Tíminn - 11.03.1973, Side 21

Tíminn - 11.03.1973, Side 21
20 TÍMINN Sunnudagur 11. marz 1973 TÍMINN 21 Sunnudagur 11. marz 1973 llér er AII aft þvo glugga, en þá iftju hefur hann stundaft af kappi ásamt flugnáminu. Timamvnd: Kóbert. Skyggnzt inn í lífsvenjur MúKameðs- trúarmanns Hjá mér s.itur maður, svartur á brún og brá, glaðlegur og hress i máli. Hann heitir Mo- hamed Ali Shwaky, og eins og nafnið bendir til, þá er uppruni hans all- fjarri okkur, hérna við heimskautsbauginn. Maðurinn er Arabi, nán- ar til tekið jórdanskur rikisborgari, fæddur og alinn upp i Jerúsalem. Hann hefur aðeins átt fá ár heima á íslandi, en talar þó islenzku svo vel, að undrum sætir. Það er óneitanlega gaman að fá að ræða við mann svo langt að kominn og heyra um siði fjar- lægra þjóða, en bezt mun að fara að öllu með gát og hafa fyrstu spurningarnar svo sakleysisleg- ar, að litið votti fyrir forvitninni, sem undir býr. Vonbrigðin voru mikil — Segðu mér fyrst, Ali: Hvenær komst þú hingað til Islands? — Ég kom hingað 4. október 1966. — Hvaðan komstu? — Ég kom frá Jerúsalem. — Hvernig stóð á því, að þú tókst þig upp úr heimahögunum? — Ég vann við gestamóttöku á hóteli i Jerúsalem. Þangað komu tslendingar á vegum Ferðaskrif- stofunnar Sunnu, sem sögðu mér, að það væri gott að vera á tslandi og að þar myndi ég geta haldið áfram námi minu, en ég hafði les- ið landafræði við háskóla i Sýr- landi. Ég svaraði þvi til, aö mér þætti gaman að kynnast öðrum löndum, og ef ég gæti fengið at- vinnuleyfi og aðra nauðsynlega fyrirgreiðslu á tslandi, þá væri ég alveg til með að flytjast þangað. Þetta fékk ég, og svo kom ég hingað. — Varðstu ekki fyrir vonbrigð- um, með tsland? — Jú, fyrst voru vonbrigðin mjög mikil. Það er allt annað lif sem lifað er hér heldur en i átt- högum minum, og ég sá fyrst i stað mjög mikið eftir þvi að hafa flutzt hingað. En þegar ég hafði verið hér i nokkra mánuði, skild- ist mér, að ég var hér aleinn, langt fjarri öllum, sem ég þekkti, og að ekki var um annað að ræða en að ég reyndi sjálfur að hafa mig framúr þessu. — Hvað var það, sem þér likaði verst hér? — Fyrst og fremst var það veörið — nánar til tekið rigningin i Reykjavik. Þar næst voru það siðirnir i landinu. Hér er svo ótal- margt, sem ég hafði aldrei áður séö, en nú er ég farinn að venjast þvi. Þar er þurrt og hlýtt — Þú nefndir rigninguna okkar. Rignir ekki heima hjá þér? — Þaö er litið, — og alls ekkert á sumrin. Yfirleitt eru þurrkarnir það sem helzt er út á veöráttuna að setja heima hjá mér. Gróður- inn vill skrælna. — Er þá ekki heitt á sumrin, fyrst aldrei rignir? — Það er ekki svo mjög mikið. Oftast er hitinn einhvers staðar á milli þrjátiu og fjörutiu stig, fer yfirleitt aldrei yfir fjörutiu. Þrjá- tiu og sjö er algengt. — Er ekki óþægilegt að vera úti i svo miklum hita? — Nei, ekki fyrir fólk, sem er vant þvi. Við erum lfka alltaf létt klædd. — Nú er nafn þitt Mohamed. Er það algengt hjá ykkur að hafa nafn spámannsins með i nöfnum fólks? — Nafn spámannsins er til i fleiri en einni mynd, og það er mjög algengt að hafa einhverja þeirra með eiginnafni manna. Ali er lika mjög gott nafn, þvi að svo hét fyrsti drengurinn, sem tók Is- lams trú. Hann kvæntist dóttur spámannsins Mohameds og hann kunni og vissi miklu meira en nokkur annar. Ólik trú. — Ólikir siðir — Hvað var það i siðum okkar, sem þér fannst ólikast ykkar venjum? — Fyrst og fremst er það trúin. Hún er mikið strangari hjá okkur. — Er siðferði þá ekki þeim mun betra? — Mér finnst okkar siðferði miklu betra en ykkar, en það staf- ar ef til vill af þvi, að ég hef alizt upp við það og er þvi vanur. — Nú hefur fjölkvæni Mo- hameöstrúarmanna lengi verið á orði haft. — Já, það er alveg rétt. Fyrr á timum, áður en spámaðurinn kom fram, var leyfilegt að eiga margar konur, og þá áttu margir kvennabúr. En eftir að Mohamed kom fram, dró mjög úr þeirri venju, og nú má enginn vera kvæntur fleiri en fjórum konum, og þó þvi aðeins, að hann sjái þeim fyrir nákvæmlega sömu hlutum, öllum jafnt. — Er það enn til, að menn noti sér' þessa heimild? — Já, það er dálitið um þaö. Einkum er það þó rikt fólk — eða rikir karlmenn öllu heldur — sem geta leyft sér slikt. — Er einkvæni algengara meðal alþýðu manna? — Já, það er langalgengast. Þannig er til dæmis faðir minn aðeins kvæntur móður minni. Ég á mörg systkin, og við eigum öll sama föður og sömu móður. Yfir- leitt þurfa vissar aðstæöur að vera fyrirhendi, ef menn taka sér fleiri en eina konu. Samkvæmt lögum og landssið eru þau i raun- inni þessi: 1 fyrsta lagi, ef eiginkonan er með ólæknandi sjúkdóm. 1 öðru lagi, ef eiginkonan getur ekki eignazt barn, en ef maðurinn vill skilja eftir sig afkvæmi. 1 þriðja lagi, ef ósamkomulag er á milli hjóna, og ef ekki hefur tekizt aö sætta þau. Skal reyna það þrisvar sinnum. Réttur þeirra er jafn — Er eiginkonan skyldug til þess að taka þvi með þögn og þolinmæði, að maðurinn bæti annarri konu i búið? — Nei. Hún getur þá ráðið þvi, hvort hún vill skilja við manninn eöa halda áfram að vera gift hon- um, og að vera þá jafnrétthá hinni nýju konu. — Er henni ekki illa við að taka aðra konu i húsið til sin? — Til þess kemur ekki. Maður- inn má ekki undir neinum kringumstæðum taka nýju kon- una i hús sitt, heldup er hann skyldugur til þess að búa hinni nýju konu annað heimili, að öllu leyti eins og hans eigið er. Þetta er svo strangt, að hann má ekki einu sinni gefa annarri konunni vatnsglas, nema að hann gefi hinni það lfka, og þau verða meira að segja að vera eins á lit- inn. Að sjálfsögðu er hann svo lika skyldugur til þess að búa jafnlengi i hvoru húsi. Ef önnur konan sér, að hin á eitthvað, sem hana sjálfa vantar, þá getur hún fengið manninn dæmdan til þess að bæta úr þvi. En það er varla til að menn reyni að skjóta sér und- an þessum skyldum. Að sjálfsögðu eru allar þessar hindranir til þess gerðar, að koma i veg fyrir að menn búi með fleiri en einni konu. Það er verið að gera það svo erfitt, að sem fæstir vilji taka þann kost. — Hvernig er háttað samskipt- um kynjanna fyrir hjónaband? — Samllf manns og konu fyrir hjónaband þekkist ekki hjá okk- ur. — Endast hjónaböndin þá vel? — Já, þau endast yfirleitt mjög vel. Algengast er, að ástin sé að vaxa allt frá brúðkaupsnóttinni og fram á grafarbakkann. Pabbinn má hjálpa til — Ræður fólk sjálft hjúskap sinum, eða eru foreldrarnir með i ráðum? — Segja má, að menn ráði þessu sjálfir. Þó er það svo, að ef þú værir hjá okkur, og þér litist vel á einhverja stúlku, þá getur þú ekki farið sjálfur til hennar og talað um það við hana. Þú verður að láta föður þinn tala við for- eldra hennar til þess aö koma þessu i kring. — Spyrja þeir þá stúlkuna, hvort hún vilji mig? — Já. Og ef hún þekkir þig og föður þinn, geta þau strax farið að tala um þetta, en ef hún hefur aldrei séð manninn biður hún ævinlega fyrst um aö fá að sjá hann. — En ef hún vill mig nú ekki? — Þá segir hún bara, að hún vilji þig ekki, og þar með er það útrætt mál. Þannig geta for- eldrarnir hjálpað til þess að koma börnum sinum i hjónabönd hjá okkur, en þeir geta ekki ráðiö þeim málum til lykta. Hjá okkur, Brúðarmynd af Mohamed og konu hans Sigurlaugu Asgeirsdóttur. Hér eru foreldrarnir heima i Hebron i Jórdaniu meö sjö af tiu börnum dnum. Hús fjölskyldunnar í Hebron. alveg eins og hér, eiga hjóna- böndin að byggjast á ást og gagn- kvæmum vilja, en ekki nauðung. Dauðrefsing við framhjáhaldi — Þú sagðir áðan, aö hjóna- böndin entust vel hjá ykkur. Eru menn þá trúir konum sinum? — Annað þekkist alls ekki hjá okkur. Samkvæmt trúarbók okk- ar, Kóraninum, liggur dauðarefs- ing viö framhjáhaldi, og þvi væri skilyrðislaust framfylgt, ef nokk- ur maður léti sig henda slikt. Þaö er meira að segja tekið fram i Kóraninum, hvaöa aftökuaðferð skulinotuðl slikum tilfellum. Það á að grafa djúpa holu i jöröina, láta sakamanninn þar i og grýta hann þar til bana. — Myndi slik aftaka verða framkvæmd nú, ef tilefni væri fyrir hendi? — Já,að minnsta kosti i sumum Arabalöndum. — En hefur það ekki komið fyr- ir, að þurft hafi að grfpa til þess- arar refsingar? — Nei. Þegar refsingarnar eru nógu þungar, gæta menn þess að kalla þær ekki yfir sig. — Menn blóta ekki einu sinni á laun? — Nei. Þeir þurfa að vera mikl- ir snillingar i þvi aö fela, ef þaö á aö takast. — Þú sagðir áðan, að samlif kynjanna fyrir hjónaband bekkt- ist ekki hjá ykkur. Er það þá lika refsivert að sofa hjá stelpu, ef maður er ekki kvæntur henni? — Ef þess háttar athæfi kæmist upp, ætti að flengja skötuhjúin hundrað högg á bakið, samkvæmt okkar lögum. Slik meðferð er bæði mjög vond og auk þess smánarleg, enda þarf ekki að beita henni. Fólk gætir þess. — Er ekki hugsanleg önnur að- ferð, til dæmis að skylda manninn til þess að kvænast stúlkunni? — 1 Kóraninum stendur, að flenging sé rétta refsingin. Það er þvi sú aðferð, sem nota skal, ef málið kemur fyrir dómstól. Ef það, aftur á móti, hefur ekki <?engið iengra en á milli vanda- Framhald á bls 39 Börn þeirra Sigurlaugar og Mohameds Ali(Hilda lengst til vinstri, Jamil og Diana. Mohamed AIí lærfti hér flug, og hefur mikift gaman af aft fljúga. Þessi mynd er af Hebron, heimaborg Mohameds Alí.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.