Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 11
Sagt er, að nytin aukist tii muna I kúnum, ef þær fá að hlusta á góða eykst. en alla vega ku vera liklegt, að þær fái einhverja bót meina tónlist, helzt sigilda. Hér eru tveir sjúklingar Flyborgs, sem hlýða á sinna. hljóð i afslöppun. En ekki er okkur kunnugt um, hvort nytin I þeim bylgjum af ofurtiðni, og hefur komið i ljós greinileg vaxtar- breyting hjá plöntunum. Af fleiri tilraunum meö hljóöbylgjur má nefna, að athugað hefur verið, hvaða áhrif tónlist hefur á kýr og svin, og hefur það gefið góðan árangur. Má geta þess i leiðinni, að i einu fjósi hérlendis a.m.k. eru að staðaldri notuð fullkomin hljóðflutningstæki til tónlistar- flutnings fyrir kýrnar, og að sögn hefur það haft mjög góð áhrif á þær á margan hátt. A rannsóknarstofu Flyborgs er mest áherzla lögð á rannsóknir á innkirtlunum, einkum heila- dinglinum, skjaldkirtlunum, kyn- kirtlunum og nýrnarkirtlunum. Siðustu árin hafa rannsóknir og læknismeðhöndlunin einnig beinzt að taugakerfinu i sam- ræmi við reynslu dr. Pontviks, með góðum árangri. Hljóðmeð- höndlunin hefur áhrif á þvi nær alla sjúkdóma, þó ekki Parkinsons-veiki. Einnig virðast hljóðbylgjurnar hafa litil bata- áhrif á sjúkdóma þá, sem lúta að heyrninni. Af könnun, sem gerð var fyrir nokkrum árum á 334 af sjúklingum Glyborgs, kom þetta i ljós i aðalatriðum, og er þá sleppt hér hlutfalli einstakra sjúkdóma : 18% hlutu algjöran bata, 27% nærri þvi albata, 24% einhvern bata, 18% litinn bata, 13% engan bata. Það skal skýrt tekið fram, að árangur með- höndlunar Fyborgs hefur batnað mjög frá þvi, sem hann var, er þessi tilraun var gerð. Upphaflega beitti Flyborg ein- göngu beinum hljóðbylgjum gegnum heyrnartæki. En seinna komst hann að þvi, að hægt var að ná sömu áhrifum með þvi að láta sjúklingana drekka eimað vatn, sem áður hafði verið beitt rafeindaáhrifum af sérstakri tíðni. Haldast áhrif þessa vatns i um það bil sex vikur. Bendir nú margt til þess, að vatn sé ekki að- eins hinn einfaldi vökvi, sem menn lærðu um i skólum i bernsku Og það má lika breyta vatni til bóta utan likamans. 1 rúss- nesku sérfræðiblaði var fyrir nokkrum árum grein, sem sagði frá tilraunum Verkfræði- og byggingarstofnunarinnar á segulmögnuðu vatni. Kom i ljós m.a. að með þvi að nota slikt vatn i steypu, má auka styrkleika steypunnar um 35-50% og um leið spara sementið um allt að 20% Enn sem komið er hefur enginn getað gefið fullnægjandi skýringu á þessu fyrirbæri. Þýzki visindamaðurinn dr. med. Siegfried Rilling hefur undanfarin ár stundaö rannsóknir á jafnstraumi i eimuðu vatni. Hefur hann fundið mjög mis- munandi eiginleika viö vatniö, eftir þvi hvaðan það var upp- runnið. 1 tilraunum sinum hefur Kindt Flyborg einnig staðfest mismunandi leiðni i vatni, eftir þvi, hvernig tiöni hafði áður verio beitt við þaö. Og aö sögn Flyborgs virkarhiösérmeöhöndlaöa vatn á um 97% allra sjúlkinga hans. —Stp Emier tœki/öm... til að eignast hlut í banka. Slík tækifæri bjóðast ekki á hverjum degi! Nú eru aðeins um 15 milljónir óseldar af hlutafjáraukningu Samvinnubankans úr 16 í 100 millj. kr. Með því að gerast meðeigandi öðlast þú rétt til virkari þátttöku í starfsemi bankans og gerir jafnframt örugga fjárfestingu. Þeir samvinnumenn sem hafa áhuga á að eignast hlut, snúi sér hið fyrsta til bankans, útibúa hans eða næsta kaupfélags. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, REYKJAVÍK, SÍMI: 20700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.