Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 10
Verkfræðingur nokkur i Kaupmannahöfn, Kindt Flyborg að nafni, vekur nú mjög athygli fyrir sérstæð störf sín. Ekki er þó um bein verkfræðistörf að ræða i beinum skilningi, ekki hönnun mannvirkja eða tækja, heldur LÆKN- INGAIt. Og þær lækningar eru all rnjög óskyldar hinum hefð- b u n d n u a ð f e r ð u m lækna, sem við höfum til þessa reynt. í stað þess að nota meira og minna skaðleg læknislyf beitir hann hljóðbylgjum af vissri tiðni, sem greini- lega geta læknað fjölda sjúklinga. Sen stendur hefur Flyborg að- eins eina, látlausa læknisstofu, og er hún við Hvidovrevej i Kaup- mannahöln. En aðsóknin til hans er mjög mikil og fer stöðugt vax- andi, — fólk kemur frá Fjóni, Jót- landi og jafnvel Færeyjum og vII- ar ekki fyrir sér að borga þúsundir króna fyrir endurteknar ferðir. Og nú hefur „töframaöur- inn” i hyggju að koma á fót allmörgum stofum um alla Dan- mörk. Flyborg hefur á siðustu sjö árum tekið þúsundir l'ólks til meðhöndlunar með hijóðbylgjum og vatni, sem meðhöndlað hefur verið með sérstakri tiðni. Og árangurinn er athyglisverður. Könnun, sem gerð var íyrir nokkrum árum leiddi i Ijós, að um það bil 70% sjúklinga hans fengu verulegan bata með áðurnefndri aðferð, sem raunar er kölluð „Hadison-aðferð”. Og i dag er árangurinn enn betri, — Flyborg l'ullyrðir sjálfur, að 80-85% sjúkl- inga hans fái nú bata, en honum hefur tekizt að bæta tækni sina til muna með árunum, Aðferðin er ekki ný En aðferðin er ekki ný, ekki frekar en kínverska nálstunguað- l'erðin, og má rekja hana allt aft- ur til lækna og presta fornaldar, sem beitlu læknandi krafti hljóðs- ins i töfraathöfnum sinum. Töfra- aöferöirnar byggðust á fullkomn- um skilningi á hinum andlegu og sálarlegu þáttum, og með titringnum, er myndaðist við söng og þulur, var hægt aö græöa brotna limi og auka blóðrás. Griski heimspekingurinn Pýþagóras uppgötvaði, að hinar ýmsu tóntegundir — hinar sjö nótur i griska kerfinu, gátu ert eða dempaðýmsar tilfinningar. A þeim grundvelli bjó hann til sina sérstöku tónlistarkenningu, sem þekkt er undir nafninu „Tónlist sviðanna”. Og Pýþagóras tók ýmis mein á sál og likama til meðferðar og beitti við það sérstökum „tónsmiðum”. Kindt Flyborg byggir sina að- ferð á sama grundvelli. Sjúkl- ingarnir eru látnir setja á sig heyrnartæki, og siðan er spilað I gegnum þau sérstök hljóð af segulbandi, sem eiga að hafa áhrif á þessi og þessi mein til bóta. Það er um ein 10 slik „hljóð- bönd” að ræða, sem stillt eru eftir hinum ýmsu liffærum. Flyborg beitir sérstöku mælikerfi til að ákvarða hljómgrunnstiðni liffæra mannslikamans. Þessi tiöni llkist sjálfbylgjum þeim, sem orðið geta i fiðlu, er liggur á borði, við að leikið er á pianó nálægt. Það verða til sveiflur i fiðlunni við sérstaka tóna, svokallaða tiðni- röð. Flyborg hefur starfað að þvi i mörg ár að rannsaka liffræðileg áhrif tiðniraðanna eða tiðni- flokkanna. Hefur hann komizt að þvi, að hægt er að fá fram afar sterk liffræðileg áhrif með þvi að beita allri tiðniröðinni, i stað þess að beita einni einstakri tiðni. En mikilvægt er að blanda hinum einstöku tiðnum saman á sér- stakan hátt. F^lyborg hefur sótt um einka- leyfi á tækjum sinum en vafa- samt er, að hann fái það. Hann er heldur ekki einn um aðferð sina, þótt hann hafi ef til vill náð lengst á þessu sviði. Fleiri rann- sóknarst. i K.höfn vinna að rann- sóknum á læknisfræðilegum áhrifum hljóðbylgja, og það sama er að segja viða erlendis, og þá ekki sizt I Þýzkalandi, Austurriki og Sviss. Kindt Flyborg var upphaflega verkfræðingur i veikstraumsraf- fræði og starfaði á þvi sviði á árunum 1960-61 á Finsensstofnun- inni. A árunum 1961-65 við Kjarn- orkutilraunastofnunina á Risö. Þar vaknaði áhugi hans á áhrifum hljóðbylgja á sjúkdóma, sem staðfest var i fjölda tilrauna umallanheim. Sú þekking hefur þó ekki til muna haft áhrif á hina hefðbundnu, viðurkenndu sér- fræöikunnáttu innan læknis- fræðinnar. Um áraraðir beitti Flyborg hljóöbylgjum til að lækna ættingja sina og vini, og árangurinn var svo framúr- skarandi. að 1965 sagði hann upp stöðu sinni i Risö og snéri sér alveg að þessu viðfangsefni. Og i dag er hann fyrst að komast verulega á rekspöl, einkum hvað útbreiðslu og viðurkenningu snertir. Hófst áriö 1940 Unnið er við hljóðlækningar viðs vegar um heim. Sænski sál- fræðingurinn dr. Alex Pontvik hóf að beita „hljóð-aðferðum” þegar árið 1940, og 'i greinaflokki, sem hann ritaði i danskt blað á þessum tima, talar hann um „tónlistar-læknisfræðina, sem virðist geta orðið öflugt tæki til að lækna taugaveiklað fólk”. Þýzki læknirinn Arnold Faber sagði árið 1966: „heilsubætandi áhrif 'tónlistarinnar er nýtt og ekki full- rannsakað svið innan læknis- fræðinnar, en fjöldi rannsókna hefur staðfest gildi þessarar að- ferðar”. En hljóðáhrif eru ekki eingöngu sálfræðilegs eðlis. Við marga háskóla í Indlandi hafa um ára- tuga skeið verið gerðar umfangs- miklar rannsóknir á áhrifum hljóðs á vöxt plantna. Hafa þessar byltingarkenndu rannsóknir mikið verið ræddar viða um heim. 1 Bandarikjunum hafa og verið gerðar itarlegar rannsóknir á plöntum, sem með- höndlaðar hafa verið með hljóð- Verkfræðingurinn Kindt Flyborg beitir hér sinni sérstöku „hljóðaðferð” viö einn sjúklinga sinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.