Tíminn - 03.05.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 03.05.1973, Qupperneq 15
Fimmtudagur 3. maí 1973 TÍMINN 15 Landskeppni við Skota í Hlíðarfjalli — keppt verður í svigi og stórsvigi DAGANA 5. og 6. mai n.k. fer fram iandskeppni á skifium við Skotland. Keppni þessi var fyrst háð á isafirði árið 1970 og þá sigr- uðu islendingar. Nú fer keppni þessi fram i Hliöarfjalli við Akureyri og sér Skiðaráð Akureyrar um fram- kvæmd mótsins. Keppendur verða 4 karlar og 3 konur frá hverju landi. Keppt verður i svigi og stórsvigi. Islenzku keppendurnir eru þessir: Margrét Baldvinsdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir Margrét Vilhelmsdóttir allar frá Akureyri. Aslaug Sigurðardóttir, Reykjavik og til vara Guðrún Frimannsdóttir, Akur- eyri. Haukur Jóhannsson, Akureyri Árni óðinsson, Akureyri Hafsteinn Sigurðss. Isafirði Gunnar Jónsson, fsafiröi Guðjón Ingi Sverrisson, Reykja- vik, og til vara: Björn Haraldsson, Húsa vik og Jónas Sigurbjörnss. Akureyri. Fyirirliði er Hafsteinn Sigurðs- son frá tsafirði. Hermann Sigtryggsson, Akur- eyri, er fulltrúi Skiöasambands- ins við framkvæmd mótsins. Skozka landsliðið er skipað ungu og efnilegu skiðafólki, sem keppt hefur viða um Evrópu við góðan orðstir. Keppni þessi ætti að geta orðið mjög jöfn og spennandi. Annað hljóð í strokknum hjó Fram — sigraði Víking 4:1. Hefur skorað 12 mörk í tveimur síðustu leikjum EFTIR mjög svo slaka frammistöðu í meistara- keppni KSI, þar sem tslandsmeisturum Fram tókst ekki að skora eitt einasta mark, er komið annað hljóð í strokkinn, en í tveimur síðustu leikjum sínum í Reykjavíkur- mótinu hafa þeir skorað samtals 12 mörk gegn 2. Þeir sigruðu Ármann á dögunum með 8:1. Og á þriðjudaginn sigruðu þeir Víking örugglega með 4:1. Enginn vafi leikur á þvi, að breytt leikaðferö liðsins frá þvi i meistarakeppninni á sinn þátt i velgengni liðsins nú, einkum munar mikið um, að Marteinn Geirsson skuli nú leika i stöðu tengiliðs. Fram lék undan vindi i fyrri hálfleik og skoraði tvö mörk. Fyrra markið skoraöi Eggert Steingrimsson beint úr horn- spyrnu, en siðara markiö skoraði Erlendur Magnússon úr þvögu. I byrjun siðari hálfleiks skoraði Eirikur borsteinsson eina mark Vikings, og var búizt við, að Vikingum tækist að jafna, þar sem þeir léku undan vindi. En þrátt fyrir góða viöleitni tókst þeim ekki að skora fleiri mörk. Hins vegar voru Framarar á skotskónum. Simon Kristjánsson, ungur og efnilegur útherji hjá Fram, skoraði þriðja mark félags sins. Og undir lokin skoraði Guögeir Leifsson fjórða markið, en það er fyrsta mark hans með Fram. Kannski engin tilviljun, að fyrsta markiö, sem hann skoraði fyrir Fram skyldi vera gegn hans eldri félögum i Viking! 61,54 METRAR í SPJÓTKASTI KEPPNISTIMABIL frjáIsiþróttafólks hófst sl. föstudag á íþróttavellinum Haraldur Korneliusson i keppninni á mánudaginn. (Timamynd Róbert) HARALDUR I SERFLOKKI HARALDUR Kornelíusson er i algerum sérflokki i badminton á Islandi um þessar mundir. Það sannaði frammistaða hans i nýafstöðnu Reykjavíkur- móti, þar sem hann vann þrefaldan sigur. Og það afrek endurtók hann i islandsmótinu, sem lauk á mánudagskvöld. Sigur hans i úrslitaleiknum í einliðaleik — gegn hinum gamalkunna kappa, óskari Guðmundssyni— var svo stór, að fara verður langt aftur í tímann til að finna hliðstæðu, en Harandlur sigraði 15:0 og 15:4. Gífurlegir yfirburðir Haralds í úrslitaleiknum í einliðaleik, þar sem hann sigraði Óskar Guðmundsson 15:0 og 15:4 BARNALEIKTÆKI * ÍÞRÓTTATÆKl Vélav«rktt»8l BERNHAROS HANNESS.. Su3urland*braut 12. Simi 35810. Hvort tveggja var, að Haraldur var í miklum ham i þessum leik og lagði sig allan fram, og hitt, að Óskar fann sig aldrei. Enda þótt Haraldur sé góður, er þetta of mikill munur. Úrslitaleikurinn i tviliðaleik var miklu jafnari og meira spennandi, en þar lék Haraldur ásamt Steinari Peterson gegn Garðari Alfonssyni og Sigurði Haraldssyni. Þurfti oddaleik til að fá úrslit. Fyrstu lotuna unnu þeir Garðar og Sigurður 15:12 Haraldur og Steinar unnu þá næstu 17:14 og siöustu lotuna 15:11. Var þessi leikur mjög spennandi eins og sést af tölunum. I tvenndarleiknum sigruðu þau Haraldur og Hanna Lára Pálsdóttir i úrslitum þau Steinar Petersen og Lovisu Sigurðardóttur 17:14 og 15:9. Þvi er ekki að neita, að oftast hafa farið fram meira spennandi úrslitaleik- ir á Islandsmótinu und- anfarin ár, einkum og sér I lagi i einliðaleik. Það var sér- stakt kappsmál fyrir Harald að standa sig vel i þessum leik, en með þvi að að sigra vann hann til eignar stóran og falleganbikar, sem Einar Jóns- son gaf til keppninnar, en Haraldur sigraði nú i þessari keppnisgrein þriðja árið i röð. bátttaka i tslandsmótinu i badminton var meö mesta móti, að þessu sinni, en þátt- takendur voru á annað hundrað talsins. Betri aðstaða er fyrir áhorfendur að fylgjast meö mótinu þegar þaö er háö i Laugardalshöllinni en þegar það fer fram i KR-húsinu eða Valshúsinu. En þrátt fyrir betri aðstööu, er eins og badminton njóti sin ekki al- mennilega sem keppnisiþrótt i hinni stóru Laugardalshöll, hvernig sem á þvi stendur. Nánar veröur sagt frá úrslitum i öðrum flokkum siöar. í Kópavogi með keppni i spjótkasti kvenna og karla. Arangur varð góður á okkar mælikvarða, Asbjörn Sveinsson UBK kastaði 61,54 m, sem er hans langbezti árangur til þessa og i fyrsta sinn, sem hann kastar lengra en 60 metra. Þá sigraði Arndis Björnsdóttir, UBK i spjót- kasti kvenna, hún kastaði 39,18 m en i ógildu kasti náði hún ágætu kasti eöa vel yfir 40 metra. Islandsmetiö er 39,60 m og það getur falliö hvenær sem er. Æfingar eru nú almennt að hefjast utanhúss hyá frjálsiþróttafólki og ýmsir hafa náö góðum árangri á æfingum. Guðni Halldórsson, hinn kornungi Þingeyringur hefur t.d. varpað kúlu hátt á 15.metra og Ragnhild- ur hljóp 1500 m ein i norðangarr- anum á 5:03,0 min. Metiö hennar utanhúss er 4:57,0. ÖE. Aðalfundur Vals AÐALFUNDUR Knattspyrnu- félagsins Vals veröur haldinn mánudaginn 7. mai og hefst kl. 20 I félagsheimilinu að Hliðarenda. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Spennandi og tvísýn keppni um „Sendiherrabikarinn" RVÍKURÚRVALIÐ VERÐUR AÐ SIGRA í KVÖLD TIL AÐ HAFA MÖGULEIKA SVOKÖLLUÐ keppni um sendiherrabikarinn I körfu- knattleik verður fram haldiö i Laugardalshöllinni i kvöld. Þessari körfuboltakeppni var komið á fyrir 9 árum og hefur Reykjavikurúrvaliö sigraö 8 sinnum og unnið 2 bik- ara til eignar, en úrval Kefla- víkurflugvallar hefur aðeins sigrað 1 sinni og var það I fyrra. Leiknir eru 5 leikir, þannig að það lið sem sigrar þrisvar, er sigurvegari i það skiptið. Nú hafa verið leiknir 3 leikir og er staðan 2-1 okkur i óhag. Fyrsta leiknum lauk með sigri Keflavikurflugvall- arúrvals 90-83 á heimavelli þeirra, Reykjavíkurúrvalið vann næsta leik í Laugardals- höllinni með 115 stigum gegn 93 og á sunnudaginn var sigr- uðu Bandarikjamennirnir með 105 stigum gegn 101 eftir geysispennandi leik. Eftir venjulegan leiktima var staðan 95-95 og reyndust and- stæðingarnir haröari á enda- sprettinum, skoraði Þórir Magnússon 39 stig i þeim leik. 1 kvöld, fimmtudag, verður svo 4. leikurinn i keppninni i Laugardalshöllinni og hefst hann kl. 20.30, hálf niu, og verður Reykjavikurúrvalið aö sigra i þeim leik til þess að missa ekki af lestinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.