Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 40
* ........................—...1.1, Sunnudagur 11. marz 1973 - MERKIÐ, SEM GLEÐUR HHtumst i kmtpfélaginu * ' Gistíð á góóum kjörum «Honúi =feí7[| M i iibJl]|IU Inl iGOÐI ^fyrirgóöan mtU $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSIHS HUSBYGGINGAR HEFJAST A NY I HOFÐAKAUPSTAD Þar er nú atvinnulíf í góðum gangi og senn vantar fólk JJ-Skagaströnd. — Atvinnu- ástand hér veröur aö teljast fremur gott, einkum ef miö er tekiö af fyrri árum. Mikil vinna hefur veriö f sambandi viö rækju- vinnsluna nýju, en veiöarnar eru stundaöar af fjárum bátum, sem hafa aflaö vel. Sérstakiega hafa þeir lagt áherzlu á aö veiöa stór- rækjuna, og taka meö þvi aukna áhættu, þvi aö hún heldur sig dýpra og á verri botni. Veröur þvi meira slit á veiöarfærum en elia, en varan veröur miklu betri fyrir bragöiö. Bolfiskafli hefur veriö misjafn, en örvar er nú okkar eini stóri bátur. Þær fregnir bárust nú frá honum aö hann væri kominn meö góöan afla og er væntanlegur inn um helgina. Hann hefur róiö meö vörpu og veriö einhvers staöar fyrir vestan. Húsnæðisskortur Gróska er aö færast i uppbygg- ingu á staönum, en hér hefur sama og ekkert veriö byggt á undanförnum árum. Er nú svo komiö, aö húsnæöisskortur er mikill, og erfitt mun reynast, aö veita þeim aökomumönnum, sem viö þurfum aö fá hingaö meö nýja skuttogaranum, húsnæöi. Fyrir liggur leyfi til byggingar lleöa 12húsa,enþaöer bara ekki nærri nóg. Helzt þyrfti aö tvö- falda þá tölu til aö eitthvaö veru- lega gæti rætzt úr. íbúar staöar- ins eru nú um 550 talsins, og hefur fariö fækkandi fram á siöasta ár, en þá varö litils háttar fjölgun. Nú er útlit fyrir bjartari daga fram undan og eru menn þvi almennt bjartsýnir. Atvinnullfir, sem hér var fyrir skömmu I kaldakoli, er komiö i lag, og á næstunni fer okkur aö vanta fólk til starfa. Olof Palme til Vestmannaeyja Stp, Reykjavik — Gosiö i Vest- mannaeyjum var svipaö á laugardagsmorgun og veriö haföi undanfarna daga. Gekk á meö allmiklum sviptingum I þvi, en sljákkaöi niöur i þvi þess á milli. A föstudagskvöldiö varö vart all- mikillar eiturgufu niöur viö höfn- ina. Var ástandiö taliö þaö alvar- legt, aö ákveöiö var aö flytja fólk- iö úr Isfélaginu og Fiskiöjunni upp i Höföahverfi og barnaskól- ann. Er viö höföum samband viö Eyjar um hálf-ellefu leytiö á laugardagsmorgun, voru jarö- fræöingar og aörir flestir farnir á gosvettvang. Ekki var þó ástæöan sú, aö nokkur sérstök tilþrif væru 1 gosinu, heldur var von á Olof Palme forsætisráöherra Sviþjóö- ar ásamt fleiri stórmennum I heimsókn. Eins og kunnugt er kom Olof Palme ásamt konu sinni til lands- ins siödegis á föstudag, en þau eru hingaö komin I boöi Alþýöu- flokksfélags Reykjavikur og munu sitja árshátiö þess. Lýsti Palme þvi yfir, þegar er hann kom til Keflavíkurflugvallar, aö hann væri ákveöinn i þvl aö fara til Vestmannaeyja og sjá gosiö og vegsummerkin, undir eins og veöur leyföi. Hanna Risgaard á hressingargöngu meö hundinn sinn, fáum dögum áður en hún ól barn fyrir framan myndavélar danska sjónvarpsins. Vatnið er kalt, en orkuforðinn mikill Þegar Mikla- bæjarkirkja stóð í Ijósum loga EINS og kunnugt er brann Miklabæjarkirkja I Blönduhlið I siðast liðn- um mánuði. 1 eidinum fórst margt gamalla og merkilegra kirkjugripa, en sjáif var kirkjan reist nálægt aldamótum. Smíðaði hana á sinum tima timburmeistari á Sauðárkróki, Þorsteinn Sigurðsson, er einnig reisti kirkjuna á Sauðárkróki og Reykjakirkju I Tungusveit og fleiri kirkjur norðan lands. Þessi sérstæða mynd var tekin af kirkjubrunanum, er eidurinn hafði læst sig efst upp I turninn, en Kári blés að kolunum og feykti burt reyknum. Myndina tók Stefán Pedersen á Sauöárkróki. — YFIRBORÐ Þórisvatns hefur komizt hæst I tæpa 575 metra i vetur, en það stóð áður i 571 metra, sagði Jóhann Már Marius- son, verkfræðingur hjá Lands- virkjun. Þaö hefur veriö hieypt úr þvi, þegar kuldaköst hafa komið, mest tveim rúmmetrum á sekúndu og I kastinu fyrir jólin fór vatnsborðið niöur fyrir 572 metra. Hlákutimabil hafa svo veriö notuð til þess að safna vatnsforða að nýju, og þótt mikið hafi verið notað af vatni að undanförnu, er vatnsboröið ekki enn komið niöur I 571 metra. Þegar fariö veröur aö nýta vatnsmiölunina aö fullu, er taliö unnt aö lækka yfirborö vatnsins niöur i um 560 metra. Þaö eru um þúsund gigalítrar, sem til miölun- ar eru I Þórisvatni, og er þaö foröi, er jafngildir 281 milljón kflóvattstunda meöan Búrfells- virkjun er eina orkustööin, sem vatniö fer um, en þegar Sigöldu- virkjun bætist viö, nemur orku- aukningin, sem þessi vatnsforöi gefur einn út af fyrir sig, 460 mill- jónir kllóvattstunda. Viö hæstu stööu Þórisvatns eru sjötlu til áttatiu gígalitrar I hverj um metra af efsta lagi vatnsins, fimmtíu gigalltrar I hinum næsta og þannig smáminnkandi, eftir þvi sem yfirboröiö dregst saman, er lækkar i vatninu. Ekki sagöist Jóhann Már hafa trú á þvi, aö vatnsmiðlunin yröi til þess aö ylja Þjórsá á vetrum, þvi aö vatniö væri mjög kalt — aöeins eitt stig á dýpi og rétt ofan viö frostmark viö yfirborö. KONA ELUR BARN FRAM AN VIÐ SJÓNVARPSVÉLAR — deyfð með kínverskri nólastunguaðferð HC'N heitir Hanna Risgaard og hefur unnið að efnisöflun hjá danska útvarpinu i tvö ár, þrltug að aldri. Hún var van- fær, og ef til vill var það starfsins vegna, að henni hug- kvæmdist að ala barn sitt fyrir framan myndatökuvélar sjón- varpsins, deyfð með kin- verskri nálastunguaðferð. Þetta náöi fram aö ganga, og þó ekki þrautalaust. Þegar til átti aö taka, fannst enginn danskur læknir, sem vildi ann- ast deyfinguna, ef henni yröi sjónvarpaö. Á slöustu stundu gaf aftur á móti sænskur læknir, Stefan Corsec, er mikiö hefur notaö nálastunguaöferö viö deyf- ingu, kost á þessu. En þar sem hann átti mjög annrikt, setti hann þaö skilyröi, aö eigin- maöur Hönnu, sem er flug- maöur, sækti hann i leiguflug- vél til Stokkhólms, þegar aö þvi kæmi, aö konan kenndi sln. Þetta gekk allt eftir. Konan var flutt i sjúkrahúsiö i Abenrai, þar sem ákveöiö var, aö hún skyldi ala barn sitt, sænski læknirinn var sóttur i skyndi, og sjónvarpsmennirn- ir, sem veriö höföu viöbúnir nótt og dag, komu á vettvang. Konan ól barn sitt I sterkjuhita framan viö myndavélar og ljóskastara meö nálar i rööum hér og þar um skrokkinn. Og öllu farnaöist vel. Barniö var telpa, tæpar þrettán merkur. Myndin af þessu öllu veröur svo sýnd I danska sjónvarpinu innan tlöar. Stefan Corsec, sem haföi ærinn starfa viö aö stinga nál- um sinum I konuna og snúa þeim á ýmsa vegu, sagöi á eft- ir, aö hann heföi ekki stefnt aö alveg sársaukalausri fæöingu, heldur látiö sér nægja aö draga úr þjáningunum. Á móti barninu tók hann ekki, heldur danskur sjúkrahúslæknir og dönsk ljósmóöir, hvorugt sér- lega hrifiö af öllu umstanginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.