnarleiksins liðnir. Að visu er Verðlaunastyttan, sem Dean fékk, þegar hann setti markamet- ið, sem verður aldrei slegið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.