Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. marz 1973 TÍMINN 13 Bertrands Russel. Þaö segir frá þvi, hvernig fer fyrir heimsins herrum.... Nixon kemur aö brú, sem liggur yfir fljót nokkurt, timans elfi. Hann sér ekki, að brúin er fúin. Nixon heldur út á þá fúnu brú og styður sig við fúareipi. Þessi feyskna brú brestur undir fótum hans sem og kaðallinn, sem hann heldur sér i. Heimsins herra hverfur i gleymskunnar djúp, elfi timans... Þannig fer fyrir svoddan herr- um. — Þetta var nú fallegt, Moberg, segir hjúkrunarkonan. — Kannski hefði maður átt að verða skáld, segir Moberg. Hann talar um strið Amerikana við Vietnama. — Það er eins og Sviþjóð myndi ráðast á Gotland, segir hann. — Ég held mig hér i kofanum minum i hæfilegri fjarlægð frá heimsins eymd. Já, ég fæ að vera hér og reyna að greina gott frá illu. Og eitt hef ég komizt að raun um, það er, að sannleikurinn er refsiverður, en lygin hyllt. Við hlustum sem á gamlan þul. — Hér áður fyrr, þegar við gengum um og þóttumst vera sósialistar, trúðum við á heiminn. Nú veit maður ekki, hverju á að trúa. Jú, við eigum að trúa á Jesú. Hann var sá fyrsti, sem setti sig upp á móti valdhöfunum. Að minnsta kosti er það undur, að hann hefur komizt gegnum líf- ið. 1 þessum kofa, sem hefur að geyma litið herbergi og litið eld- hús, hefur hann búið i meira en sextiu ár. Tveir synir hafa fæðzt i sófanum hérna. Tvær eiginkonur hafa dáið frá honum hér i sama sófa. Sú fyrri burtkallaðist i spönsku veikinni 1918, hin siðari úr lungnabólgu 1926. Kristinn sósialisti Hann hefur lifað lifi sinu sem kristinn maður og sem sósialisti. Hvort það hafi verið erfitt að sameina það? Jú, yfirvöldin hafa nú alltaf haft trúna að yfirskini. Og prestarnir hafa hneigt sig fyr- ir yfirvöldunum. Hann geymir minningu, sem lýsir vel þessari spurningu. Það var heima I Smálöndum, þar sem hann ólst upp. Það átti að vera viðhöfn eftir hámessuna. Góss- eigandinn ætlaði að útdeila gjöf- um til nokkurra gamalla vinnu- karla, sem nú voru að ljúka störf- um eftir sextfu ára þénustu á búgarðinum. Rausn gósseigandans birtist i sinni pletttóbaksdósinni handa hverjum hinna útslitnu manna. — Getið þið imyndað ykkur tóbaksdósir úr pletti. Það var þakklætið fyrir að þeir höfðu slitið sér út, og presturinn lofsöng tó- baksdósirnar og gæzku gósseig- andans. Og allir kirkjugestir gbétu. Já, það var ekki laust við, að gömlu karlarnir grétu líka, þegar þeir tóku á móti dósunum. Það var hryllilegt. Ef til vill var það þá, sem hann varð sósialisti. Tvö andlit úr myndasafni Mobergs: „Það er ekki svo lltið verk, sem svona karlar kosta mann, þó að þeir séu ekki frýnilegir”. Það er sem sé ekki nóg að hafa góða hnifa og járn, heldur þarf lika óbilandi þolinmæði. „Lifið er stutt, ég á óskornar margar mynd- ir”. Þetta segir áttatiu og fjögurra ára gamall maður, Georg Moberg að nafni, til heimilis á Gotlandi. Mörg ár skar hann út i fristundum sin- um, án þess að nokkur fengist um. Að öðru leyti fór brauðstrit hans fram i kalksteinsnámum. Þegar hann komst á eftirlaun, ákvað hann að gerast listamaður, i ein- hverri náttúrlegri og auðskilinni listgrein”, eins og hann kemst sjálfur að orði. Þegar komið er inn til Georgs Mobergs má sjá hann sitja á eld- húsbekknum og virða fyrir sér trékubb, sem stendur á palli fyrir framan hann. Georg Moberg er byrjaður að skera dálitið í kubb- inn og maður greinir útlínurnar á mannveru i trénu. Þessi kubbur á smám saman að verða siðasti hlutinn i tjáningu hans á lifinu og mannsævinni. Or sæti sinu I eldhúsinu sér hann inn i herbergið. Það er uppfullt af öll- um myndum hans, sem hann hef- ur skorið út ásamt strjálingi af bókum og blöðum og myndum af átrúnaðargoðum hans, Per Albin og Branting, sem hann telur fyrirmyndir sinar, að viðbættum Jesú. Þessi kubbur stóð lengi á skemlinum, áður en hann byrjaði að skera út. Hann þurfti að virða hann lengi fyrir sér. Einn góðan veðurdag er mynd- in alsköpuð I huga listamannsins og þá er að hefjast handa. Hann er nú orðinn áttatiu og fjögurra ára og frægð hans hefur borizt langt út fyrir Gotland. Fyr- ir nálægt tveim áratugum komst hann á eftirlaun og siðan hefur listamaðurinn skorið út á hverj- um degi. Honum hefur farið fram. — Imyndunarafl mitt hefur leystst úr læðingi og fengið vængi —, segir hann. Georg Moberg gremst nokkuð tilhugsunin um fallvaltleik allra hluta og hversu lifið er skamm- vinnt. Hann segir: — Það er svo margt, sem ég hefði viljað skera út, en kemst aldrei yfir. En myndir hans munu vara. Þær hefur hann gefið Gotlands- safni eftir þann dag, er hann hef- ur safnazt til feðra sinna. Nú er vetur og kyrrlátt I koti Georgs Moberg, en á sumrin skiptir um, þvi að þá koma fullir bilar af fólki, sem treðst inn og , hlustar á hann segja frá myndun- um. Þá er þröng á þingi. — Nú skulum við koma inn i herbergið, svo að ég geti útskvrt fyrir þér myndirnar, segir öldungurinn við gest sinn. Hann fer utan að með pistil, sem hann samdi fyrir löngu, þeg- ar fólk fór að marki að leggja leið sina i húsið hans. Fyrst kemur dálitið æviágrip. Hann er föðurlegur og les með hátiðlegu orðalagi.: — Erfiðis- vinna varð köllun min.... Inn á milli syngur hann sálmkorn. Timinn liður og um tvöleytið kemur hjúkrunarkonan i heim- sókn, til þess að fylgjast með heilsufari gamla mannsins. Kvæði um Nixon Hjúkrunarkonan er vön að koma hingaö til að nostra við öldunginn, lita á stytturnar og hlusta á nýjasta kvæðið hans. — Hefur Moberg ort nokkuð nýlega? spyr hún. Georg Moberg dregur fram kvæðamöppuna sina og kveðst nú ætla að lesa upp ljóð um Nixon. Það er fjarstæðukennt kvæði, sem fjallar um fund hernaöarfor- setans Nixonx og friöarvinarins t upphafi var þetta aðeins venju- legur lurkur. En nú lesum við út úr honum söguna um manneskjur og höggorminn. Nú hangir mynd af Jesú við hliðina á Branting á eldhúsveggn- um. Og á pallinum stendur kubb- ur og biður. Það á að verða mynd af engli, sem lýtur yfir tvær gamlar manneskjur. — Það stendur til, að hún verði dálitið listaverk, segir Georg Mo- berg. S.Sv. þýddi og endursagði. RAFMAGNS- Rowentd. háriiðaBariápn! VERÐ KR. 980.00 Við sendum yður að kostnaðarlausu — ef greiðsla fylgir pöntun. | Greiðsia fylgir j Gegn póstkröfu r Nafn___ Heimili ÁRMÚLA 1A • SÍMI 86-112 V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.