Tíminn - 11.03.1973, Page 27

Tíminn - 11.03.1973, Page 27
Sunnudagur 11. marz 1973 TÍMINN 27 AI.AN GILZEAN. . .sem scst á myndinni, meö upprétta hönd, fagnar göðu skailamarki gegn Stoke. Við hliðina á honum er Gordon Banks og fyrir aftan þá.standandi, sést „Stóri Chivers” hinn mikli marka- skorari Tottenham. Waddington, framkvæmdastjrfri Stoke City, fékk að horfa á Alan Gilzean tæta i sundur vörn Stoke, með stórkostlegum sköllum og fyrirgjöfum, þegar Tottenham og Stoke áttust viö, sagði eftir leik- inn: „Leikmenn minir töpuðu hverju skallaeinviginu á fætur ööru, þeir reyndu æ ofan i æ að ná knettinum af Gilzean. En „Gilly gamli” lét aldrei taka af sér knöttinn, hann geröi sér litið fyrir og lék á leikmennina, eða þá sendi knöttinn snilldarlega frá sér á réttum augnablikum. Hann virðist hafa þá eiginleika, sem mjög fáir leikmenn hafa i dag. Hann er alltaf fyrstur á knöttinn og hann getur skilað honum frá sér i erfiðustu stöðum”. Leikmenn Stoke áttuöu sig aldrei allan leikinn á Alan Gilzean, þvi að eiginleikar hans eru sérkennilegir. Gamli maður- inn er fimur eins og skilminga- maður, hann stingur af yfir náttúrulegri nákvæmni, en ban- vænum stungum eigi að siöur. Af þeim sjö mörkum, sem voru skor- uð i leik Tottenham og Stoke, var mark „Gilly” eins og hann er kallaður af áhangendum Spurs, það lang bezta. Hann stökk upp og skallaði knöttinn úr þröngri að- Gilzean er orðinn átrúnað- argoð stuðningsmanna Tottenham Hotspurs . . . — þeir líta á hann sem tengilið við fortíðina. „Gilly" virðist blómstra um þessar mundir, þó að jafnvel séu fleiri grá hár en svört, í því litla hári , sem eftir er á höfði hans. I MIÐRi STJÖRNU- DÝRKUN enskrar knatt- spyrnu, er maöur, sem sannar málsháttinn: „Ekki ersú músbetri, sem læðist, helduren sú, sem stekkur". Sá maður er Alan Gilzean, skozki landsliðsmaðurinn, sem hefur leikið 22 lands- leiki og var aðalmaðurinn hjá Dundee í Evrópukeppni meistaraliða 1962-63, þegar Dundee komst í undan- úrslit. Gilzean var síðan keypturtil Tottenham Hot- spurs i desember 1964 á 72,500 þús. pund. Hann er vel þess virði að fylgzt sé með honum í dag. Hann er athyglisverður ekki aðeins vegna sinnar frábæru skallaleikni, heldur einnig fyrir, hvaðhann hefur glöggt auga fyrir meðspilurum sinum, sem hann matar með góðum sendingum á þýðingarmiklum augnablikum. Það er eftirtektarvert, að vin- sældir hans hafa vaxið og marg faldazt núna, svo að segja i lok knattspyrnuferils hans. Knatt- spyrnuferils, sem hefur veriö mjög einkennilegur, vegna þess að Alan Gilzean hefur ekki oft notið þeirra vinsælda og virðing- ar, sem hann hefur átt skiliö. Núna þegar fleiri grá heldur en svört eru i þvi litla hári, sem hann hefur eftir á höfðinu, þó virðist Gilzean blómstra I vin- sældunum meöal áhangenda Spurs. En þeir eru taldir van- þakklátustu áhorfendur á öllum Bretlandseyjum. Þeir vilja að- eins frábæra leikmenn og ekkert annað — það er þvi engin furöa, þó að Tottenham sé dýrasta knattspyrnuliö Bretlandseyja. Núna fyrr i vetur, þegar Tony stöðu frá vitateigslinu — niður og til hægri við snillinginn Gordon Banks, markvörð Stoke. Slik mörk ganga nú undir nafninu „Gilly special”. En það kom einnig annað fram i þessum leik. Frábær skallabolti frá honum, varð þess valdandi, aö „Stóri Chivers” fékk skoraö mark I leiknum. Siðan tók hann viö knettinum á brjóstkassann, drap hann og sendi hann viö- stöðulaust til John Pratt. Þessi frábæra sending, varð þess vald- andi að Pratt skoraöi „hat trick” i leiknum. Þetta er þaö, sem Eng- lendingar kalla, aö spila fyrir liö- ið. Núna fyrst kunna áhorfendur að meta þessa menn, sem leika fyrir liðið, til jafnaðar við þá, sem skora mörkin. Gilzean tekur ekki á af fullum krafti á æfingum — það væri hægt að setja út á hann vegna þess, en hann lifir sig inn I þá leiki, sem hann leikur. Og hann er ekki alltaf að hugsa um knattspyrnu, hann hefur mörg önnur áhugamál og vissa hans sjálfs, að hann spili knattspyrnu vel, er nóg fyrir hann. Gilzean er dæmigerður stemningarmaður.Ef áhorfendur og liðið er dauft, er hann einnig daufur. Þegar baráttuvilji er hjá liðinu, er hann ávallt fremstur i bardaganum og þeysist um eins og grenjandi ljón, og hann virðist svo sannarlega berjast á þessu keppnistimabili. Gamli maöurinn virðist hafa smitazt af ákafanum i hinum fjölmörgu ungu leik- mönnum I Tottenham-liðinu. Gilzean er orðinn átrúnaðargoð stuðningsmanna Spurs. Þeir lita á hann sem tengilið viö fortiðina, sem fræg var fyrir stjörnur eins og Blanchflower, Mackay, White, Jones, Olla og Greaves. Hrifningaróp áhorfenda yfir markinu hans gegn Stoke voru gifurleg, það virtist eins og áhorf- endur ætluðu aldrei aö stoppa. Þeir kunna að meta gamla mann- inn, eins og hann er svo oft kallað- ur þó að hann sé aöeins 33 ára. Beztu árin hans með Tottenham eru liðin og stefna Spurshefurver- ið að verðlauna góða leikmenn með tækifæri til að reyna sig ann- ars staðar, eins og t.d. Dave Mackay til Derby ....Cliff Jones til Fulham... Bobby Smith til Brighton. Þarna er verið aö verð- launa góðan árangur hjá Spurs. Nú er búið aö ákveða, að Gilzean verði annaö keppnistima- bil hjá Tottenham — hann hefur stöðugt verið að gera mörk siö- ustu mánuðina og er enn að. Þó koma fyrir leikir, þar sem „Gilly” virðist þreyttur, sveitta ennið hans og hlaup hans yfir völlinn, missa þá mýktina (En þetta mátti t.d. einnig sjá hjá Di Stefanó, I lok keppnisferils hans). Þegar þessi þreytumörk koma fyrir Gilzean, þá er hann tekinn útaf, alveg dauðuppgefinn. Þeir, sem ekki þekkja Gilzean vel, gætu veriö undrandi á þvi, að hann skuli vera i Tottenham-lið- inu, þar sem Ralph Coates (skoraöi markiö I deildarbikar- úrslitunum á Wembley um siö- ustu helgi, þegar hann kom inn á sem varamaöur), er látinn ylja varamannabekkinn. En við þá menn er hægt að segja: I enskri knattspyrnu er engin miskunn ef Alan Gilzean ætti ekki heima i Tottenham-liöinu, væri hann ekki þar. Aðdáendur Tottenham, eru þakklátir hverjum leik, sem „Gilly” leikur með. „GILLY GAMLI”. . . eins og Gilzean er kallaöur af áhangendum Spurs, sést hér skora mark Ileik gegn meisturunum Derby. „Gilly” er dæmigerður „stemningsmaOur”, pegar barátta er hjá Tottenham-liðinu, er hann ávallt fremstur i bardaganum og þeysist um eins

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.