Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 8
8 10. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Forstjórar á mótorhjólum: Láta veðrið ráða för FERÐALÖG „Það er nánast komin hefð á þetta og við erum hvergi nærri hættir enn,“ segir Gylfi Árnason, forstjóri Opinna kerfa, en hann var á ferð um landið um síðustu helgi ásamt Jónasi G. Jónassyni, for- stjóra Mode. Ferðast þeir báðir um leðurklæddir frá toppi til táar enda þeysa þeir um á mótorhjólum, Gylfi á Kawasaki og Jónas á Harley Davidson. Gylfi segir þá félaga ákveða slík- ar reisur fyrirvaralaust en þetta er annað árið í röð sem þeir þeysa af stað frá Reykjavík án þess að vita fyrir víst hvar þeir enda. „Við ákveðum slík ferðalög ekki með neinum fyrirvara heldur hendumst á hjólin og tökum stefnuna þangað sem veðurfræðingar segja veðrið hvað best þá stundina.“ Þeir félagar voru á Egilsstöðum á laugardaginn og voru þá nýkomn- ir frá Kárahnjúkum þar sem þeir skoðuðu virkjunarframkvæmdirn- ar. Eru þeir báðir verkfræðingar að mennt og sögðu upplifun að hafa barið svæðið augum. „Hvort sem fólk er með eða á móti framkvæmd- inni er alveg óhætt að mæla með ferð þangað upp eftir. Þarna er margt athyglisvert að gerast og í raun ómögulegt að sjá hversu viða- mikið þetta er fyrr en viðkomandi hefur komið á staðinn og virt allt fyrir sér.“ ■ VIÐSKIPTI Ekki er ákveðið hvenær Actavis verður skráð á hluta- bréfamarkað í Lundúnum en það verður ekki fyrr en eftir áramót og hugsanlega ekki fyrr en eftir að ársreikningur ársins 2004 ligg- ur fyrir. Allur undirbúningur fyrir skráninguna gengur vel og starf- ar félagið nú þegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á markaði í Lundúnum. Að sögn Róberts Wessman, for- stjóra Actavis, taka nýjar upp- gjörsreglur gildi á Englandi um áramót og myndi skráning á markað fyrir þann tíma fela í sér mikinn kostnað þar sem félagið þyrfti þá að leggja fram fjárhags- upplýsingar samkvæmt tveimur ólíkum uppgjörsaðferðum. Afkoma Actavis á öðrum árs- fjórðungi var kynnt í gær og er hún nokkurn veginn í samræmi við væntingar greiningardeilda bankanna. Rekstrarhagnaður á tímabilinu nam 13,9 milljónum evra, eða um 1,2 milljörðum ís- lenskra króna. Á öðrum ársfjórð- ungi í fyrra var hagnaðurinn örlít- ið meiri en nú. Það sem af er ári er hagnaður Actavis rúmlega 9 pró- sent hærri en fyrstu sex mánuð- ina í fyrra. Bréf í Actavis hækkuðu um tæp tvö prósent í Kauphöll Íslands í gær. Meðal þess sem dregur úr hagnaði nú er að kostnaður vegna nafnabreytingar, um 250 milljónir króna, er allur gjaldfærður á síð- ustu þremur mánuðum. Sala á árinu er heldur minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Að sögn Róberts er það meðal annars vegna reglubreytinga í Búlgaríu en þar stendur nú yfir vinna við að ákvarða hvaða lyf fáist endur- greidd hjá almannatryggingum. Stór hluti tekna Actavis verður til í Búlgaríu þar sem félagið á lyfja- verksmiðju. Á meðan óvissu- ástand sé uppi hafi flest fyrirtæki á Búlgaríumarkaði þurft að þola samdrátt í sölu. Hann segist þó telja að þegar endanlegar reglur liggi fyrir verði þær Actavis ekki óhagstæðar. Að sögn Róberts hafa kaup Actavis á tyrkneska lyfjafyrir- tækinu Fako í byrjun árs gert það að verkum að samsetning út- gjalda hefur breyst. Kostnaður við markaðssetningu vex hraðar en önnur útgjöld. Róbert segir þetta meðal annars stafa af því að lyfjamarkaðurinn á Tyrklandi sé þess eðlis að mun meiri markaðs- setningu þurfi gagnvart læknun- um sjálfum en annars staðar bein- ist hún í meiri mæli að heildsölum og öðrum milliliðum. Actavis stefnir á áframhald- andi vöxt á öllum sviðum. Bæði við framleiðslu og þróun lyfja og einnig með yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. Þar líta stjórnendur til markaða í Evrópu og Norður- Ameríku en líklegt er að stór skref verði ekki stigin í þá átt fyrr en eftir skráningu og hlutafjárút- boð á hlutabréfamarkaði í Lund- únum. thkjart@frettabladid.is Byssumaður á Reykhólum: Óvíst um ákæru LÖGREGLA Ekki hefur verið ákveðið hvort máli manns sem skaut um tíu skotum á tvö hús á Reykhólum um verslunarmannahelgina ljúki með sektargreiðslu eða ákæru, að sögn Þórólfs Halldórssonar, sýslu- manns á Patreksfirði. Maðurinn hefur játað að hafa skotið af byssum á húsin og telst málið upplýst. Annað húsanna var mannlaust en fólk var sofandi í hinu húsinu, þar sem skotið var í gegnum hurð og rúðu. Maðurinn fannst um sólar- hring seinna í Reykjavík, heima hjá manni sem hafði á annað hundrað kannabisplöntur á heim- ili sínu. Sá hefur játað eign kanna- bisplantnanna og bíður nú ákæru. Banamaður móður vill ekki að börnin fái bætur Ýtti Svanhildi fram af svölum á Kanarí – hefur þú séð DV í dag? 1960 200 lítrar 1970 1980 1990 2000 2002 SVONA ERUM VIÐ NEYSLA GOSDRYKKJA Á HVERN ÍBÚA LANDSINS HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 100 125 150 175 50 75 25 Í BLÍÐU Á EGILSSTÖÐUM Frá Egilsstöðum tóku forstjórarnir stefnuna norður í land að Dettifossi, þann daginn var veðurspáin best á þeim slóðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Krufning í morðmáli: Fyrstu niður- stöður í dag LÖGREGLA „Krufningu er lokið en við fáum ekki endanlegar niður- stöður hennar fyrr en síðar,“ seg- ir Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, um gang rannsóknar á morði Sri Rahmawati. Hörður segir að bú- ast megi við bráðabirgðaniður- stöðum krufningarinnar í dag. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Hákon Eydal hefur játað morðið og vísaði lögreglu á hraun- sprungu sunnan við Hafnarfjörð þar sem hann kom líki Sri fyrir. Áður hafði Hákon villt um fyrir lögreglu þar sem hann sagðist hafa varpað líkinu í sjóinn við Presthúsatanga á Kjalarnesi. ■ KEYRÐI AFTAN Á VÖRUBÍL Sendi- ferðabíll skemmdist mikið þegar honum var ekið aftan á vörubíl skammt sunnan við Sauðárkrók í gær. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki fór sendiferðabíllinn út af veginum og hékk fram af vegkanti, en bratt er þar fyrir neðan. Ökumaður sendiferðabíls- ins virðist hafa veitt því of seint athygli þegar vörubíllinn hægði á sér. Vörubíllinn er óskemmdur eftir áreksturinn. ■ TÖLVUR OG TÆKNI Microsoft á Ís- landi kynnti í gær íslenska út- gáfu Office 2003 hugbúnaðar- vöndulsins, auk íslenskrar út- gáfu Windows XP stýrikerfisins. Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir að fyrst í stað gæti áhrifa íslenska viðmótsins einna mest í menntakerfinu, en viðtök- ur í fyrirtækjum hafi einnig ver- ið mjög góðar. „Við teljum að fólki gangi betur að nýta sér hug- búnaðinn og þetta stuðli að fram- leiðniaukningu,“ segir hann. Þýðingin nú er sögð frábrugð- in fyrri tilraunum til þýðingar, bæði í aðdraganda og tækni. Ís- lensk útgáfa Windows 98 þótti misheppnuð, hún var unnin að undirlagi stjórnvalda. Microsoft stendur eitt að baki þýðingunni nú. „Microsoft telur mikilsvert að fyrirtæki skili einhverju aftur til þjóðfélagsins,“ sagði Elvar og bætti við að hugsunin væri með- al annars sú að hver króna sem keypt væri fyrir hjá Microsoft, skilaði sér margfalt til samfé- lagsins. „Í gegnum hugbúnaðar- iðnaðinn, með auknum útflutn- ingi, með framleiðniaukningu, o.s.frv.“ Elvar benti á að Microsoft á Íslandi notaði nú einnig tæki- færið og kynnti smálegar við- bætur aðrar, svo sem stafsetn- ingar- og yfirlestrartól, sem hingað til hafi þurft að greiða sérstaklega fyrir. ■ Ríkisstjórn Súdans: Hittir upp- reisnarmenn EGYPTALAND, AP Súdanska ríkis- stjórnin tekur þátt í friðarviðræð- um um málefni Darfur-héraðs sem haldnar verða í Nígeríu 23. ágúst. Afríkusambandið tilkynnti að ríkisstjórnin hefði fallist á að ræða við uppreisnarmenn. Við- ræðunum stjórnar forseti sam- bandsins, Olusegun Obansajo. Síðast runnu friðarviðræðurnar út í sandinn um miðjan júlí þegar uppreisnarmennirnir gengu út af fundi og sökuðu stjórnvöld um að sniðganga þá. Um 30 þúsund manns hafa lát- ist og um ein milljón manna flúið heimili sín vegna ófriðarins. ■ Ekki á markað fyrr en eftir áramót Actavis verður ekki skráð á hlutabréfamarkað í Lundúnum fyrr en eftir áramót. Hagnaður á fyrstu sex mánuðunum í ár er meiri en í fyrra en hægar gengur að byggja markaði í Búlgaríu en vonir stóðu til. RÓBERT WESSMANN FORSTJÓRI ACTAVIS Félagið kynnti rekstrarniðurstöður fyrstu sex mánuði ársins á fundi í gær. Afkoman er í samræmi við væntingar bankanna. AFKOMA ACTAVIS Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI Spár greiningardeilda KB banki 11,6 Landsbanki 14,8 Íslandsbanki 15,0 Niðurstaða 13,9 Tölur í milljónum evra Nýjungar hjá Microsoft: Betra að vinna á íslensku ELVAR STEINN ÞORKELSSON Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir að stefnubreyting hafi átt sér stað hjá Microsoft sem leggi nú mikið upp úr því að gott gengi fyrirtækisins skili sér aftur til sam- félagsins með einum eða öðrum hætti. SAMIÐ VIÐ HONG KONG Loft- ferðasamningur milli Íslands og Hong Kong var í undirritaður í gær. Loftferðasamningur er eftirsóknarverður þar sem Hong Kong er næstmikilvægasta mið- stöð loftflutninga í Asíu. Samn- ingurinn heimilar flugfélögum Ís- lands og Hong Kong meðal ann- ars að stunda reglubundið áætl- unarflug með farþega, farangur, frakt og póst á milli landanna. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ SAMGÖNGUR 08-09 9.8.2004 21:18 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.