Tíminn - 18.02.1973, Side 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 18. febr. 1973
Collegium Maius, elzta bygging Krakow háskóla. Hér nam Kópernikus á árunum 1491-1495.
„í MIÐJU ALLS ER SÓLIN"
Fyrir nákvæmlega fimm öldum
19. febrúar 1473, fæddist Nikolaj
Kopernik (viöa betur þekktur
undir latneskri þýöingu nafns
sins, Kópernikus) einn mesti
snillingur mannkynsins i Torun,
gamalli verzlunarborg i Póllandi.
Minning Kópernikusar er höfö i
sérstökum hávegum i Póllandi og
kemur viöa fram i siöum og
venjum þjóöarinnar. Kópernikus
tilheyrir engu að siður éinnig
mannkyni öllu, alveg eins og sól-
miöjukenning hans er mikilvæg
fyrir alheiminn.
Margvisleg hafa verið örlög
ólikra kenninga, tilgátna, vanga-
veltna og uppgötvana gegnum
alla sögu mannlegrar þekkingar.
Sumar öðlast þegar viðurkenn
ingu og teljast algild lögmál,
hvort sem þær eru réttar eða
ekki. Hindranir verða i vegi
annarra áöur en þær öölast at-
hygli manna og áratugir liöa unz
þær ná almennri viöurkenningu.
Þannig fór um byltingarkennda
skoöun Kópernikusar á upp-
byggingu sólkerfisins okkar.
Þegar allt kom til alls hafði hún
endaskipti á viðurkenndum sess
mannsins og jarðarinnar i mið-
depli alheimsins, og skipaði
plánetu okkar og ibúum hennar á
sinn rétta stað i geysistórum al-
heimi. Þessi nýja kenning virtist
brjóta i bága við heilbrigða skyn-
semi, rótgrónar skoðanir, sem
höfðu verið viðurkenndar um
aldir, áhrifavald mikilla heim-
spekinga og fornra fræðimanna
og siðast en ekki sizt i bága við
Bibliuna. Hún olli miklu umróti
meðal samtimamanna og þvi er
ekki að furða að viðtökurnar væru
ekki þegjandi samþykktar.
Kópernikus var hinn fullkomni
menntamaður, vikingur að af-
köstum og þjóðernissinni, sem
tók rikan þátt i lifi samtimans,
þjóðfélags- og stjórnmálum
jarðarinnar og lands sins.
Gullöld pólskrar menningar
Hann óx upp úr frjósömum
jarðvegi blómlegrar menningar,
sem rikti i Póllandi á endur
reisnartimabilinu. Hann út-
skrifaðist úr einum elzta háskóla i
Evrópu. Krakow Alma
Mater. Hann drakk i sig alla
mennta- og menningarstrauma,
sem hann kynntist á meðan á
nokkurra ára námsdvöl hans stóð
við fremstu háskóla á Italiu,
heimalandi endurreisnartimans
og mannúðarstefnunnar, sem
höfðu til frambúðar og með riku-
legum ávexti fest rætur i pólskum
jarðvegi.
Jafnvel mikilvægustu uppgötv-
anir byggjast á grundvelli, sem
áður hefur verið reistur á hugs-
unum og hugmyndum, sem urðu
frjókorn nýrra kenninga. Og sér-
hver mikill skapandi heldur
áfram starfi fyrirrennara sinna.
Orð Isaks Newton halda gildi sinu
þótt aldir liði: ,,Ef ég hef séð
meira en aðrir, er þaö vegna þess
að ég stóð á öxlum risa”.
Þótt Kópernikus kollvarpaði
skoðunum Aristótelesar og Ptol-
emeusar, gerði hann sér ljóst aö
án þeirra hefði hann ekki getað
sett fram nýjan sannleika.
Við höfum engar beinar sann-
anir fyrir þvi aö hann hafi þekkt
verk Nikulásar frá Oresmo eða
nafna þeirra frá Cusanus, en 1 rit-
geröum simum ihuguðu þeirþann
möguleika að jörðin væri ekki
miðpunktur alheimsins og vera
kynni að hún væri á hreyfingu.
Höfundur sólmiðjukenningar-
innar kynnti sér hinsvegar allt,
sem benti til þess að grisku heim-
spekingarnir og rithöfundar
Rómverja hefðu látið sér koma
slikt til hugar. Þar fann hann þá
hvatningu, sem hann þurfti til að
gera rannsóknir sinar og útreikn-
inga.
Kópernikus þekkti vel skoðanir
arabiskra stjörnufræöinga, og aö
öllum likindum hefur hann þegar
ungur stúdent i Krakow byrjað
að gera frumdrög að kenningu
sinni um að sólin væri mið
punktur alheimsins (sólmiðju-
kenningunni). Krakowháskóli var
á þessum tima miðstöð frábærra
lögfræðinga, en laðaði einnig að
sér erlenda húmanista. Þáver-
andi höfuðborg Póllands stóð enn-
fremur fremst Evrópuborga I
stærðfræði og stjarnvisindum.
Þar voru geymd stjörnufræði- og
stjörnuspekihandrit hvaðanæva
að úr Evrópu og afrit af ritum
arabiskra stjörnufræðinga. Nýjar
rannsóknir hafa sýnt að þau voru
þar þegar i byrjun 15. aldar.
Skipti sér ekki af stjörnu-
speki eins og samtíma-
menn hans
Margir kandidatar úr Kradow-
háskóla fóru siðan til háskóla á
Italiu, Þýzkalandi, Ungverja-
landi og Frakklandi, þar sem
þeir urðu prófessorar i stjörnu-
fræði. Rétt eftir aldamótin 1500
var fyrsta prófessorsembættið i
stærðfræðilegri stjörnufræði
stofnaö við Krakowháskóla fyrir
beiðni velmetins borgara
Stobners að nafni. Skömmu siðar
var stofnað prófessorsembætti I
stjörnuspeki. Stundum voru sex
fyrirlesarar I stjörnufræði og
stærðfræði samtimis við skólann.
Þeirra á meðal voru stjörnu-
fræðingar og stjörnuspekingar,
sem nutu frægðar um alla
Evrópu, svo sem Marcin Krol frá
Zurawica og Sedziwoj frá
Czechlo. A námsárum
Kópernikusar kenndu Jan frá
Glogow og Wojiech frá Brudzew
þar. Um miðja 15. öld höfðu
komið upp harðar deilur á milli
fræðimanna i Krakow um nýjar
skoðanir Buridans um eðli hreyf-
ingar.
Kópernikus hlaut sem sagt
menntun sina I fremstu haákólum
sins tima, þar sem hann kynntist
margvislegum skoðunum. Ein-
kennandi fyrir hann er að hann
tók þær ekki upp gagnrýnislaust,
þvi hann hafði þegar myndað sér
sinar eigin skoðanir. Gott dæmi
um þetta er að hann skipti sér
aldrei af stjörnuspeki, þótt það
væri vandi samtímamanna hans
og jafnvel eftirkomenda hans
mörgum árum siðar.
Hann var náinn vinur Bernards
Wapowski, Wawryniecs Kowin
og allra samstarfsmanna sinna i
háskólanum.