Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 33
TÍMINN 33 Sunnudagur 29. aprll 1973. ekki við skipherrana, svona eins og þegar tveir menn tala i sima, heldur verður allt að fara um hendur loftskeytamannanna, sem hafa við það ærinn starfa að taka á móti og senda orðsendingaf á morse-dulmáli. Orðsendingarnar úr Reykjavik eru skrifaðar á gul blöð, en það sem fer frá skipunum er skrifað á græn biöð. Það er þvi oft töluvert skjalasafn sem til verður yfir daginn, ef eitt- hvað er um að vera hjá varðskip- unum. Þeir fyrstu á radarinn Upp úr klukkan tólf förum við að sjá fyrstu togarana á radar- skifunni, og reynast þeir vera um 23 milur út af Horni, eða milli Hornbanka og 12 milna mark- anna. Það stenzt á endum, að um tiu togarar eru komnir á radar- skifuna og um leið les þulurinn i islenzka útvarpinu frétt þess efn- is, að ákveðið hafi verið að land- helgisviðræður milli Breta og ts- lendinga fari fram i Reykjavik dagana 3. og 4. mai. Þessi frétt virðist hafa haft sitt að segja, um athafnir varðskipanna þótt ekki hafi það verið opinberað, að ls- lendingar hafi heitið brezku land- helgisbrjótunum neinni miskunn- semi eftir að ráðherraviðræður milli landanna hafi verið ákveðn- ar. Eftir sem áður halda þeir áfram að veiða innan 50 milnanna og sýna ekkert fararsnið, nema siður sé. Við heyrum nú á Bretunum að Landhelgisgæzluflugvélin Sýr er á sveimi yfir þeim, og skömmu siðar rennir vélin sér niður að Óðni, sem öslar áfram i átt að togurunum. Togaramennirnir hafa greinilega fengið pata af ferðum varðskipsins, þvi einn segist sjá stórt skip, sem fari hratt á radarskifunni hjá sér, og segist hann halda að það sé varð- skip. Um borð i Óðni er allt tilbú- ið til atlögu við togarana. Allir stýrimennirnir þrir eru þar að störfum og aftur i skut liggur virahnifurinn tilbúinn — vopnið sem Bretarnir hræðast mest, og sem reynzt hefur vel i baráttunni við landhelgisbrjótana — þegar þvi á annað borð hefur verið beitt. Sá togarinn, sem næst er landi, er Starella H-129, rúmlega sextán milur undan landi. Skipstjórinn á togaranum er búinn að hifa upp trollið, þegar Óðinn kemur á móts við hann. Með hlerana utan á keyrir hann á fullri ferð i áttina að aðalhópnum, sem er ekki nema nokkrar milur i burtu. Við komum að þeim hverjum á fætur öðrum: Ross Aqúila H-114, Gavina FD-126, sem er skuttog- ari, Northern Sceptre GY-297, Newby Wyke H-lll St. Britwin H- 124, Vanessa GY-257, Ross Kelvin GY-60, Meretta FD-245, Artic Ranger H-155, Arlanda FD-206. Einn togaranna St. Britain hefur ekki áður verið staðinn að ólög- legum veiðum, siðan landhelgin var færð út, en hinir allir hafa komið við sögu, og sumir marg- oft. Má bjóöa þér upp í dans? Innan við hálftima eftir að varðskipið kom á svæðið, eru þeir aftur farnir að veiða, og þá sigla tveir og tveir saman. Þeir kalla það i talstöðinni sin á milli að dansa saman, og svo getur það hent, að einn skuldi öðrum dans. Þá eiga þeir við að einn skuldi öðrum vernd, en gjarnan eru það togarar frá sama útgerðarfyrir- tæki, sem „dansa” saman, og eins og i dansi, eru þarna lika skiptingar út á við, ef svo ber undir. Innan klukkustundar eru sex togarar á veiðum á svæðinu, en ekki tólf eins og áður og þeir halda sig mun þéttar en áður. Sigurjón Hannesson skipherra á Óðni stýrir varðskipinu inn á milli togaranna, og fer i hringi i kring um þá, svona rétt til að reyna þolrifin i skipstjórunum, sem eru varir um sig, og gefa ferðum varðskipsins og athöfnum öllum um borð nánar gætur. Eftir nokkrar hringferðir innan um togarana, er ekki annað fyrir varðskipið að gera en sigla út úr hópnum, og fylgjast með veiðun- um úr fjarlægð, þvi að fréttin um fyrirhugaðar samningaviðræður virðist hafa veitt togurunum tryggingu fyrir þvi, að ekki megi hrófla við þeim, frekar en orðið er. Þótt varðskipið lóni fyrir utan aðalveiðisvæði togaranna, gefa Bretarnir þvi nánar gætur. Það er Þarna er Artic Ranger i hlutverki „verndarans” cn seglið á byssunni á Óðni var ekki hrcyft þennan dag eins og myndin sýnir. stöðugur malandi i talstöðinni og annað hvort orð er „fukken, fukken”. Er sama hvort þeir eru að tala um nálægð varðskipsins, aflabrögðin, eða hvert skuli halda næst, alltaf er næstum annað hvert orð „fukken, fukken”. Þetta brezka blótsyrði virðast brezku skipstjórnarnir nota sem einskonar „sko”, sem mörgum Islendingum er tamt. Undir kvöldið fór þeim að fækka brezku togurunum þarna sunnan við Hornbankann, en enn voru þó sex þar um klukkan tiu. Varðskipið hafði lónað i nokkurra milna fjarlægð, allan daginn og fram undir miðnættið, en þá var stefnt til lands, og lagzt i var, til smávægilegrar vélaviðgerðar. Viðburðasnauður dagur .var á enda, dagur, sem þó bauð upp á að koma enn frekar i veg fyrir veiðar brezkra landhelgisbrjóta, innan 50 mílna markanna. Bretunum var ekki svo mikið sem skipað að fara út fyrir 50 milurn- ar — allt vegna þess, að lafði Tweedsmuir og föruneyti eru væntanleg til landsins i næstu viku. Svo er verið að tala um að taka togara, og að togari verði tekinn. Vonandi verður engum Framhald á bls 39 Skipherrann á Óðni Sigurjón Hannesson við brúargluggann, en t.h. er Kristján Jónsson 1. stýrimaður á óðni. Ross Kelvin er þarna I hlutverki „verndarans”, en framar er Vanessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.