Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 29. april 1973.
TÍMINN
19
titgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábin.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
-
Dýrtíðarvandinn
1 setningarræðu sinni á aðalfundi miðstjórn-
ar Framsóknarflokksins sl. föstudag gerði
Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, m.a. að
umtalsefni verðbólguvandann, sem nú er við
að fást og sagði m.a.:
„Rikisstjórnin hefur hvað eftir annað bent á
leiðir, sem hefðu getað haldið aftur af vixl-
verkunum kaupgjalds og verðlags og hamlað
gegn verðbólgu, en þær hafa ekki hlotið byr.
Stjórnarandstaðan hefur lagzt gegn öllum slik-
um tilraunum. Hún hefur ekki bent á nein úr-
ræði. Stjórnarandstæðingar hafa jafnan verið
fremstir i flokki um hvers konar kröfugerð,
hvort heldur á sviði verðlags eða launa. Þeir
hafa með öllum ráðum ýtt undir verðbólguþró-
unina. Hafi þeir haldið, að þeir gætu gert
stjórninni ógagn, hefur allt ann&'ð orðið að
vikja — allri skynsemi verið ýtt til hliðar. Svo
halda þessir menn fundi undir einkunnarorð-
unum „Stöndum vörð um þjóðarhag.” Það eru
svo sannarlega öfugmæli i þeirra munni.
Gjörðir þeirra segja allt annað. Þeir gætu
miklu heldur tekið sér i munn orðin: ,,Hvað
varðar okkur um þjóðarhag, ef hægt er að
koma stjórninni á kné?”
í baráttunni við verðbólguvandann getur
stjórnin vissulega fært fram ýmislegt sér til
varnar. Það hefur fleiri gengið ilia baráttan við
verðbólguna. Viðreisnarstjórnin lofaði stöðvun
verðbólgu, og taldi allt annað unnið fyrir gýg,
ef það ekki tækist. Efndirnar þekkja allir.
Verðbólgan hefur vissulega ekki vaxið meira
að meðaltali i tið núverandi stjórnar en þeirrar
fyrrverandi. En það er út af fyrir sig litil afsök-
un. Hins vegar er það mikil málsvörn, að mikil
dýrtiðar- og verðbólgualda gengur nú að heita
má yfir öll lönd veraldar. Allt um það getum
við ekki verið ánægðir með niðurstöðuna I
þessum efnum og okkur er þar mikill vandi á
höndum, og getur brugðið til beggja vona,
hversu fram úr verður ráðið.
Ég hefi marglýst þeirri skoðun minni, að ég
tel hið núverandi sjálfvirka visitölukerfi gallað
og er þeirrar skoðunar, að það eigi verulegan
þátt I hinni óheillavænlegu verðbólguþróun. En
visitölukerfið byggist á samningum á milli
vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Þar munu
vart fást á nokkrar breytingar fyrr en þá i
samningum næsta haust. En ég held, að þá
verði að leggja áherzlu á endurskoðun og
breytingu á visitölukerfinu, t.d. i átt við það,
sem tiðkast I nálægum löndum. óbeinir skattar
og tilteknar munaðarvörur þurfa að fást tekn-
ar út úr kaupgreiðsluvisitölu. Á hana ætti einn-
ig að setja tiltekið þak. Slikar breytingar ættu
ekki að þurfa að verða almennum launþegum i
óhag, þvi að i rauninni tapa engir meira en
launþegar, a.m.k. hinir launalægri, á hinni
skefjalausu verðbólguþróun, þegar litið er
lengra en rétt til næsta leitis. Takist ekki að ná
skynsamlegu samkomulagi um þessi mál,
verður hvaða rikisstjórn sem er erfitt að hafa
nokkra stjórn á efnahagsmálum. En ég held að
i þessu efni sé vaknandi skilningur hjá aðilum
vinnumarkaðarins. Ég vil þvi vona, að i haust
takist að fá samkomulag um lagfæringar á
þessu kerfi. En þó að endurskoðun þessara
mála verði að biða haustsins er vart stætt á
þvi, að rikisstjórnin standi hjá algerlega að-
gerðalaus i sumar.” —T.K.
Viðtal við Walter Lippmann:
Nixon gegnir vissu
sögulegu hlutverki
Honum hefur orðið tiltölulega vel ágengt
Walter Lippmann
fyrrverandi fréttaskýrandi
er frægur fyrir skrif sin um
stjórnmál. Ronald Steel
skrifar nú ævisögu Lipp-
manns og er auk þess
höfundur bókanna „Pax
Americana” og
„Imperialists and Other
Heroes”. Hann átti viötal
viö Lippmann i ibúö á
Manhattan 25. febrúar i
vetur og fer viðtaliö hér á
eftir:
— Nixon hefir nú gegnt for-
setastörfum i rúm fjögur ár.
Hvaða dóm viltu leggja á
frammistöðu hans?
— Nixon hefir fengið það
hlutverk i bandariskri sögu að
slæva, jafna og lægja róman-
tiskar öfgar hinnar banda-
risku heimsvaldastefnu og
bandariskrar ofþenslu. Ég á
við ofþenslu loforða og vona,
— hið mikla þjóðfélag, banda-
riska yfirburði — eða allt, sem
þurfti að lægja vegna þess, að
það reisti okkur hurðarás um
öxlog var ofætlun samkvæmt
eðli málsins. Þetta hefir verið
hans höfuðhlutverk og ég held,
að honum hafi orðið tiltölulega
vel ágengt.
— Þú hefir gagnrýnt hann
fyrir að draga Vietnamstyrj-
öldina á langinn, en hvert er
álit þitt á stefnu hans i innan-
rikismálum?
— Hann gerir allt, sem hann .
heldur að sé haganlegt.
— Þarf það að vera slæmt I
sjálfu sér?
— Nei, alls ekki. Hann fylgir
kenningum Keynes, þegar
honum hentar, en ekki
endranær. Og þannig verða
opinberir fulltrúar að
bregðast við.
— Þér virðist hann hneigður
til að fara eftir almennings-
álitinu.
— Hann er afar kænn.
— Þú gefur honum þá
fremur góðan vitnisburð?
— Já. Hann hefir gengt afar
ógeðfelldu hlutverki, en sögu-
leg nauðsyn knúði hann til að
gegna þvi.
— Litur þú á hinn mikla
sigur, sem Nixon hlaut i viður-
eigninni við McGovern, sem
persónulegan sigur eða eitt-
hvað annað og meira — til
dæmis afneitun „hinnar nýju
gjafar”, „hins mikla þjóð-
félags” o.s.frv..?
— Ég er þeirrar skoðunar,
að útkoman úr baráttunni
milli Nixons og McGoverns
hafi blátt áfram orðið á þann
veg, sem ávallt hljóti að verða
i kosningum i þróuðu og iðn-
væddu nútima samfélagi
þegar grundvallarkenningum
i heimspeki Jacobina og
Rousseauista er hafnað. Með
þessu á ég við þær skoðanir,
að maðurinn sé fyrst og
fremst góður i eðli sinu og
unnt sé að gera hann full-
kominn með þvi að gera um-
hverfið fullkomið, og það verði
gert fullkomið með þvi að
skattleggja þorra manna til
þess að standa fjárhagslegan
straum af endurbótunum.
Nútima þjóðfélag viðurkennir
ekki þessa heimspeki og henni
er þvi venjulega hafnað —
Stundum kemur sú afneitun
fram i fasisma, en höfnunin er
að siðferði og hugsun jafngild
honum án þess að bera öll hin
ógeðfelldari einkenni hans.
— Hvað áttu við með „sið-
ferðilegu jafngildi” við
fasisma?
— Að minu viti er höfnun
þjóðfélagsins — meginþorra
fólks — á trú Rousseau-sinna á
Walter Lippmann.
meðfædd gæði mannsins og
möguleika til fullkomnunar
jafngild fasisma. Myndin, sem
höfnunin tekur á sig, er annað
mál. Hvort samfélagið undir-
gengst einræði eða þingræðis-
legt kerfi snertir ekki beint
það, sem verið er að hafna.
— Var þcssum kenningum
hafnað vegna þess, að þær
gengu of langt i framgirni, eða
af þvi að þær voru i raun og
veru óframkvæmanlegar?
— Ég held, að þær set ji
markið hærra en unnt sé að ná
i mannlegu samfélagi. Þær
eru heimspekilega og siðferði-
lega ósannar. Maðurinn er
ekki fyrst og fremst góður i
eðli sinu og eðli hans verður
ekki gert fullkomið með efna-
hagsaðgerðum. Heimspeki
Jacobina er hafnað i sérhverju
þróuðu samfélagi vegna þess,
að hún felur i sér tilraun til að
ná með sköttum og fjár-
veitingum árangri, sem ekki
verður náð með þvi móti. Full-
komið umhverfi, sem gerir
manninn fullkominn, verður
ekki skapað með stjórnar-
athöfnum eða yfirleitt neinum
þeim athöfnum, sem mér eru
kunnar.
— Heldur þú þá, að stefnan
sjálf hafi i raun og veru
brugð&t?
— Ég held ekki að öll stefnu-
atriðin eða umbæturnar yfir-
leitt hafi brugðizt. En
hugmyndin sjálf, sem til
grundvallar liggur, hefir
brugðizt.
— Hafi hugtnyndinni sjálfri
verið hafnað, hvað verður þá
um viðleitnina til að koma á
félagslegum breytingum meö
stjórnarathöfnum? Hefir
henni einnig verið hafnað?
— Sú viðleitni heldur áfram,
en saga mannsins greinir frá
mörgum skyssum, sem
hafnað hefir verið, og þetta er
ein þeirra.
— Telur þú viöleitnina til að
koma á hvers konar félags-
legum breytingum fyrir at-
beina stjórnar óæskilega?
— Hún er vissulega æskileg.
Viðleitnin til að koma á
umbótum er ekki röng, heldur
hinn hugsjónalegi og heim-
spekilegi skilningur, sem
liggur að baki þessari ákveðnu
tegund viðleitni. Villan liggur i
trúnni á möguleikann til full-
komnunar mannsins með
stjórnarathöfnum.
— Var McGovern fulltrúi
þessarar hcimspeki?
— Já, McGovern trúði á allt,
sem á að leiða af þessari
heimspeki og aðhyllist það af
þvi, sem honum virðist
vænlegt. Almenningur sýndi
svo i kosningunum, að hann
hafnar þessu. Þessi heimspeki
hefir verið meira og minna
rikjandi i hinum vestræna
heimi siðan á átjándu öld. Al-
menningur hefir aðhyllzt hana
kynslóð eftir kynslóð. En nú er
henni hafnað nálega hvar-
vetna. Henni er ávallt hafnað
fyrr eða seinna.
— Voru markmiö „hinnar
nýju gjafar” og „hins mikla
þjóðfélags” grundvölluð á að-
ferðum Rousseausinna og
Jacobina?
— Já, Við höfum lotið
þessum skilningi á eðli sam-
félagsins yfirleitt siðan á
dögum Woodrow Wilsons að
minnsta kosti.
— Hafi þessari heimspeki nú
verið hafnað endanlega, leiðir
það þá til minni afskipta
stjórnvalda af daglegu lifi
þjóðarinnar i framtiöinni?
— Nei. Ég held ekki að höfn-
unin leiði til minni afskipta, en
munurinn á möguleika til full-
komnunar og möguleika til
umbóta er ákaflega mikill.
Trúnni á rikisstjórn sem tæki
til fullkomnunar hefir verið
hafnað. Almenningur hefir
hafnað þeirri hugmynd, að
unnt sé að nota rikisstjórnina
— með þvi að ráð henni, með
þvi að ná meirihlutanum eða
taka sér hana með afli — til
þess að koma þvi i kring, sem
ég tel að sagan hafi nú sannað
að sé óframkvæmanlegt.
Þessi afneitun getur stundum
komið fram i fasisma, en sú
varð ekki raunin hér. Hún kom
hinsvegar fram i þeirri útgáfu
af stefnu Republikanaflokks-
ins, sem dennd er við Nixon.
En spilling hennar eða öfga-
fyllri útgáfa gæti leitt til
fasisma alveg eins og
fasisminn getur leitt til
nazisma. Skoðanir Jacobina
og Rousseausinna á sam-
félaginu og mannlegu eðli
geta leitt til háskalegustu af-
brigða fasisma og jafnvel
nazisma, ef þær eru ekki
látnar lúta ákveðnum
hömlum.
— Frjálslyndir menn ættu þá
að fagna þessari rikisstjorn,
vegna þess, að hún hafi komið
i veg fyrir viðbrögð sem hefðu
getað leitt til fasisma?
— Ég studdi Nixon árið 1968
og ég tók hann langt fram yfir
McGovern 1972. I ljósi þess
svara ég játandi. Það þýðir þó
ekki.aðégséákafur fylgjandi
Nixons. Hlutverk hans er
sögulegs eðlis. Nixon hefir
framkvæmt sögulegt
nauðsynjaverk, sem varð að
inna af höndum, ef koma átti i
veg fyrir að bandariskt sam-
félag spryngi i loft upp,
sundraðist eða hryndi til
grunna.
— Nixon hefir vissulega
höfðað til sjálfsbjargar og
snúizt gegn félagslegum vel-
ferðaráformum undangengin
fjögur ár. Leiðir þetta ekki til
harðúðugrar vanrækslu fá-
tæklinga, nauðstaddra og yfir-
gefinna?
— Ég leit aldrei svo á, að
áminnzt áform gætu i raun
glætt vonir hinna yfirgefnu i
samfélaginu, ef þú vilt nefna
þá svo. Þessum áformum var
lítt i hóf stillt, eins og hætt er
i þróuðum þjóðfélögum. 1
okkar samfélagi voru þau sér-
lega ertandi, enda hefði það,
að taka frá hinum betur
megandi, i raun merkt að
Framhald á bls 39