Tíminn - 03.06.1973, Page 9

Tíminn - 03.06.1973, Page 9
Sunnudagur 3. júni 1973. TÍMINN 9 á það sem neitt sérstakt, islenzkt fyrirbæri, þótt það sé nýjung hér á landi i ráðgefandi verkfræði. Telja verður þó að samstarf i verktakaframkvæmdum sé ef til vill þekktara hér á landi, saman ber fyrri virkjanir, Sundahöfn og fleiri framkvæmdir. Af öðrum stórum verkefnum Virkis hf. má nefna hönnun og eftirlit með 220 kW háspennulinu frá Búrfelli, sem einnig var unnin i samráði við svissneska fyrir- tækið. Ekkert hefði verið þvi til fyrirstöðu að íslendingar einir hefðu unnið þetta verkefni, en þar kom Alþjóðabankinn til skjal- anna, en reglur hans leyfa aðeins viðurkennd fyrirtæki, og við það búum við enn i dag, hvað sem sið- ar verður. Þetta er ekki sagt til aö skyggja á erlenda aðilaven sýnir að timi er kominn til þess að afla islenzkri verkfræði viðurkenning- ar á alþjóðlegum markaði. Við höfum nægjanlega marga mennt- aða menn. Það sem á hefur vant- að, eru stórar samvirkar heildir, tækni- og visindamanna, til að unnt sé að sinna stórum fram- kvæmdum og mannvirkjagerð. Merkar framkvæmdir á döfinni — víðtækt verksvið Af öðrum merkum fram- kvæmdum, sem hér er unnið að, eru athuganir á hitaveitu fyrir Hafnarfjörð og undirbúnings- rannsóknir fyrir þangmjölsverk- smiðju á Reykhólum. Þó má segja, að Sigölduverk- efnið er svo stórt, að við værum svo að segja i fullu starfi, þótt ekki kæmi fleira til en sú virkjun ein, svo það verður að sýna nokkra aðgát um ný verkefni. Við Hluti af teiknistofu. Þarna vinna margir tugir manna við teikningar og tæknistörf. Þarna „leggja” menn vegi, „stifla” stjörfljót og „reisa” stórhýsi. Það vekur athygli að fjölmargar konur vinna á verkfræðilstofunum, flestar við fagteikningar, sem er sérstakt fag. Stúlkurnar hafa náð ótrúlegri leikni. höfum ekki á þeim árum, sem lið- in eru, fjölgað aðildarfyrirtækj- um, en að þvi mun sjálfsagt koma, innan skamms. Þá verður þess að sjálfsögðu gætt, að Virkir hf. er samstarfsheild, sem þarf að hafa viðtækt verksvið, þar sem allir þættir verkfræðinnar þurfa að tvinnast saman, ef vel á að vera. Einnig kemur til álita hvort ekki sé rétt að hafa hagfræðinga, viðskiptafræðinga, jarðfræðinga og arkitekta og ef til vill fulltrúa fleiri fræðigreina, innan starfs- hópsins. Viðhorf samfélagsins til stórframkvæmda hafa breytzt. Undirbúningur og hönnun er ekki einasta verkfræðilegur, heldur þurfa að vera greið svör við ýms- um öðrum atriðum, sem of langt er upp að telja hér, segir Benedikt Gunnarsson að lokum. Undirstaða rafvæðingar landsins er fyrst og fremst tæknikunnátta. Þeir beizla fossana og dreifa orkunni um landið^.Mvndin er frá Búrfellslinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.