Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 32

Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 29. april 1973. Varðskipsmenn horfa á brezku togarana á miöunum út af Horni á fimmtudaginn ¦::::::::: :^::^::^&mmSKKKt^KKKttti ( Timamyndir Kári) Þegar varðskip kemur í togarahóp Eins og þegar minkur kemur í hænsnahús EFHÆGTERADIíkjaþví við eitthvað, þegar íslenzkt varðskip siglir á fullri ferð inn í hóp brezkra togara, sem eru að veiðum innan 50 mílnanna, þá held ég, að bezt eigi við samlíkingin þegar minkur kemur inn í hænsnahús. Hænurnar fljúga nefnilega gaggandi með f jaðrafoki og bægsla- gangi um hænsnahúsið, en brezku togaraskipstjóramir gefa mönnum sínum strax skipun um að hffa inn troll- ið, og hlaupa svo í talstöðvarnar til að bera saman bækur sínar. Svona kom það mér fyrir sjónir á fimmtudagirin þegar varðskipiO Oðinn sigldi inn i hóp togara á Hornbanka, en þvi miður virtust Skuttogarinn Ga.vina er þarna að veiðum undir ,,vernd" Marettu, sem er með hlerana uppi eins og myndin sýnir. ^ varðskipsmenn ekki fá að hafa nein afskipti af landhelgisbrjót- unum, og brátt voru þeir farnir að veiða aftur, með verndara á hælunum, sem gerði það að visu að verkum, að i stað þess að tólf togarar voru að veiðum á svæðinu voru þeir ekki nema sex, sem þorðu að stunda veiðarnar. óðinn og Þór við Reykja- nes Óðinn lagði úr höfn i Reykjavik á miðvikudag eftir hádegið, og var ferðinni heitið suður fyrir Reykjanes, en áður var komið við i Keflavik, þar sem undirritaður blaðamaður Timans fór um borð. Upp undir landi, suður af Reykja- nesvitanum kom Þór til móts við Óðinn og gafst þá tækifæri til að skoða skemmdirnar á skipinu eft- ir að St. Ledger sigldi á Þór bak- • borðsmegin á mánudagskvöldið. Togarinn hefur siglt á varðskipið við hvalbakinn, þar sem mestar skemmdirnar eru. Siðan hefur hann rispað og dældað lunning- una aftur að stýrishúsi, og er neðsta og fremsta hornið á stýrishúsinu dældað og sömuleið- is er bögur og lunning dælduð aft- ur að miðju þyrluþilfari, eftir þvi sem sást i kiki frá Óðni. Þarna sunnan við Reykjanesið var sett- ur út gúmmibátur, til að ferja tvo Moggamenn yfir i Þór, en siðan skildu leiðir. Þór hélt áfram að eltast við togarana á Selvogs- bankanum, en við á Óðni settum stefnuna fyrir Reykjanes, og það- an svo beinustu linu norður i Vikurál, þar sem einhverjir brezkir togarar höfðu verið dag- inn áður. Mil 1 i klukkan fjögur og fimm um morguninn, var áætlað að Óð- inn væri kominn i Vikurálinn, og Texti og myndir Kári Jónasson þarsem siglt var djúpt fyrir Jökul, var ekki að vænta mikilla skipa- ferða. Haf og loft var það sem blasti við þeim i brúnni á Óðni næstu klukkutfmana, og þvi litið annað að gera, en að láta fara vel um sig i vistlegum vistarverum næst yngsta varðskipsins i flota Landhelgisgæzlunnar. Það stendur heima, að á tilsett- um tima erum við komnir i Vfkurálinn, en þar eru þá engir brezkir togarar, eins og jafnvel hafði nú lika verið búizt við, og það er ekki fyrr en um klukkan tiu um morguninn, að farið er að heyrast greinilega i brezku togaraskipstjórunum. Við erum þá út af Straumnesi, en þar höfðu brezkir togarar verið daginn áð- ur, þegar lagt var úr höfn i Reykjavik. Þeir hafa fært sig enn norðar og austar, og ástæðan er liklega sú, að einhver einn hefur fengiðeinhvern afla, og þá er ekki að sökum að spyrja: Allir þang- að.' Um þetta leyti fóru að heyrast fyrstu fréttir af þessari svo- kallaðri svæðaskiptingu, sem Bretarnir ætla áreiðanlega að. nota eitthvað i samningaviðræð- unum i næstu viku. Allar orðsendingar milli varð- skipanna og höfuðstöðva Land- helgisgæzlunnar i Reykjavik fara fram á morse-máli, s-em auk þess er dulmál, sent á séstakri bylgju. Forstjórinn i Reykjavik talar þvi Gæzluvélin Sýr er hér á flugi yfir óoui, en samvinna flugvélarinnar og varftskipanna er mjög mikil- væg við landheigisgæzluna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.