Tíminn - 03.06.1973, Page 29
Sunnudagur 3. júni 1973.
TÍMINN
29.
„Ætli mér takist aö skora” er greinilega það eina sem kemst aö i huga þessarar stúlku og eftir einbeitninni
isvip hennar að dæma, ætti það að takast.
„OPIÐ HÚS" í
GARÐAHREPPI
SKORTUR á félagsaðstöðu fyrir
ungt fólk hefur löngum þótt til-
finnaniegt vandamál á Isiandi og
telja margir hið svonefnda
unglingavandamál eina af-
leiöingu þess. i Garðahrcppi
liefur þetta vandamál skotið upp
kollinum, sem og viðast annars
staðar, en nú hafa ýmsir aðilar i
hreppnum gert sitt til að koma til
móts við unglingana með þvi að
hafa opið hús fyrir þá i gagn-
fræöaskólanum eitt eða tvö kvöld
i viku. Gefst ungmennum
staðarins með þessu kostur á, að
hittast þar við ýmsa tómstunda-
iðju — og er óhætt að fullyrða, að
þessi nýbreytni hefur mælzt vel
fyrir meðal ibúa hreppsins,
Blaðamaður og ljósmyndari
Timans litu inn i gagnfræða-
skólann nýlega, þegar opið hús
var i fullum gangi. Gaf þar að lit-
fjölda fólks, sem dundaði við hin
fjölbreyttustu tómstundastörf.
Miðpunkturinn var að sjálfsögðu
dansgólfið, en þar dilluðu
krakkarnir sér ákaft i takt við
spil hljómsveitarinnar „Stella
beauty”, en liðsmenn hennar eru
ýmist nú- eða fyrrverandi
nemendur gagnfræðaskólans i
Garðahreppi. Annars staðar i
húsinu var spilaður borðtennis og
einnig hafði ýmsum leiktækjum
verið komið upp, svo sem fót-
bolta-og ishockeyspilum og gafst
viðstöddum kosturá þvi að not-
færa sér þessa aöstöðu aö vild.
Gisli Jón Hjaltason, formaður
nemendaráðs skólans, sagði
okkur, að starfsemi þessi hefði
hafizt i febrúar og hefði verið
haft opið hús i skólanum tvö kvöld
i viku þar til um miðjan april.
Frumkvæðið að þessari starfsemi
hefði komið frá nemendum sjálf
um, en framkvæmdin væri i
höndum þriggja aðila sameigin-
lega, þ.e. nemendaráðs, foreldra-
ráðs og skólastjórnar. Samstarf
þessara aðila hefur verið með
miklum ágætum að sögn Gisla,
og var það með fullu samþykki
þeirra allra, að þessi starfsemi
hófst. Mikið fjármagn þurfti til
að unnt væri að hefja starf-
semina, kaupa þurfti hljóm-
flutningstæki, auk allra leik-
tækjanna, sem notuð eru. Þessir
peningar fengust frá hreppnum
og var þá ekkert að vanbúnaði.
Opna húsið hefur notið mikilla
vinsælda hjá unglingum i Garða-
hreppiog hafa venjulega milli 120
og 150 manns komið i hvert
skipti, sem opið hefur verið.
Fyrirhugað var að hætta starf-
seminni, þegar liða tók að próf-
um I gagnfræðaskólanum, en
sakir mikillar pressu frá
nemendum var horfið að þvi, að
hafa opið hús einu sinni i viku
fram i júnilok a.m.k. Er ætlunin,
að þá verði gert sumarhlé, en
þráðurinn tekinn upp að nýju,
þegar skóli hefst næsta haust.
Gisli sagði, að aðgangur að
opna húsinu hefði verið ókeypis i
allan vetur, nema þegar hljóm-
sveitir hafa verið fengnar til að
leika fyrir dansi. Þá er fólki gert
að greiða aðgangseyri, til að
mæta kostnaðinum af þeim.
-GJ.
Þessar stúlkur, sem allar eru nemendur i skólanum,kvöddu okkur með
hros á vör. Þær hcita talið frá vinktri Regina, Anna, Elisabet og Jóna
Magga.
c>
„Anægður meö starfsemina”.
Gisli Jón Iijaltason forniaður
nemendaráðs.
Verðandi heimsmeistari i borðtennis? Erfitt er að fullyröa nokkuð um liljómsveitin „Stella beauty”, skipuð fyrr- og núverandi nemendum Gagnfræöaskólans i Garðahreppi
það, en liitt er augljóst, að einheitni og áhuga vantar ekki. hélt uppi ofsafjöri á staðnum, enda lagaval félaganna ekki af verri endanum.