Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 1
WOTEL miMlfí „Hótel Loftleiðlr býður gestum slnum að velja á milli 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa lika Ibúðir tll boða. Allur búnaður mlðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIÐUR VEL. Með hjarta hægra megin og öll innyfli öfugt við aðra Þannig er ekki nema einn af hverjum 100 þúsundum „KLÆDIÐ barnið i — þér getið farið. Þetta er ágætt. Það er með hjartað hægra megin — næsti gerið svo vel”! Þannig komst læknirinn að orði við Fjólu Magnúsdóttur, er hann úr- skurðaði, að telpan hennar, hún Steinunn, væri að þvi leyti frá- brugðin þorra fólks, að skaparinn hefði látið það vera vinstra megin i henni, sem er hægra megin i öðrum og öfugt. Steinunn er næstyngsta barn hjóna á Bollagötu 3, Fjólu Magnúsdóttur og Ólafs Steinars Valdimarssonar viðskipta- fræðings, skrifstofustjóra i sam- göngumálaráðuneytinu. Hún er nú ellefu ára gömul, litfrið og ljóshærð eins og Sigrún i kvæði Jóns Thoroddsen .sérlega heilsuhraust og mun þroskaðri en gengurog gerist. Hún er nemandi i æfingabekk Kennaraskólans- — Það er bara ein stelpa i minum bekk, sem er stærri en ég segir Steinunn brosandi. Annars er hún þannig á ár komin , fædd i janúar, að hún er yngri en bekkjarsystkini hennar yfirleitt. — Ég er dálitið upp með mér af þvi, sagði Ólafur Steinar, að ég komst fyrst að raun um, að hjartað var hægra megin i henni. Hún var þá nokkurra mánaða gömul, og ég að dilla henni á hnjánum á mér, þegar ég varð þess áskynja, að hjartað sló hægra megin. En náttúrydega vildi enginn trúa mér. — Ég átti hana hérna á fæðingardeild Landspitalans, sagði Fjóla, og þar varð enginn þess var, að hún væri i neinu frá- brugðin öðrum börnum. Annars hef ég heyrt, að hjartað sé nokkuð miðsvæðis i kornungum börnum. Það var svo þegar hún var niu mánaða, að vjð fórum með hana i skoðun, og eftir varð þaö ekki véfengt, að Ólafur hafði haft rétt fyrir sér. Ég get ekki neitað þvi, sagði Fjóla enn fremur, að mér brá anzi mikið, þegar læknirinn kvað upp úrskurð sinn á svona stuttaralegan hátt. Ég var hálf- partinn miður min fyrst á eftir. En það er ekki bara, að hjartað sé hægra megin i henni, heldur eru öll innyflin öfugt við það sem gengur og gerist — botnlanginn, lifrin og hvað eina. Það upp- götvaðist aftur á móti ekki fyrr en fyrir þremur árum. Það kvað sem sé stundum fylgjast að, að öll liffærin hafi raðazt öfugt innan i fólk, en stundum er það bara hjartað, sem er öfugu megin. Þetta er þó afarsjaldgæft — gerist um einn af hverjum hundrað þúsund, hef ég heyrt. Samt er okkur sagt, að þessu sé svona farið um einn þekktastan lækni hérlendis. Annars er þetta bara eins og að vera örvhentur og sakar fólk ekki nokkurn skapaðan hlut. — Við munum ekki einu sinni eftirþessu nema endrum og eins, sagði Ólafur Steinar, og það var frásögn i Timanum á föstudaginn af telpu i Ástraliu, sem minnti okkur á þetta núna. Annars voru fyrstu kynni min af þessu fyrir- bæri þau, að ég var að lesa sögu Framhald á bls 39 Þetta er Steinunn ólafsdóttir, ellefu ára gömul, stálhraust og þroskamikil, enda þótt skaparinn hafi raðað öðru vísi innan ihana en gengur og gerist. — Timamynd: Gunnar. Hús nær helmings landsmanna eru nú hituð með jarðvarma Jarðhitinn hlunnindi, sem eru milljarða virði SÖGUR og fornminjar bera með sér, að snemma á öldum hafa íslendingar virkjað laugar að einhverju leyti, að minnsta kosti gert baðstaði og sennilega einnig sundiaugar. Það mun aldrei hafa fallið niður með öilu eins og meðai annars má ráða af þvi, aö Arni lögm. Oddson andaðist i Leir- árlaug. Fyrir siðustu alda- mót komst að nýju skriður á að búnar væru til frumstæðar sundlaugar i landinu. Fyrir á að gizka sextiu árum hug- kvæmdist bónda i Borgarfirði að leiða heitt vatn i bæ sinn. Nú er svo komið, að nærfellt helmingur landsmanna notar jarðvarma til upphitunar i húsum sinum. Eins og kunnugt er beitti Jónas Jónsson frá Hriflu sér mjög fyrir þvl i ráðherratið sinni, að skólar væru reistir á þeim stöðum, þar sem jarð- hita naut við, og jarðvarminn notaöur til þess að hita húsakynni og sundlaugar þessara stofnana. Nokkru fyrr hafði fyrsti skólinn, sem þessara hlunninda naut, Laugaskóli i Reykjadal, verið reistur. í siðasta hefti sveitar- stjórnarmála er grein eftir Unnar Stefánsson um þessi efni. Segir þar, aö siðasta ár hafi orkugjöf hitaveitna i landinu numið 430 milljónum gigavattstunda og söluverð- mætið numið 430 milljónum króna. Ef olia hefði verið notuð til þessarar upphitunar i stað hins heita vatns úr iðrum jarðar, hefði kostnaðurinn orðið riflega tvöfaldur, sem næst einn milljarður króna, þar af 660 milljónir króna i erlendum gjaldeyri. Árið 1930 var stigið fyrsta sporið i þá átt að nýta jarð- varma til annars og meira en að hita hús og hús. Þá var heitt vatn leitt úr þvottalaugunum i Reykjavik i Landspitalann, Austurbæjarbarnaskólann og eitthvað sextiu ibúðarhús i Reykjavik. Fyrsta heitaveita, sem miðuð var við þarfir heils sveitarfélags, komst þó ekki á fyrr en 1944, þegar ólafs- fjörður fékk hitaveitu. Siðan komu hitaveitur i Reykjavik, Hveragerði, á Sauðárkróki og Selfossi, þar næst á Dalvik, Húsavik, i Reykjahverfi og Mývatnssveit. Loks voru svo siðast liðið haust teknar i notkun hitaveitur á Sel- tjarnarnesi og Hvammstanga. Nú hafa samningar verið gerðir um hitaveitu i Kópa- vog, og munu Garðahreppur og Hafnarfjörður trúlega fylgja þar á eftir, og áætlanir hafa verið gerðar um hita- veitu á Blönduósi, þótt þær hafi borið upp á sker i bili, og sú hugmynd er uppi að virkja jarðvarma viö Svartsengi i Grindavik, og leiða þaðan heitt vatn tii Grindavfkur og byggðarlaganna á Suður- nesjum. Leit að nægum jarð- hita i grennd við Akureyri hefur aftur ekki borið nægan árangur. Þótt sleppt sé Blönduósveitu og Svartengisveitu, myndi hitaveitur spara þjóðinni meira en einn milljarð króna i gjaldeyri, ef annað nær fram að ganga af þvi, sem nú er ráðgert. Þvi marki verður vafalitið náð á þessum ára- tug. Af þessu má ljóst vera, hversu gifurleg hlunnindi jarðhitinn er. Hann vegur það upp á sinn hátt, að við búum i fremur köldu og umhleyp- ingasömu landi. En til við- bótar upphitunar húsa og notkun heits vatns i sund- laugar, kemur siðan öll sú ræktun, sem jarðhitinn gerir mögulega, auk þess sem ekki er ósennilegt, að fljótlega reki að þvi, að jarðhitinn verði notaður til heyþurrkunar og margvislegs iðnaðar og jarð- gufa til stóraukinnar raforku- framleiðslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.