Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 4
4 10. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Ögmundur Jónasson: Ósammála Evrópusinnum EVRÓPUSAMBANDIÐ „Ég ber fulla virð- ingu fyrir þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið en er þeim ósam- mála,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, varðandi yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, á fundi forsætisráðherra Norðurland- anna á sunnudag. Þar lýsti Halldór því yfir að Íslendingar hygðust taka meiri þátt í starfi Evrópusambands- ríkjanna á Norðurlöndunum og Balkanskaga. „Öðru máli gegnir um þá sem í rauninni vilja ganga þar inn en þora ekki að segja það beint út, gefa það í skyn að annað sé í kortunum en raun ber vitni. Þetta er náttúrulega dæmi- gert um framgöngu Framsóknar- flokksins,“ segir Ögmundur. „Forusta Framsóknarflokksins er sífellt að gefa til kynna að við kunn- um að ná einhverri allt annarri niður- stöðu en aðrar þjóðir hafa náð ef við göngum inn í ESB. Í því sambandi nefni ég sérstaklega sjávarútvegs- stefnuna. Ég held að við þurfum hreinlega að gera það upp við okkur hvort við viljum ganga inn í þetta sí- vaxandi evrópska stórrík,i með allri þeirri miðstýringu og reglugerðar- verki sem því fylgir, eða hvort við viljum koma fram sem fullvalda þjóð og hafa góð samskipti við Evrópu sem aðra hluta heimsins,“ segir Ög- mundur. „Það gleymist stundum að til eru önnur ríki og aðrir markaðir en í Evr- ópu, sem bjóða upp á mikla mögu- leika fyrir Íslendinga. Ég hef miklar efasemdir um þá einangrunarstefnu sem ESB býður upp á.“ ■ Fellibylur valdur að hitabylgju Hitinn fór víða vel yfir tuttugu gráður í gær. Búist er við áframhaldandi hlýindum fram á sunnudag. Leifar fellibylsins Alex sem liggja vestan Írlands dæla heitu lofti til landsins, að sögn veðurfræðings. VEÐUR „Þetta er hitabylgja sem er komin hingað og verður næstu daga,“ segir Björn Sævar Einars- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það hafa áður komið hita- bylgjur hingað til lands en þessi gæti orðið óvenjumikil.“ Hitinn náði 26 gráðum í Skafta- felli á hádegi í gær en hitinn mæld- ist víða vel yfir tuttugu gráður. Í höfuðborginni mældist hitinn rúm- lega tuttugu gráður og komst nærri hitameti ágústmánaðar í borginni. Mikill hiti mældist víða á hálend- inu, til að mynda fór hitinn í 22 gráður við Kárahnjúka. Björn Sævar býst við hlýindum að minnsta kosti fram á sunnudag og telur að álíka hlýtt verði í veðri næstu daga og var í gær. Björn Sævar býst þó við sólríkari degi í dag en í gær. Búast má við hlýindum um allt land en Björn Sævar segir hita- bylgjuna smám saman að færast yfir landið. Svalara verði þó á annesjum þar sem þokulofts gæti, sérstaklega austanlands. Björn Sævar segir hlýja loftið berast suðaustan úr hafi. Hluti þess hafi borist með leifum af fellibyln- um Alex sem sitji vestan Írlands og dæli hlýju lofti í norðurátt yfir Atlantshafið hingað til lands. helgat@frettabladid.is Uppgjör Marels í dag: Góðar tölur væntanlegar VIÐSKIPTI Í dag verður birt upp- gjör Marels fyrir annan ársfjórð- ung. Búist er við því að afkoma félagsins sé betri nú en nokkru sinni fyrr. Greiningardeildir bankanna spá félaginu á bilinu 1,6 til 2,7 milljónum evra í hagnað á síð- asta ársfjórðungi (um 150 til 250 milljónir króna). Almennt er talið að uppgjörið verði við efri mörk þessara spáa. Bréf í Marel hafa hækkað um tæp 90 prósent á þessu ári. Í gær hækkuðu bréfin um 1,96 pró- sent. ■ Kaffihús: Brjálað að gera VEÐUR „Það er yfirleitt brjálað að gera þegar veðrið er svona gott,“ segir Helena Björk Þrastardóttir, þjónn á kaffihúsinu Kaffibrennslunni við Austurvöll. Helena segir bjórsöluna meiri þegar sólin skín og hlýtt er í veðri. „Íste hefur líka selst mikið í sumar,“ segir Helena. Eftirspurn eftir heitum drykkjum sé þó svipuð og þegar verr viðrar. ■ Tókstu þátt í hátíðarhöldum vegna Hinsegin daga? Spurning dagsins í dag: Á Ísland að ganga í Evrópusambandið ná- ist hagstæðir samningar um sjávarútveg? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 82,09% 17,91% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Leigubílstjórar: Bílstjórarnir hverfa VEÐUR „Við höfum yfirleitt meira að gera þegar veðrið er gott,“ segja Helgi Jónsson, Eva Magnúsdóttir og Þorfinnur Finnlaugsson leigubílstjór- ar en þau biðu viðskiptavina í Lækjargötu í gær. Helgi segir færri leigubíla á ferð- inni þegar veðrið er mjög gott. „Bíl- stjórarnir hverfa svolítið í svona góðu veðri, ætli konurnar hringi ekki og kalli þá heim,“ segir hann. Leigubílstjórarnir þrír telja ekki að fólk gangi frekar milli staða í góðu veðri. „Fólk er meira á ferðinni í góða veðrinu, til dæmis eldri borgarar.“ ■ LEIGUBÍLSTJÓRAR Strætisvagnarnir: Mismargir í strætó VEÐUR „Það er mjög misjafnt hversu margir taka strætó,“ segir Styrmir Jónsson strætisvagnabílstjóri. Styrmir segir marga á leiðinni niður í bæ í góða veðrinu en verður þó ekki var við mikla aukningu viðskiptavina þegar veðrið er gott. „Sumir eru að flýta sér, aðrir ekki,“ segir Styrmir aðspurður um hvort afslappaðra andrúmsloft ríki í strætó í góðu veðri. Styrmir segir marga taka strætó á sumrin þrátt fyrir að skólarnir starfi ekki. „Þá koma ferðamennirnir auk þess sem margir eru í fríi.“■ STYRMIR JÓNSSON Bankaútibú: Eins og aðrir dagar VEÐUR „Við verðum vör við að það eru mjög margir í bænum,“ segir Guðrún R. Kristinsdóttir, þjónustufulltrúi í KB banka í Austurstræti. „Margir eru að nota góða veðrið og kíkja þá hugsanlega við í leiðinni.“ Guðrún telur veðurblíðu þó ekki hafa mikil áhrif á fjölda viðskiptavina í bankanum. „Þetta er bara eins og aðrir dagar,“ segir Guðrún. „Það er frekar að færri geri sér ferð í bank- ann þegar veðrið er vont.“ GUÐRÚN R. KRISTINSDÓTTIR HELENA BJÖRK ÞRASTARDÓTTIR HLÝINDI Hitinn mældist tuttugu gráður í Vesturbæ Reykjavíkur klukkan fjögur í gær. GOTT VEÐUR Þessi herramaður naut veðurblíðunnar í miðborginni í gær. REIÐTÚR Í ELLIÐAÁRDAL Þessir ungu reiðmenn riðu út í Elliðaárdal í gær enda einn hlýjasti dagur sumarsins. Söluturn: Meiri sala VEÐUR „Það kemur um það bil tutt- ugu sinnum fleira fólk hingað inn þegar veðrið er gott,“ segir Iðunn Ásgeirsdóttir, starfsmaður sölu- turnsins London við Austurstræti. Að sögn Iðunnar selst mest af ís og pylsum í góðu veðri, ólíkt því þegar verr viðrar en þá sé mest keypt af sígarettum og Lottómið- um. ■ IÐUNN ÁSGEIRSDÓTTIR ÖGMUNDUR JÓNASSON Ögmundur er ósammála Evrópusinnum þó svo að hann beri fyrir þeim fulla virðingu. 04-05 9.8.2004 22:02 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.