Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 29. apríl 1973. TÍMINN 11 tvo daga. Yfir vetrar timann horfir þetta ööru visi við. Mest af þvi fólki, sem hér dvelur, er fólk, sem vill borga fyrir að viðhalda heilsunni. Fyrir nokkrum árum hefði maður ekki getað talað um fólk, sem kom hingað á skiði að- eins til að halda heilsunni, en svona hefur hugsunarhátturinn breytzt. — Nú er Noregur sagður dýrt ferðamannaland. Er það rétt? — Ef við miðum við vetrarmán- uðina I Austurriki og Sviss, þá er sizt dýrara að dvelja hér við skiðaiðkanir. Þegar við gefum út okkar verðskrár, þá gefum viö upp verð á öllu, og miðum þá við að allt sé innifalið. I Austurriki til dæmis gefa þeir ekki upp sölu- skattinn, þar bætist hann við á eftir og segir það fljótt til sin. Ég er hins vegar sammála þvi, að það er ekki nóg að hafa aðeins góð hótel hér á Geilo. Hér þurfum við að byggja nokkur „pensjonöt", til þess, að allir geti notið skiða- landsins hérna. Við vitum vel, að það eru ekki allir, sem hafa efni á þvi að búa lengi á hútelum. — Þvi miður þá er það svo, að rekstrarútgjöldin eru að drepa okkur, ef skattar og annað likt væri ekki svona gifurlega hátt hér i Noregi, þá gætum við haft hótel- verðin mun lægri. Hér á Geilo eru 1000 ibúar, en á hótelunum er rými fyrir 2000 manns og að auki eru margir kofar, sem standa hér við kauptúnið, sem taka fjölda manns. Þegar flest er hér um páskana, telst mönnum að á milli 10-12 þúsund manns séu hér á skiðum: þannig að fólksfjölgunin er tiföld. Að lokum vil ég segja það, að það er von min og ósk, að við eig- um eftir að sjá fleiri Islendinga á ferðinni hér á Geilo. Allir bæir I Noregi, sem hafa einhverjar afgerandi tekjur af ferðamönnum, hafa fastráðinn, ferðamálastjóra. Þessir ferða- málastjórar munu vera 45 talsins I Noregi, yfirleitt eru karlmenn ráðnir til þessara starfa, en þó getur að finna þrjár konur I þessu starfi. Ein þeirra er ferðamála- stjóri á Geilo. Hún heitir Anne Aker og hefur verið i starfi i þrju ár. — Mér finnst þetta ákaflega skemmtilegt starf, segir hún. Það er alltaf eitthvað ferskt við þetta starf, þó svo að þetta sé á köflum erfitt. — A þeim stutta tima, sem ég hef unnið hér i Geilo hefur margt breytzt. Það eru komnar miklu fleiri brekkur, og fleiri lyft- ur hafa risið. Og siðast en ekki sizt þá hefur samvinnan milli hótelanna og þeirra, sem eiga lyfturnar, batnað mjög mikið.. Það fellur i minn hluta að boða hótel- og lyftueigendurna til fund- ar einu sinni I mánuði. A þessum fundi ræðum við um helztu vandamálin og reynum um leið að komast að niðurstöðu. Nú orðið fæst yfirleitt niðurstaða, sem allir eru ánægðir með, en þegar við byrjuðum þessa fundi, var þetta erfiðara. En svo fóru menn að skilja það, að samvinnan var nauðsynleg, — og eftir það hefur allt gengið vel. Anne segir okkur, að undanfar- in ár hafi hótelin stækkað mikið og I lok þessa árs verða fimm hótel komin með innanhússund- laugar. — Við reyndum nokkrar þeirra.og eru þær ágætar, þó að þær jafnist ekki á við Islenzku sundlaugarnar. Þá stendur til að reisa -'eina stólalyftu á þessu ári og bæta við átjándu svigbrekkunni. En öllum svigbrekkunum er haldið við með vélum, sem gerir það að verkum, að brautirnar eru alltaf i góðu ástandi. > Að lokum kom Anne aðeins inn á áfengislöggjöfina I Geilo Hún sagði, að áfengislöggjöfin þar væri dálitið vandamál. Þeir út- lendingar, sem þangað kæmu vissu vel, áður en þangað væri komið, hve ströng löggjöfin væri en búizt væri við, að innan tveggja ára. yrði þessari löggjöf breytt. —ÞO Slétturnar fyrir ofan Geilo eru tilvaldar fyrir þá, sem áhuga hafa á gönguskíðum. Timamyndir Gunnar. Bardöla hótell „»¦¦ ¦.»,,.—,.— , ¦¦¦— .--i.... ii ii ii ii... .iii ii.iiiM i i.iiii .:¦*.¦¦""' ¦'¦ '¦¦.,' -II " """¦¦¦""-¦"¦'¦"¦¦¦ ••••.!! ." ",'¦. .,- ..'. ' ¦¦'...'.¦ .'¦¦,'¦'' "¦¦'... — -"•-'-'•• ".' !", ¦-,5. .'W.M.'.M.WiJ.i,...-.'.'.'! BOEING Fiughraði 950 km á klukkustund í 10 km hæð, Flugtfmi til London og Kaupmannahafnar um 2% klukkustund. Ftugþol án viðkomu er 4200 km. Rúmgott, bjart, farþegarými, bóið sann- köiluðum hægindastóium. Ákjósanieg aðstaða fyrir hinar lipru flugfreyjur Fíugfélagsins til að stuðla að þægitegrl og eftirminniíegri ferð. Flugáhöfn þjálfuð og menntuS samkyæmt ströngustu kröfum nútímans. Hreyfiarnír þrír, samtals 16000 hestöfl, eru aftast á þotunni. Farþegarýmið verður því hijótt og kyrriátt. Reynslan sýnir, aö við höfum vaíið rétta leið inn í þotuöldina. Það er Boeing 727, sem nú nýtur méstrar hyfli f hefminum. Rúmlega 900 þotur eru af þeirri gerð f almennu farþega- flugi. Jafnt sérfraeðingar sem farþegar hafa lært að meta, hvernig tekizt hefur í Boeing 727 að sameina hraða og þægindi. FLUCFÉLAC ÍSLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI Flugvélín er búin sjálf- vírkum siglingatækjum og fullkomnum öryggisút- bunaSi. : Boeing 727.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.