Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 6
6 10. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÍSRAEL Lítið virðist ganga í viðræð- um tveggja stærstu stjórnmála- flokka Ísraels um myndun þjóð- stjórnar. Samningamenn flokkanna ræddu efnahagsmál á fundi sínum í gær. Þar reyndu þeir að finna leiðir fyrir Verkamannaflokkinn, sem er utan stjórnar, til að hafa áhrif á fjárlagagerðina, að því er fram kemur í dagblaðinu Haaretz. Áður hafði Ariel Sharon, forsætis- ráðherra og leiðtogi Likud-banda- lagsins, neitað kröfu Símonar Per- es, formanns Verkamannaflokks- ins, um að fjárlög yrðu ekki af- greidd fyrr en niðurstaða lægi fyrir í stjórnarmyndunarviðræð- um flokkanna. Kjósa á um fjárlög á sunnudag en ekki er gert ráð fyrir að þjóð- stjórn verði mynduð fyrir þann tíma. ■ SAMGÖNGUR Með nýju leiðakerfi strætisvagna Reykjavíkur sem tekið verður í notkun seint í haust þurfa þeir sem lengst ganga að fara um 700 metra leið að næsta strætóskýli. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir útreikninga sýna að þrátt fyrir þetta verði fólk fljótara á áfangastað. Hann segir þrjú viðmið notuð til að ákvarða hvar staðsetja eigi strætóskýli. „Þar sem byggð er þétt og háhýsi mörg miðum við við 300 metra há- marksgöngu íbúa. Þar sem eru rað- hús og þriggja hæða hús og lægri er viðmiðið á bilinu þrjú til fimm hund- ruð metrar og í strjálbýlustu hverf- unum, sem eru helst einbýlishúsa- hverfi, er hámarkið á bilinu fimm til sjö hundruð metrar,“ segir Ásgeir og minnir á að þarna sé um hámarks- viðmið að ræða. Ásgeir segir eflingu almennings- samgangna gegnumgangandi þráð í nýja leiðakerfinu. Í fyrsta sinn verði horft á höfuðborgarsvæðið sem heild og leiðir vagnanna skipu- lagðar út frá því. „Til að við getum eflt almenningssamgöngur þurfum við fyrst og fremst að ná til nýrra notenda. Við einblínum ekki á ákveðna hópa í samfélaginu heldur reynum að búa til almenningssam- göngur í orðsins fyllstu merkingu sem henta almenningi. Við reynum að búa til kerfi sem getur verið raunhæfur valkostur þannig að þeg- ar fólk tekur ákvörðun um hvernig það ætli að ferðast þann daginn eigi það í raun val um annað en að setj- ast inn í bílinn sinn.“ Með nýju kerfi verður þeim leið- um sem strætisvagnarnir aka fækk- að úr 35 í 19. Ásgeir segir eknum kílómetrum ekki fækka og ef vel gangi þurfi að fjölga starfsfólki. Hann segir þorra leiðanna 19 verða hraðleiðir sem gangi eftir stofn- brautakerfi og verði fljótfarnari en aðrar strætóleiðir. gag@frettabladid.is Þjóðverji í farbanni: Ölvun staðfest LÖGREGLA Staðfest hefur verið að Þjóðverjinn sem úrskurðaður var í farbann eftir banaslys á Krísu- víkurvegi í lok júlí var ölvaður þegar hann ók bifreiðinni, sem valt. Samstarfsmaður ökumanns- ins, sem einnig var þýskur, lést af áverkum sínum um viku eftir að slysið varð. Lögreglan hefur lokið rann- sókn málsins og sent það áfram til sýslumannsins í Hafnarfirði. Þar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. ■ Parmalat: Vill bætur frá bönkum RÓM, AP Ítalska matvælafyrirtækið Parmalat hefur kært þýska bank- ann Deutsche Bank og vill fá greiddar 17 milljón evrur (um 1,5 milljarða króna) í skaðabætur vegna fjármálamisferlis sem geng- ið hefur nærri ítalska fyrirtækinu. Parmalat varð gjaldþrota eftir að upp komst um stórkostleg undan- skot stjórnenda fyrirtækisins sem meðal annars byggðust á umfangs- miklum bókhaldsblekkingum. Þrotabú Parmalat skuldar um fjórtán milljarða evra, sem sam- svarar um 1.200 milljörðum ís- lenskra króna. Þrotabúið hefur ein- nig höfðað mál á hendur öðrum bönkum og óskar meðal annars eft- ir að fá greidda 8,3 milljarða evra (um 750 milljarða króna) frá Citigroup. ■ ■ EVRÓPA GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,98 -1,13% Sterlingspund 130,73 -0,07% Dönsk króna 11,71 0,62% Evra 87,05 0,61% Gengisvísitala krónu 122,05 0,60% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 233 Velta 2.324 milljónir ICEX-15 3.111 0,18% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarb. hf. 1.185.247 Össur hf. 450.370 Actavis Group 279.178 Mesta hækkun Marel hf. 1,96% Actavis Group hf. 1,85% Kaldbakur hf. 1,30% Mesta lækkun Og Fjarskipti hf. -1,94% Össur hf. -1,31% Bakkavör Group -1,19% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 9.830,2 0,15% Nasdaq * 1.779,6 0,15% FTSE 4.314,4 - 0,54% DAX 3.690,3 -1,00% NIKKEI 10.908,7 -0,58% S&P * 1.067,0 - 0,29% * Bandarískar vísitölur kl. 18.45 *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hversu mikið hefur flug til Egilsstaðaaukist frá sama tíma í fyrra? 2Hvað heitir forsætisráðherra Dan-merkur? 3Hver er stærsti bor Íslendinga og íhverra eigu er hann? Svörin eru á bls. 30 YFIR 2.000 LÁTNIR Meira en 2.000 lík fórnarlamba flóðanna í Suður- Asíu hafa fundist. Rúmlega helm- ingur þeirra sem hafa látist eru Indverjar og stærstur hluti fórn- arlambanna hefur drukknað, farist í aurflóðum eða látist af völdum farsótta. FJÓRIR TALIBANAR HANDTEKNIR Afganskir hermenn handtóku fjóra leiðtoga talibana og bönuðu sex vígamönnum til viðbótar í árásum á fylgsni talibana í Afganistan um helgina. Talibana- foringjarnir eru sagðir hafa verið að skipuleggja árásir á afganskar og erlendar hersveitir í landinu. Akureyri: Ók rútu ölvaður ÖLVUNARAKSTUR Lögreglan á Akur- eyri stöðvaði rútubílstjóra á sunnu- dagsmorgun grunaðan um ölvun- arakstur. Fimmtán manns voru um borð í rútunni þegar hann var stöðv- aður. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri hafði maðurinn neytt áfengis kvöldið áður og farið of fljótt af stað um morguninn, því ekki var fylli- lega runnið af honum. Málið er nú í hefðbundinni rann- sókn og maðurinn verður að öllum líkindum sviptur ökuréttindum. At- vinnubílstjórar sem keyra undir áhrifum í starfi sæta ekki harðari refsingu en almennir ökumenn samkvæmt lögum. ■ LEIÐTOGAR FLOKKANNA Sharon og Peres ræddu saman um helgina. Samherjar Peres gagnrýndu hann fyrir að standa ekki fast á kröfu um að seinka samþykkt fjárlaga fram yfir stjórnarmyndun. Erfiðleikar í stjórnarmyndun: Deilt um gerð fjárlaga ■ ASÍA Mest 700 metrar í strætisvagninn Stefnt er að því að almenningssamgöngur verði raunhæfur valkostur með nýju leiðakerfi Strætó bs. Helstu markmið eru að fjölga farþegum. ÁSGEIR EIRÍKSSON Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir breyt- ingar á leiðakerfi al- menningssamgangna þýða bætta þjónustu og aukna hagkvæmni. LEIÐAKERFI STRÆTÓ Tekjur af fargjöldum strætisvagna námu 800 milljónum á síð- asta ári. Rekstrarniðurstaðan, sem er sú besta sem sést hefur, var jákvæð um tæplega 90 milljónir. Með breytingum á leiða- kerfinu er vonast til að enn fleiri farþegar taki strætó. EIGNIR FRYSTAR Á NÝ Eignir rúss- neska olíufélagsins Yukos voru í gær frystar á ný einungis nokkrum dögum eftir að úrskurði þess efnis var aflétt fyrir dómstólum. Þá úr- skurðaði annar dómstóll handtöku aðstoðarmanns réttmæta en Yukos hafði áfrýjað fangelsisdómi yfir honum. 06-07 9.8.2004 22:22 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.