Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 25
17ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 2004 Sölustaðir um land allt · Sjá frekari upplýsingar á www.thinkpad.is Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Þú og Margverðlaunaðar fartölvur sem fanga hug þinn FARTÖLVUR IBM ThinkPad R51 - UJ032DE · Intel Pentium M 1,5GHz, 1MB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 40GB diskur m/ APS fallvörn · 15” TFT skjár (1024x768) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b 11Mb · Allt að 4 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 2 ára neytendaábyrgð Tilboðsverð: 159.900 kr. IBM ThinkPad T42 - UC25WDE · Intel Pentium M 1,5GHz, 1MB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 30GB diskur m/ APS fallvörn · 14” TFT skjár (1024x768) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 5 klst. rafhlöðuending · Þyngd aðeins 2,2 kg · Windows XP Pro stýrikerfi · 3 ára ábyrgð Tilboðsverð: 189.900 kr. einstakt par IBM ThinkPad R51 - TJ9BRDE · Intel Pentium M 1,7GHz, 1MB flýtiminni · 512MB minni (mest 2GB) · 40GB diskur m/ APS fallvörn · 15” Flexview TFT skjár (1400x1050) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 4:40 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 3 ára ábyrgð Tilboðsverð: 199.900 kr. IBM ThinkPad R50e - UR0BYDE · Intel Celeron M 330 1,4GHz, 512KB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 30GB diskur · 15” TFT skjár (1024x768) · Intel Extreme Graphics II skjákort · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 3:30 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 2 ára neytendaábyrgð Tilboðsverð: 134.900 kr. 6.052 .rk *IÐUNÁM Á 992.4 .rk *IÐUNÁM Á 739.4 .rk *IÐUNÁM Á 173.6 .rk *IÐUNÁM Á NÁMUTI LBOÐ 154.900 kr. Námufélögum Landsbankans býðst afar hagstæð tölvulán að hámarki 300.000 krónur í 3 ár. * Lán til 36 mánaða miðað við 9,15% vexti skv. vaxtatöflu Landsbankans 1. ágúst 2004. N Ý H E R J I / 1 40 Las í textavarpinu á fimmtudaginn að Siv ætti að víkja úr ríkisstjórn- inni 15. september næstkomandi. Kom nokkuð á mig. Varð hissa í fyrstu og þá hugsi. Velti því fyrir mér hvort flokkurinn minn, sem gengið hefur í gegnum mikla erfið- leika á síðustu mánuðum, ætlaði virkilega að byrja veturinn á því að slá einn öflugasta talsmann flokks- ins og framtíðarleiðtoga af. Minnir á hugmyndafræði óðalsbóndans í Sumarhúsum um árið. Skera kúna svo hún éti ekki hrútana út á guð og gaddinn. Það hlýtur að teljast umhugsun- arefni, ef rétt er, að þingflokkur Framsóknarflokksins skuli raun- verulega velta því fyrir sér að fækka konum í ráðherraliðinu. Sá hinn sami og gekk stoltur til síð- ustu kosninga með glæsilega jafn- réttisstefnu og naglföst dæmi um efndir úr eigin herbúðum. Slegið var um sig með að helmingur ráð- herra flokksins væri konur og að helmingur forystumanna kjör- dæma væri konur. Sannarlega glæsilegur árangur það. Hvert stefnir ári síðar? Fimmtungur ráð- herra konur? Hlálegt ef af verður og algjör kúvending frá því sem flaggað var í kosningabaráttunni. Annar ankannalegur vinkill sem blasir við er mótsögn við þörf flokksins á að hasla sér frekari völl á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð augljóst er að gengisfelling for- ystukonu fjölmennasta kjördæmis landsins og þess þingmanns flokks- ins sem einna flest atkvæði hefur á bak við sig er ekki heppileg skila- boð til kjósenda á því svæði. Nær væri að sjá til þess að öll kjördæmi höfuðborgarsvæðisins hefðu í það minnsta einn ráðherra. Slík hróker- ing gæti orðið til þess að byggja upp öfluga leiðtoga á því svæði sem flokkurinn þarfnast helst. Þá snýr það öfugt við almennum flokksmanni sem á vettvangi æðstu stofnunar flokksins, flokksþingi, kaus þrjá einstaklinga til þess að skipa forystusveit flokksins. For- mann, varaformann og ritara. Ætla mætti að þingflokkurinn hefði nokkra skyldu til þess að láta þá einstaklinga ganga fyrir þegar kemur að úthlutun á helstu póstum til þess að framfylgja stefnu flokksins sem sama stofnun mótar. Flokksmönnum getur tæpast þótt eðlilegt að tólf manna þingflokkur gangi framhjá manneskju sem mörg hundruð manna samkoma hefur valið til forystu flokksins. Gæti leitt til eðlilegra vangaveltna um hvort ekki væri rétt að færa valdið til vals á ráðherrum frá þing- flokknum með breytingum á sam- þykktum Framsóknarflokksins. Sterk rök mæla með því að Siv Friðleifsdóttir verði ekki látin víkja við ráðherraskiptin 15. sept- ember, sterkari en flestra hinna ráðherranna. Þó er ljóst að ein- hver þarf að víkja úr hópi hæfra einstaklinga. Niðurstaðan má þó ekki nást með öðrum hætti en að líta til efnislegra raka með hags- muni flokksins og hæfi hans til að ná til kjósenda að leiðarljósi. Hús- freyjan í Sumarhúsum tjáði Bjarti að hún vildi frekar láta skera sig en Búkollu. Hann þumb- aðist við og missti því konuna á eftir kúnni. Vonum að slíkt hið sama muni ekki gerast með fylgi kvenna við Framsóknarflokkinn, verði konum fækkað í ráðherra- liði flokksins. ■ Ráðherrakapall Framsóknarflokksins HAUKUR LOGI KARLSSON LAGANEMI UMRÆÐAN BREYTINGAR Á RÍKISSTJÓRNINNI AF NETINU Að meta allt til fjár Menn sem eiga mikið af peningum gera sig mjög gildandi í sæluríki Davíðs Oddssonar. Sumir bjóða sig fram til forseta, aðrir kaupa lungann af fjölmiðlunum, enn aðrir leggja Íslend- ingum lífsreglurnar. Benedikt Jóhann- esson tilheyrir síðastnefnda flokknum. Hann hefur t.d. „upplýst“ landa sína um að of dýrt sé að tala íslensku. Þjóð- ráð sé að lóga greyinu og taka í stað- inn upp fjármálið væna, en$ku. Sá sem þessi orð ritar hefur drýgt þá meginsynd að eiga ekki bót fyrir rass- inn á sér. Samt hefur hann leyft sér að leggja orð í belg. Hann hefur bent á að svo dýr yrðu málskiptin að þjóðin færi á hvínandi kollinn fyrir vikið. Engum sögum fer af svörum Benedikts. Þess meiri sögum fer af gagnrýni hans á sið- leysi íslenskra kaupahéðna nútímans. Þeir séu margir hverjir mjög óheiðar- legir, virði ekki samkomulag heiðurs- manna og hafi rýtinginn fyrir aftan bak. Annað var uppi á teningnum áður fyrr, flestir kaupsýslumenn máttu ekki vamm sitt vita. Þeir vildu fremur tapa en að lifa við skömm. Þetta er senni- lega rétt. En Benedikt skilur ekki að þessi óheillaþróun er rökrétt afleiðing þess að meta allt til fjár. Ef gróði er æðsti mælikvarði allra hluta, m.a. móðurmálsins, þá er hætta á að sið- ferðið missi gildi sitt. Skítt með það þótt maður svíki gerða samninga bara ef maður græðir á því. Skítt með það þótt maður fótumtroði fornt og æru- vert tungumál, bara ef maður græðir á því. Stefán Snævarr á kistan.is (Mis-)notkun upplýsinga Um daginn var þingmaður að tala um hvernig hægt væri að misnota upplýs- ingar um tekjur manna. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðan og get ekki fundið neina góða leið til þess. Eina dæmið um notkun á upplýsingunum sem ég veit um, er að Sævar Karl sendir þeim sem eru á listanum boð um að koma í búðina til sín og skoða jakkaföt. Kannski er það misnotkun, en það er ekkert sérstaklega sárt að vera misnotaður á þennan hátt. Benedikt Jóhannesson á heimur.is Barnasáttmálinn grundvallar- gagn Það verður að telja Barnasáttmálann grundvallargagn í barnarétti. Í honum er að finna ýmis ákvæði sem í raun eiga sér ekki samsvörun í íslenskum barnarétti. Eins og fram kemur í svar- skýrslu Barnaréttarnefndarinnar við seinni skýrslu Íslands til hennar um framkvæmd samningsins telur nefndin t.d. að ekki sé nægilega vel búið að ungum afbrotamönnum og föngum í íslenskum réttarfarslögum og lögum varðandi fangelsismál og að ekki sé heldur nægilega búið að réttarstöðu innflytjendabarna í lögum. Fram- kvæmd og lagasetning varðandi þessa málaflokka, og raunar fleiri, telur nefndin að sé ekki í samræmi við kröf- ur samningsins. Það er því þörf á auk- inni vinnu hjá íslenskum yfirvöldum við lagasamræmingu við efni og kröfur samningsins, og má fullyrða að það yrði mjög til bóta að festa Barnasátt- málann í lög. Ef til þess kæmi fengju kröfur um lagasamræmið byr undir báða vængi. Þyrí Steingrímsdóttir á sellan.is 16-25 (16-17) skodun 9.8.2004 20:52 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.