Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.08.2004, Blaðsíða 18
Haltu heilsunni í lagi með því að byrja morguninn vel. Syngdu í sturtunni, stilltu á útvarpsstöð sem kemur þér til að hlæja og reyndu að skipuleggja að minnsta kosti einn skemmtilegan hlut til að gera um daginn. Getur maður gert of mikið af hinu góða? Ég fór að velta þessu fyrir mér og niðurstaða mín er sú að það fer eftir því hvað maður kall- ar hið góða. Ég veit um marga sem tala um „hið ljúfa líf“ og eiga þá við áfengisdrykkju, stórar steikur, vindlareykingar og annað í þeim dúr. En það kallast frekar auðvelt en gott og ef það er gott er svo sannarlega hægt að gera of mikið af hinu góða. Sjálfum finnst mér gott að fá eitt og eitt súkkulaðistykki en ég veit að of mörg valda mér magaverkjum og jafnvel timburmönnum daginn eftir. Hið góða getur því vart tengst neyslu, því of mikil neysla endar yfirleitt með þjáningum. En hvað með bænir og hugleiðslu? Ég veit ekki til þess að sönn hug- leiðsla hafi leitt annað en gott af sér. Samkennd, fyrirgefning og almenn gæska eru eiginleikar sem hægt er að rækta og þeir eru alltaf af hinu góða. Varla fer nokkur maður að telja annan af því að rækta með sér kærleika. Spurningin um hið góða er því alltaf huglæg og ekki er hægt að svara henni nema að meta að- stæður hverju sinni. Til þess að komast að niðurstöðu er gott að hugsa fram í tímann og meta lang- tímaafleiðingar. Hið góða skilar sér yfirleitt í hamingju og hóf- sömu lífi. Hið auðvelda skilar sér hins vegar í skammtímaánægju en til lengri tíma skapar það erfið- leika og þjáningar. Í þeim skiln- ingi er varla hægt að gera of mik- ið af hinu góða eða hvað...? ■ Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM MUNINN Á HINU GÓÐA OG HINU AUÐVELDA. Of mikið af hinu góða? gbergmann@gbergmann.is. YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Algengasta vandamál fólks í dag er verkir í herðum og öxlum og má rekja það að miklu leyti til þess að fólk situr allan daginn við skrif- borð án þess að vera meðvitað um vinnustöðu sína eða hreyfingar- leysi. „Við erum sköpuð til að vera á hreyfingu og þolum illa að vera lengi í kyrrsetu,“ segir Emilía Borgþórsdóttir, sjúkraþjálfari og æfingastjóri Hreyfigreiningar. Hún segir það alveg nauðsynlegt að vera dugleg að skipta um stöðu því næsta staða er alltaf besta staðan. Fólk á að standa reglulega upp og ekki sakar að drekka mikið vatn. Það hefur tvíþætt gildi og annað þeirra að maður þarf oft að fara á klósettið og neyðist því til að standa upp. Gott er að gera hléæfingar eins og teygjur fyrir hálsinn, herðarn- ar og handleggina og rétta vel úr brjóstkassanum. „Þegar unnið er fyrir framan sig er tilhneigingin sú að verða álútur,“ segir Emilía. Hún ráðleggur fólki að finna muninn á spennu og slökun með því að setja axlir upp að eyrum og láta þær svo detta niður. Jafn- framt er mikilvægt að sitja alltaf beinn í baki. Emilía segir helstu mistökin sem fólk geri að festa sér stellingu í stólnum og halda sig við hana. „Mikilvægt er að átta sig á því að skrifborðsstólarnir hafa þann kost að hægt er að stilla þá til að létta á álagi á líkamann. Maður á alls ekki að vera eins birnirnir þrír og Gull- brá og halda sig alltaf við sömu stellinguna,“ segir Emilía. Álagið á hryggjarsúluna er töluvert í sitjandi stöðu. Því skipt- ir miklu máli að nýta þau hjálpar- tæki sem eru allt í kring og nýta sér stillingar sem þau hafa upp á að bjóða. kristineva@frettabladid.is Rétt vinnustaða: Forðastu að hegða þér eins og bangsarnir þrír Gott er að gera hléæfingar eins og teygjur fyrir hálsinn, herðarnar og hand- leggina og rétta vel úr brjóstkassanum. Grunnatriði við skjáinn: ● Stillið hæð sætis þannig að upphandleggir hangi lóðrétt og beygið olnboga um 90˚ ● Haldið úlnliðum í miðstöðu (miðstaða í úlnliðum = bein lína frá olnboga og fram) ● Notið bakstuðning við mjóbak ● Hné og mjaðmir sem næst 90˚ ● Fætur eiga að hvíla í gólfi svo jafnvægið sé gott, notið fótskemil ef þörf er á ● Hafið skjáinn 40 til 60 cm frá ykkur ● Stillið skjá þannig að efri brún hans myndi 5-15˚ horn niður á við miðað við augn- hæð ● Nýtið skjalahaldara, best er fyrir hálsinn að vera í miðstöðu (miðstaða í hálsi = örlítil sveigja, hakan inn og langur háls) Foreldrar gegna lykilhlutverki í orsök þess að barn verður of þungt. Sextíu og fjögur prósent barna sem eru of þung eiga for- eldra sem eru of þungir og þung- ir foreldrar eru líklegir til þess að eignast of þung börn. Þetta eru niðurstöður bandarískrar rann- sóknar sem birtist í tímaritinu Jo- urnal of Pediatrics en rannsóknin var gerð á hundrað og fimmtíu börnum. Í henni var fylgst með börnunum frá fæðingu til níu ára aldurs. Í rannsókninni voru leit- aðir uppi ýmsir áhættuþættir fyr- ir offitu barna og kom í ljós að stærsti áhættuþátturinn var sá að eiga feita foreldra. Einnig hafði skapferli barns áhrif. ■ Offita og fyrirmyndir: Foreldrar í lykil- hlutverki Sextíu og fjögur prósent barna sem eru of þung eiga foreldra sem eru of þung- ir, samkvæmt niðurstöðum bandarískr- ar rannsóknar. Kona hefur verið handtekin í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir að stunda lýtalækningar án lækningaleyfis en hún er sögð hafa sprautað silíkoni í brjóst og mjaðmir kvenna sem fastar eru í karlmannslíkama. Verna Barnett, 45 ára, sem var þekkt einungis af fyrra nafni sínu í hópi dragdrottninga og kyn- skiptinga sem voru viðskipta- vinir hennar, framkvæmdi að- gerðirnar á heimili sínu í Norcross. Lögreglumenn fundu skoðun- arherbergi í kjallaranum á heimili konunnar með nudd- bekk. Þá fundu þeir staðdeyfing- arlyf, sárabindi, nálar og þrjá stóra dunka með sílikoni. Tveir dunkarnir vógu 20 kíló hvor, en sá þriðji var hálftómur. Rannsakendur segja að Barnett hafi tekið 1.200 dali fyrir brjóstastækkun og 500 dali fyrir mjaðmir. Viðskiptavinum var ráðlagt að klæðast sérstök- um brjóstahaldara eftir aðgerð- ina svo að silíkonið næði brjósta- lögun þegar það harðnaði. ■ Ólöglegar lýtalækningar: Silíkon í brjóst og mjaðmir 18-19 (02-03) Allt heilsa 9.8.2004 20:54 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.