Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 29. aprll 1973. TÍMINN 17 Vinnuteikning að steindum gluggum í Bystadkirkju. var 21 árs, þegar bokin kom út, myndskreytti hana. Og á sama ári gerði hún fyrsta steinda gluggann, „Góði hirðirinn" fyrir Valerkirkju í Austfold. Glugginn, þar sem einstakl- ingseinkenni hennar komu fyrst greinilega i ljós, var gerður fyrir kirkjuna i Nordstrand. 1 Kross- kirkjunni i Bergen er glermál- verk eftir hana, sem nefnist „Krossfesting". Þessi mynd var eftirtakanleg andstæða þeirra úrlausna sem oftast sáust. Hinir fimm steindu gluggar, sem Fröydis Haavardsholm gerði i kór Þrenningarkirkjunnar i Osló, eru álitnir þjóðarfjársjóður, m.a. vegna sögulegs gildis. Gluggarnir, sem eru átta metrar að hæð, voru gerðir um eftirfar- andi efni: sköpunina, sögu Gyðingaþjóðarinnar, heilaga þrenningu, pinu Krists og Mariu og barnið (i norsku landslagi). Arið 1937 voru tveir þessara glugga sendir á heimssýningun i Paris. Undirstöðutækni i glermálun lærði F. Haavardsholm hjá hin- um mikla, norska meistara G. A. Larsen. Hún hafði ákaflega næmt litaskyn og náði fljótt sjálfstæð- um starfshætti i merð ferð sinni á frumatriðum steinda glersins og þvi, hvernig hún lét það skina. Við útfærsluna hættir hún ekki, fyrr en hver smáflötur hefur fengið þann nákvæma blæ, og litstyrk- leika, sem er einkennandi fyrir alla byggingu myndeiningarinnar og heildarsvipinn, sem er svo eftirminnilega áhrifarikur i gluggunum eftir hana. Eftir strið kom fram hreyfing i Noregi i þá veru að endurreisa fornar byggingar. Fröydis Haavardsholm kom þar við sögu. Hún steindi i sérlega góðu sam- ræmi við aldur og gerð m.a. kór- glugga hinnar merku Nikolai-kirkju að Gran á Haða- landi, sem var reist um 1150 og endurvigð 3. april 1960. Önnur hlið á viðfangsefnum F. Haavardsholm kom fram i Ölafs- teppinu, svo kallaða, 1930. Það var upphaflega stórt, þrykkt veggtjald, gert fyrir deild nútima kirkjulistar á sýningu, sem haldin var i sambandi við Ólafshátið i. Þrándheimi. Seinna var það glit- rofið af Karen Prestgard. Frá sama tima eru auðkennilegir höklarog messuskrúðar. Þá vann hún'fyrir Þrándheimsbiskup o.fl. Ef til vill er nýstárlegasta og eftirminnilegasta verk hennar frá þessum tima svart-hviti glugginn „Stormur á Genesaretvatni". Það er ofsafengið, en þó hamið i sinum geisandi boglinuhreyfing- um, sem myrkur og ljós mynda mótsetningu við. Arið 1933 gaf Gyldendal Norsk Forlag út hið þjóðlega söguljóð Jonsok-natt. F. Haavardsholm myndskreytti þessa bók i náinni samvinnu við höfundinn, Hans Henrik Holm. Þessi bók er afbragðsverk bæði teikningar og efni. Bókin er rituð á landsmáli með dularfullum blæ. Höfundurinn tekur til meðferðar töfrandi sumarnótt i Setesdal og skyggnist djúpt inn i þjóðarsálina aftur til heiðni og kristni á mið- öldum. Næstum yfirnátturulega Stormur á Genesaretvatni. Myndin er máluo á gler. náin samsemd hans við fólk, hugblæ og sögu i þessum fyrrum afskekkta, norksa fjalladal veitti einnig grundvöll eigin dáleiðandi myndaskarti F. Haavardsholm i Jonsok-natt. Hér finnur hinn margslungni, norski tónn ,„kontrapunktiska" spennu, nákvæma hliðsetningu i manni og náttúru, frá viðkvæmri ljóðrænu i frábærum ná ttúrumyndum quinta essentia, til hins „graffska", leikræna krafts I þöndum diagónölum og gjósandi afls myrkurs og ljóss. Við þetta myndar svo mótsetningu ofsa- þrungið dýr, fugl eða mannvera. Auk heilsiðumynda, byrjar hver kafli á stafrós og endar á smámynd, táknrænni fyrir efni kaflans. Fröydis Haavardsholm er brautryðjandi i Iist nútima glermálunar, enda hafa verk hennar hlotið verðugan sess i list- hefð Noregs. Myndir hennar hafa lifrænt form og ná á áhrifarikan hátt „anda" Noregs. t þeim gætir mikils tilfinninganæmis, en samt aldrei væmni. Kirkjuleg verk hennar, ekki hvað sizt, eru gersneydd kreddu af nokkru tagi, þvi táknmál henn- ar nær yfir jörð og alheim sem eina heild. Með sanni má segja að Fröydis Haavardsholm sé heilskyggn listakona. Hri kemur auga á svo marga fleti i svo mörgum viddum bæði i lifi og list. Þýtt og endursagt. S.Sv. Veljið yður í hag — Nivada OMEGA Cf) ÍBfflflMil JUpincL PÍERPOÍIT Magnús E. Baldvínsson Laugavegi 12 - Slmi 22804 úrsmíði er okkar fag ^/tfwvwffttftttfftfftfffMtsffftfstfff^ Ef ykkur vantar lof tpressu, þá hringið og 5 reynið viðskiptin. § I Gisli Steingrimsson, Simi 22-0-95. L0FTPRESSA '¦rmtttttttffttttmtftttffmttttftttftd Það ergott | ^>jað muna | - 22-0-95 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.