Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 23
Sunaudagar 11. narx 1*73 TIMINN DRALON - RW DRALON -SPORT GRETnS-GARN C1007- ulD GRILON-GARN GRILON-MERINO GEFJUN AKUREYRI FÓLSUN GAMALLA MUNA ORÐIN HEIL IÐNGREIN Jesper Bruun Rasmussen fornmunasali meö gamla trafakefliö. gildir um gömul amboð og list- muni, bækur, frimerki og mynt, vin og reyndar allt, sem heiti hef- ur. Og verðlagiö hækkar stöðugt i réttu hlutfalli við þaö, hve margir gefa sig að slikri söfnun, og munir, sem fyrir skömmu var umsvifalaust hent á haug, komast i afarverð. En freistingin er alls staðar. Höggormurinn komst i ódáins- lundinn forðum og ginnti þau Adam og Evu, og enn er freistar- inn á ferli meðal mannanna. t Eden virðist hann ekki hafa hreppt annað kaup fyrir brellni sina en ánægjuna af syndafallinu. Nú virðist hafa orðið sú hugar- farsbreyting hjá honum, að fémunir og gróði sé það, sem "þyngst vegur. Æskul.hreyfingar, eiga að írelsa nýjar kynslóðir af klafa auðhyggju og gróðafiknar, eru fyrr en varir orðnar hjálpar- gagn handa gróðabrallsmönnum til þess að mata krókinn. Og að sinu leyti hefur fikn fólks i það. sem minnir á liðna tið, orðið til þess, að risið hefur upp sú starfs- grein að falsa gamla muni, hvort heldur það er nú mynt, leirkrúsir eða vinnutæki af einhverju tagi, og selja þá siðan grunlausu fólki, sem heldur, að það sé að kaupa eitthvað, sem varðveitzt hefur frá kynslóð til kynslóðar. Jafnvel útskornir hlutir eins og trafakefli geta verið falsaðir. Eitt slikt mál er einmitt nýkomið á daginn i Danmörku. Þekktur fornmunasali fékk fallegt trafa- kefli með ártalinu 1784 til sölu á uppboði. Þeim, sem skrásetti það, varð starsýnt á það, þvi að honum fannst endilega, að hann hefði séð annað trafakefli nákvæmlega eins. Þetta þurfti þó ekki að vera neitt einkennilegt, þvi að stundum ber við, að sömu hlutirnir eru seldir aftur og aftur. Samt sem áður nægði þetta til þess að vekja tortryggni. Efnafræðileg rannsókn leiddi i ljós, að trafakeflið var nýtt og meira að segja að nokkru leyti úr plasti. Eigi að siður var það ákaflega trú eftirliking. Allt Kallar á andstæðu sina. Sveiflur frá einu skauti til annars virðist vera eitt þeirra lögmála, sem stjórna lifi okkar. Á einu skeiði rikir siðavendni og ströng venjuboð, en svo gliðnar allt i sundur og flest þykir góð latina, unz nýtt endurkast kemur. Þetta er eins og flóð og fjara i mannlif- inu. Af þessum sökum kemur það ekki á óvart, að nú á öld óðfluga tækniþróunar er fikn i allt, sem gamalt er, miklu meiri en nokkru sinni áður. Um allar jarðir er sifellt verið að halda uppboð, sem gera hvort tveggja i senn: að full- nægja söfnunarlöngun manna og gefa þeim kost á að eignast gamla og sérkennilega gripi til þess að prýða með stofuna sina. Þetta Italskur vasi frá því um 400 fyrir Krist. Reyndar gæti hann hafa veriö geröur i gær. Nú þykir sýnt, að einhver náungi hafi gert sér mót til þess að búa til slik trafakefli, enda lik- legt, að hann hafi þegar komið nokkru af framleiðslu sinni út. Hins vegar má hann vara sig hér eftir, að minnsta kosti i Kaupmannahöfn. En þetta er engin nýlunda. Allt moraraf fölsuðum fornmunum — griskir vasar, sem eiga að hafa verið gerðar fyrir fæðingu Krists, kunna að vera tveggja ára, Framhald á bls 39 Danskir peningar og sænskir frá 1600 eöa þar um bil, en allir falsaöir, þegar betur er að gáö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.