Tíminn - 18.02.1973, Síða 31

Tíminn - 18.02.1973, Síða 31
Sunnudagur 18. febr. 1973 TÍMINN 31 © AAenn og . . muni þá og eigi að verða viðhorf þjóðarinnar til þessa samkomu- lags. Ég held, að það liggi i aug- um uppi, að hér er um nauðungarsamning að ræða, þvi að einu raunverulegu rökin, sem hæstv. stjórnarsinnar geta haft fyrir þessu máli og helzt kynni að vera hægt að taka tillit til, eru þau, að Bretar mundu aftur beita okkur ofbeldi, ef ekki væri á þetta samkomulag fallizt. Ég er að visu þeirrar skoðunar, að það sé algerlega rangt og að Bretar mundu alls ekki gera það. En eina röksemdin, sem þó er helzt hægt að færa fyrir þvi, að slikur samn- ingur sé gerður, og stjórnar- sinnar færa helzt fyrir honum, er sú, að Bretar kynnu aftur að gripa til nýrra ofbeldisverka. Það er þess vegna ljóst, að hæstv. stjórnarsinnar gera þennan samning undir ótta frá brezku herskipunum, undir ótta frá brezku ofbeldi, og þess vegna verður ekki hægt að lita öðruvisi á þennan samning, ef hann verður gerður, en sem nauðungarsamn- ing, og það verður að lita á hann samkvæmt þvi. Jafnframt verður að lita á þennan samning þannig, ef þjóðaratkvgr. er hafnað, að hann sé gerður af islenzkum aðilum, sem hafi ekkert umboð haft til þess að gera hann. Nú- verandi rikisstj. hefur ekkert umboð til að gera þennan samn- ing, núverandi þingmeirihluti hefur ekkert umboð til að gera þennan samning, vegna þess.að það var allt annað, sem þeir lofuðu i seinustu þingkosningum. Þess vegna verður og hlýtur að verða litið þannig á þennan samning af islenzkum aðilum og Islendingum i framtiðinni, að hann sé gerður af umboðslausum aðilum, nauðungarsamningur, sem sé gerður af umboðslausum aðilum, og á þann hátt hlýtur islenzka þjóðin að vega hann og meta á komandi timum”. Verri en danski samninqurinn 1901 ,,0g það vil ég segja jafnframt, að þó að nú sé verið að tala um það, að deilan á milli okkar og Breta sé búin og að nú verði aftur sátt og samlyndi milli okkar og Breta um þessi mál, að sann- leikurinn er sá, að ef þessi samningur verður samþ., þá er deilan við Breta raunverulega nú fyrst að hef jast, þvi að nú þurfum við að sækja rétt i hendur þeirra, sem þeir hafa aldrei áður haft, þ.e. stöðvunarréttinn á útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Þessi samningur, sem nú á að gera, er að þvi leyti verri en samningurinn, sem danska stjórnin gerði fyrir okkar hönd 1901, að i honum var uppsagnar- ákvæði, en i þessum samningi er ekkert uppsagnarákvæði. Islenzkir aðilar hafa þess vegna samið verr fyrir þjóðina i þessu máli en dönsk stjórn gerði fyrir 60 árum. Og vegna þess að Bretar hafa með nauðung fengið umboðslausa aðila hér á Islandi til að gera þennan samning, þá getum við ekki talizt vinir þeirra, á meðan slikur samningur er i gildi, og vinátta okkar og Breta getur þvi aðeins komizt i eðlilegt horf á ný, að þessi samningur verði felldur niður, og fyrir þvi mun verða barizt, þótt hæstv. rikisstj. hafi nú dregið niður hinn islenzka fána i þessari baráttu'' Álit Nervos Eétt er að- geta þess, að sá dómari Alþjóðadómstólsins, Padiollo Nervo, sem taldi dóm- stólinn ekki eiga lögsögu i land- helgisdeilu Breta og íslendinga, gefur til kynna i séráliti sinu, að hann liti á samninginn frá 1961 sem nauðungarsamning. M.a. vitnar hann i brezkar heimildir til sönnunar um, að Bretar hafi beitt Islendinga ofbeldi innan 12 milna markanna. Hinir dómararnir látast ekki taka eftir þessu, enda þótt athygli þeirra sé greinilega leidd að þessu i greinargerðinni frá islenzku rikisstjórninni. Þeir kalla bersýnilega ekki allt ömmu sina i þessum efnum og er það skýring á þvi, að engin smáþjóð hefur enn leitað til dómstólsins i réttindabaráttu sinni, svo þröng- sýnar og ihaldssamar eru þær reglur, sem dómstóllinn álitur sér skylt að fara eftir. Þ.Þ. Norðurlandaráð Við setningu þings Norður- landaráðs ræddi forseti ráðsins, Finninn V.J. Sukslainen um náttúruhamfarirnar i Vest- mannaeyjum, Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmekrur, tók fyrstur til máls i almennu um- ræðunum aðlokinni þingsetningu, og talaði hann þar um aðstoð til handa Islendingum fyrir hönd hinna forsætisráðherranna þriggja. Forseti Norðurlandaráðs fyrir næsta kjörtimabil var kjörinn Norðmaðurinn Kare Willoch, sem er hægrimaður og á þá enginn jafnaðarmaður sæti i for- sætisnefnd ráðsins. Af Islendinga hálfu tók fyrstur til máls i almennu umræðunum i gær ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra en siðar töluðu þeir Jó- hann Hafstein alþingismaður og Jón Skaftason alþingismaður, en Jón er fulltrúi Islands i forsætis- nefndinni. t dag, sunnudag, eru svo á mælendaskrá af hálfu íslendinga þeir Gylfi Þ. Gislason, alþingis- maður og Matthias Á. Matthisen alþingismaður. Að loknum sameiginlegum fundi forstæisráðherranna og for- sætisnefndarinnar var ákveðið að skipa sérstaka undirnefnd til að fjalla um aðstoð við íslendinga vegna Heimaeyjar gossins. Mun nefndin hafa lagt fram tillögur sinar siðar i gær, eða á morgun. hefur verið mikil laxveiði i Væni. Svo kom þar, að mennirnir röskuðu jafnvægi náttúrunn- ar, og gönguleiðum laxins upp árnar, þar sem hann hafði þryngt, lokuðust vegna raf- virkjana og annarra slikra mannvirkja. Þá fór að siga á ógæfuhlið, og nú byggist við- haldið nær einvörðungu á klaki, sem stund hefur verið lög á siðan 1959. Klakið hefur þó valdið mönnum vonbrigð- um. Stofninn virðist vera að úrkynjast, og vöxtur fiskanna er orðinn tregur. Oft ber við, að hann nær ekki þeirri lág- marksstært, fimmtiu senti- metrum, að heimilt sé að veiða hann, áður en hann verður kynþroska og deyr drottni sinúm. Seiðunum er sleppt úr klak- stöðvunum tveggja ára göml- um, og eru þá sextán til tutt- ugu og tveir sentimetrar að lengd. Fiskarnir verða kyn- þroska á tveim eða þrem ár- um, stöku sinnum ekki fyrr en á fjórða ári i vatninu. Þá far- ast þeir svo að segja undan- tekningalaust að loknum hry gningartimanum. Það er fiskifræðingurinn Lennart Stenberg i Karlstað, sem stungiðhefur upp á þvi að gera einhvern hluta seiðanna ófrjóan, áður en þeim er sleppt, og v i 11 láta lax- rannsóknarstöðina i Alvekarl- by, rannsaka tæknimöguleika á framkvæmd þessari. Hann fullyrðir, að fiskurinn muni vaxa betur og verða hraustari en ella, ef þetta yrði gert. Fleiri fiskifræðingar hafa fall- izt á hugmynd Stengrens og talið er vert að reyna hana, ekki sizt vegna þess, að hún gæti opnað nýja möguleika á fiskirækt, ef hún heppnaðist. © Mjólkursamsalan mörkum til að halda þeim vágesti i skefjum, og hafa lagt fram þann kostnað, sem af þvi hefur hlotizt, að langmestu leyti. Siðan fékk ég heimild stjórnar- innar til þess að hefja skipulagða leit að júgurbólgu og rannsóknir á henni á tilteknu svæði, þ.e.a.s. i nærsveitum Reykjavikur, hjá bændum, sem daglega senda mjólk beint hingað. Þetta var 1967, sem við hófum þessar rannsóknir, og þá kom strax i ljós, að júgurbólgan var griðar- lega útbreidd, og við teljum, að enginn smitsjúkdómur hjá mólk- urkúm,. valdi bændum meira tjóni en júgurbólga. Hún sýnir sig i ýmsu formi. Bráð júgurbólga dylstengum, og gegn henni hefur bóndinn vanalega aðgerðir þegar i stað með tiltækum lyfjum. Eftjr að bráðabólgan er gengin hjá veitbóndinn ekki fyllil., hvort kýr in er fulllæknuð, þvi að lengi get- ur eimt eftir af bólgunni, og kem- ur það bezt fram i lækkaðri nyt, og veldur þvi verulega fjárhags- tjóni. Þetta má kalla króniska júgurbólgu, sem mjög erfitt er að finna nema af fagmönnum. Þriðja gerð júgurbólgu má svo kalla væga eða dulda júgurbólgu. Hún er geysiútbreidd og mjög hættuleg. Hana getur dýralæknir ekki fundið i fjósi við sínar venju legu rannsóknaraðgerðir. Þá verður rannsóknastofa að koma til. Þvi er i dag hugsanlegt að bóndi, sem hefur við verulegt júgurbólguvandamál að striða, óski eftir rannsókn á mjókursýn- um úr öllum mjólkandi kúm sin- um. Þar með er lagður grundvöll- ur að þvi að kanna smitið, og hvers eðlis það er, en það er siðan kortlagt. Séu það klasagerlar, sem júgurbólgunni valda, verður að kanna mótstöðu þeirra gegn hinum ýmsu fúkalyfjum, sem notuð eru sem júgurbólgulyf. Þetta kemur til af þvi að sumir klasagerlar geta öðlazt mótstöðu gegn t.d. pencillini, hafi það verið notað i mörg ár, og það verki þvi ekki lengur til lækninga. Þá verð- ur að finna það lyf, sem hæfir og hefur fullar verkanir. Þetta er mikið nauðsynjamál fyrir bænd- ur, sem aldrei verður nógsam- lega brýnt fyrir þeim. Baráttuna verður að hefja strax, þvi að hún fer fram i hans fjósi. Ef við reiknum með að júgur- bólgusmit annars staðar á land- inu sé svipað og gerist á þessu til- tekna rannsóknasvæði, má áætla, að árlega verði islenzkir mjólk- urframleiðendur fyrir 100 milljón króna tjóniaf völdum júgurbólgu. Það eru peningar, sem áttu að koma nettó i vasa þeirra, en sem aldrei sjást, vegna júgurbólgunn- ar, svo að eitthvað má i sölurnar leggja til að kveða þennan vágest niður, og til þess höfum við nú frá árinu 1970 fengið nokkurn opin- beran styrk, sem að visu hrekkur skammt, en er þó alltaf viður- kenning fyrir starfinu, sem við höldum áfram ótrauðir og rannsóknum frá öllum landshorn- um fjölgar ár frá ári. Nú er ég t.d. að hefja úrvinnslu á rannsóknum á árinu sem leið, en þær voru um 10.000. Með það kveðjum við Guðbrand og þá alla Mjólkursamsölumenn, með óskum um góða framtið, jafnframt þvi, sem við vonum, að einhverjum kunni þessi skrif að hala oröið að gagni, og menn skilji nú betur en áður stöðu og hlutverk þessa þarfa fyrirtækis, sem rekið er með svo miklum myndarskap. _ Erl. _ Drengurinn lézt Drengurinn, sem lenti undir is á Akureyri á föstudaginn komst aldrei til meðvitundar, þrátt fyrir itrekaðar lifgunartilraunir. BJ LANDSVIRKJUN 500 lítra ámokstursskófla fyrir bilkrana óskast til kaups Tilboð sendist Landsvirkjun, Suðurlandsbraut 14, Reykja- Reykjavik: Gefjun Austurstræti 10 ” Domus Laugaveg 91 Skóv. Pcturs Andréssonar Laugaveg 17 Hvammbergsbræður Laugaveg 24 Stjörnuskóbúð Laugaveg 96 ” Skósalan Laugaveg 1 Skóhornið Giæsibæ / Hrisateig 41 Kópavogur Skóverzlun Kópavogs, Alfhóisvegi 5 Hafnarfirði: Skóverzl. Geirs Jóeissonar Keflavik: Skóbúð Keflavikur tsafirði: Skóverzlun Leós Akranes: Staðarfell Siglufirði: Verzlun Túngata 1 Seyðisfirði: Verzlun Túngata 15 og i kaupfélögum um land allt IÐUNN — SKOGERÐ AKUREYRI KULDASKÓR Hinir vinsælu gærufóðruðu kuldaskór frá IÐUNNI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.