Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 11. marz 1973 Tónlist ætti að kenna í öllum barna- skólum Hér situr listamaöurinn við hijóöfæriö sitt, þótt aö visu sé þaö olnboginn, en ekki fingurnir, sem hann stvður ó flygilinn að þessu sinni. EINN af þeim um þaö bil þrjátiu tónlistarskól- um, sem starfandi eru úti um byggðir landsins, er tónlistarskólinn i Mosfellssveit. Skóla- stjóri þess skóla er ólaf- ur Vignir Albertsson, pianóleikari, og hann þarf naumast að kynna, að minnsta kosti ekki fyrir þeim, sem ein- hvern tima hlusta á tón- list i útvarpi eða sjón- varpi. Ólafur var sóttur heim einn góðan veðurdag, ekki alls fyrir löngu, og hann varð ljúfmannlega við þvi að svara nokkrum ófróð- legum spurningum. Uppeldisgildi — Hvenær var tónlistarskólinn i Mosfellssveit stofnaður? — Hann tók til starfa haustið 1965, og var bá útibú frá Tónlist- arskólanum i Reykjavik. Þannig starfaði hann i eitt ár, en var þá gerður að sjálfstæðum skóla og hefur verið rekinn þannig siðan. — Eru nemendur margir? — Þeir eru um áttatiu, og við megum vel við það una, þvi að það er um það bil átta af hundraði allra sveitarmanna. — Skólinn starfar þá auðvitað i nokkrum deildum? — Já, já. Fjölmennustu deild- irnar eru pianódeildin og svo lúðrablásararnir. Svo eru lika byrjendadeildir með blokkflautur og nótnalestur. Enn fremur er kennt á fiðlu, gitar og sitthvað fleira. — Þykir börnunum þetta gam- an? — Já, yfirleitt hafa þau mjög gaman af þvi. Ég held, að við sé- um ekki með einn einasta nem- anda, sem kemur aðeins vegna skipunar foreldra sinna, eða af neins konar nauðung. En vitan- lega eru nemendur okkar mis- jafnlega duglegir, eins og i öllum öðrum skólum. — Og þú efast auðvitað ekki um gagnsemi þessa og jafnvel uppeldisgildi þess? — Nei, það geri ég sannarlega ekki. Einn ágætur kollegi minn, Ragnar H. Ragnar á Isafirði, hef- ur gengið svo langt að fullyrða, að tónlistarmenntun séu ein kynnin, sem nemendur fá af visindaleg- um vinnubrögðum. Það er lika svo, að i tónlist er ekkert til sem heitir hér um bil. Þar er annað hvort af eða á — og ekkert þar á milli. Sem sagt: Fólk, sem lagt hefur stund á tónlistarnám, verður miklu betri nemendur á ýmsum öðrum sviðum. — Nú mun tónlist alls ekki kennd i barnaskólum. Er ekki þó svo ráð fyrir gert i fræðslulögum ? — Jú. 1 námsskrá, sem menntamálaráðuneytið gaf út ár- ið 1960, ef ég man rétt, eru mjög myndarleg ákvæði um tónlistar- kennslu, en þvi miður mun þeim óviða .vera farmfylgt, eins og til er ætlazt, og viða alls ekki neitt. Allir geta eitthvað lært — Telur þú ekki, að hægt væri að koma flestum börnum eitthvað áleiðis á þessu sviði með þvi að kenna tónlist i almennum barnaskólum? — A þvi er ekki nokkur minnsti vafi. Hvert einasta mannsbarn, sem á annað borð getur eitthvað lært, það getur lært að þekkja og lesa nótur á örfáum vikum. Að læra að þekkja þetta kerfi, sem notað er, tekur aðeins örstuttan tima, og þá eru menn læsir á tón- list. Ef menn svo siðar ætla að læra eitthvað meira, þá er þetta hinn ákjósanlegasti grundvöllur til þess að byggja á, og léttir mjög mikið undir með nemendum. — Hvað um þá, sem á fullorð- ins árum fara að syngja i kórum? Kunna þeir allir að lesa nótur? — Reynslan hefur sýnt, að svo er ekki, enda hefur þetta fólk oft- ast farið á mis við alla tónlistar- kennslu i æsku. Þegar svo er ástatt, er ekki um neitt annað að ræða, en að kenna þeim lögin eins og páfagaukum. Þessu mætti likja við það, að leikarar kynnu ekki að lesa, heldur yrði að fá fólk til þess að lesa fyjir þá textann, þangað til þeir loksins kynnu hann. — Setjum nú svo, að tónlist væri kennd i öllum barnaskólum. Engu að siður yrði það varla nema litill hluti nemenda, sem áhuga hefði eða getu til þess að halda þvi námi áfram. —Eins og ástandið er núna, eru tónlistarskólarnir að reyna að bæta fyrir gamla og nýja van- rækslu — stoppa i götin á fram- kvæmd ákvæðanna um tónlistar- kennslu i skólum. En ef þetta væri eins og þú varst að segja, að tón- list væri kennd i öllum barna- skólum — eins og lika er tvimæla- laust langæskilegast — þá gætu tónlistarskólarnir valið úr nem- endum og jafnvel uppgötvað þar hæfileika, sem núna fara for- görðum, af þvi að enginn verður þeirra var. Siðan mundu tón- listarskólarnir taka við þeim nemendum, sem lengra vilja halda, eða eru meiri gáfum gæddir en aðrir. Og þegar undir- stöðufræðsla i tónlist er orðin al- menn, hækkar „standard” tón- listarlifs okkar um leið. — Höfum við þá i rauninni verið að byggja húsið að ofan frá i þessum efnum? — Já, þvi miður finnst mér það. Undirstaðan hefur verið vanrækt. „Þar vartil orgelhjallur..." — Svo ert það nú þú sjálfur. Það hefur auðvitað ekki verið kennd tónlist i þinum barnaskóla? — Jú. Okkur var smalað saman eins og fé i rétt, og svo vorum við látin kyrja þessi algengustu lög, sem flestir kunna. Hins vegar var dálitið iðkuð tónlist heima hjá mér. Þar var til gamall orgel- hjallur og á hann lék móðir min. Ég mun lika hafa byrjað nokkuð snemma að fikta við það. Mér er sagt, að ég hafi verið fjögurra ára, þegar ég fórað spila svolitið eftir eyranu, eins og kallað er. En ég man, að mér fannst þetta orgel óskaplega ómerkilegt hljóð- færi, og mig langaði snemma til þess að eignast pianó. Svo var gamla orgelið selt og pianó keypt i staðinn. Ég mun hafa verið sjö ára, þegar það gerðist, og eftir það fór ég að spila meira og svo að læra, upp úr þvi. Næst er svo þar til máls að taka, að Asgeir Beinteinsson kom heim frá námi. Ég varö mjög hrifinn af hans leik og ákvað nú að hleypa i mig kjarki og gerast nemandi hjá honum, ef hann vildi leiðbeina mér eitthvað. Hann tók mér af mikilli ljúfmennsku og það varð úr, að ég stundaði nám hjá honum. Siðan innritaöist ég i Tón- listarskólann i Reykjavik, og var þá vist orðinn átján ára. Þar SPARIÐ EINNIG SPORIN! Orðsending um nýja þjónustu Vér höfum þá ánægju aðtilkynna yður að náðst hefur sam- komulag við Tryggingastofnun ríkisins um greiðslu á öII- um tegundum tryggingabóta inn á bankareikninga. Fra mvegis getum vér því boðið yður þá auknu þjónustu, að vitja greiðslna yðar þar, jafnóðum og þær koma til út- borgunarog leggja inn á sérstaka sparisjóðsbók eða hvern annan viðskiptareikning hér við bankann, sem óskað er. SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7 sími 20700 Háaleitisbraut 68 sími 84220

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.