Tíminn - 11.03.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 11.03.1973, Qupperneq 15
Sunnudagur 11. marz 1973 TÍMINN 15 Við mælum með lifur í helgarmatinn og helzt kálfalifur Lifur a la stroganoff (fyrir fjóra) 8 sneiöar kálfalifur, ekki of þunnar 2 laukar smátt skornir 3 tómatar, eöa tómatkraftur 150 gr. sveppir 1 di kjötsoö 3 di súr rjómi smjör til steikingar pipar, salt Sneiöarnar skolaðar, þurrkaðar og brúnaðar ásamt lauknum i smjörinu. Þvinæst er bætt I tómötum, sveppum, kjötsoði og súra rjómanum. Kryddað og látið sjóða við hægan hita I 5-7 min. Soðið jafn- að með hveiti. Borið fram með hrisgrjónum, eða kartöflustöppu. Enn fremur mælum við með hrásalati, þeir sem eru fyrir að reyna eitthvað nýtt, geta athugað þetta spanska appelsinusalat. Spanskt appelsinusalat 2-3 appelsinur 1-2 laukar 15 svartar óiifur Afhýðið appelsinurnar og sneiðið þunnt. Afhýðið sömuleiðis laukinn og sneiðið hann þannig að hringirnir verði heilir. Blandið saman i gler- skál appelsinusneiðunum, laukhringjum og ólifum, ef ekki er hægt að fá svartar, má nota grænar ólifur. Boriðfram vel kalt. Spanskt appelsinusalat. Á eftir bjóðum við upp á niðursoðnar perur Súkkulaðiperur 1 ds perur piparmyntusúkkulaði, má vera After eight þeyttur rjómi eða mjúkur rjómais. Látið renna vel af perunum og leggið þær á álpappir, slétta hliðin upp. Látið eitt stykki af piparmyntusúkkulaði á hverja peru. Sett á bakaraplötu og stungið inn i 200 gr. heitan ofninn i 5-10 min. eða þar til súkkulaðið hefur runnið. Þeyttur rjómi Iskaldur, eða mjúkur rjómais borinn með. Súkkulaðiperur. Og með kaffinu í kvöld bjóðum við upp ó Hnetu—eplatertu Deig. 200 gr. hveiti 200 gr. smjör(liki) 3-4 matsk sykur 1 dl súrmjólk Smjörið mulið i hveitið, siðan er sykri og súrmjólk hnoðað upp i. Hringform klætt i botn og hliðar með útflöttu deiginu. Klippið ræmu af álpappir og setjið hann með hliðum formsins að innan, til að halda deiginu i skorðum. Pikkið botninn vel með gaffíi og bakið i eitt korter i 200-225 gr. heitum ofni. Fylling. 4 epli 50-100 gr. rúsinur lagðar i bleyti i 3-4 matsk sherry 85 gr. marsípanniassi 1 egg 2-3 matsk sykur 50-100 gr. hakkaðir hnetukjarnar Formið tekið úr ofninum og álpappirinn fjarlægður. Eplin afhýdd, fræhúsin tekin og þau helminguð. Eplin lögð i botninn og ofan á þau bleyttar rúsinurnar. Marsipanmassinn hrærður ásamt sykri og eggi og þessum massa smurt yfir eplin. Hnetukjörnum sáldrað yfir. Tertan er nú bökuð 20 min i 200 gr. heitum ofni. Borin fram volg með þeyttum rjóma eða creme fraiche —og ekki orðum vigteða þyngd. Hnetu—eplaterta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.