Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 29. aprtl 1973. eigin skoðanir á málinu. En i fullri alvöru sagt, Katrin, hvaða máli skiptir það þótt þú vitir ekki nafn foreldra þinna? Geturöu ekki skoðað þig einfaldlega sem lifandi manneskju? Þessum flækjum sjúklegs hugarfars skal ég bægja frá þér, þó að þaö taki ævi mina alla. Þetta er aðvörun til þln, svo þú vitir fyrir víst hvar þú hefur mig. Nu fann hann að hún hvildi alsæl i faðmi hans. Þetta hefði hann getað gert fyrir löngu. Hún hafði bara beðið eftir þessu, en hann verið nógu heimskur og ónærgætinn til þess að láta hana biða vikum saman i kveljandi óvissu. Hann lagði höfuðið að hinum iturvaxna barmi og fann að hjarta hennar sló kaflega. Nú hló hún og reif i hárið á honum. — Þetta er þér likt, Logan. Við erum búin að vera ein saman i marga rómantiska sólskinsdaga, en þú biður með bónorðið þangað til við sitjum föst i þreyfandi þoku. — Nú, þú sagðir að þér likaði þokan svo vel. Ég taldi þig vera i réttu skapi til þess að virða mig viðlits. Ég greip tækifærið. Þú ert lika dálitið skritin. Sólskins- og tunglsljóss- gönguferðir orka ekkert á þig. Hann þrýsti henni að sér og kyssti hana svo henni varð nóg um. — Við skulum ekkert vera að orðlengja þetta, sagði hann um leið og hann sleppti henni, heldur ganga beint til verks, og tilkynna vinum og vandamönnum að við ætlum að gifta okkur innan skamms. — t miðri veizlu Leu? — Gott og vel, það má einu gilda, sagði hún i skyndi, þegar hún sá að hann horfði stórum augum á hana. — Ég skal aldrei framar nefna þetta með foreldra mina, ekki einu sinni við sjálfa mig. En finnst þér ekki vera orðið talsvert svalt? — Mér er hundkalt, sagði hann og kyssti hana. Þau töku stefnuna heim á leið. 15. Te-samkvæmi Leu var lokið, og eini gesturinn, sem eftir sat var Simon Crowdy. Jana og Kristin sátu báðar við borðið, en hugar- ástandið virtist vera nokkuð þungbúið þegar Logan leiddi Katrinu inni stofuna. — Hér komum við loksins, sagði hann. — Ég vona bara að eitthvað sé eftir af teinu, okkur er fjandi kalt. Við töfðumst vegna þokunnar, og svo sprakk annað afturhjólið. Þar að auki trúlofuðumst við, og það tekur sinn tima. Allir sátu orðlausir nokkur augnablik, en svo spratt Jana á fætur og gekk til Katrinar með útbreiddan faðminn, og andlitið var eitt sólskinsbros. — Þú og Logan?. Ég er svo glöð! Hiin kyssti Katrinu, og var svo himinlifandi glöð, að Logan og Katrin tóku ekki eftir þvi, að hin þrjii, sem við borðið sátu, tóku fréttinni með kaldri þögn. Kristin hélt tebollanum krampakenndu taki, náföl i framan. Lea hallaði sér afturábak I sófanum með þvinguðu, tviræðu brosi. Simon horfði áhugafullur i kring um sig, en sagði ekkert. Það var Lea, sem fyrst komst til sjálfs sin. — Þetta voru sannarlega gleðileg tlðindi, ég er verulega ánægð ykkar vegna. Þetta kemur nú ekki'svo mjög óvænt, en ég hefði satt að segja ekki haldið að Logan mundi velja svo ófýsilegan dag til svo rómantiskra framkvæmda. Komdu og seztu við hliðina á mér, Katrin. Hún rétti fram höndina og Katrin varð að rétta sina litlu hendi, sem næstum þvi hvarf I sterka og heita hönd Leu. A þeirri stuttu stundu, sem Lea hélt i hönd hennar, kom yfir hana undarleg, hræðileg tilfinning. Henni fannst sem Hkami Leu blési út og yrði að ófreskju, sem fyllti stofuna með gullnum hárþyrli, sterkum öxlum og skærri röddu. Þetta stóð ekki nema eitt andartak, og hún settist I sófann við hliðina á Leu, með tebolla fyrir framan sig. Kristin var staðin á fætur og starði hugsandi út um gluggann. Jana, Logan og Simon stóðu við arininn og spjölluðu, Katrínu fannst sem þær Lea væru einar i stofunni, en fann ekkert orð til að segja. Tungan var bundin og hendurnar rakar af þenslu tauganna. — Ég er, hreinskilnislega sagt, mjög ánægð, Katrín, sagði Lea lágum rómi. —- Ég hef verið dálitið óróleg undanfarið, þvi ég fann að Logan leið ekki rétt vel, og ég var nærri þvi farin að halda að ykkur hefði orðið sundurorða. Hann hefur verið svo þolinmóður og trur, að það hefði verið stór synd, ef þú hefðir vísað honum frá þér. — En það hef ég ekki gert, svaraði Katrin, og horfði beint I augu Leu. — Ég þurfti ofurlitinn tima til þess að hugsa málið, það var allt og sumt. — Mér þykir vænt um, að þú hefur hugsað skynsamlega um þetta, Katrin. Ungdómurinn er ekki alltaf svo skynsamur, ekki satt? Við höfum samkvæmi seinna I vikunni til að halda upp á þetta, en þú verður hér til morguns, svo við getum þá talað nánar um þetta. Hallo, Þarna er Sherida! Þú kemur alveg á réttu augnabliki til þess að taka þátt i heillaóska-athöfninni. Logan og Katrin eru nýbúin að tilkynna trúlofun slna. Sherida horfði sem snöggvast yfir hópinn, og hún gat fundið, að eitthvað óskiljanlegt og óþægilegt lá I loftinu, þótt allir virtust glaðir og ánægðir, nema Kristin. — Ó, hvað það var yndislegt, sagði hún. — Hjartanlega tií hamingju bæði tvö. — Þökk fyrir það Sherida. Katrin horfði framan i hana þakklátum augum. Allt virtist svo hlýlegt og eðli- legt. En Sherida gat ekki með neinu móti losnað við þá tilfinn- ingu, að andrúmsloftið væri þrungið einhverri andstöðu. Hún gekk upp á loftið til að hafa fata- skipti, og rakst á Jönu utan við dyr Kristinar. Hún var eitthvað svo áhyggjufull, að Sherida stöðvaði hana og spurði hvort eitthvað væri að. — Ekkert alvarlegt, held ég. Kristin'er eitthvað miður sin, en ég held að ekkert verði úr þvi. — Hefurðu sagt Leu frá því? — Nei. Þær gengu eftir gang- inum að herbergi Sheridu. — Það er ekki nauðsynlegt að þreyta hana með þessu. Kristin er ekki veik, hún er bara utan við sig, og það getur komið fram á hinn furðulegasta hátt. Hún gekk inn i herbergið með Sheridu. Sherida fann að eitthvað kvaldi hana, og að hún þurfti að tala við einhvern i trúnaði. — Hvað er það, sem æsir Kristinu svo mjög núna? — Það er Logan og Katrin, svaraði Jana lágt. — Trúlofunin! Hvernig. I ósköpunum getur hún orðið æst út af þvi? Allir eru einmitt svo ánægðir. — Ég veit það vel, Sherida. En það er talsvert erfitt að útskýra þetta með Kristinu. Jana stóð út við gluggann, og fitlaði við hespuna. — Kristin er undarlegt barn eins og þú veizt.......Þegar Lea er annars vegar meina ég. Við elskum Leu öll, en ást Kristinar til hennar er i mesta máta sjúkleg. Lea hefur reynt að koma vitinu fyrir Kristinu, en þar verður að fara að öllu með gát. Mikið vildi ég gefa til að fá að vita hvernig hún fer að þvi að koma vitinu fyrir Kristínu, eða réttara sagt reyna það, hugsaði Sherida. Hún hafði mjög mikinn áhuga á þvi, sem Jana var að reyna að segja henni. — Meinarðu,að Kristin haldi að Lea sé ekki jafn ánægð með trúlofunina og hún lætur I veðri vaka? spurði Sherida. — Einmitt. Það er lika rétt hjá henni að vissu leyti. Lea kann vel við Katrinu, en hún vill ekki að Logan giftist henni. Nátturlega er það bjánalegt, en það, sem hún setur fyrir sig er það, að Katrin er óskilabarn, og enginn veit hverjir foreldrar hennar voru né hvað þeir voru. — Þetta er óréttlátt gagnvart Katrlnu," finnst mér. Það skiptir ekki máli hverjir foreldrar hennar voru, heldur hitt,að hún er bæði vitur og glæsileg. — Ekkert okkar tekur heldur nokkurt mark á þessari dellu. Okkur þykir öllum vænt um Katrinu, og pabbi vill heldur eiga hana að tengdadóttur en nokkra aðra stúlku. Það er bara Lea, sem hefur fengið þessa hugmynd "á heilann, vegna þess....ja, vegna þess að henni þykir svo vænt um Logan og óttast að hann verði ekki nógu hamingjusamur. Sherida fann yfir sig steypast bylgju samúðar. Aumingja Jana, sem barðist árangurslaust fyrir þvi að rlfa sig fram úr kviksyndi erfiðleika, en áður en hún fengi sagt nokkuð, hélt Jana áfram: — Hún segir sjálf ekkert aukatekið orð, það er ég sannfærð um, en Kriss hegðar sér eins og bjáni. Hún heldur þvl fram, að Lea sé óhamingjusöm og að Logan sé eigingjarn, sem ekkert tillit taki til hennar.....Ég veit svo sem ekki, þetta er allt svo erfitt, sagði hún og stundi þungan. Sherida rétti henni hönd sina og brosti hvetjandi brosi. — Láttu þig engu skipta hinar leikrænu grillur Kristínar. Segðu henni, að timi sé til þess komiiv, að min hætti þvi að hegða sér eins og stelpukjáni. Hún mundi áreiðan- lega átta sig ef þið hlægið að henni, en nú telur hún sér trú um að hún hafi heljarmikið að segja i fjölskyldunni. Það bezta, sem hægt er að gera, er að hafa hana að engu. — Sjálfsagt er þetta rétt hjá þér, en það er erfitt að hlægja, þegar maður ætlar sér að tugta hana til, eins og þú gerðir. Ég held að ég fari að hræða hana með þér, það lítur út fyrir að hún hafi hita i haldi við þig. Jana strauk sér um hárið. — Ég verð að fara inn til min og laga mig ofurlitið. Katrin kemur á eftir. Hiin ræskti sig. — Þú talar ekkert um þetta við hana? Hún hefur ekki hugmynd um skoðanir Leu á málinu, og er alltaf svo notaleg við hana. En nú verð ég að flýta mér, ef ég á ekki að verða of siðbúin. Sherida opnaði gluggann og svalt, friskandi kvöldloftið streymdi inn i herbergið. Þokan var ekki horfin með öllu, en varla gat heitið að brimhljóð heyrðist lengur. Það voru ekki erfiðleikar Katrinar, sem hún var að hugsa um núna, heldur augnaráðið, sem hún sendi Leu, þegar Lea sagði Sheridu um trúlofunina. Það var blandið ótta, og Katrln var þó ekki hræðslugjörn stúlka. 16. Miklar undirbúnings ráð- stafanir voru gerðar fyrir trúlofunarsamkvæmið, en þegar öllu var á botninn hvolft voru þessar ráðstafanir svipaðar þeim, er gerðar voru fyrir venju- legar miðdegisveizlur Leu. Að visu skyldi kampavln borið fram svo hinn venjubundni ljómi félli á samkvæmið, en stórglæsileg HVELL :$&: Sunnudagur 29. apríl giiiiii; 8.00 Morgunandakt Séra §££!£ Sigurður Pálsson vigslu- íi^:í;i biskup flytur ritningarorð £$£ og bæn. H| 8.10 Fréttir og veðurfregnir. ¦i;i;i;i5 8.15 Létt morgunlög ;g!;i:i Lúðrasveit franska Íi;i|i-á lifvarðarins leikur Mario i;!;!;!^; Lanza syngur og Boston ;;;!;$;! Pops hljómsveitin leikur. gg£ 9.00 Fréttir. titdráttur úr igÍiÍÍÍ forustugreinum dagblað- :;:;i;:;i; anna. ;i;i;i;§9.15 Morguntónleikar a. WM Tokkata, ostinato og fiiga ggg eftir Max Reger. Werner ^^ Jacob leikur á orgel. b. ggig Sónata i B-dúr fyrir lÍjgg einleiksfiðlu og strengja- I;!;!;!;!;: sveit eftir Georg Friedrich |i;i!g Hándel. Kenneth Sillito og i;i;i;i;i; Enska kammersveitin ;!§§;! leika: Reymond Leppard ;!;!*!;! stj. c. Konsert fyrir !;!•$!: tvöfalda strengjasveit eftir ggiÍ Michael Tippet. St. — ||j| Martin-in-the-Field hljóm- ;!;!§!;! sveitin leikur: Neville S:!:!:!: Marriner stj. d. Sinfónia nr. !;§!;;!; l i f-moll op. 7 eftir Hugo ;;;$;;!;!; Alfvén. Sinfóniuhljómsveit ;í!;í;!;í sænska útvarpsins leikur: SSí Stig Weste'rberg stj. :;i;iÍ;^ 11.00 Messa i barnaskóla- gíí!;} húsinu á Egilsstöðum. :^!;g: Prestur: Séra Gunnar íííg;! Kristjánsson. Organ- i!;;;íí leikari: Margrét Gisla- Í8$ dóttir. Í$Í!|! 12.15 Dagskráin. Tónleikar. !;;!;S; 12.25 Fréttir og veðurfregnir. :Í;í!§ Tilkynningar. Tónleikar. ;;íí;!;i 13.15 Afrika, — lönd og þjóðir ;!;!;!;!;! Haraldur ólafsson lektor 8:^ flytur sjötta og siðasta §§8 hádegiserindi sitt. ;;;$;!;! 14.00 Könnun á viðhorfum !;;;;!;!;!: nokkurra lækna til sjúkra- :;!;!;:;;í t hús- og heilbrigðismála i íiwii: Reykjavik. Páll Heiðar ;!;!;:;!;í Jónsson gengst fyrir henni 8!;!$ °g talar við yfirlæknana dr. :§!;!;:;! med. Bjarna Jónsson, dr. >;:;:;!;;; med. Friðrik Einarsson og WM Sigurð Samúelsson :;;:j:|:í: prófessor, Snorra Pál !;i;i!;i;i .Snorrason formann Lækna- :§í!§ félags Islands og Emil Als ;:;!;!;!;! augnlækni. ;i;i;i;i;! 15.00 Miðdegistónleikar a. !;!;:;!;!; Lög eftir Pjotr Tsjaikovský. jiÍiílii Robert Tear syngur. Philip ;Í5;:;!;í Ledger leikur á píanó. b. SÍSi Skozk fantasia fyrir fiðlu og i;!;Í;S;: hljómsveit eftir Max Bruch. :?!§!•!¦ Kyung-Wa Chung og «i§ Konunglega filharmónlu- ÍííS sveitin leika: Rudolf Kempe >!;!§Í;i stj. c. Pianósónata i f-moll ^^ op. 5 eftir Johannes ͧÍ=Í!i! Brahms. Clifford Curzon £$§ leikur. ^ 16.25 Kaffitiminn Nana !;:^p Mouskouri syngur. !;!;!§:• 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. •^17.00 Kötlugos 1823 :¦!:!:§; Bergsteinn Jónsson lektor :$:!§ 'es lýsingu séra Jóns !:§!$ Austmanns. :SS: 17.30 Sunnudagslögin. !¦!§!;!; 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. ;:Í;i;Í!Íi Tónleikar. Tilkynningar. |j^ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá %$$ kvöldsins. :Í!Í!Í!ÍiÍ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. ^ 19.20 Fréttaspegill tæm 19.35 Úr segulbandasafninu :!!§!§: Pálmi Hannesson rektor •ÍiÍiÍiÍij flytur stutta frásögu: Úr :|!ÍÍÍ!; Langavatnsdal,- og les Í:Í%!Í! þrjár færeyskar þjóðsögur i :!;!;;;!;! eigin þýðingu (Áður útv. ^ 1948 og 1946). ÍÍggÍ 19.55 Trió nr. 7 i B-dúr „Erki- ?:!;•:;;: hertogatrióið" eftir Beet- :!:§§ hoven Daniel Barenboim !;!;!§!; leikur á pianó, Pinchas ;!Í!Í!Í;Í! Zukerman á fiðlu og g!;!;!;! Jacqueline du Pré á selló. ¦;;Í;Í;Í;Í 20.40 Heimsókn til trlands ^^ Ingibjörg Jónsdóttir tók ÍSÍÍ saman dagskrána og !;£§:; kynnir. Margret :PÍ!Í: Guðmundsdóttir les þjóð- !?!;$: sögu og Jón Aðils smásögu !Í!Í!Í!Íi; eftir James Joyce. Einnig !;Í!Í;Í;Í; leikin irsk þjóðlög. ;!;?!;!;! 21.30 Lestur fornrita: Njáls :Í!Í!Í!Í:Í sa8a ^r- Einar Ól. Sveins- Si:!:!? son prófessor les (26), piii 22.00 Fréttir ;!;!;!;!;! 22.15 Veðurfregnir Danslög ^|Í 23.25 Fréttir i stuttu máli. i:!!!!;!;! Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.