Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 37

Tíminn - 29.04.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 29. apríl 1973. TÍMINN 37 Höfundur 50 mílljón bóka út um allan heim Já, franski rithöfundur- inn Georges Simenon! Hvort ég kannast við hann! Þetta er hin almenna hug- mynd á Norðurlöndum, og hún er röng. Simenon er nefnilega belgískurog kom fyrst til Parísar á tvítugsaldri. AAóðir hans, hjátrúarfull mjög, átti tólf systkin og var fædd á landamærum Hollandsog Belgíu, — landamærin lágu raunar um hvert húsið. Faðir Simenons var lág- launaður tryggingamaður. Ráku þau hjónin matsölu- stofu til að hafa ofan fyrir sér. Og þannig kom það til, að Georges Simenon kynnt- ist ungur námsmönnum frá mörgum löndum. Tólf ára aðaldri gerðisthann Dosto- jewski-aðdáandi og hefur haldið því stríki síðan. Hér er verið að segja frá met- söluhöfundinum Simenon. Ungur var Simenon álika iðju- samur við lestur bóka eins og hann siðar var við að rita bækur. Hann átti um sextiu m ;ain frænd- systkin, og sagt er, að hann hafi engu þeirra gleymt. Stórkostlegt mirini það. Það fólk, sem hann hefur kynnzt meira og minna á lifsleiðinni, hefur gegnt stóru hlutverki i sögum hans. Er Georges var 16 ára, lézt faðir hans. Móðir hans reyndi að koma honum til að læra bakara- iðn. Hann var þrjár vikur i læri. Búið. Næst starfaði hann sem af- greiðslumaður i bókabúð i fæð- ingarbæ sinum, Liége, — og hóf um sama leyti ritstörf. Sumir kunningjar hans halda þvi fram, að hann hafi sent sina fyrstu skáldsögu frá sér sautján ára gamall. Aðrir bera á móti þvi. Hér er sagt frá Maigret-skap- aranum Simenon. Hann fluttist til Parisar tvitug- ur að aldri, þá nýgiftur. Hóf hann þar að starfa sem blaðamaður og byrjaði að skrifa skáldsögur og smásögur undir 16 mismunandi skáldanöfnum. Það gekk treglega fram til 1931. Þá var fursta Maigret-bókin gefin út og haldin mikil veizla i þvi tilefni, þar sem boðið var hundruðum þekktra manna og kvenna, rithöfundum, leikurum, útgefendum o.s.frv. Það var taíað um þessa veizlu um allt Frakkland. Og Simenon sjálf- ur stóð sig með prúði i þessari stórkostlegu sviðsetningu. í Hann þekkir fólk Maigret hafði verið skapaður, og á næstu árum kom hver bókin af annarri með þessum þunga, ihugandi leynilögreglumanni sem söguhetju. Maigret, sem sifellt var reykjandi pipu sina, maður- inn, sem beitti engri sérstakri að- ferð i starfi sinu, en talar, þefar og grundar sig áfram. Maðurinn, sem með venjum sinum i mat og drykk og með rólyndi sinu og smáborgaralegri innbyggingu myndar svo eftirminnilegt and- rúmsloft. Það er einmitt andrúmsloftið, sem er bezt við bækur Simenon. Margir þekkja Frakkland fyrst og fremst eftir bókum Simenons. Sumar þeirra geta hreinlega þjónað þeim tilgangí að vera ná- kvæmir og áreiðanlegir „farar- Georges Simenon, — metsöluhöfundur nútimans. stjórar" um þetta fagra land. Af þessum bókum geturðu á auga- bragði þekkt hótelþjóninn, bar- þjóninn, götusalann og jafnvel róna götunnar. Enda þótt Simenon lýsi hinu franska umhverfi, er hann ekki rigbundinn af Frakklandi. Hann hefur ferðazt um allan heim og viða dvalið um lengri eða skemmritima. Meðal annars var, hann búsettur um sex ára skeið í Bandankjunum, en nú býr hann i höll i Sviss. Og eftir að hafa til- einkað sér áhrif hvaðanæva úr heiminum, er hann ef til vill Við heyrum oft fréttir um fundahöldbrezkratogaraeigenda og fulltrúa London, og var meðfylgjandi mynd þá tekin. Standandi vinstra megin er megin er CharlesHundsonforseti sambandsins. Sitjandi frá vinstri eru: Tweedsmuir þarna brosandi i karlmannahópnum, siðan kemur Godber, herra. tslendingar munu sjá framan i eitthvað af þessu fólki i næstu landhelgismál. brezku stjórnarinnar. A fimmtudaginn var einn slikur fundur haidinn i A.W. Suddaby, vafaforseti brezka togaraeigendasambandsins, en hægra Austin Laing, framkvæmdastjóri togaraeigendasambandsins, þá er lafði ráðherra i landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneytinu, og Stoddart ráð- viku að öllu forfallalausu, en þá fara fram hér i Reykjavik viðræður um (UPI —mynd) alþjóðlegasti rithöfundurinn, sem nú er uppi. Hann þekkir heiminn, og hann þekkir fólk. Hann" hefur sent frá sér um 400 bækur, sem gefnar hafa verið út i 50 milljón ein- tökum og þýddar á meira en 40 tungumál. Um hann hefur André Gide sagt, að hann sé mesti skáldsöguhöfundur Frakklands i dag, én þes að miða við hina miklu sölu bóka hans og vinsældir þeirra, einkum Maigret-bókanna. En nú hefur Simenon lýst þvi yfir, að hann hafi hætt ritstörfum. Ef þetta eru hans einlægu orð (varla þarf hann að vera með neina auglýsingabrellu), munu margar milljónir aðdáenda eiga eftir að trega það sárlega. Ekki framar ný bók um franska leyni- lögreglumanninn Maigret? Mun hann ekki skrifa fleiri þjóðfélags- og sálfræðilegar skáldsögur, sem háskólar nola mikið við sálfræði- kennslu og sem bera ótvirætt vitni um hans "bókmenntalega styrk. Það er andrúmsloftið, persón- ur, umhverfi og sálfræðilegt næmi.'sem gera bækur Simenons svo vinsælar. Hann getur leyft sér ýmislegt við ritun leynilögreglu- sagna sinna, getur látið morð- ingjann birtast fyrst á siðustu sfðu, láti? aðalpersónu sögunnar hrökkva upp af þegar i upphafi bókar, beint samúð lesandans að morðingjanum o.s.frv. Fólk, sem les bækur hans á frummálinu, fer lofsorði um einfalt, en nákvæmt málfar hans. Simenon getur lokið einni bók á 10 dögum. Og á hverju ári hefur hann sent frá sér minnst f jórar-fimm bækur. Hann hefur f jóra ritara i sinni þjónustu og 16 þjóna. Hann á finar bifreið- ar, fagra höll og fagurt úts.jýni. Og um tima var Charlie Chaplin nábúi hans. Konur eru honum kærar, en sagt er, að hann sé harðstjóri i sambúð. A margan hátt virðist hann vera nokkuð ógeðfelldur. En það kemur okkur lesendum hans ekki við. Við minnumst að- eins, hve margra kvölda og nátta við höfum varið til lestrar bóka hans, og það er með mikilli ánægju. (—Stptóksaman)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.