Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 29. aprll 1973. 11 i 16 **r 9* 1«F iIÉééí ¦#*> "*' > Fleiri náttúrugripi en sjávardýr getur að llta I safni Jóns. Hér eru flækingsfiðrildi, fundin hérlendis, sem Hálfdán Bjönsson á Kvfskerjum sendi honum að gjöf. Myndir Róbert. Smokkfiskur meö skel, kvendýr. Vinstra megin myndast alltaf fleiri og fleiri lokuö loftrúm eftir þvl sem dýrio eldist. Blaðamaður og Jón Bogason virða fyrir sér eina sækönguló úr safni hans. 1 boi ar skeljar eða samlokur, sem Jón hefur fengið sendar úr ýmsum heimshornum MARGT BÝR í ( i Um skeldýrasöfnun og farið í heimsókn til skeljasafnara í Jón Bogason með risaskelsIna.Trinta eða risaskel er stærsta samloku- tegund I heimi (getur orðið stærri en á myndinni) og eru stundum búin til úr henni ungbarnabaðker. Minnsta Islenzka skelin, ránarögn, er hins vegar oft aðeins 0,8 mm I þvermál. Söfnun skelja, kuðunga og annarra sjávardýra er vinsælt tómstundagaman hér á landi og viröist ekki fara eftir aldri hverjir stunda það. Aldraðir bændur jafnt og ungir skólakrakkar una sér vel viö þessa iðju. Sumir nota slðan fenginn til ýmissa handiðna og skreytinga, en aörir greina sædýrin, merkja þau og geyma. Nylega komum við i hús í Vest- mannaeyjum, sem tæmt hafði verið af verðmætum innan- stokksmunum. M.a. höfðu gluggatjöldin verið tekin niður og flutt til meginlandsins. Hús- bóndanum leiddist að hafa gluggana berskjaldaða og tjaldaði fyrir þá með fiskineti og skreytti með krabbadýrum, krossfiskum, skeljum og kuðungum á listilegasta hátt. Ahugi á þessari söfnun er mikill, en þó er alltof lítið gert til að kynna hana I skólum og kenna nemendum aö þekkja skeldýr. tslenzkar skeljar eða samlokur eru um 100, en kuðungar eða sæsniglar með skel yfir 200. A árunum 1952-1962 komu ut handbækurnar Skeldýrafána ís- lands I. og II., sú fyrri í tveim út- gáfum, eftir Ingimar óskarsson grasafræðing. Siðan þær komu út hefur þekktum tegundum við landið fjölgaö um einar 25, svo hefur áhuginn örvazt. Tegundir þessar lifa allt frá fjöruboröi út á mikiö dýpi, svo misauövelt er að komast yfir þær. Við heimsóttum nýlega skel- dýrasafnara í Kópavogi, Jón Bogason, starfsmann Haf- rannsóknastofnunarinnar. — Ég byrjaöi að safua skeldýrum 1964. Ég veit ekki með vissu.hvað tegundirnar eru orönar margar, sem ég hef komizt yfir, en gizka á um 3000. Flestar islenzku tegundirnar á ég, mig vantar kannski um 10. 1 safni Jóns eru erlend skeldýr óneitanlega meira áberandi, en þau, enda mörg stærri og lit- rikari. — Ég hef fengið þau utan úr viðri veröld, segir hann, þótt sjálfur hafi ég aldrei farið út fyrir landsteinana. Ég skrifast að jafnaði á við um 12-14 manns i sambandi við skeldýrasöfnun. Erlendis eru margvislegir munir unnir úr skeldýrum svo sem hnifasköft og tölur. Vinsælt er, að þær skeljar og kuðungar, sem til sllks eru notaðir hafi skelplötugljáa <en það hafa is- lenzkar skeljar ekki. Hugsanlegt er þó að gera einhverja muni úr t.d. ægisdrekku. Margir islenzkir kuðungar og skeljar eru hinsveg- ar notaðir og þá má nota til aö skreyta kassa, myndaramma, lampa og fl. Jón er tengdur sjónum fleiri böndum en þeim, sem söfnunar- hneigð hans skapar. Hann er Flateyingur að uppruna og var sjómaður frá þvi hann sleit barnsskónum og lengi fram eftir. Nú starfar hann hjá Haf- rannsóknastofnuninni við að lesa þorskkvarnir. — Hann tekur við af mér, segirlngimar Oskarsson, sem var nærstaddur, þegar fund- um okkar Jóns Bogasonar bar saman. — Ég er ekki ódauðlegur, og er nú búinn að lesa kvarnir i 25 ár. Einhvern tíma verður maður að hætta vegna aldurs, bætir Ingimar við, sem mér vitanlega er um áttrætt og ber árin vel, fullur áhuga og Hfskrafts. Eftir kvörnunum er aldur þorsksins reiknaður út og hve oft hann hefur hrygnt, en þetta er mikilvægt við útreikning þorsk- stofnsins i sjónum. A vertiðinni eru send á Haf- rannsóknastofnunina um 1000 hrygnur vikulega frá Keflavik og Akranesi og i kvarnir þeirra rýna þeir Ingimar og Jón. Aðrir lesa svo i kvarnir sildarinnar og flatfiskjar, t.d. kola. Lesið er úr sónum, eða beltum I kvörnunum. 1 fiski, sem lifir á miklu dýpi og viö svipuö skilyrði allt áriö, verða kvarnirnar ólesanlegar og ómögulegt að sjá áraskil i þeim. Það er handhægt fyrir skel dýrasafnara að vinna hjá Haf- rannsóknastofnuninni, en suma safngripi sina hefur Jon fengið úr sjóferðum á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. En litum nú á hvað Ingimar segir i bók sinni Seklýrafána Is lands, I. um hvernig skeljasöfnun skuli bezt hagað: „Hverjum, sem löngun hefur til að afla sér haldgóörar þekkingar á Islenzkum skeljateg- undum, er nauðsynlegt að koma sér upp dálitlu safni. Það er auð- veldara að safna skeljum en flestum öðrum dýrategundum. Og geymsla þeirra er litlum vandkvæðum bundin. 1. Að safna þeim i fjörunni. í þarabrúki og á sand eða malar- strönd er hægt að finna tegundir eins og gluggaskel, rataskel, hall- loku, öðu, krækling, kúfskel, gimburskel, báruskel, smyrsling, krókskel o. fl. 2. Að kryfja ýsu, steinbit og kola. Or meltingarvegi þessara fiska sérstaklega ýsunnar, fást ýmsar tegundir, svo sem gljá- hnytla, trönuskel, trönusystir, silkihadda, Pétursskel dorra- skel, tigulskel, ýsuskel, kolkuskel o. fl. 3. Að fá að skyggnast I lóðar- stampa, þegar komið er úr fisk- róðri. Þar er oft hægt að finna hörpudiska og tegundir af gimburskeljaættinni. 4. Að bregða sér með togara út á miðin. í botnvörpuna koma oft tegundir, sem aðeins lifa á all- miklu dýpi, eins og t.d. hin glæsi- lega ægisdrekka. 5. Að nota botnskörfu eða botn- greip. En það eru tæki, sem höfð eru til þess aö rannsaka botn- dýralif sjávarins. Þessi söfnunaraðferð getur orðið all- kostnaðarsöm, þar sem þörf er á báti eða skipti við slikar rannsóknir. Ef skeljar, sem aflazt hafa, eru lifandi má annaöhvort geyma þær i 4% formalfnblöndu eða bregða þeim niður i sjóðheitt vatn, þegar dýrið er dautt, og hreinsa siðan öll liffærin burtu. Sfðari aðferðin er handhægari, svo og geymsla tegundanna. Enda byggist sundurgreining þeirra nær eingöngu á skeljunum tómum. Ef um smáar tegundir er að ræða, þarf ekki að hreisna Kónus strlatus, einn keilusnigla eöa kónusa. Hann er baneitraður og stunga hans gefur I engu eftir slöngubiti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.