Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagnr 11. mari 1*73 Menn og mákfni Hirð Hákonar gamla FYRIR rúmum 22 árum flutti Jón Jóhannesson prófessor af- bragðsgott háskólaerindi, sem hann nefndi: Hirð Hákonar gamla. I erindinu sýndi Jón fram á, hve stóran þátt það átti i þvi, að Island komst undir Noregs- konung, aö islenzkir höfðingjar höfðu iðkað þann sið að gerast hirðmenn konungs og gengið undir þær skyldur og lika hlotið þau réttindi, sem þvi fylgdu. Hákon gamli notaði sér þetta út i yztu æsar. I niðurlagi erindisins, rekur Jón ýmis atriði er leiddu til hruns hins forna lýðveldis. Hann segir siðan: „Loks var hin gamla meinsemd, hirðganga Islendinga, sem varð hættuleg jafnskjótt og konungur fékk ágirndá landinu. Konungsgarður var rúmur inn- göngu,en þröngur útgöngu. Þeir, sem gerzt höfðu konungi hand- gengnir, voru ekki algerlega sjálfráðir og áttu örðugt með að losna úr netinu. Þeir máttu ekki fara frá hirðinni nema i orlofi konungs. Þvi siður máttu þeir fara orlofslaust til Islands. Konungur færði sér það rækilega i nyt og hélt sumum þeirra árum saman i Noregi, meðan tilraunir hans til að ná yfirráðum yfir tslandi stóðu sem hæst. Hann gat stefnt hinum handgengnu Islend- ingum til Noregs, hvenær sem honum þóknaðist, enda gerði hann þaö óspart. Stundum tók hann gísla af þeim til að tryggja sér, að þeir svikjust ekki um aö reka erindið Hafa tvö dæmi þess veriðnefnd, en þau kunna að hafa verið miklu fleiri. Konungur fylgdist vel með öllu, sem gerðist á Islandi, enda komu norskir hirömenn hans oft hingað i ýmsum erindum, sumir sem njósnarar. Arið 1254 sendi kon- ungur Sigurð silkiauga hingað til að skynja, hversu Sigvarður biskup ræki konungserindi. Er þó mælt, aö konungur hafi treyst biskupi vel. Er Gizur fór til tslands 1258, sendi konungur Þór- halla hinn hvíta, hriðmann sinn, til aö skynja, hversu Gizur flytti mál hans. Marga aðra trúnaðar- menn sina sendi konungur þá út hingað á öðrum skipum i sömu erindum. Gizuri hefur ekki verið hægt um vik að fara mikið i kringum þá. Hinir norsku hirð- menn voru lögunautar ýmissa islenzkra hirðmanna og gátu þvi auðveldlega smeygt sér inn hjá þeim. Ef konungur taldi, að hand- genginn maður hefði brugðizt honum, var við hinu versta að búast. Refsivöndur hans náði langt, jafnvel út hingaö. Um það bera örlög Snorra Sturlusonar raunalegt vitni. Þegar alls þessa er gætt, má i rauninni furðulegt heita, aö viönámsþol tslendinga skyldi ekki bresta fyrr en varð. En er þaö hafði brostiö, var öröugt uppreisnar. Konungurhélt hirðinni lengi vel við, og hún studdi hann til að halda þeim völdum, sem hún hafði komiö i hendur honum. Fyrir þvi var æðsti umboösmaöur konungs hér á landi kallaður hirðstjóri um margar aldir. Og enn hefur ekki fennt i spor hirðar Hákonar gamla með öllu”. Nýir hirðmenn Ýmislegt, sem hefur gerzt undanfarið i landhelgisdeilunni við Breta og Vestur-Þjóðverja, rifjar upp þessa sögu um hirö- menn Hákonar gamla. Ýmis áróöur, sem hefur birzt að undanförnu, er eins og hann væri skrifaður eða talaður af mönnum, sem tilheyrðu hirð Bretadrottn ingar. Þaö er reynt eftir megni að gera litiö úr útfærslunni og sagt, að hún sé aðeins á pappirnum. Það er kappkostað að halda þvi fram, aö Bretar hafi aukið afla- magn sitt á tslandsmiðum siöan útfærslan var gerö. Þaö er ógnað meö því, að hætta sé á árekstrum á tslandsmiöum. Það er markvist veriö að reyna að draga þrek og úthald úr Islendingum og undir- búa það, að þeir fallist á hvaða skilyrði Breta, sem er. Vafalitið hefur það verið eitt- hvaö á þessa leið, sem hirðmenn Hákonar gamla fluttu mál sitt: Það hefur verið gert litiö úr sjálf- stæði tslands. Það hefur verið sagt, að þjóðin væri oröin kaup- skipalaus. Það hefur verið ógnað með þvi, að konungur kynni að senda her til landsins, ef ekki væri samið viö hann. Þannig hefur kjarkur þjóðarinnar verið brotinn niður smám saman og einn höfðinginn af öðrum verið beygður til uppgjafar. Ekki sizt hefur Gissur Þorvaldsson kunnað að haga þessum málflutningi vel, enda öðrum mönnum slyngari i þeim efnum. En sá er munurinn, að hirðmenn Hákonar gamla fluttu þennan boðskap hálf- nauðugir. Hið sama verður ekki hægt að segja um hina nýju hirð- menn Bretadrottningar. AAikið hefur áunnizt Það er vissulega eins rangur málflutningur og hugsazt getur, aö ekkert hafi áunnizt i land- helgismálinu siöan núverandi rikisstjórn kom til valda. Það, sem hefur áunnizt.er m.a. eftir- farandi: öll rikin hafa i reynd virt hina nýju fiskveiðilögsögu, nema Bretland og Vestur-Þýzkaland. Það er vissuiega ekki iitill ávinn- ingur. Tvimælalaust mun þetta stuðla að þvi, að Bretar og Vestur-Þjóöverjar veröa aö láta undan siga fyrr en ella. A allsherjarþingi Sameinuöu þjóðanna i haust var samykkt til- laga, sem flutt var af tslandi og fleiri rikjum, um að sama lög- saga skuli gilda um auðæfin i hafsbotninum og um auöfæin i sjónum yfir honum. Þetta styrkir mjög alla aðstöðu Islands i land- helgismálinu. Brezkir togarasjómenn hafa i vaxandi mæli kvartað undan þvi, að erfitt væri að fiska undir þeim kringumstæðum, sem hafa skapazt á Islandsmiðum eftir útfærsluna og hafa hvað eftir annað hótað þvi að halda skipunum heim. t Bretlandi fer augljóslega vaxandi skilningur á málstað okkar, og má ekki sizt ráða það af þvi, að stórblöð eins og The Times og The Guardian hafa birt fleiri greinar, sem hafa veriö okkur hliðhollar, en greinar, sem hafa veriö okkur andsnúnar. Jafnvel i þeim greinum, sem hafa verið okkur andvigar, kemur fram stórum meiri skilningur á málstað Islands en i landhelgis- deilunni 1958. Afli Brefa Engar tölur eru fyrir hendi um það, hver hafi veriö afli Breta innan 50 milna markanna fyrir eða eftir útfærsluna. Allar tölur, sem Bretar birta um afla á tslandsmiðum, eru miðaðar viö miklu stærra svæði. Það er þvi alveg út i hött, aö ætla að nota umræddar tölur Breta til sönn unar þvi, að útfærslan hafi engan árangur borið. Með rök- semdafærslu mætti segja, að útfærslan i 12 milur hafi engan árangur boriö, þvi að ekki dró neitt úr afla Breta á tslands- miðum eftir að hún kom til fullra framkvæmda, ef fariö er eftir brezkum skýrslum. Besti mælikvarðinn'á það, hvort útfærslan hafi engan árangur borið, er sá vitnisburður brezkra sjómanna sjálfra, sem minnt er á hér á undan. Þeir hafa hvað eftir annað sagt, að illmögu- legt sé að veiöa innan 50 mflna markanna, þegar'*islenzku varð- skipin eru ekki trufluð frá gæzlu, og margsinnis hótað þvi að halda skipunum heim, ef þeir fengju ekki herskipavernd. Þó játa þeir allir, að mjög erfitt sé að veiöa undir herskipavernd. En þetta minnast hinir nýju hirðmenn Bretadrottningar ekki á. Þeir hampa bara brezkum aflatölum, sem ná til miklu stærra svæöis en 50 mflna mark- anna. Engar tölur eru hins vegar til um, hver afli þeirra hefur verið innan þeirra. Þaö er þó vitanlega aðalatriðið, en allt bendir til að hann hafi minnkað verulega. A.m.k. benda framangreindar umkvartanir brezkra togara- manna eindregið til þess. Verstu samn- ingarnir Þá er komið aö hinum gamla hirðsöng, að komið geti til árekstra vegna útfærslunnar. Vissulega er það ekki útilokað en hjá þeirri áhættu verður ekki komizt, ef við ætlum ekki aö beygja okkur fyrir hinu brezka ofbeldi. Slikar ógnanir éru ekki óþekktar, þvi að þær voru á sinum tima notaðar tilað fá þjóðina til að sætta sig við hina verstu samninga sem islenzk stjórnvöld hafa gert, nauður.gar- samningana 1961. Allt bendir nú til, að bæöi Bretar og Vestur- Þjóðverjar væru búnir að gera við okkur bráöbirgðasamkomu- lag, svipað og Belgiumenn, ef landhelgissamningarnir frá 1961 stæðu ekki i veginum. Vegna þessara samninga hafa Bretar nú fengið þann úrskurð Alþjóða- dómstólsins, að hann eigi lögsögu i málinu. Þennan úrskurð Alþjóðadómstólsins nota þeir Bretar, sem eru okkur and- stæðastir i málinu, til að torvelda samkomulag. M.a. halda þeir þvi fram, að meðan dómstóllinn kveður ekki upp endanlegan úrskurð i málinu, eigi Bretar rétt til þess samkvæmt bráðabirgða- úrskurði dómstólsins að veiða hér árlega 170 þús. smálestir. Þeir berjast þvi harölega gegn öllum frekari tilslökunum af háldu brezkra stjórnarvalda. tslendingar ættu þvi ekki að láta þá sögu endurtaka sig, að láta hótanir um árekstra beygja sig til að fallast á nýja nauðungarsamninga á borð við þá, sem voru gerðir 1961. Tilboð Breta Eitt af þvi, sem hirðmenn drottningarinnar keppast viö að kyrja, er þaö, að það hafi strandað á tslendingum, að ekki hafi enn náðst bráðabirgðasam- komulag við Breta og Vestur- Þjóöverja. Fyrirstaðan komi frá kommúnistiskum öflum innan rikisstjórnarinnar. Slikum áróðri er bersýnilega ekki ætlaö annaö en að spilla fyrir málstaö okkar hjá vestrænum þjóðum. Hið sanna er lika, aö hér hefur ekki strandaö á tslendingum, heldur Bretum. Brezk stjórnarvöld hafa enn ekki gertneitt það tilboð, sem nokkur tslendingur hefur viljaö mæla með opinberlega. Tilboð Breta hafa ekki aöeins veriö þannig, að þau hafi gengið alltof skammt, heldur hefur veriö miöaö við það, aö eftirlitið meö samkomulaginu væri fyrst og fremst I höndum Breta sjálfra. Þeir hafa gert tillögur um hámarksafla eba fækkun veiöi- daga, en hvort tveggja er þannig háttaö, að næsta útilokað væri fyrir tslendinga að fylgjast nokkuð með framkvæmdinni. A þessu hafa samkomulagstil- raunir strandað hingað til. Tilboð Breta hafa verið þannig, að enn hefur ekki neinn tslendingur viljaö mæla með þeim opinber- lega. Tilboð íslend- inga tslendingar hafa hins vegar gert Bretum tilboð, sem ekki veröa talin ósanngjörn, þegar tekið er tillit til ástands fiskstofn- anna við tsland. Selja má, að það tilboð, sem tslendingar hafa gert, hafi I meginatriðum verið byggt á land- helgissamningi, sem gerður var milli Bandarikjanna og Brasiliu á siðastl. vetri. Sá samningur veitir bandariskum rækjubátum undanþágur innan fiskveiðiland- helgi Brasiliu, sem Bandarikin viðurkenna ekki. Höfuðatriði hans eru þessi: 1. Samið er um ákveðna tölu og stærð skipa. 2. Samið er um ákveðin svæði og ákveðinn tima sem skipin megi veiða innan svæðanna. 3. Eftirlitið meö samningnum er i höndum strandrikisins. Bráðabirgðasamkomulagið milli tslands og Belgiu var I höfuðatriðum byggt á þessum grundvelli: Islendingar hafa i næstum heilt ár verið reiðubúnir til samninga við Breta á þessum grundvelli, en Bretar hafa hafnað þvi. Þeir- hafa hvorki viljað semja um tölu eöa stærö skipa og þeir hafa ekki viljaö semja um aö eftirlitö væri i höndum strandrlkis. A þessu hafa samningarnir strandaö. Ef Bretar vilja sýna sanngirni i þessum málum, eiga þeir að fylgja fordæmi Bandarikja- manna, er Jieir sömdu við Brasiliumenn. Enn hefur ekki veriö bent á annan grundvöll, sem er eins skýr eða fullnægir betur þeim óskum beggja, aö ljóst sé, hvað samið er um og aö hægt sé aö fylgjast með þvi, aö það sé haldiö. A orðsendingu þeirri, sem for- sætisráðherra Breta sendi for- sætisráðherra Islands á siðastl. hausti.var ekki annað ráðiðien aö Bretar væru tilbúnir til að ræða um tölu og stærð skipa. Þegar til kom.reyndist það ekki. Strax og Framhald á bls 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.